Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÍBV til Færeyja ÍSLANDS- og bikarmeistarar ÍBV í knattspyrnu halda til Færeyja og leika þar við Fær- eyjar og bikarmeistara HB suraardaginn fyrsta, 22. maí. Færeyingar óskuðu eftir leiknum, sem fer fram í Þórs- höfn. ■ MARIO Basler verður ekki í leikmannahópi Bayern Miinchen sem mætir Dynamo Kiev í kvöld í Kænugarði í Meistaradeild Evr- ópu. Basler hefur verið meiddur í hné en lék fyrri hálfleik gegn Dort- mund um liðna helgi. Hann fann fyrir meiðslunum í leiknum og bað um skiptingu. ■ BIXENTE Lizarazu verður ekki með Bayern -liðinu næstu 9 vikur, einnig vegna meiðsla í hné. Frakk- inn meiddist í leik með franska landsliðinu gegn Úkraínu fyrir 10 dögum. I fyrstu var talið að þau væri ekki alvarleg, en nú hefur hið gagnstæða komið í Ijós að sögn læknis þýska liðsins. ■ OLAF Thon, fyrirliði Schalke, lék með liði sínu í fyrsta sinn í fjóra mánuði er það vann Wolfsburg 2:0 með mörkum Belgans Michaels Bueskens og Hollendingsins Jo- hans de Kocks í síðari hálfleik. ■ PAVEL Kuka skoraði bæði mörk Niirnbergs í mikilvægum 2:1 sigin á 1860 Miinchen á útivelli. Fyrra markið gerði hann á 7. mín- útu en hið síðara á 70. mínútu. Bernd Hobseh gerði eina mark Munchenarliðsins á 66. mínútu en fimm mínútum áður hafði félagi hans Gerald Vanenburch verið rekinn af leikvelli. ■ TONY Yeboah gerði bæði mörk Hamborgar í 2:1 sigri á Freiburg. Mörkin skoraði hann á 30. og 48. mínútu. ■ STUTTGART lék án Krassimir Balakovs í jafntefli, 0:0 við Duis- burg, en leikurinn þótti ekki vera upp á marga fiska. Þá voru Jú- góslavarnir Kristijan Djordjevic og Sreto Ristic ekki með Stutt- gart, en þeir óskuðu eftir því að fá frí að þessu sinni vegna stíðsins í heimalandi þeirra. ■ HIÐ fornfræga félag Borussia Mönchengladbach er sem fyrr í neðsta sæti þýsku 1. deildarinnar og fátt virðist geta komið í veg fyr- ir að það falli í 2. deild. Gladbach er nú fimm stigum á eftir Hansa Rostock sem er í næst neðsta sæti. Toni Polster, framherji Gladbach, sagði eftir 4:2 tap fyrir Herthu Berlín um helgina að leikmenn hefðu ekki gefið upp alla von þrátt fyrir að staðan væri ekki góð þegar 10 umferðir væru eftir. ■ RAINER Bonhoff, þjálfari Glad- bach, sem tók við liðinu í nóvem- ber, er ekki eins bjartsýnn og segir það vera stórafrek takist liðinu að forðast fall, eins og mál stæðu nú, en aðalkeppinautar Gladbach, Rostock, Einstrackt Frankfurt og Nurnberg unnu öll leiki sína um helgina. ■ BONHOFF sagði það vera nauð- synlegt að halda liðinu saman næsta vetur, félli það í 2. deild, og reyna að vinna sæti í 1. deild að ári eins og Kaiserslautern gerði í hitteðfyrra. Hann sagði þó að það yrði erfitt fyrir félagið að halda öll- um sínum mönnum þar sem margir leikmenn sættu sig ekki við að leika í 2. deild. ÍÞRÓTTIR SKÍÐAMÓT ÍSLANDS Á ÍSAFIRÐI rsRvm :J8mmí:n<'.'Kvik S®h-m>’>ki ®WN(,i Morgunblaðið/Valur B. Jónatansson ÓLAFSFIRÐINGAR urðu íslandsmeistarar í boðgöngu karla á Skíðamóti íslands sem lauk á ísafirði á skírdag. Hér er sigursveitin, Steinþór Þorsteinsson, Ámi Gunnarsson og Ólafur Bjömsson. Akureyringar sigursælastir AKUREYRINGAR voru sigursælastir á Skíðamóti íslands sem lauk á ísafirði á skírdag. Þeir hlutu samtals 17 verðlaun, 6 gull, 8 silfur og þrenn bronsverðlaun. Heimamenn