Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL1999 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ Lárus orðaður við Coventry LÁRUS Orri Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður enska 2. deildar liðsins Stoke City, var um helgina orðaður við úrvals- deildarliðið Coventry. Lárus Orri hefur sem kunnugt er hafnað nýjum samningi við Stoke og vill færa sig um set og til betra liðs í efri deild. Er því talið að forráðamenn Stoke séu tilbúnir að selja kappann og á Netinu í gær gerðu menn því skóna að hugsanlegt söluverð væri um 650.000 pund, eða sem nemur um 75 milljónum króna. Þess má geta að Lárus Orri var á sín- um tíma keyptur til Stoke frá Þór á Akureyri fyrir 18 millj. króna. Á spjallsíðu Stoke á Netinu er sagt að Lárus Orri hafi staðið sig afar vel með liðinu í gegnum tíðina, en liðið virðist ekki á leið upp í 1. deild að nýju og því vilji hann færa sig um set. Kemur einnig fram að Hollendingurinn Ruud Gullit, stjóri Newcastle, hafi lýst áhuga sínum á íslenska lands- liðsmanninum. Chelsea enn í baráttunni SPENNAN magnast enn í topp- og botnbaráttu ensku úrvals- deildarinnar í knattspyrnu eftir fjölmarga leiki yfir páskahátíð- ina. Á laugardag töpuðu bæði Manchester United og Arsenal dýrmætum stigum er liðin gerðu jafntefli í viðureignum sínum, en Chelsea sætti þá lagi með 1:0-sigri og er aftur komið í bar- áttuna á toppi deildarinnar. Dennis Bergkamp lék á ný með Ar- senal í gærkvöldi og skoraði hann sigurmarkið gegn Blackburn á Highbury, 1:0. Á botninum virðist fátt annað en fall blasa við Nottingham Forest, en fjölmörg önnur lið verða að herða á endasprettinum til að fylgja skógarmönnum ekki niður í 1. deild. FOLK ■ ASTON Villa og West Ham skildu jöfn í markalausum leik í úr- valsdeildinni á föstudaginn langa. ■ SÖMU úrslit urðu í leikjum Blackburn Rovers og Middles- brough og Southampton og Arsenal á laugardeginum, en Paul Gascoigne var þó nærri því undir lokin að tryggja gestunum frá Midd- lesbrough öll stigin - aukaspyrna hans small í þverslánni og fór þaðan í fang markvarðar Blackburn. ■ ARSENAL þótti betri aðilinn í leiknum gegn Southampton, en gekk illa að skapa sér verulega hættu upp við markið. Besta færi þeirra kom undir lok leiksins er Francis Benali bjargaði á marklínu eftir skot Nígeríumannsins Nwankwo Kanus. ■ ARNAR Gunnlaugsson var í leik- mannahópi Leicester City sem vann góðan útisigur á Tottenham á laug- ardag, 0:2. Hann kom þó ekki við sögu í leiknum, en þeir Matt Elliott og Tony Cottee gerðu mörk Leicest- er. Þetta var 200. deildarmark Cottees á ferlinum. ■ SHEFFIELD Wednesday tapaði fimmta leik sínum í röð á laugardag er Coventry kom í heimsókn og hirti öll stigin með l:2-sigri. Gary McAllister kom gestunum yfir í fyrri hálfleik úr vítaspyrnu en í upp- hafi þess síðari jafnaði Norðmaður- inn Petter Rudi metin. Framherjinn Noel Whelan tryggði Coventry svo dýrmætan sigur á lokamínútunum. ■ MARKAREGN varð hins vegar í tveimur leikjum á laugardeginum. Sóknarknattspyrna var kjörorð dagsins er Newcastle sótti Derby heim og sigraði 4:3. Heimamenn komust tvisvar yfir í leiknum en gestirnir gáfust þó ekki upp og höfðu að lokum góðan sigur. ■ TEMURI Ketsbaia, Georgíumað- urinn í framlínu Newcastle, var sem fyrr í feiknastuði og kom sínum mönnum í 3:2. Áður höfðu þeir Deon Burton og Francesco Baiano komið Derby tvívegis yfir, en Gary Speed jafnað metin í bæði skiptin. Það var síðan Perúmaðurinn Nolberto Sola- no sem innsiglaði sigurinn undir lok- in. ■ SÓKNARKNA TTSP YRNAN var einnig í heiðri höfð í nágrannaslag Liverpool og Everton sem lyktaði 3:2. Þetta var fyrsti sigur Liverpool á þessum erkiféndum sínum á Ánfi- eld á sex ár. ■ FRAKKINN Olivier Dacourt skoraði þó fyrsta mark leiksins fyrir Everton eftir aðeins 41 sekúndu með frábæru skoti af 25 m færi, en heimamenn voru ekki slegnir út af laginu og Robbie Fowler skoraði tvö mörk, hið fyrra úr víti, og kom heimamönnum yfir. Tékkneski landsliðsmaðurinn Patrick Berger kom Liverpool svo í 3:1 áður en varamaðurinn Francis Jeffers minnkaði muninn fyrir Everton undir lokin. ■ NEWCASTLE slapp með skrekk- inn á mánudagskvöldið gegn Tottenham er liðin skildu jöfn, 1:1, á velli heilags Jakobs í Newcastle. Gestirnir voru mun sterkari í leikn- um og Darren Anderton kom þeim yfir í upphafi seinni hálfleiks úr víta- spyrnu. Georgíumaðurinn Temuri Ketsbaia jafnaði hins vegar metin fjórtán mínútum fyrir leikslok með frábæru langskoti - hans annað mark í tveimur leikjum. Liðin mæt- ast svo aftur á sunnudag á Old Traf- ford- í undanúrslitum bikarkeppn- innar. ■ MIDDLESBROUGH skellti Wimbledon, 3:1, á mánudag og siglir fyrir vikið lygnan sjó um miðja deild. Hamilton Ricard kom heima- mönnum í Middlesbrough yfir eftir aðeins 31 sek. og ítalski varnarmað- urinn Gianluca Festa bætti öðru marki við með skalla eftir átta mín- útur. Ricard bætti svo þriðja mark- inu við í seinni hálfleik, en Carl Cort minnka Hefð er fyrir knattspymuhátíð á Bretlandseyjum um páskahá- tíðina og þá eru jafnan leiknar tvær umferðir, önnur fyrir páska- dag og hin annan í páskum. Að þessu sinni féllu þó nokkrir leikir niður vegna þátttöku enskra liða á Evrópumótunum í knattspyrnu, Man. Utd. leikur gegn Juventus í Meistaradeildinni í kvöld og annað kvöld leikur Chelsea í keppni bik- arhafa gegn Mallorca frá Spáni. Markalaust jafntefli Sout- hampton og Arsenal á laugardag var einkar bragðdauft á að horfa, en meistararnir voru þó sterkari aðilinn og Arsene Wenger, stjóri liðsins, vildi ekki gagnrýna leik- menn sína um of, sagði aðeins að þeir hefðu mátt vera ágengari í sóknaraðgerðum sínum. Hið sama má segja um Alex Ferguson, stjóra United, sem var hinn spakasti eftir l:l-jafntefli sinna manna á útivelli gegn Wimbledon. David Beckham jafnaði þar metin fyrir United eftir að Jason Euell hafði komið Wimbledon yfir með marki strax á 5. mínútu. Ársenal sigraði Black- burn 1:0 í gærkvöld með marki frá Dennis Bergkamp. Martin Keown, Arsenal, og Keith Gillespie, Black- bum, voru reknir af velli í leiknum. Keown fyrir tvær áminningar og Gillespie fyrir að brjóta á Berg- kamp innan vítateigs. Hollending- urinn tók sjálfur vítaspymuna en bmbrást bogalistin. Sanngjarn sigur Chelsea Þetta nýttu leikmenn Chelsea sér og l:0-sigur þeirra á Charlton var fyllilega sanngjanij þótt ekki hafi hann verið stór. ítalinn Ro- berto Di Matteo gerði eina mark leiksins á upphafsmínútunum eftir mistök Sasa Ilic, markvarðar Charlton. „Þeir gerðu okkur ekki sérlega erfitt fyrir og við áttum sigurinn skilinn," sagði Gianluca Vialli, knattspyrnustjóri Chelsea, eftir leikinn. Hann sagði þó að sigurinn væri ekki nóg fyrir Chelsea, for- skot Manchester United^ og Chel- sea væri enn of mikið. „Eg tel enn að þau séu bestu lið deildarinnar, en við munum auðvitað reyna að fylgja þeim eftir,“ sagði Vialli og gárungamir segja nú í léttum dúr að hann sé eini maðurinn í Englandi sem viðurkenni ekki að Chelsea eigi raunhæfa möguleika á meistaratitlinum. „Þau hafa forskot á okkur og einnig reynsluna sem er afar dýr- mæt,“ sagði Vialli um toppliðin tvö. „Ég sé ekki að þau tapi mörgum stigum á lokasprettinum og staðan væri önnur ef aðeins eitt lið væri fyrir ofan okkur. Svo er á það að líta að þetta em jú engin miðlungs- lið,“ bætti Vialli við og dró hvergi úr í yfirlýsingum sínum, sem era greinilega hluti af sálfræði hans. Leeds gengur