Morgunblaðið - 24.01.1999, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 . E
Fiskveiðar
og mannlíf
í Víetnam
Víetnam var um árabil vettvangur harðra
stríðsátaka og á allra vörum. Einar
Eyþórsson þjóðfélagsfræðingur hefur
undanfarið ár tekið þátt í norsku
rannsóknarverkefni um sjávarútveg
_____í Víetnam. Hér segir hann frá_
reynslu sinni af landi og þjóð.
, , ^ __ Ljósmyndir/Einar Eyþórsson
BÁTAFÓLKIÐ er enn fjölmennt í Víetnam. A fyrri hluta aldarinnar héldu flestir til á ám og lónum, en í dag
eru mörg fljótandi þorp á sjónum, eins og hér, inn á milli klettahólmanna á Halong-flóa. Undanfarin tvö ár
hafa þeir best stæðu byggt bambuskofa sem fljóta á olíutuiinum.
Víetnam! Fyrir okkur sem
komumst til vits og ára á
áttunda áratugnum skip-
ar þetta land mikilvægan
sess í minningunni um ósættan-
legar pólitískar deilur þessa ára-
tugs. Við minnumst stríðsins sem
aldrei virtist ætla að taka enda,
vægðarlausra loftárása Banda-
ríkjamanna og að því er virtist
óbilandi baráttuvilja Víetnama
undir forystu kommúnista. Öll
gerðum við okkur einhverjar hug-
myndir um þetta land, jákvæðar
eða neikvæðar, allt eftir því hvar
við töldum okkur eiga heima á
hægri-vinstri skalanum. Nú er
þetta allt liðin tíð og yngri kyn-
slóðin getur með réttu spurt um
hvað var barist, til hvers var
milljónum mannslífa fórnað?
Þegar mér bauðst að taka þátt í
norsku rannsóknarverkefni um
sjávarútveg í Víetnam, var ekki
laust við að sh'kar minningar ykju
forvitnina; hvernig var nú ástatt í
landinu sem fyrir aldarfjórðungi
var á allra vörum? Eftir eitt ár og
þrjár heimsóknir til Norður-Ví-
etnams þykist ég nú nokkurs vís-
ari.
Það er „Norsk Institutt for By-
og Regionforskning" sem hefur
tekið að sér að skoða áhrif endur-
nýjunarstefnu kommúnistastjórn-
arinnar í Hanoi á þróun sjávarút-
vegs í Víetnam, en norsk þróunar-
aðstoð beinist meðal annars að ví-
etnömskum sjávarútvegi.
Örar breytingar
Það fyrsta sem slær íslenskan
sveitamann við komuna til Hanoi
er mannhafið. íbúar landsins eru
nú rúmlega 70 milljónir, í landi
sem er á stærð við Noreg. Um-
ferðin í Hanoi virðist ekki lúta
sömu reglum og heima, vélhjól,
reiðhjól og bílar velta fram í
óskipulegri bendu, flautan er
óspart notuð. Nú, þegar frjálst
framtak er aftur orðið leyfilegt, er
erfitt að komast leiðar sinnar í
borginni fyrir ötulum sölumönn-
um og konum. Útlendingar skera
sig úr fjöldanum, vestrænt útlit
gefur til kynna að hér séu dollar-
ar á ferðinni. Þrátt fyrir fortíðina
er Bandaríkjadollarinn í miklum
metum. Yngri kynslóðin leggur
sig líka fram um að læra ensku og
vill gjarnan prófa kunnáttuna á
okkur.
