Morgunblaðið - 13.12.1998, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 13.12.1998, Qupperneq 22
22 C SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ M AN N LÍFSSTR AU M AR TXMKNl/Tvinnbílar Eru þeir komnir til frambúðar? TVINNBILLINN sem Toyota-umboðið sýndi Reykvíkingum fyrir skemmstu er fráleitt ný hugmynd. Bandarískur verkfræðingur, H. Piper, fékk einkaleyfi á hugmyndinni árið 1905. Meginhugmyndin var upphaf- lega sú að auka viðbragð bensínvélarinnar með rafmótor. Það varð hug- myndinni að falli í nærri heila öld, að bensínvélin náði á næstu árum hjálp- arlaust settu marki um viðbragðsflýti. Engu að síður var búinn til slatti af slíkum bílum fyrst á öldinni, og er einhverja að fínna á tæknisöfnum í Bandaríkjunum. Rannsóknir á þeim hafa farið fram undanfarna áratugi með tilstyrk stjómvalda. En ýmis atriði í tækni og umhverfismálum hafa orðið til þess að þessi gerð er aftur orðin á dagskrá. Hið tæknilega sem um munar og bæst hefur við frá því á íyrstu dögum bílsins eftir aldamótin er vitaskuld tölvan, sem sér um nákvæma aflstýringu. Lykilatríði tvinn- bílsins er nákvæm stjórnun afls á milli bensínvélar, rafals og/eða rafmót- ors ásamt rafhlöðum, drifi og hjólabúnaði. Segja má að tvinnbíllinn sé gerð- ur til þess að sameina kosti bensínbíls og rafbíls. Rafbílar eru enn sem komið er varla nothæfir nema í „innabæjarsnatti" þar eð þeir komast ekki mikið yfir hund- rað kílómetra á hleðslu rafhlað- anna. Deila má og um hvort bót sé að þeim hvað varðar umhverfis- málin, ef sú orka sem er upphaf- lega notuð til að hlaða rafhlöður þeirra, er ekki umhverfisvæn, heldur kemur frá brennslu kola eða olíu. Tvinnbíllinn er einnig NÝ BÓK EFTIRGUNNLAUG GUÐMUNDSSON 'w5 1 STjÖRNUMERKjANNA Persónuleiki allra stjörnumerkjanna Hvernig merkin eiga saman Bókin er 270 bls. og fuli af fróðleik útghfandI: STjÓRNUSPEKISTÖÐIN S: 553 7075 FERÐAMÁLASKÓLINN MK FERÐAMÁLANÁM - INNRITUN Skráning nýnema í FERÐAFRÆÐInám Ferðamálaskóla MK er nú hafin. Tekið verður við skráningum nýnema fram til 15. desember 1998. Kennsla hefst 12. janúar 1999. FERÐAFRÆÐInám Ferðamálaskóla MK er alhliða nám í ferðaþjónustu. Námið er ætlað einstaklingum sem starfa í ferðaþjónustu eða hyggja á slíkt. FERÐAFRÆÐInám Ferðamálaskólans er sérstaklega sniðið að störfum innlendrar ferðaþjónustu. Um er að ræða tveggja anna nám. Á vorönn 1999 eru í boði 8 fjölbreyttir og spennandi áfangar. Umsóknareyðublöð fást á aðalskrifstofu MK. FERÐAMÁLASKÓLINN MK MENNTASKOLINN I KOPAVOGI v/Digranesveg - 200 Kópavogur, sími 544 5520/544 5510, fax 554 3961. Netfang mk@ismennt.is RAÐTENGING er annað tvenns konar fyrirkomulags vélahluta. Þessi röðun þátta gefur hámarksnýtingu. Hjól eru einungis knúin rafhreyfli. Vélin er í gangi til þess eins að lilaða rafhlöðurnar, ef þarf. svar tækninnar og umhverfisvit- undar við þeirri staðreynd, að bensínvélin ein og sér er afar óhagkvæm og fer gróflega með dýrmæta orku heimsins. Orkan kemur eftir sem áður úr olíu, en nýting hennar er ekki fjarri því að vera þreföld. Þetta næst með tvennu móti: I fyrsta lagi fer sú orka er fór áður eftir Egil til ónýtis og í að Egilsson slíta og hita bremsuborða í það að hlaða upp rafhlöðurnar. Hreyfiorka og stöðu- orka bílsins vegna aksturshraða og vegna hæðar vegarins nýtist full- komlega með hjálp tölvustýringar- innar. I öðru lagi er séð fyrir því að vélin, sem er gjarnan þrisvar sinnum aflminni en í venjulegum bíl sömu stærðar, vinni alltaf við hagkvæmustu kringumstæður. Þetta er gerlegt með því að allt aukaálag til hraðaaukningar og klifurs upp brekkur komi frá hin- um rafmagnaða hluta kerfisins. En hvað fær okkur til að halda að þetta verði hin algenga