Morgunblaðið - 11.02.1999, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 11.02.1999, Qupperneq 8
8 B FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Iðnaðar- og viðskiptaráðherra á ferð og flugi um tvær heimsálfur þessar ferðir. Morgunblaðið/Garðar Ingvarsson ÚLFUR Sigurmundsson, framkvæmdastjóri ísKem elif., Sveinn Þorgrímsson, deildarstjóri í iðnaðarráðu- neytinu, og Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ásamt tveimur suður-afrískum verkfræðingum í tilraunaverksmiðjunni í Suður-Afríku. ráðherra hefur gert víðreist að undanförnu í því skyni að efna til samstarfs við fjar- lægar þjóðir á sviði nýsköpunar. Hann er nýkominn frá Suðaustur-Asíu þar sem hann fylgdi íslenskri viðskiptasendinefnd til Malasíu. Þá fór hann til Suður-Afríku vegna athugunar á hagkvæmni þess að reisa 100 þúsund tonna pólýól-verksmiðju á Islandi. Kjartan Magnússon hitti ráð herrann að máli í Kuala Lumpur, höfuð- borg Malasíu, og ræddi við hann um Viðskipt verksmií Finnur Ingólfsson iðnaðar- og viðskipta- NÝSKÖPUN í íslensku at- vinnulífí er eitt af meginverk- efhum iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytis. Aðkoma ráðuneytisins er fyrst og fremst í gegnum rannsóknar- stofnanir þess, þ.e. Iðntæknistofnun, Rannsóknastofnun byggingariðnað- arins og Orkustofnun, en einnig með rekstri sérstakra stuðningsverkefna fyrir frumkvöðla og fyrirtæki. Þá vinnur ráðuneytið að úttektum og forathugunum á ýmsum hugmyndum um nýsköpun í atvinnulífínu. I þeirri vinnu er leitast við að fínna út hvort viðkomandi hugmynd sé raunhæf, eigi við hérlendis og hver hlutur stjómvalda geti verið við að hrinda henni í framkvæmd. Finnur segist vera þeirrar skoðunar að stjórnvöld eigi að búa í haginn fyrir frumkvöðla í viðskiptalífí og hvetja þá til dáða en nýta kosti markaðarins til að fjár- magna góðar viðskiptahugmyndir og annast rekstrarþáttinn. „Markvisst er leitað að nýjum viðskiptahug- myndum. Það er m.a. verkefni Fjár- festingarstofu Islands, sem i'áðuneyt- ið rekur í samvinnu við Útflutnings- ráð og Landsvirkjun, en einnig em einstaklingar og íyrirtæki stöðugt á höttunum eftir nýjum möguleikum. Við könnum hvort grundvöllur sé fyr- ir viðkomandi verkefnum, myndum verkefnastjóm, sem lætur kanna tæknilegar og fjárhagslegar forsend- ur verkefnanna, og tökum þátt í við- ræðum við erlenda aðila um bæði tækniþróun og fjárfestingar. Tilgang- urinn er að liðka fyrir og auðvelda einkaaðilum að breyta hugmynd í raunverulegar og söluhæfar afurðir. Viðamesta verkefnið og án efa hið mest spennandi sem ráðuneytið vinn- ur nú að er forathugun um gufu- aflsknúna pólýól-verksmiðju hérlend- is með um 100 þúsund tonna fram- leiðslugetu á ári. Fjárfesting í slíkri verksmiðju gæti numið um tíu millj- örðum króna og er þá kostnaður við gufuöflun ekki meðtalinn. Til saman- bm'ðar má geta þess að kostnaðurinn við byggingu 60 þúsund tonna álvers á Gmndartanga nam rúmlega 12 milijörðum króna og kostnaður við 100 þúsund tonna stækkun álversins í Straumsvík nam um 11 milljörðum." Hugmyndin að byggingu verk- smiðjunnar er nokkurra ára gömul og hana má rekja til stofnunar fyrirtæk- isins ísKem ehf. (IceChem) árið 1994. Stofnendur félagsins em Bandaríkja- maðurinn Terry Brix, aðaleigandi fyr- irtækisins Technology Intemational Exchange Inc., Samtök