Þótt kommúnistaflokkurinn
sitji enn sem fastast við völd hafa
orðið örar breytingar í landinu
undanfarinn áratug. Eftir að
styrjöldinni lauk 1975 settu Ví-
etnamar traust sitt á Sovétríkin,
sem veittu landinu efnahagsað-
stoð til þess að byggja upp sósíal-
ískt þjóðfélag eftir sovéskri fyrir-
mynd. Fjöldi Víetnama fékk æðri
menntun í austantjaldslöndunum,
og Víetnam gerðist aðili að
Comecon, efnahagsbandalagi
kommúnistaríkja. Um miðjan ní-
unda áratuginn var þó orðið nokk-
ÓNÝTIR hervöi-ubflar geta lengi
komið að gagni. Ökutæki af
þessu tagi sér maður hvarvetna í
Víetnam. Tveir vörubflsöxlar og
gírkassi á grind, knúið af litlum
kínverskum díselmótor.
uð ljóst að sovétfyrirkomulagið
myndi ekki standast til frambúð-
ar, hvorki í Víetnam né í Sovét-
ríkjunum sjálfum. Víetnamstjórn
hefur síðan reynt að feta svipaða
leið og Kína, leyfa einkaeignarrétt
og frjálsan markað, án þess að
flokkurinn láti völdin af hendi.
Þessi stefna er kölluð Doi Moi,
eða endurnýjun.
Að vissu leyti má segja að end-
urnýjunarstefnan hafi skilað góð-
um árangri, að minnsta kosti ef
borið er saman við framvindu
mála í Sovétríkjunum fyri-ver-
andi. Fyrir mikinn meirihluta
þjóðarinnar hafa lífskjörin batnað
til muna. Athafnafrelsið hefur
leyst úr læðingi mikla atorku
meðal fólks, það er líkast því að
hver einasta fjölskylda sé að
reyna að drýgja tekjurnar með
einhverskonar viðskiptum. Það er
fjölskyldukapítalisminn sem hefur
leyst sósíalismann af hólmi. En
atorka og hugkvæmni almennings
er kannski ekki nóg. Samanborið
við Kína gengur seinlega að lokka
erlent fjármagn til landsins, Ví-
etnam er enn eitt af fátækustu
löndum heims.
Aukinn sjávarafli
En hvernig vegnar víetnömsk-
um sjávarútvegi í ölduróti breyt-
inganna? Strandlengja landsins er
álíka löng og sú norska, og um-
talsverðar auðlindir er að finna í
hafínu á landgrunninu. Fiskur og
önnur sjávardýr gegna líka mikil-
vægu hlutverki í matarræði lands-
manna. Sjávarafli og aflaverð-
mæti hefur stóraukist á undan-
förnum árum, en nú er hætta á að
auðlindirnar, sérstaklega við
ströndina, séu ofnýttar.
Á árunum milli 1960 og 1980
var samyrkjufyrirkomulaginu
komið á í fiskveiðum í Norður-Ví-
etnam, eftir stríðslokin 1975 var
gerð skammvinn tilraun til að
koma sama skipulagi á í suður-
hluta landsins. Ríkisstyrkt sam-
vinnufélög gerðu út báta, ríkið lét
í té veiðarfæri og eldsneyti og
ráðstafaði aflanum, en sjómenn
fengu hrísgrjónaskammt til að
halda lífi í fjölskyldunni. Ekki
„CYCLO“ kallast þetta ökutæki sem enn er notað til leiguaksturs í Ha-
noi. Ungir cyclo-ökumenn eru aðgangsharðir og alls staðar nálægir í
höfuðborginni. Margir þeirra eru atvinnulausir bændasynir sem búa í
þorpum utan við borgina.
BÁTAFÓLKIÐ er fátækt og barnmargt - takmörkun barneigna við
tvö börn, sem er stefna stjórnvalda, virðist ekki ná til þeirra. Skóla-
ganga heyrir til undantekninga, ríkið greiðir ekki lengur allan skóla-
kostnað, og auk þess er langt í skóla frá fljótandi fiskiþorpum á Ha-
long-flóa. Hér er greinarhöfundur um borð í fleka með bátafólki í Cua
van á Halong-flóa.
