Morgunblaðið - 24.01.1999, Side 12
12 E SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Tölvu- og upplýsingasvið Kaupþings hf.
leitar að starfsmanni
Tölvu- og upplýsingasvið Kaupþings hf. vinnur að uppbyggingu og viðhaldi á
upplýsingakerfi fyrirtækisins. Upplýsingakerfið er byggt á nýjustu tækni frá Microsoft
og felur m.a. í sér beinlínutengingar við alla helstu markaði heims og upplýsingaflæði
frá viðskiptagólfi til bókhalds. Byggt er á skilgreindu verkflæði sem vinnur í Microsoft
BackOffice umhverfi og NT-stýrikerfi.
Um er að ræða starf þar sem miklar kröfur eru gerðar um áhuga á að nota nýjustu
tækni frá Microsoft við upplýsingamiðlun. Starfið felur í sér forritun á COM-hlutum sem
vistaðir eru undir MTS og notaðir með aðstoð DCOM fyrir viðmótslag sem getur verið
vefskoðari jafnt sem Microsoft Outlook Form, ásamt gagnavinnslu í gegnum SQL-
fyrirspurnir með hjálp forritunar/ADO, Access eða Crystal Reports.
Við leitum að sjálfstæðum einstaklingi sem vill starfa á reyklausum vinnustað, hefur
metnað í starfi og mikinn áhuga á nýjustu tækni. Menntunarkröfur: Tæknifræði,
verkfræði, tölvunarfræði eða kerfisfræði TVÍ.
Við bjóðum tæknilegt umhverfi með NT-stýrikerfi fyrir þjóna (Server) og vinnustöðvar.
Gagnagrunnar eru SQL Server - NT Enterprise Cluster „Wolfpack" útgáfa, Exchange
Server. Aðrir þjónar eru IIS (Internet Information Server), MTS (Microsoft Transaction
Server) og MSSQL (Microsoft Messagequeue Server). Verkfæri eru Visual Studio, Visual
Basic, Office PRO, Crystal Reports og FrontPage. Tækni: COM/DCOM, ASP, MTS og MSSQL
ADO/OLEDB.
Umsóknir beristtil Ásgríms Skarphéðinssonar, forstöðumannsTækni- og upplýsingasviðs,
fyrir 1. febrúar n.k.
Öllum umsóknum verður svarað og þær meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.
Kaupþing hf.
Ármúla 13A, Reykjavík
sími 515 1500
fax 515 1509
www.kaupthing.is
KAUPÞING HF
V i ð s k i íptastofa S P R 0 N
Verðbréfamiðlari
Viðskiptastofa SPRON óskar eftir að ráða verðbréfamiðlara.
Viðskiptastofan er staðsett í höfuðstöðvum SPRON að Skólavörðustíg n.
Helstu verkefni eru:
# Viðskipti á innlendum og erlendum fjármagnsmarkaði, einkum á sviði
verðbréfamiðlunar. Umsjón með viðskiptavakt SPRON á skuldabréfum skráðum
á VÞf og samskipti við stofnanafjárfesta.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Háskólamenntun í viðskiptafræði, verkfræði eða sambærileg menntun.
f| Reynsla á sviði verðbréfamiðlunar.
Umsækjandi þarf að hafa frumkvæði, góða skipulagshæfileika og eiga gott
með að umgangast fólk.
Fjölbreytt og umfangsmikið starf á ört vaxandi markaði.
Tækifæri til símenntunar sem eykur þekkingu og hæfni.
Hafir þú áhuga á þessu starfi hvetjum við þig til að sækja um fyrir 2. febrúar 1999.
Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað.
Nánari upplýsingar veitir
Arnar Bjamason,
framkvaemdastjóri
Viðskiptastofu SPRON.
Síml 550-1200
Umsóknir þurfa að berast
til Sigurbjargar
Óskarsdóttur,
starfemannastjóra SPRON,
Skólavörðusb'g 11, fýrir
%
SPARISJÚÐUR REYKJAVÍKUR OE NÁGRENNIS
Lektorsstaða
við University College London
Staða Halldórs Laxness lektors í íslenskri tungu
og bókmenntum við University College London
er laus til umsóknar. Staðan er að hluta til
kostuð af íslenskum stjórnvöldum. Auk venju-
legra starfa er lúta að kennslu, stjórnun og rann-
sóknum er ætlast til að lektorinn stuðli að sam-
skiptum milli Bretlands og íslands á þeim svið-
um er tengjast lektorsstarfinu.