iðnaðarins, Hitaveita Suðumesja, Iðntæknistofn- un, Vír ehf. sem er í eigu Agústs Val- fells og Ljósbrá ehf. sem er í eigu Úlfars Sigurmundssonar en hann er jafnframt framkvæmdastjóri IsKem. Auk þess lagði Fjárfestingarstofa ís- lands til framlag til fyrirtældsins með heimild til að breyta því í hlutafé síð- ai'. Tilgangur IsKems er samkvæmt stofnsamningi að stuðla að notkun innlendrai' orku í efnaiðnaði með því að vinna að nýjum viðskiptahugmynd- um og úttektum á þeim og hrinda þeim í framkvæmd. Fyrir tæpum tveimur ámm kviknaði sú hugmynd að könnuð jrði hagkvæmni þess að fyrirtækið reisti og ræki pólýól-verk- smiðju á Islandi vegna nýrra aðferða við framleiðslu efhisins. Gjörnýting hráefna Pólýól er lífrænt grunnefni sem hingað til hefur verið unnið úr olíu. Pólýól er í raun samheiti fyrir þrjár tegundir plastefnis; ethylen glycol, propylen glycol og glycerin, en þær eru t.d. notaðar við framleiðslu mat- væla, lyfja og snyrtivöru. Bandarískt fyrirtæki, Intemational Polyol Chem- icals (IPCI), hefur nú þróað nýja að- ferð til að framleiða plastefni þetta úr sykri eða sterkju. Hráefnið til fram- leiðslunnar er í raun sá hluti sykur- reyrsins, sem ekki nýtist til sykur- gerðar (mólassi), og er því verið að nota úrgangsefni sem nú nýtist að takmörkuðu leyti eða ekki. Heims- mai'kaður fyrir pólýól er um 15 millj- ónir tonna á ári og vex árlega um 360 þúsund tonn eða sem nemur þrefaldri framleiðslu íslensku verksmiðjunnar ef ráðist yrði í verkefnið. IPCI hefur byggt tilraunaverksmiðju í Suður-Af- ríku í samvinnu við heimamenn og byggist hún á umræddri tækni. Finn- ur fór til Suður-Afríku í því skyni að kynnast starfsemi verksmiðjunnar og koma á samstarfi við rekstraraðila hennar um miðlun þekkingu og reynslu ef til þess kæmi að slík verk- smiðja yrði reist á Islandi. Suður-Afríkumenn fúsir til samstarfs Finnur segir að viðtökumai' hafi verið góðar og Suður-Aftákumenn hafi verið fúsir til samstarfs og að miðla af reynslu sinni. „Unnið er að könnun á byggingu um 100 þúsund tonna verksmiðju á þremur stöðum. íslandi, Suður-Afríku og í suðurríkj- um Bandaríkjanna. Maður hefði get- að ímyndað sér að þeir vildu ekkert með okkur hafa þar sem við værum hugsanlegir keppinautar en því fór fjarri þar sem ekki er um mettaðan markað að ræða. Vel kemur til greina að reisa verksmiðju á öllum stöðunum og ef sú verður raunin er hver verk- smiðja með svo lítinn hluta heims- framleiðslunnar að menn verða fúsir að miðla hver öðrum af reynslu sinni. Reynslan af verksmiðjunni í Suður- Afríku mun skipta miklu máli þegar endanleg ákvörðun verður tekin um hvort ráðist verði í svipaðar fram- kvæmdir á Islandi og því er það dýr- mætt fyrir okkur að fá að taka þátt í slíku samstarfi. Suður-Afríkumenn buðu okkur m.a. að senda íslenska sérfræðinga suður til að vinna við til- raunaverksmiðjuna svo við gætum kynnst rekstrinum frá fyrstu hendi.“ Finnur hitti m.a. Alec Erwin iðn- aðarráðherra í förinni. Hann segir það hafa komið sér á óvart hvað Suð- ur-Afríkumennirnir voru ákveðnir og vildu ganga hreint til verks. „Akvörðun um hvort byggja eigi verksmiðju í Suður-Afríku í fulhá stærð á að liggja fyrir í lok ársins og ef af verður á verksmiðjan að vera tilbúin átján mánuðum síðar. Við er- um mun varfærnari, sem er skiljan- legt þegar litið er til þess hve hag- kerfi okkar er smátt í sniðum. Jafn- framt skiptir það miklu máli að fá tækifæri til að skoða betur reynslu Suður-Afríkumanna af rekstri til- raunaverksmiðjunnar, bæði ýmis tæknileg úrlausnarefni og einnig ýmsa rekstrarlega þætti.