FLÓTTINN til Hong Kong hélt áfram fram yfir 1990. Konan á miðri
mynd sagðist hafa flúið með fjölskyldunni árið 1991, skömmu áður en
flóttaniaimabúðununi þar var lokað. Fjölskyldan sneri aftur af f'rjáls-
um vilja eftir fjóra mánuði. Það var eins gott, segir hún, því sonur
hennar (til hægri) hefði orðið ónytjungur ef hann hefði vanist letilífinu
í flóttamannabúðunum. Ferðin til baka var ógleymanleg, hún hafði
aldrei áður ferðast með svo stóru skipi. Þetta ferðalag var reyndar
ekki alveg árangurslaust, því fjölskyldan fékk 15.000 ísl. kr. frá Sa-
meinuðu þjóðunum fyrir að fara heim og sfðan hagstætt lán fyrir
heimkomið flóttafólk gegnum Evrópusambandið. Nú er fjölskyldan
ekki Iengur bátafólk, heldur býr í eigin húsi og gerir út bát. Fyrir aft-
an hana situr flokksfulltrúinn frá sveitarfélaginu (með derhúfu) og
hlær dátt að öllu saman.
þótti þó gerlegt að þjóðnýta allar
þær tugþúsundir smábáta sem
haldið var til hefðbundinna
strandveiða. Margir þessarra
báta voru, og eru enn þann dag í
dag, heimili fátækra fjölskyldnæ *
sem ekki eiga sér samastað á
þurru landi.
Sviptingar
í sjávarútvegi
Þótt Víetnamstríðinu lyki 1975,
var hremmingunum ekki lokið.
Þremur árum síðar tók við ný
styrjöld og hernám Kambódíu,
sem þá var undir járnhæl rauðu
khmeranna. Þótt hernámið byndi
enda á eitthvert versta þjóðar- ‘
morð okkar tíma, var Víetnömuní*’
refsað, bæði af Vesturlöndum með
Bandaríkin í broddi fylkingar,
sem komu á viðskiptabanni, og af
Kínverjum, sem réðust á landið úr
norðri. Vinslitin við Kína urðu til
þess að fjöldi fólks af kínverskum
uppruna var hrakinn úr landi til
Kína. Þetta hafði afar slæm áhrif
á sjávarútveginn í Norður-Ví-
etnam. Kínverjarnir voru margir
hverjir dugandi sjómenn og víða
fremstir í flokki í rekstri sam-
vinnufélaganna. Flótti Kínverj-
anna skildi útgerðina eftir í rúst á
mörgum stöðum. Við þetta bætt-
ust gífurlegir erfiðleikar í efna-
hagslífinu, sem urðu upphafið á^.
stórfelldum flóttamannastraumi,
sem frá norðurhluta landsins lá til
Hong Kong. Margir flóttamann-
anna voru fátækt bátafólk í leit að
þolanlegra lífi. Sumsstaðar voru
fískiskip samvinnufélaganna tekin
traustataki til að sigla til Hong
Kong. Fyrstu árin komust margir
til annarra landa, eftir lengri eða 1
skemmri dvöl í flóttamannabúð- ,
um, en seinna var farið að senda J
flóttamennina heim aftur.
Strax og farið var að slaka á i
miðstjórnarvaldinu í viðskiptum ‘
með sjávarafla upp úr 1980, fóru <
sjómenn að yfirgefa samvinnufé- i
lögin, en smábátum í einkaeign j
fjölgaði að sama skapi. Á árunumr-.'
1985 til 1995 varð gífurleg afla- ,
aukning, en sá gallinn er á að nær i
öll stærri fiskiskip sem samvinnu- <
félögin gerðu út eru nú horfin úr j
rekstri, en smábátarnir sem
sækja á heimamiðin eru orðnir •
fleiri en góðu hófi gegnir. Stjórn- |
völd reyna nú að bregðast við ;
þessu með því að bjóða hagstæð
lán til togarakaupa, og talsverður
fjöldi nýrra togara er nú um það
bil að komast í gagnið. Hin hliðin
á málinu, hvernig hægt er að
minnka sóknina á heimamiðin, en^.
öllu erfiðari viðfangs, eða hvar á
bátafólkið, sem oft á tíðum er
ólæst og óskrifandi, að leita sér
viðurværis ef því verður bannað
að veiða fisk?
Höfundur er þjóðfélagsfræðingur
og starfar við Háskélann ( Finn-
mörku, sem er í Alta i Norður-Nor^
egi.