komu næstir með 12 verðlaunapeninga, 5 gull, 5 silfur og tveinn bronsverðlaun. Landsmótið var mjög vel heppnað, enda lék veður við mótsgesti allan tímann. Eins var framkvæmd mótsins til mikillar fyrirmynd- ar hjá heimamönnum, umgjörðin glæsileg og tímasetningar stóð- ust allar. Menn höfðu á orði að þetta hefði verið besta landsmót sem fram hefur farið og eru það orð að sönnu. Helstu afreks- menn mótsins voru Ólafsfirðingurinn Kristinn Björnsson í alpa- greinum og Haukur Eiríksson, Akureyri, og ísfirðingurinn Stella Hjaltadóttir í göngu. Þau unnu öll þrenn gullverðlaun. Ungir og efnilegir skíðamenn létu einnig nokkuð að sér kveða, bæði í alpagreinum og göngu. Valur B. Jonatansson J rífai Kristinn Bjömsson fékk nokkuð harða keppni, frá heimamann- inum Amóri Gunnarssyni í sviginu og frá Dalvíkingnum unga, Björgvini Björgvinssyni, í stórsviginu. Kristinn þurfti að taka á öllu sínu til að landa íslandsmeistaratitl- unum, sem nú em orðnir 16 talsins. Hann var nú sprækari og sókn- djarfari en sést hefur til hans á er- lendum mótum í vetur. Uppskeran á fsafirði ætti að gefa honum aukið sjálfstraust og byr undir báða vængi fyrir næsta keppnistímabil. Ungir og efnilegir Ungu skíðamennimir hafa verið að sækja í sig veðrið og breiddin er orðin meiri en nokkur undanfarin ár í karlaflokknum. Björgvin Björg- vinsson er þeirra fremstur. Hann virðist hafa allt til að bera sem góð- ur skíðamaður þarf. Jóhann Friðrik Haraldsson úr KR kom kannski mest á óvart, en hann var mjög ör- uggur og náði þriðja sæti í stórsvigi og alpatvíkeppni. Þá má nefna Kristin Magnússon frá Akureyri og Jóhann Hauk Hafstein, Armanni, sem báðir sýndu ágæta takta, en óheppnin hefur verið fylgifiskur Jó- hanns Hauks á landsmótum og var það einnig að þessu sinni. Framtíðin björt í kvennaflokknum vora þær Brynja Þorsteinsdóttir, Theodóra Mathiesen og Dagný L. Kristjáns- dóttir bestar, eins og kannski vænta mátti. Þessar stúlkur hafa æft lang- mest undanfarin ár og þá aðallega erlendis. Þær fengu harða keppni frá ungu stúlkunum sem hafa verið að æfa hér heima að mestu í vetur. Stúlkur eins og Helga B. Ámadótt- ir, Lilja Rut Kristjánsdóttir, Harpa Heimisdóttir og Ragnheiður Tinna Tómasdóttir eiga allar fi-amtíðina fyrir sér. Heimamenn söknuðu Sigríðar Þorláksdóttur sem meiddist rétt fyrir landsmót og gat því ekki verið með. Sú sem vakti hvað mesta at- hygli á ísafirði var sænsk-íslenska stúlkan Emma Furuvik, sem er að- eins 17 ára. Hún náði bestum tíma bæði í sviginu og stórsviginu. Eftir mótið lýsti hún því yfir að hana langaði að keppa fyrir fsland í framtíðinni og yrði það mikill hval- reki fyrir íslenska skíðalandsliðið ef hún léti verða af því. Kynslóðaskipti í göngunni í skíðagöngunni vora allt of fáir keppendur og ekki að furða þó að Skíðasambandið hafi verið með sér- stakt gönguátak til að efla áhuga fólks á greininni. Keppnin var því ekld eins spennandi og oft áður. Sem dæmi um það vora aðeins skráðir fimm keppendur í göngu karla 20 ára og eldri og fjórir í kvennaflokki. Akureyringurinn Haukur Eiríks- son, sem er 35 ára, varð þrefaldur meistari nær keppnislaust. Hann vann gullverðlaun á landsmóti í fyrsta sinn í tíu ár. Stella Hjalta- dóttir (31 árs) frá ísafirði hafði sömu yfirburði í kvennaflokknum sem var einnig fámennur. Hún