gerð bíls þegar næstu áratugina? Það eru þær skorður sem umhverfis- málin setja okkur, og eru þegar farnar að koma fram í hinum ýmsu alþjóðasamþykktum sem okkur og aðrar þróaðar þjóðir sár- verkjar undan að þurfa að taka á okkur. Það væri íhugunarefni fyr- ir stjórnvöld hér hvort ekki ætti að greiða fyrir útbreiðslu. þessara bílagerðar með tollaívilnunum, a.m.k. um tíma. Fátt mætti hugsa sér að hjálpaði okkur betur til að ná alþjóðatakmörkunum um losun gróðurhúsalofts, sem við verðum fyrr eða síðar að hlíta. Annað, sem snýr frekar að stórþjóðum Vestur- landa, er að risaborgir þeirra eiga, einkum að sumarlagi, í umhverfis- vanda sem vex ár frá ári. Fréttir berast frá Aþenu, París, og banda- rískum borgum um að illlíft sé að verða í þeim um margra daga skeið hvert sumar. Tvinnbíllinn er fyrirsjáanlega lausn á þessum vanda, með um þrefalt minni bensínnotkun á kílómetra. Enn- fremur bætist við sú staðreynd að vélin vinnur ávallt við bestu að- stæður, og bruni verður fullkomn- ari fyrir vikið. Oæskilegar loftteg- undir, svo sem kolsýrlingur og hin og þessi köfnunarefnisoxíð, verða margfalt minni en ella. Og það er einkum í innanbæjarakstri að kostir tvinnbílsins koma í ljós. Nú- verandi mismunur á eyðslu bíla í bæjarkeyrslu annarsvegar og úti á þjóðvegum hinsvegar stafar veru- lega af því að á langkeyrslu vinnur vélin því sem næst við stöðugar kringumstæður, sem eru ekki fjarri því að vera bestu vinnuað- stæður hennar. w _ ar_ I>JOÐLirSI>ANKAR7/c7//) er eiginlega að gerast í kvótamálinu ? Uppreisn - eða hvað ? ÞAÐ er margt að undrast í þjóðlífinu þessa dagana. Ti) dæmis þau und- ur og stórmerki að hægt sé að selja „afnot“ af kennitölu fólks. Eg spurði fyrir skömmu unga stúlku kumpánlega hvort hún ætlaði að blanda sér í slaginn og selja kennitöluna sína. „Og ætti ég þá enga kennitölu?" sagði stúlkan felmtri slegin - hún er ekki komin á þann aldur að hlutafjárút- boð ríkisfyrirtækja sé innan hennar áhugasviðs. Nú tala ráðamenn um hvernig koma megi í veg fyrir að svona ævintýi-i geti endurtekið sig, svo þetta verður sennilega stutt gaman. Ollu alvarlegri teikn eru á lofti um þjóðareignina - kvótann margumtalaða. Sægreifarnir svonefndu virðast vera að missa sérréttindi sín, rétt eins og aðallinn í Evrópu gerði á sín- um tíma. Mér finnst af og til næstum eins og ég sé stödd I Frakklandi á þeim tíma þegar aðallinn þar var að missa fótfestuna í samfélagi sínu. Eg hef meira að segja dundað í hljóði við að setja hina og þessa íslenska menn í hlutverk ýmissa 18. aldar Frakka, svo hliðstætt sýnist þetta ástand stundum vera - aðeins þó í afskaplega smækkaðri og einfaldaðri mynd auðvitað. Vonandi hefur þau lánlausu hjón Lúðvík 16. og hina austurrísku Maríu Antoinette ekki órað fyrir hörmulegum örlögum sínum er þau voru krýnd árið 1775 í Reims. Kon- ungurinn vissi það eitt að hann hafði þegið vald sitt af Guði og hefur vafalaust talið með ólíkindum að hægt væri að svipta hann því. Klerkar og aðals- menn voru þá 2% n eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur hinnar frönsku þjóðar, allar aðrar stéttir töldust til þriðju stéttar sem var algerlega valdalaus. Svo var það á haustmánuðum 1788 - fyrir röskum tvö hundruð árum, að veldi hins guðlega konungs tók að riða til falls. Þriðja stéttin fór að semja kvörtunarskrár - þótti enda lífs- kjör sín óréttlæti mörkuð. Þessar skrár eru glögg heimild um Frakk- land áður en hin sögufræga bylting skall á. Lúðvík kom treglega til móts við sumar kröfur þriðju stétt- ar og sat um að knésetja hana. Stéttaþingi var þó komið saman, þar ræddu konungur og fjármála- ráðgjafi hans um fjármál ríkisins, sem voru í kaldakoli, og hugmyndir að nýjum