Morgunblaðið - 17.02.1999, Page 42

Morgunblaðið - 17.02.1999, Page 42
Ht Meistaraverk Góð Sæmileg Y LéleS X3RAMA The Asphalt Jungle (‘50) i íh Grípandi blanda drama og fip spennumyndar. Einstæð persónuskoðun, byggð á frábæru handriti leikstjórans og handritshöfundarins Johns Hu- ston. Glæpamaður (Sterling Ha- yden), nýkominn úr fangelsi, setur saman hóp skálka til að fremja „síðasta ránið". Meðal leikaranna er Marilyn Monroe, undur góð, í einu sínu fyrsta hlutverki. TNT, 17.2. Bjartasta vonin - Golden Boy (‘39) Fræg mynd um ungan, ráð- villtan mann, sem á í erfið- leikum með að ákveða hvort hann eigi að leggja fyrir sig fiðluleik eða hnefaleika. Frægust fyrir glæsta frumraun Williams Holden í titilhlutverkinu, Maltin segir hana eldast illa. Látum Hall- iwell ráða, hann var sérfræðingur í myndum frá þessum tíma og segir hana góða. Barbara Stanwyck. Stöð 2, 28.2. Butterfield 8 (‘60) Sögufræg sápa. Kunnust fyrir að vera myndin sem færði Elizabeth Taylor Óskarsverðlaunin fyrir hlutverk lúx- usgleðikonu sem hyggst byrja nýtt líf er hún telur sig hafa fundið rétta mannsefnið. Frekar ódýrt, alltsaman, en hjúpað MGM- óraunveruleika einsog hann gerð- ist bestur. Aukaleikararnir ekki af verri endanum: Laurence.Harvey, Eddie Fisher, Dina Merrill, Mildred Dunnock. TNT, 25.2. The Ghost and Mrs. Muir (47) Ekkjan Gene Tierney neitar að láta afturgöngu skip- stjórans Rex Harrisons flæma sig úr húsi. Og ástin kvikn- 42 & ar. Þætti vesældarlegur draugur á íslandi. Sögufræg og fyndin gam- anmynd sem varð kveikja vinsælla sjónvarpsþátta á sjöunda áratugn- um. Sýn, 2.3. Hangin’ With the Homeboys (‘91) Sætsúr mynd um unga blökkumenn og Púertórík- ana í suðupottinum í Bronx. Þeir bregða sér kvöldstund niður á Manhattan í dálítið mann- dómspróf. Með fyndnum frekar en dramatískum afleiðingum. Doug E. Döug, John Leguizamo. Sýn, 21.2. Herbergi Marvins - Marvin’s Room (‘96) Hver gæðaleikarinn á fætur öðrum, Meryl Streep, Di- ane Keaton, Leonardo Di Caprio, Robert De Niro og Gwen Verdon, hlunkast á botninn á ferl- inum í vellulegri mynd um fjöl- skyldu sem á við flestar raunir að glíma í lífsins táradal. Hume gamli Cronyn setur einn mark á mynd- ina. Stöð 2, 27.2. Hjartfólginn staður - Places in the Heart (‘84) iy Ung ekkja, tveggja barna móðir, í ströggli við að ^ halda búskapnum gang- andi á kreppuárunum í Suðurríkj- unum. Stenst árásir á öllum svið- um með góðra manna hjálp. Fal- leg og heiðarleg mynd frá blóma- tíma Roberts Benton. Óskarsverð- launaleikur hjá Sally Field, en John Mankovch á til að stela sen- unni. Ed Harris, Danny Glover, Amy Madigan. RÚV, 20.2. Mogambo (‘53) Stjörnurnar, leikstjórinn og kvikmyndatakan eru þess virði að menn láti ekki þetta gamaldags melódrama fram- hjá sér fara. Clark Gable leikur mann á górilluveiðum (!) í Afríku. Grace Kelly og Ava Gardner kon- urnar í lífi hans. Meistari John Ford stjórnar aðgerðum í hlutlausum. Kvikmyndataka Freddies Young og Roberts Surtees er hinsvegar snilldarleg. TNT, 21.2. The Night of the Iguana (‘64) Richard Burton er trúverð- ugur fyrrverandi klerkur, sem drykkja og kvennaf- langs hefur