“ ísland hagkvæmast Þegar liggur fyrir forathugun á hagkvæmni þess að reisa slíka verk- smiðju á Islandi sem myndi nota um 120 þúsund tonn af sykri eða sterkju á ári en áætlað er að það magn skili um 100 þúsund framleiddum tonnum af pólýóli. Hagkvæmnisathuganir hafa einnig verið gerðar með tilliti til byggingar jafnstórrar verksmiðju í Suður-Afríku og í suðurríkjum Bandaríkjanna. Segir Finnur að þær hafi leitt í ljós að Island sé hag- kvæmasti kosturinn af þessum þremur. „Það er ekki spurning um að greiður aðgangui' að jarðgufu hef- ur þar mest að segja. Einnig skiptir miklu máli nægt kælivatn og hag- kvæmir sjóflutningar.“ Nú hlýtur staðsetning svo stóirar verksmiðju að skipta miklu fyrir við- komandi byggðarlag ogjafnvel þjóð- ina íheild. Hefur eitthvað verið hug- að að staðarvali? „Nei, málið er ekki komið svo langt og þetta þarf allt að gerast í réttri röð. Fyrst töldum við rétt að tryggja samstarfið við Suður-Afríku- mennina og það er blessunarlega í höfn. Næst er að hefja viðræður við orkufyrirtæki um gufuöflun og tryggja jafnframt fjármagn til fram- kvæmda. Síðast en ekki síst þarf að fara afar vel ofan í tæknihlið málsins þar sem um mjög sérstakan iðnað er að ræða.“ Koma Hitaveita Suðurnesja og Hitaveita Reykjavíkur ekki einna helst til greina vegna styrks og mik- illar afgangsorku ? „Staðarval ræðst fyrst og fremst af því hvai- hægt er að fá gufuafl. Jafnframt þarf verksmiðjan að vera nálægt háhitasvæði og fá gufu við nokkuð háan þrýsting, sem ekki er alls staðar. Það er vissulega rétt að Hitaveita Suðurnesja býr yfir öllum þessum kostum." Umhverfísvæn verksmiðja Er einhver ríkari ástaeða fyrir Is- lendinga að byggja slíka verksmiðju frekar en t.d. enn eitt álverið eða magnesíumverksmiðjuna sem fyrir- huguð er á Suðurnesjum? „Hér er um gerólíka hluti að ræða. Pólýól-verksmiðja yrði afar umhverf- isvæn þar sem hún notar hráefni sem ella þyrfti að farga að miklu leyti. Sjálf framleiðslan er lífrænt plastefni sem dregur um leið úr notkun á margvíslegum ólífrænum efnum. Hugmyndafræði slíkrar verksmiðju er í fullu samræmi við Kyoto-sam- komulagið. Nefna má að af hverju tonni sem framleitt er af slíku plast- efni er talið að sex sinnum meira bindist af koltvísýringi við ræktun sykurreyrsins. Hins vegar er bein mengunai'hætta samfara álveri eða magnesíumverksmiðju eins og allir vita og því þurfa stjómvöld að hafa strangt eftirlit með slíkri starfsemi.“ Hvenær má reikna með að ákvörð- un verði tekin af eða á um byggingu pólýól-verksmiðju ? „Verkefnisstjómin mun vinna áfram að undirbúningnum. Fyrstu kynningarfundir með erlendum fjár- festum verða nú í vor. Afram verður unnið að tæknilegri skoðun á þeim hluta framleiðsluferlisins sem snýi' að notkun jarðgufunnar og jafnframt þarf að tryggja að gufuorkan verði tiltæk þegar á þarf að halda. Að lok- um þarf að fylgjast með framvind- unni í Suður-Afríku, en reynslan það- an mun geta orðið mikilvægur þáttm' í ákvörðunartökunni. Myndin mun skýrast smátt og smátt og má vænta þess að um mitt næsta ár liggi flestir drættir ljósir fyrir,“ segir