Morgunblaðið - 24.01.1999, Qupperneq 4
4 E SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Bifreiðar og landbúnaðarvélar er eitt af leiðandi bifrciðaumboöum landsins. Fyrirtækið
var stofnað árið 1954 og eru nú starfandi þar um 100 starfsmenn. Fyrirtækið flytur inn og
selur úrvalsbifreiðir m.a. BMW, Hyundai, Land Rover og Renault. Vegna mikilla anna
vantar drífandi aðila í góðan liðshóp.
Ertu snjall sölumaður ?
Við leitum að þjónustuliprum og drífandi sölumanni í söludeild B & L.
Starfið felst í móttöku viðskiptavina, ráðgjöf við val biffeiða, frágangi sölusamninga
auk annarra tilheyrandi starfa í söludeild fyrirtækisins.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu þjónustulundaðir og gæddir góðum hæfileikum
í mannlegum samskiptum. Áhersla er lögð á snyrtimennsku, fágaða ffamkomu, drift og
metnað til að gera vel í starfi. Kostur er ef viðkomandi hafa sótt námskeið bílasala.
T ölvukunnátta er nauðsynleg.
Umsóknarfrestur ertil ogmeð 29. janúar n.k. Gengið verður ffáráðningu strax.
Guðrún Hjörleifsdóttir veitir nánari upplýsingar. Viðtalstímar eru frá kl. 10-13.
Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi á skrifstofunni, sem er opin frá kl. 10-16
alla virka daga.
STRA
GUÐNÝ HARÐARDÓTTIR
Mörkinni 3,108 Reykjavík, sími: 588 3031, bréfsími 588 3044
■
Fjármál
50% starf
STARFSSVIÐ
► Fjárfiags- og rekstraráætíanir
► Hagkvæmnisútreikningar og greiðsluáætlanir
► Veltu- og framlegðarútreikningar
► Yfirumsjón með reikningagerð
► Samningagerð
► Ýmis sérverkefni
HÆFNISKRÖFUR
► Viðskiptafræðingur eða sambærileg menntun
► Viðkomandi þarf að hafa eiginleika góðs ráðgjafa
og hafa góða yfirsýn á fjármálamarkaðinum
► Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
► Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
Framsækið þjónustufyrirtæki leitar að
viðskiptafræðingi í 50% starf. Aðeins
metnaðarfullur einstaklingur kemur til greina.
Um er að ræða þjónustufyrirtæki á
höfuðborgarsvæðinu, framsækið og í
fararbroddi á sínu sviði. Hjá fyrirtækinu
ríkir góður og hvetjandi starfsandi.
Möguleiki á 100% starfi í framtíðinni.
Nánari upplýsingar veitir Hilmar G. Hjaltason
hjá Galiup. Umsókn ásamt mynd þarfað berast
Ráðningarþjónustu Gallup fyrir föstudaginn
29. janúar n.k. - merkt „Fjármál - 904".
GALLUP
RÁÐNINGARÞJÓNUSTA
Smiöjuvegi 72, 200 Kópavogi
Sfmi: 540 ÍOOO Fax: 564 4166
Netfang: radnlngar@gailup.is
Þroskaþjálfar athugið
Svædisskrifstofa Vesturlands auglýsir
eftir þroskaþjálfum til starfa
1. Forstöðumaður á nýtt sambýli á Akranesi
2. Afleysing í ráðgjafarþjónustu og leik-
fangasafn í Borgarnesi
3. Þroskaþjálfa vantar í Ólafsvík og Hellis-
sand í ráðgjafarþjónustu og þroskaþjálf-
un við leikskóla og grunnskóla og við
skammtímavistunina á Gufuskálum.
Um er að ræða samvinnu á milli Snæ-
fellsbæjar og Svæðisskrifstofunnar.
1. Forstöðumann vantar á nýtt sambýli á Akra-
nesi fyrir ungt fólk sem er mikið fatlað. íbúar
munu flytjast á sambýlið næsta haust, en
fram að því mun forstöðumaður kynnast
þeim og undirbúa heimilið.
Forstöðumaður mun vinna í nánu samstarfi
við væntanlega íbúa, aðstandendur, fagfólk
Svæðisskrifstofunnar og annað starfsfólk.
Markmið Svæðisskrifstofunnar er að fólk
fái tækifæri til þess að njóta sín á sínu heim-
ili og í virkri þátttöku í samfélaginu og njóti
virðingar í samskiptum við aðra.
2. Þroskaþjálfa vantar í afleysingu í ráð-
gjafarþjónustu Svæðisskrifstofunnar fram
á næsta haust. Þjónustusvæði er Borgar-
byggð, Akranes og nærsveitir. Aðsetur leik-
fangasafnsins er í Borgarnesi. í framhaldi
af afleysingunni hentar vel að vinna á vænt-
anlegu sambýli á Akranesi.
3. Þroskaþjálfa vantar við ráðgjafarþjónustu
Svæðisskrifstofunnar í Ólafsvík og Hellis-
sandi og við skammtímavistunina á Gufu-
skálum. Einnig vantar þroskaþjálfa hjá Snæ-
fellsbæ til að vinna með fötluð börn í leik-
skólanum á Hellissandi og grunnskólunum
á Hellissandi og í Ólafsvík
Upplýsingar veitir Magnús Þorgrímsson, fram-
kvæmdastjóri, í síma 437 1780.
Umsóknir ber að senda til Svæðisskrifstofu
Vesturlands, Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes.
► Lyfjaf ræðingur
- rannsóknar og þróunarstörf
Óskum eftir að ráða lyfjafræóing til starfa hjá Omega
Farma í Reykjavík.
Við leitum helst eftir lyfjafræðingi með bakgrunn úr
starfi við rannsóknir, þróun, gæðamat eða skráningar,
en útilokum ekki áhugasamalyfjafræðinga sem skortir
reynslu.
Hjá Omega Farma vinnur samhentur hópur starfsfólks
sem hefur frumkvæði og metnað til að taka þátt í
uppbyggingu og þróun hjá lyfjafyrirtæki í örum vexti.
Nánari upplýsingar veitir BenjamínAxel Árnason
hjá Ábendi.
Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir
sem trúnaðarmái.
Vinsamlegast hafið samband við okkur sem fyrst,
en í síðasta lagi fyrir hádegi 1. febrúar 1999
A
Á B E N D I
R Á Ð C J Ö F &
RÁÐNINGAR
AUGAVEGUR 178
S í M I : 568 90 99
F A X : 568 90 96