keppti í fyrsta sinn á landsmóti eftir rúmlega tíu ára hvíld og virtist engu hafa gleymt. Hún sagðist vera í betri æfingu nú en fyrir tíu áram, þrátt fyrir að hafa eignast barn fyr- ir níu mánuðum. Vonandi að hún hafi sýnt stallsystrum sínum ákveð- ið fordæmi með glæsilegri frammi- stöðu sinni. Ljósi punkturinn í skíðagöngunni er að nokkrir efnilegir strákar era í piltaflokknum, 17-19 ára. Þeir geta náð langt ef rétt verður á málum haldið og þeim boðið upp á góða æf- ingaaðstöðu á næstu áram. Þar fara fremstir ísfirðingurinn Ólafur Th. Ámason og Baldur Ingvarsson frá Akureyri. ■ Úrslit / C7 Góður enda- sprettur Áma tryggði sigur Ólafs- fjarðar LOKAGREIN Skíðalandsmóts ís- lands á ísafirði varboðganga sem fram fdr í Tunguskógi á skírdag. Fimm sveitir voru skráðar til leiks; ísafjörður og Akureyri, sem sendu tvær sveitir og Ólafsljörður eina. Það var fljótlega ljóst að keppnin um gullið myndi standa á milli Ólafs- fjarðar og Akureyrar. Steinþór Þorsteinsson tók fyrsta sprett fyrir Ólafsfjörð og Helgi H. Jóhannesson fyrir Akur- eyri. Steinþór kom fyrstur í mark eftir 10 km og skipti við Ólaf Björnsson, sem hafði mínútu í forskot á Baldur Ingvarsson, sem gekk annan sprett fyrir Akureyri. Baldur gekk mjög vel og náði Ólafi flótlega og var munurinn orðinn hálf mínúta þegar hann skipti við Hauk Ei- ríksson sem tók lokasprettinn fyrir Akureyri. Árni Gunnarsson tók siðasta sprett Ólafsfirðinga. Hann var fljótur að éta upp for- skot Hauks og tryggði sínum mönnum sigur, var tæpri mínútu á undan sveit Akureyringa. Is- firðingar komu siðan í þriðja sæti, fjórum mín. á eftir Ólafs- fírðingum. Göngumaðurinn ungi frá Akureyri, Baldur Ingvarsson, náði bestum brautartima allra keppenda er hann fór 10 km á 29,40 mín. Ólafsfirðingurinn, Arni Gunnarsson, var með næst besta tímann, 29,47 mín. Aðrir keppendur gengu allir á meira en 31 mínútu. Morgunblaðið/Golli BJÖRGVIN Björgvinsson, skíðamaðurinn efnilegi frá Dalvík, sigraði í stórsvigi á alþjóðamótinu á skírdag. Unga fólkið stal senunni UNGA skíðafólkið stal senunni á al- þjóða stigamótinu sem fram fór á Isafirði á skírdag. Björgvin Björg- vinsson frá Dalvík og Dagný L. Kri- stjánsdóttir frá Akureyri sigraðu þá í stórsvigi sem var lokamótið í mótaröðinni um Flugleiðabikarinn. Björgvin, sem er aðeins 18 ára, sýndi og sannaði hversu öflugur hann er með því að sigra í stórsvigi karla. Hann náði frábærum tíma í fyrri umferðinni og þurfti því ekki að taka mikla áhættu í síðari um- ferðinni til að tryggja sér sigurinn. Norðmaðurinn Knut Arne Furseth varð annar, Dalvíkingurinn Sveinn Brynjólfsson þriðji, Jóhann Friðrik Haraldsson úr KR varð fjórði og Kristinn Björnsson fimmti. Dagný, sem er 19 ára, náði best- um tíma í báðum umferðum í stór- svigi kvenna og sigraði. Næstar henni komu KR-ingarnir Lilja Rut Kristjánsdóttir sem varð önnur og Theodóra Mathiesen þriðja. Brynja Þorsteinsdóttir keyrði út úr í fyrri umferð og það sama gerði Emma Furuvik frá Sviþjóð. Alls vora fimm alþjóðleg mót „Icelandair Cup“ hér á landi að þessu sinni, í Reykjavík og á ísa- firði. Kristinn Bjömsson náði best- um árangri úr þeim samanlagt í karlaflokki, en Emma Furavik í kvennaflokki. Þau hlutu því Flug- leiðabikarinn þetta árið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.