svipt hempunni. Tekur nú á móti túristum í Mexíkó. Gaml- ir brestir rumska er þrjár ólíkar glæsikonur í hópi gestanna svipta hann sálarró. John Huston stýrir kvikmyndagerð leikrits Tennessee Williams og konurnar vel leiknar af Övu Gardner, Deborah Kerr og Sue Lyon. Forvitnilegust fyrir leikhóp- inn. TNT, 24.2. Orðhákur - Ridicule (‘96) Rómað, franskt drama um aðalsmann sem heldurtil hirðar Loðvíks 16., til að viðra af sér sveitamennskuna. Finnur ekki það sem hann leitar í snobbhjörð konungsríkisins sem riðar til falls. Vönduð, vel skrifuð búningamynd um átakatíma 18. aldar og gefur skynsamlega innsýn í hnignunina sem leiddi til bylting- arinnar. Fanny Ardant (hin fagra), Charles Berling. Stöð 2, 28.2. Reikningsskil - Ghosts of Mississippi (‘96) Byggð á sönnum atburðum frá ‘63. Svartur mannrétt- indafrömuður er skotinn til bana og réttað yfir þeim (hvíta) grunaða til málamynda. Fjallar um enduruþþtöku málsins 30 árum síðar. Litlaust drama þrátt fyrir traustan leikhóp þar sem Whoopi Goldberg (sem ekkja hins myrta) ogJames Woods (sem morðinginn) láta ein að sér kveða. Flatt handrit og leikstjórn Robs Reiner, sem virð- ist heillum horfinn. Stöð 2, 26.2. Sweet Bird of Youth (‘62) Draumar sem bregðast, ást í meinum, æska og elli, eftirlætis hugðarefni Tenn- essee Williams komast frábærlega til skila í einni af bestu kvik- myndagerðum verka hans. Paul Newman leikur ungan Hollywood- fola sem kemur í heimsókn á æskuslóðirnar í Suðrinu ásamt kvikmyndastjörnu sem hefur lifað sitt fegursta (Geraldine Page). Fær óblíðar móttökur vegna gamalla ástamála. í hrífandi leikhópnum eru einnig Rip Torn, Ed Begley og Shirley Knight. Uppáhald á þess- um bæ. Ómissandi. TNT, 24.2. QAMflNMYNDIR A Night at the Opera (‘35) Klassík. Marx-bræður (án Zeppós) fara hamförum í heimi óperunnar. Syngja, dansa og láta yfirleitt öllum illum látum. Yndisleg. TNT, 20.2. Arsenic and Old Lace (‘42) Gamanmyndir gerast ekki svartari en þessi síunga ’ Capra-klassík. Tvær Ijúfar eldri konur drepa tímann með því að drepa herramenn. Njóta að- stoðar kolruglaðs skyldmennis.Vel leikin, fjörug, fyndin og ófor- skömmuð. Cary Grant, Josephine Hall, Jean Adair, Raymond Mass- ey, Peter Lorre. TNT, 22.2. Bedazzled (‘67) Breskt meinfyndið tilbrigði við Faust, samið af félög- unum Peter Cook, sem leikur af innlifun húsbóndann í neðra, og Dudley Moore, sem fer ekki síður skemmtilega með hlut- verk treggáfaðs skítkokks sem fell- ur kylliflatur fyrir freistingum Djöfsa. Enda hasarkroppurinn Raquel Welch í boði. Sýn, 26.2. Casino Royale (‘67) Eina James Bond-bókin sem ekki komst í hendur framleiðenda bálksins fær afspyrnulélega meðferð í viðhafnar- útgáfu. Sex leikstjórar (einn þeirra John Huston, af öllum mönnum) og fjöimargar af skærustu stjörnum sjöunda áratugarins - með David Niven í hlutverki spæjarans, fá engu um breytt. Löng, þreytandi, íburðarmikil aulafyndni. Peter Sell- ers, Ursula Andress, Woody Allen. Bíórásin 2.3. Gröf Rósönnu - Roseanna’s Grave (‘97) Svört gamanmynd sem var jörðuð jafnt af gagnrýnend- um sem áhorfendum. Jafn-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.