Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 B 9 VIÐSKIPTI Aukið markaðsstarf íslenskrar ferðab.jónustu Ferðaþjón usta orðin önnur stærsta gjaldeyrislindin Komur útiendinga til íslands 1988-1998 með skipum og flugvélum 250.000 200.000 ..... 232.219 201.654 150.000 128.830 100.000 50.000 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 MIKILL vöxtur hefur orðið í ferðaþjónust- unni undanfarin ár. Hún hefur vaxið mest allra atvinnugreina og hefur sífellt meira vægi í þjóðarbúskap Islend- inga. Fjölgun ferðamanna til landsins var 5-15% á síðustu 10 ár- um, en reiknað er með að umsvif greinarinnar vaxi um 6% að jafn- aði til ársins 2006 á heimsvísu. Erlendir ferðamenn voru rúm- lega 230.000 á síðasta ári sem er aukning um rámlega 15% frá 1997. Aukningin var mest utan hins hefðbundna ferðamannatíma sem er, að sögn Hauks Birgissonar, markaðsstjóra Ferðamálaráðs ís- lands, mikilvægt til að ná betri arðsemi í greininni. Nú í janúar komu t.a.m. 43% fleiri ferðamenn til landsins en á sama tíma í fyrra, að hans sögn. Ferðaþjónustan skilaði í þjóðar- búið um 26 milljörðum króna í gjaldeyristekjur árið 1998, sem er u.þ.b. 13% af gjaldeyristekjum landsmanna og er ferðaþjónustan því önnur stærsta gjaldeyrisauk- andi atvinnugrein landsins. Aukning gjaldeyristekna í greininni frá 1995 er um 30%, en ótaldar eru tekjur af innlendum ferðamönnum. 15.000 ferðamenn spurðir álits á landinu Haukur segir að umhverfi ferða- þjónustunnar hafi breyst mikið á liðnum árum og breytt þjónusta Ferðamálaráðs Islands er gott dæmi þar um, að hans sögn. Hann segir að mikil áhersla sé nú lögð á að safna upplýsingum um hvernig erlendir ferðamenn upplifa landi, en árlega hafa 5.000 ferðamenn á leið úr landi verið spurðir gagngert um þetta sl. 3 ár, alls um 15.000 manns. „Rannanirnar og upplýsingar sem við fáum úr þeim gefa mikil- vægar upplýsingar um markhópa og einstök markaðssvæði í okkar markaðsstarfi og við bregðumst við þessum upplýsingum,“ sagði Haukur. „Samkvæmt könnunun- um uppfyllir ferðin, í langflestum tilfellum, þær væntingar sem ferðamaðurinn hefur.“ Haukur segir að Ferðamálaráð hafi aldrei lagt eins mikla áherslu á móttöku erlends fjölmiðlafólks og á síðasta ári. Hann segir gríðar- lega mikilvægt að kynna land og þjóð fyrir erlendum fjölmiðlum, en markmiðin séu þó mismunandi eft- Mikill vöxtur hefur orðið í ferðaþjónust- unni undanfarin ár og hefur hún vaxið mest allra atvinnugreina hér á landi. Þóroddur Bjarnason ræddi við Hauk Birgisson, mark- aðsstjóra Ferðamála- ráðs íslands, um breytt umhverfí í ferðaþjónustu. Morgunblaðið/Golli HAUKUR Birgisson, markaðs- stjóri Ferðamálaráðs íslands. ir því á hvaða markaðssvæðum er verið að vinna, hvort auka eigi þekkingu eða fjölga söluaðilum og efla þá þekkingu sem fyiir er.“ Fólki kennt að selja landið Haukur segir að á sumum stöð- um erlendis þurfi að fjölga söluað- ilum til muna, auka þekkingu sölu- fólks hjá erlendum ferðaskrifstof- um á landi og þjóð og „kenna“ þeim að selja ferðir til landsins. „í þeim málum höfum við verið með átak í gangi og bjuggum til kennsluleiðbeiningar þar sem sölu- aðilum í Bretlandi er leiðbeint um hvernig kynna eigi landið, hvernig hægt sé að nálgast upplýsingar um það og selja ferðir hingað.“ Haukur segir nýjar dreifileiðir og breytingar á ferðamunstri hafa kallað á nýjar markaðsaðferðir. Þar sé t.d. Netið stór þáttur í breytingum á miðlun upplýsinga. „Ferðalög eru almennt að verða styttri og þau eru ákveðin með styttri fyrirvara. Aukin tíðni og aukið framboð ferða hefur leitt til nýrra tækifæra og opnað mögu- leika á nýjum mörkuðum, sérstak- lega utan háannatíma. Þjónusta Ferðamálaráðs hefur brugðist við með nýjum þáttum til að koma til móts við þetta nýja umhverfi, m.a. með breyttri upplýsingagjöf.