Morgunblaðið - 17.02.1999, Side 35
MÍþróttir
Leiðir Erik Veije
Flensborg til sigurs?
• Fariö er að síga á síöari
hluta þýsku 1. deildarinnar í
handknattleik og Ijóst að
keppnin um meistaratign
stendur á milli þriggja liöa í
þessari „erfiöust deildarkeppni
heims," eins og þýskir hand-
knattleiksfrömuöir kjósa að
kalla keppnina.
Sýnt er frá þýsku deildinni í
þeinni á Breiðvarpinu og einnig
svipmyndir í þáttum í Sjónvarp-
inu. Flest bendir til aö lið SG
Flensburg-Flandewitt, undir
stjórn Danans Eriks Veije
Rassmusen, standi uppi sem
sigun/egari, en liðið hefur verið
að leika mjög vel til þessa og
lengst af verið t efsta sæti. En
tvö af sterkustu liðum síðustu
ára, Lemgo og Kiel, munu ef-
laust ekkert gefa eftir. Það
gæti sett strik í reikning Flens-
borgar og Lemgo aö bæði eru
þau enn með á Evrópumótun-
um, en meistaraliö síðasta
árs, Kiel er fallið úr keppni og
getur nú einbeitt sér aö því að
verja meistaratitilinn. Kiel er
með mjög vel skipaö lið og
hefur afar sterka fjárhags-
stöðu, óiíkt mörgum liðum í
deildinni. Það vann bæði deild-
ar- og bikarkeppnina sl. vor og
mun ekkert gefa eftir á loka-
sprettinum til þess aö bæta
upp fyrir vonbrigðin á Evrópu-
mótinu. Til marks um styrk Ki-
el síöustu ár má nefna að liöið
hefur orðið meistari fjórum
sinnum á síðustu 5 árum.
Eina árið sem liðiö stóð ekki í
efsta þrepi var 1997 er Lemgo
hampaði meistaratitlinum.
FYRSTI TITILL
FLENSBORG?
Daninn Rasmussen tók vió
liði Flensborgar sl. sumar af
landa stnum, Anders Dahl Niel-
sen, eftir að hafa verið leik-
maður og þjálfari hjá St. Ot-
mar í Sviss um nokkurn tíma.
Ekki voru allir jafn vissir um aö
hann væri rétti maöurinn í
starfið og gerði félagið aðeins
Magnus Wislander, fyrirliði Svía og einn
af lykilmönnum meistaraliðs Kiel.
eins árs samning við hann.
Samningurinn var síðan fram-
lengdur til tveggja ára um síð-
ustu áramót þegar það sýndi
sig að Daninn var að gera
góða hluti með liðið. Mikill
áhugi er fyrir handknattleik í
Flensborg og er uppselt á
flesta leiki liðsins og víst er að
stuöningsmenn liðsins geta
riðiö baggamuninn á loka-
sprettinum og tryggt félaginu
meistaraitilinn í fyrsta sinn í
sögu þess.
Beinar útsendingar í
Mlðvikudagur 17. febrúar
Sýn
19.55 Frá leik Manchester
United og Arsenal í undanúr-
slitum ensku deildabikar-
keppninnar.
Föstudagur 19. febrúar
Sýn
01.00 NBA-leikur vikunnar.
Phoenix Suns og Detroit Pi-
stons.
Laugardagur 20. febrúar
Sýn
02.00 Hnefaleikar - Felix Trini-
dad, heimsmeistari IBF-sam-
bandsins í veltivigt, og Pernell
Whitaker.
Sjónvarpid
13.00 Frá úrslitaleik bikar-
keppni í blaki kvenna.
14.25 Frá leik Hertha Berlín og
Borussia Dortmund í úrvals-
deild þýsku knattspyrnunnar.
16.15 Frá úrslitaleik bikar-
keppni í blaki karla.
Stöð 2
14.45 Enski boltinn.
Sunnudagur 21. febrúar
Sýn
15.45 Frá leik Wimbledon og
Aston Villa í ensku úrvalsdeild-
inni.
19.25 Frá leik Fiorentina og
Roma í ítölsku 1. deildinni.
Mlðvikudagur 24. febrúar
Sýn
19.50 Frá landsleik Islands og
Bosníu-Hersegóvínu I D-riðli í
Evrópukeppni I körfubolta.
Föstudagur 26. febrúar
Sýn
00.30 NBA-leikur vikunnar. Or-
lando Magic og Indiana Pacers.
Laugardagur 27. febrúar
Sjónvarpið
12.35 Frá seinni umferðinni í
sjónuarpi
keppni í bruni kvenna í Áre t
Svíþjóö.
14.25 Frá leik í úrvalsdeild
þýsku knattspyrnunnar.
Stöð 2
14.45 Enski boltinn.
Sýn
16.00 Frá landsleik Islands og
Litháens í D-riðli í Evrópu-
keppni í körfubolta.
Sunnudagur 28. febrúar
Sjónvarpió
12.00 Frá keppni í svigi karla í
Ofterschwang t Þýskalandi.
15.00 Frá úrslitakeppni Is-
landsmótsins í atskák þar
sem margir sterkustu skák-
menn þjóðarinnar tefla.
Sýn
15.45 Frá leik Newcastle
United og Arsenal í ensku úr-
valsdeildinni.
19.25 Frá leik Inter og Juvent-
us í ítölsku 1. deildinni.
Anfernee Hardaway, leik-
maður Oriando Magic, er
kominn á ferðina.
Mánudagur 1. mars
Sýn
19.55 Frá leik Leicester City og
Leeds United t ensku úrvals-
deildinni.
35