Staðan er veitt til þriggja ára frá 1. október
1999, og er hugsanlegt að framlengja ráðning-
una um önnur þrjú ár. Byrjunarárslaun miðast
við prófgráðu og starfsreynslu og eru á bilinu
£16.655,00 til £20.867,00 skv. launatöflu lektora
(A), auk staðaruppbótar sem er föst upphæð
(£2.134,00).
Lektorinn sér um kennslu í íslensku nútímamáli
og -bókmenntum í deild Norðurlandamála auk
þess sem hann kann að þurfa að sinna kennslu
í íslensku máli að fornu og íslenskum fornbók-
menntum að einhverju marki. Þá hefur lektor-
inn rannsóknarskyldu.
Umsóknir, ásamt rækilegri greinargerð um
menntun og fyrri störf, skulu sendartil Ms.
S. Rust, Department og Scandinavian Studies,
University College London, Gower Street,
London WC1E 6BT, United Kingdom, sem veit-
ir einnig allar nánari upplýsingar. Upplýsingar
má auk þess fá hjá Stofnun Sigurðar Nordals,
Þingholtsstræti 29, Reykjavík, og á vefsíðu
deildarinnar (http://www.ucl.ac.uk/
scandinavian-studies). Umsóknir skulu hafa
borist eigi síðar en mánudaginn 1. mars 1999.
University College London vinnur skv. jafnrétt-
isáætlun og leggur áherslu á að umsækjendum
sé ekki mismunað á grundvelli kyns, kynþáttar
eða trúarskoðana.
Reykjavík, 21. janúar 1999.
Stofnun Sigurðar Nordals.
ÍEr mikið álag á skiptiborðinu?
Árstíðasveifla, námskeið, veikindi?
Láttu okkur svara í símann
Getum gefið beint samband I beina innanhússíma
Traust þjónusta, góð reynsla Verð frá 8.500 á mán.
Símaþjónustan Bella Símamær
Sími: 520 6123 http://korund.is/sima
Bandalag
háskólamanna
Upplýsingafulltrúi
Bandalag háskólamanna (BHM) auglýsir laust
til umsóknar starf upplýsingafulltrúa. Bandalag
háskólamanna er heildarsamtök 26 stéttarfé-
laga háskólamanna.
Starf upplýsingafulltrúa er fjölbreytilegt og
krefjandi. Meðal verkefna er að veita upplýs-
ingar um BHM og aðildarfélög og almenn rétt-
indamál félagsmanna þeirra í síma, almenn
samskipti við aðildarfélög og umsjón með vist-
un gagna og streymi upplýsinga. Einnig að-
stoðar upplýsingafulltrúi framkvæmdastjóra
eftir þörfum og hefur umsjón með orlofsmál-
um og úthlutun úrýmsum sjóðum á vegum
BHM.
Hlutaðeigandi þarf að geta unnið undir álagi,
hafa þjónustulund og samskiptahæfileika.
Reynsla af kjaramálum og góð tölvukunnátta
eræskileg. Háskólapróf er áskilið. Umsóknar-
frestur er til og með 8. febrúar nk. og er miðað
við að nýr upplýsingafulltrúi hefji störffljót-
lega. Skriflegar umsóknir beristtil Bandalags
háskólamanna, Lágmúla 7, 108 Reykjavík.
Nánari upplýsingar veita Gísli Tryggvason
framkvæmdastjóri og Anna Elísabet
Sæmundsdóttir upplýsingafulltrúi í síma 581
2090 eða tölvupósti bhm@bhm.is. Um kjör
fer eftir reglum um starfsmenn ríkisins og kjar-
asamningi hlutaðeigandi stéttarfélags en
starfið raðast í launaramma B. Öllum umsókn-
um verður svarað bréflega þegar ákvörðun
um ráðstöfun starfsins hefur verið tekin.