Finnur. Fleiri verkefni I fór Finns til Suður-Afríku var einnig rætt um samstarf við heima- menn á flehi sviðum. Meðal þehra voru þrjú önnur verkefni sem tengj- ast IsKem. Eitt snýst um framleiðslu á ostalíki úr jurtaolíum en markmið verkefnisins er að kanna hvort hag- kvæmt sé að nota sömu aðferð við framleiðslu ostalíkis úr fiskolíum hér- lendis. „Ég heyrði mjög vel látið af þessu verkefni en tilraunaframleiðsla frá Mjólkursamlagi KEA á Akureyri, sem Suður-Afríkumenn hafa kynnt sér, fékk lofsamlega dóma. KEA hef- ur unnið að tækniþróun framleiðsl- unnar sem byggist á bandarískum einkaleyfum. Suður-Afríkumenn eru hrifnir af þessari framleiðslu m.a. vegna þess að mjólkuróþol mun vera mjög algengt þar. Samstarfsverkefn- ið gengur því út á yfirfærslu tækni- þekkingar frá Islandi til Suður-Af- ríku,“ segir Finnur. í þriðja lagi er um að ræða fram- leiðslu á iðnaðaralkóhóli hérlendis. Verkefnið byggist á aðgangi að alkó- hólblöndu frá Suður-Afríku, banda- rískum einkaleyfum til að skilja blönduna sundur og aðgangi að hag- kvæmri jarðgufu á Islandi. Fjórða verkefnið snýst um flúor- húðun á plasti, en aðferðin hefui' ver- ið þróuð af suður-afríska fyrirtækinu Atomic Energy Corporation. Tæknisamstarf milli íslands og Malasíu? Fi'á Suður-Afríku fór Finnur til Malasíu þar sem hann var í forystu fyrir viðskiptanefnd íslenskra kaup- sýslumanna, auk þess sem hann hitti ýmsa ráðamenn að máli. Finnur seg- ist hafa verið ánægður með ferðina þegar á heildina er litið og vona að hún skili sér í auknum viðskiptum á milli þjóðanna. „I hugum flestra er Malasía svo fjarlægt og framandi land að þeir telja að varla sé þangað mikið að sækja. Eg tel aftur á móti að Malasía geti orðið okkur mikilvægur samstarfsaðili um ýmsa hluti. Þessa ályktun dreg ég af viðræðum mínum við þá sem ég hitti, einkum þá sem sóttu kynningarfund- inn um íslenskt efnahags- og við- skiptalíf og kaupstefnuna sem fylgdi í kjölfarið. Þessar samkomur sóttu á annað hundrað manns og varð ég ekki var við annað en að áhuginn á okkar litla landi og því, sem við hefðum að bjóða, væri mjög mikill. Það kom líka í Ijós að þarlendh’ fjölmiðlar fylgdust með þessum atburðum og var all- nokkuð um þá fjallað bæði í sjónvarpi og blöðum. Þetta fyrsta strandhögg virðist mér þvi hafa heppnast einkar vel. Því verðm' þó að fylgja eftir af festu og reikna ég með að sendinefnd- in hittist öll fljótlega eftir að heim kemui' til að meta árangurinn og ákveða næstu skref.“ Finnur átti meðal annars viðræðm' við iðnaðar- og viðskiptaráðherra Malasíu, írú Seri Rafidah Aziz, og ræddu þau um samskipti þjóðanna og hvemig þau mætti auka, báðum til hagsbóta. „Viðræður okkai' snerust að talsverðu leyti um gagnkvæma tækni- yfirfærslu. Henni er vel kunnugt um sterka stöðu okkar í sjávarútvegi og daginn áður hafði ég kynnst áætlun- um og fi'amkvæmdum Malasíumanna í uppbyggingu hugbúnaðariðnaðarins. Þeir hafa náð sérlega áhugaverðum árangi'i í upplýsingatækni og beina nú sjónum einkum að margmiðlun. A þessum tveim sviðum getum við áreið- anlega lært nokkuð hvorh' af öðrum. En önnur mál voru einnig rædd, t.d. var þeirri hugmynd varpað fram af frú Rafidah hvort ekki væri ástæða til að huga að gagnkvæmum fjárfesting- arsamningum milli landanna," segir Finnur að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.