“ Þjónusta Ferðamálaráðs á Net- inu heitir Ferðavefurinn og slóð hans er http://www.icetourist.is. Heimsóknir á vefinn aukast jafnt og þétt og unnið er að þróun hans, að sögn Hauks. Arangur sem náðst hefur með markaðsstarfinu segir Haukur einkum því að þakka að aðilar í ferðaþjónustunni hafa komið að markaðsstarfinu með þátttöku í sýningum, útgáfumálum, dreifingu bæklinga og annarri kynningar- starfsemi. „Ferðamálaráð tekur þátt í yftr 60 ferðasýningum og Is- landskynningum árlega. Við erum að markaðssetja okkur til langs tíma en það er nauðsynlegt til að treysta vöxt og stöðugleika ferða- þjónustunnar og koma okkur á kortið sem heilsársáfangastað. Við höfum vaxið mikið sem heilsárs- staður og t.d. árið 1997 voru ferða- menn utan háannatímans um 100.000 talsins, en þar er hlutur ráðstefnuhalds hér á landi drjúg- ur. Þar eru möguleikar miklir, og ekki síst með tilkomu fyrirhugaðr- ar byggingar Tónlistar- og ráð- stefnuhúss í Reykjavík." Um framtíðina segir Haukur að það þurfi að leggja ríka áherslu á að treysta forsendur atvinnugrein- arinnar og að veita þurfi meira fé til landkynningarmála. „Sam- keppnin um ferðamanninn er mikil og framboð er að stóraukast og nýir áfangastaðir eru að koma inn. Að markaðsstarfinu þurfa að koma fleiri fjárfestar, óbeinir hagsmuna- aðilar. Með tilkomu nýstofnaðra Samtaka atvinnurekenda í ferða- þjónustu, hljóta t.d. að aukast möguleikar í markaðsmálum. Það verður hlutverk ferðaþjónustuað- ila í framtíðinni að þróa nýja ferða- möguleika og koma til móts við þarfir einstakra hópa hvað varðar tómstundir og afþreyingu. Til dæmis hefur aukinn áhugi á um- hverfismálum áhrif á vöraþróun í ferðaþjónustu." Menntun á sviði ferðaþjónustu segir Haukur að sé einnig mjög mikilvæg til að styðja frekari þró- un greinarinnar. Hann segir menntun á þessu sviði að aukast hér á landi með tilkomu ferðaþjón- ustubrauta í framhaldsskólum m.a., auk þess sem hægt er að sækja nám á háskólastigi í Háskól- anum á Akureyri. Ferðamálaráð vinnur sam- kvæmt stefnumótun Samgöngu- ráðuneytisins og í stefnumótun- inni eru forgangsmarkaðir sem unnið er á tilgreindir. Þeir eru Norður-Ameríka, hin Norðurlönd- in og Vestur-Evrópa, þ.e. Bret- land, Þýskaland og nærmarkaðir. Áhersla er því lögð á að sinna þessum mörkuðum. Samkeppni við París og Amsterdam Aðspurður um hvaða lönd Is- land keppi helst við í að ná í ferða- menn til landsins segir Haukur að það sé mismunandi eftir eðli og tegund ferðar og hvaðan ferða- menn séu. „Að sumarlagi geta samkeppnislönd okkar á sumum mörkuðum verið Noregur og ír- land en utan háannatímans era t.d. borgarferðir mjög vinsælar og þá erum við að keppa við París og Amsterdam, sé tekið mið af vali breskra ferðalanga." ÍtíftMriSiik IfiiHírOirfrmmM IkiMnin úta 29. áurgangur, vlðamelrl en nakkru mlnnl fyrr Ómlssandl uppsláttarbák f erll dagslns pm Seljavegl B. Reykjavik. Síml: 515 5630 - Fox: SIS SSBB Netfang; IslenskfOlslenskf.ls íl m 'M ■ ÍNA Ráðstefna og sýning 18. febrúar 1999 kl. 9.00-18.00 á Hótel Loftleiðum Síjórnendur, skráið ykkur fímanlega á ráðstefnu Gæðastjórnunarfélagsins, síðasti skráningardagur er á mánudag! Sími 533-5666. Fax 533-5667. Tölvupóstur gsfi@gsfi.is. Heimasíða http://www.gsfi.is GÆÐASTJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS Setning: Huraldur Á. Hjaltason, formaður GSFÍ Avarp: Að stjórna á listrænum vettvangi Karl Agúst Úlfsson, rithöfundur og leikari Hlutyerk æðstu stjórnenda í flóknu og síbreytilegu viðskiptaumhverfi Leadcrship: The role of the top manager in a complcx and changing business environment Liisa Joronen, Sol Ltd. Listin að stjórna lífshlaupi fyrirtækja The art of managing oiganization lifecycles - understanding how organizations grow and why they die Ian MacDougall, Corporate Lifecycles Inc. Viðbrögð við erindi Liisu Joronen Ian MacDougall Viðbrögð við erindi Ian MacDougall Liisa Joronen Stjórnandinn sem leiðtogi - samskipti við starfsmenn og stjórn Eyjólfur Sveinsson, Frjálsri fjölmiðlun hf. Eru stjórnunarhæfileikar meðfæddir? Er stjórnun list eða vísindi? Óskar Magnússon, Baugi hf. Að sjá fram í tímann - hlutverk stjórnandans Frosti Bergsson, Opnum kerfum hf. Krá fjölskyldu til hcrs: Að viðhalda sjálfsmynd fyrirtækis í örum vexti Guðjón Már Guðjónsson og Kjartan Emilsson, Oz hf. r A8 byggja upp sigurfyrirtækið Thomas Möller, OIís hf. | Frumkvtiðlar - frá hugmynd til heimsmets I Páll Kr. Pálsson, Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins RARIK EIMSKIP SJÓVÁfglALMENNAR Traustur þáttur í tilverunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.