Morgunblaðið - 24.01.1999, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 24.01.1999, Qupperneq 14
MORGUNBLAÐIÐ ! 14 E SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 u jr Símenntunarstofnun Kennaraháskóla íslands Nám fyrir verðandi ökukennara Ökukennaranám, 15 einingar, hefst í Kennara- háskóla íslands í júní nk. Námið fer fram í samræmi við samstarfssamn- ing Umferðarráðs og Kennaraháskólans. Kennt verður í lotum sem dreifast á 12 mánuði: Tvær vikur í júní, tvær vikur í ágúst og sex heigarlotur frá októbertil apríl, en náminu lýk- ur með tveggja vikna lotu í maí 2000. Skólagjald er kr. 280.000 og er greiðslum , jafnað á námstímann. Inntökuskilyrði eru lokapróf úrframhaldsskóla eða náms- og starfsreynsla, meðal annars á sviði umferðaröryggismála, sem meta má sem hiiðstæðan undirbúning. Umsóknum skal skilað á þartil gerðum eyðu- blöðum, sem fást á skrifstofu skólans og á vefsíðu stofnunarinnar: www.khi.is/ed/ Umsókn skal fylgja afrit af prófskírteinum og upplýsingar um umsagnaraðila, vinnuveit- anda, kennara eða aðra. Umsóknarfrestur ertil 15. febrúar. Nánari upplýsingarfást í skrifstofu skólans, Stakkahlíð, 105 Reykjavík, sími 563 3800. Hjúkrunarheimili aldraðra Víðinesi Hjúkrunardeildarstjóri Aðstoðardeildarstjóri Hjúkrunarfræðingar Sjúkraliðar Starfsfólk við umönnun óskast til starfa á nýja hjúkrunardeild fyrir aldraða í Víðinesi frá apríl 1999. • Hjúkrunarheimili aldraðra í Víðinesi er ný stofnun á gömlum merg. • Víðines er staðsett á fallegum og friðsælum stað, um 10 km fyrir utan Mosfellsbæ og 20 km frá Reykjavík. • Við leitum að áhugasömu starfsfólki með góða samskiptaeiginleika, sem vill taka þátt í að byggja upp starfsemina. • Mikilvægt er að viðkomandi hafi ánægju af því að hjúkra öldruðum. • Unnið verður samkvæmt einstaklings- miðaðri hjúkrun. • Akstur til og frá vinnu er greiddur skv. regl- um þar um. Allar nánari upplýsingar veitir hjúkrunar- forstjóri f síma 566 8811. I HEIMILI, DAGVIST, ENDURHÆFINGARÍBÚÐ, SUNDUUG Mannleg samskipti Hefur þú áhuga á skapandi og gefandi starfi, þar sem unnið er með fötluðum á jafnréttis- grundvelli? Þá leitum við þín til starfa við að- hlynningu. Best væri að fullt starf hentaði þér. Unnið er á morgun- og kvöldvöktum og önnur hvor helgi, engar næturvaktir Við sækjumst sérstaklega eftir sjúkraliða eða starfsmanni með reynslu af aðhlynningarstörf- um. Gaman væri að heyra frá þér sem allra fyrst. Þá er best að hringja í Guðrúnu Erlu Gunnars- dóttur í síma 552 9133 sem gefur þér allar nán- ari upplýsingar. Sjálfsbjargarheimilið er ætlað hreyfihömluðu fólki er þarfnast aðstoð- ar og stuðnings í daglegu lífi sínu. íbúar eru um 42 og starfsmenn um 45 talsins. Hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafi, iðjuþjálfar, þroska- þjálfi, sjúkraliðar, læknar og aðrir starfsmenn vinna við heimilið. Sérstaklega er unnið að því að auka lífsgæði (þúa heimilisins. Boðin eru góð starfskjör og gott starfsumhverfi á vinnustað í hjarta borgar- \yinnar. ATHUGUN hf SKOÐUNARSTOFA Athugun er skodunarstöð í ET-húsinu, Klettagörðum 11, Sundahöfn Leitum að traustu og harðduglegu fólki Skoðunarmaður: Starfssvið: Skoðun á öllum stærðum bifreiða. Vinnu- tími frá kl. 8.00—18.00. Hæfniskröfur og menntun: Hafa starfsréttindi í bifvélavirkjun. Hafa metnað á að veita góða þjónustu. Hæfni í mannlegum samskiptum. Geta unnið undir álagi. Snyrtileg og góð framkoma. Afgreiðsla Starfssvið: Móttaka og afgreiðsla. Vinnutími frá kl. 12.00 til 18.00. Hæfniskröfur og menntun: Hafa metnað á að veita góða þjónustu. Góð mannleg samskipti. Geta unnið undir álagi. Snyrtileg og góð framkoma. Tölvukunnátta. Upplýsingar veittar á staðnum eða í síma 588 6660. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar. SJÚKRAH ÚS REYKJ AVÍ K U R Skurðsvið Hjúkrunarfræðingar Lausar eru til umsóknar stöður hjúkrunarfræð- inga á gjörgæsludeild. Deildin ertvískipt, með 9 rúm fyrir gjörgæslu og 13 fyrir vöknun. Hjúkrun á gjörgæsludeild sjúkrahússins mótast af því hlutverki hans að vera aðal slysa- og bráðasjúkrahús landsins og verkefnin eru því fjölbreytt og krefjandi. Allir, sem hefja störf á deildinni, fá skipulagða einstaklingshæfða aðlögun undir handleiðslu áhugasamra hjúkrunarfræðinga. Vinnuhlutfall og vinnutími er samkomulagsatriði. Umsóknarfrestur er til 1. mars 1999. Nánari upplýsingar veitir Kristín Gunnarsdóttir, deildarstjóri, í síma 525 1083 eða 525 1081. Laun samkvæmt gildandi samningum fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. ( DRESSA VMANN/ Dressmann á íslandi auglýsir eftir sölumanni Starf fyrir þig? Verslunin Dressmann á Laugavegi leitarað jákvæðum og liprum sölumanni, sem getur hafið störf hið fyrsta. Umsækjendur þurfa ekki að hafa víðtæka reynslu af sölumennsku, en áhugi og jákvætt viðmót er það sem við leitum að. Æskilegur aldur umsækjenda er 20—30 ára. Reyklaus vinnustaður. Umsóknir ásamt mynd skulu berast Dress- mann á íslandi, Laugavegi 18b, fyrir 5. febrúar. ★★★ Dressmann á (slandi er ört vaxandi fyrirtæki á markaðnum. Opnað var hér sumarið 1996 og hafa viðtökurnar verið góðar. Dressmann má finna í 5 löndum í Evrópu. Hjá Dressmann á Islandi starfa nú 8 manns. Dressmann selur herrafatnað við allra hæfi á mjög góðu verði. Þetta og margt annað gera Dressmann á Laugaveginum eina af stærstu herrafataverslunum á markaðnum i dag. VEÐURSTOFA ÍSLANDS Jarðeðlisfræðingur með töivureynslu Veðurstofan óskar eftir að ráða jarðeðlisfræð- ing með B.S. próf eða sambærilega menntun til starfa að tímabundnu verkefni á jarðeðlis- sviði. Reynsla af tölvum og forritun er mikilvæg. Ráðið verður í starfið til allt að 10 mánaða og er nauðsynlegt að viðkomandi geti byrjað sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningum starfs- manna ríkisins. Umsóknum skal skila til Veðurstofu íslands, Bústaðavegi 9, 150 Reykjavík eigi síðar en 5. febrúar nk. Frekari upplýsingar gefa starfsmenn jarðeðlis- sviðs Veðurstofunnar. KÓPAVOGSBÆR Frá skólaskrifstofu Kópavogs Starfsmann vantar í Snælandsskóla Vegna veikinda eru laus við Snælandsskóla eftirtalin störf: • Hálft starf stuðningsfulltrúa fyrir hádegi. • Hálft starf starfsmanns í Dægradvöl eftir hádegi. Æskilegt er að sami aðili geti sinnt báðum störfunum. Leitað er eftir starfsmanni með góða reynslu af börnum. Uppeldismenntun æskileg. Upplýsingar gefa Reynir Guðsteinsson skóla- stjóri og Birna Sigurjónsdóttir aðstoðarskóla- stjóri í síma 554 4911. Tölvupóstur: snaeland@ismennt.is Starfsmannastjóri Kerfisstjóri Morgunblaðið óskar að ráða kerfisstjóra á netdeild blaðsins. Nánari upplýsingar um starfið má finna á vef mbl.is, slóðinni www.mbl.is/starf.html. Góð laun eru í boði fyrir réttan starfsmann. Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem'eru hátt í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Framsækið alþjóðlegt fyrirtæki leitar að fólki sem vill vera þátttakandi í markaðssetningu framtíðarinnar. Við leitum að: • Förðunar- og snyrtifræðingum • Fólki sem hefur listræna hæfileika • Viðskiptasambandi erlendis einkum á Ind- landi, Italíu og Japan • Leiðtogahæfileika • Áhuga á framþróun internetsins • Ratar veraldarvefinn. Við bjóðum góðartekjur, mikla þjálfun og alþjóðlegt starfsumhverfi. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl., merktar: „Color Line — 2002", eða í tölvupósti colorline2002@centrum.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.