tekjustofnum. Hins veg- ar var minna rætt um þær umbæt- ur sem þriðja stétt taldi þörf á. Þriðja stétt sýndi konungsvilja kalda og þvera andstöðu, tók sér nokkru síðar nafnið þjóðsamkoma og lýsti því yfir að öll skattlagning væri ógild nema sú sem hún legði blessun sína yfir. Þar með var bylt- ing í raun hafin. Styrkur þriðju stéttar þessa örlagaríku daga var samheldni hennar. Það var í dagrenning 14. júlí 1789 sem uppreisn Parísarbúa hófst. Bastillukastali, fanga- geymsla pólitískra fanga, var tek- inn herskildi og höfuð De Launey virkisstjóra var sniðið frá bolnum og borið á spjótsoddi um götur borgarinnar. Síðla þennan atburða- ríka dag kom konungur grunlaus af veiðum. Þegar hann frétti af falli Bastillunnar sagði hann hissa: „Þetta er uppreisn." „Nei, yðar há- tign, svarði hertoginn af Liancourt rólega: „Þetta er bylting." En þá kenndu efnastéttir Frakklands fyrst verulegs geigs þegar þær spurðu viðbrögð bænda, fjölmenn- ustu stéttar landsins. Þeir fóru um sveitir vopnaðir ljám og lurkum, heykvíslum og byssum og neituðu algjörlega að greiða aðalsmönnum landskuldir. Frjálslyndir aðals- menn sáu að hverju stefndi og reyndu að bjarga einhverju í land en án árangurs, í júlí 1793 afnam þjóðþingið öll lénsréttindi bóta- laust og staðfesti þannig orðinn hlut rétt eins og það hafði gert 1789. Mannréttindayfirlýsing var sam- þykkt í Frakklandi 26. ágúst 1789. Ein af meginstoðum mannréttinda- yfirlýsingarinnar var ákvæðið um þjóðarréttinn. Þar var m.a. hafnað þeirri fornu kenningu að landið væri persónuleg eign konungs. Loðvík 16. þrjóskaðist við að stað- festa samþykktir þjóðsamkomunn- ar og vakti þannig tortryggni þegna sinna. í ft’amhaldi af því var hafinn ákafur áróður fyrir því að konungur og stjórn hans flyttust til höfuðborgarinnar frá Versölum. Það hafðist í gegn, m.a. fyrir áróð- ur frá Marat, ritstjóra Pjóðvinar- ins. I hópi róttækustu þingmanna var Robespierre, málafærslumaður frá Arras. Mótmæli hans voru að engu höfð þegar ákveðið var að þeir einir skyldu atkvæðisbærir í landinu sem nefndust virkir borg- ai-ar. Aðrir borgar voru sviptir stjórnmálaréttindum og það braut sannarlega í bága við jafnréttis- ákvæðið í mannréttindayfirlýsing- unni. Hinn 21. september 1792 samþykkti þjóðþingið einróma af- nám konungsstjórnar og stofnun lýðveldis. Bréf fundust í Tuileries- höll, aðsetri konungs, sem sönnuðu að hann væri í vitorði með fjand- mönnum Frakka, þeir áttu í stríði við Prússa og Austurríkismenn, sem vildu setja Frakkakonung aft- ur í sitt forna sæti. I framhaldi af þessari uppgötvun var konungur dæmur til dauða og líflátinn með fallöxi hinn 21. janúar 1793. Loðvík 16. varð að gjalda yfirsjóna sinna og mistaka með lífi sínu. Þótt undanfarin frásögn sé af- skaplega mikið einfölduð og fjöl- mörgum mikilvægum atriðum sleppt er þó augljóst að helstu mis- tök konungs voru að fallast ekki á skerðingu valda sinna heldur hafa ætíð í huga gamla stjórnarfarið sem hið eina rétta. Það var þetta skilningsleysi á kröfur samtímans sem leiddi hann á höggstokkinn. Svo sem frægt er orðið urðu ör- lög Marats, hins róttæka og skinn- veika ritstjóra, þau að vera drep- inn í baði af ofstækisfullri konu sem vildi hefna ófara Girondina sem urðu að lúta í lægra haldi fyrir Jakobínum. Þetta voru helstu fylk- ingarnar sem börðust um völdin í Frakklandi á byltingartímanum. Málafærslumaðurinn og byltingar- forkólfurinn Robespierre var háls- höggvinn. Kannski samkvæmis- leikui’inn í ár felist í að velta fyrir sér hverjir af íslenskum þátttak- endum kvótadeilunnar ættu að fara varlega í kerlaugum og hverj- ir ættu að gá að sér nálægt egg- vopnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.