Morgunblaðið - 17.02.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.02.1999, Blaðsíða 13
Margulies hættir í Bráðauaktinni E Þættir George Clooney er ekki einn um að vera orðinn leiöur á Bráðavaktinni. Julianna Margulies, sem leikur hina þolinmóðu og elskurfku Carol Hathaway, hefur greint frá því að hún ætli að hætta hjúkr- unarstörfum. Þættirnir Bráða- vaktin eru vinsælastir f Bandaríkjunum og verða sendir út að minnsta kosti næstu þrjú árin en samningur Margulies rennur út eftir tíma- þilið 1999 til 2000. „Égvil snúa aftur til New York," sagði hún í nýlegum spjall- þætti. „Ég er með heimþrá." Síðasti þátturinn með Clooney, sem leikur unnusta Margulies í þáttunum, verður sýndur 18. febrúar í Banda- ríkjunum. Samningur þriðja leikarans, Eriq La Salle, renn- ur út á sama tíma og samn- Kemur nýtt starfsólk á bráðavaktina? ingur Marguiles og hefur hann ekki gefiö upp hvort hann ætlar að halda áfram eða ekki. Laura Innes og Gloria Reu- ben eru einnig ráðnar út næsta vetur en Anthony Ed- wards og Noah Wyle fengu há- ar fjárhæðir fyrir að skuld- binda sig fram á vor árið 2002. Persónan Hathaway átti upphaflega að stytta sér aldur á fyrsta tímabilinu en var svo vinsæl að hlutverkið var endurskrifaö. Margulies segist vilja leika í leikritum og óháðum myndum. Hingað til hefur henni ekki gengiö vel á breiðtjaldinu í myndum á borð við The Price Above Rubies og The Newton Boys. Kaneho 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.