einnig allt í hag- inn og á nú góða von um Evrópu- sæti á næstu leiktíð. Á laugardag sigraði liðið Nottingam Forest, 3:1, og jafnaði þar með félagsmetið með sjöunda sigrinum í röð. Það met var sett árið 1974 er liðið varð Englandsmeistari undir stjórn Don Revies. Jimmy Floyd Hasselbaink kom Leeds yfir snemma leiks með glæsilegu langskoti, en Alan Rogers jafnaði óvænt metin fyrir botnliðið. Ungu mennirnir Ian Harte og Alan Smith slökktu svo allar vonir Forest um dýrmæt stig í botnbaráttunni með sínu markinu hvor og David O’Leary átti vart orð til að lýsa gleði sinni með læri- sveina sína í Leeds-liðinu eftir leik- inn. Fjör á botninum Þótt fall sé nánast óumflýjanlegt hjá Nottingham Forest tókst þeim samt að ná jafntefli við Liverpool á mánudag, 2:2. Liverpool hafði al- gjöra yfirburði í leiknum, sem fór fram í Nottingham, og Jamie Red- knapp skoraði fyrsta mark leiksins eftir stundarfjórðung beint úr stór- glæsilegri aukaspyrnu. Heima- menn neituðu þó að gefast upp og Dougie Freedman jafnaði metin gegn gangi leiksins í fyrri hálfleik. Aftur náðu gestirnir forystunni með marki Michaels Owens í seinni hálfleik, en Hollendingurinn Pierre Van Hooijdonk jafnaði metin á lokasekúndunum beint úr auka- spyrnu. Ekki er þó líklegt að stigið eitt nægi Forest í grimmri fallbar- áttunni. Coventry og Southampton era hins vegar lið sem bæði era þekkt fyrir að sleppa við fall í 1. deild ár eftir ár þrátt fyrir að dvelja lengst- um í neðri helmingi deildarinnar. Liðin mættust á mánudag og að- eins mark Georges Boatengs skildi þau að er upp var staðið og l:0-sig- ur Coventry því staðreynd. Knatt- spyrnuspekingar sjá nú fram á betri tíð fyrir Coventry, en jafnvel er búist við að Southampton muni eiga erfitt með að verjast falli að þessu sinni. Hið sama gildir um stórlið Everton, en lánleysið á þeim bæ virðist algjört um þessar mundir. Eftir naumt tap í nágrannaslagn- um gegn Liverpool á laugardag tók liðið á móti Sheffield Wednesday á mánudag og varð enn að lúta í gras, 1:2. Annan leikinn í röð náðu leikmenn Everton foi-ystunni, en fóra síðan á taugum í vörninni og hreinlega „gáfu“ ítalska framherj- anum Benito Carbone tvö mörk í seinni hálfleik. Við ósigurinn er Everton komið í fallsæti og vera- lega er tekið að hitna undir stjóra liðsins, Walter Smith. Leicester skoraði tvisvar á síð- ustu 30 mínútum leiksins gegn Aston Villa í gærkvöld og náði jafntefli. Aston Villa komst í 2:0 með mörkum frá Lee Hendrie, eft- ir 80 sekúndur, og Julian Joachim frétt fyrir leikhlé. En Robbie Sa- vage og Tony Cottie tryggðu Leicester eitt stig. ■Úrslit / C6 ■ Staðan / C6 Bolton í vandræðum ÍSLENDINGALIÐIÐ Bolton Wanderers í ensku 1. dcildinni virðist ekki á leiðinni upp í úr- vaisdeildina. Páskaleikir liðs- ins tveir gáfu ekki nema eitt stig í aðra hönd og l:2-tap á heimavelli á öðrum degi páska hefur sett framavonir forráða- manna liðsins venilega út af brautinni. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Bolton á laugardag er liðið gerði markalaust jafntefli á útivelli við Oxford. Guðni Bergsson sat á varamannabekknum all- an tfmann. Tveimur dögum síðar sátu þeir félagar svo báðir á bekknum er Bolton tapaði á heimavelli, 1:2, fyrir Stockport. Eiður Smári kom inn á sem varainaður í seinni hálfleik, en náði ekki að skora fyrir Bolton, sem m.a. misnot- aði vítaspymu. Jóhann B. Guðmundsson fékk tækifæri í byijunarliði Watford eftir nokkurt hlé í sigurleik liðsins gegn Tran- mere, 2:1. Bæði Watford og Bolton gætu nú þurft að treysta á sæti í aukakeppni fjögurra liða um þriðja sætið í deildinni, en Sunderland og Ipswich standa nú best að vígi í baráttunni um sæti í úrvals- deildinni á næstu leiktíð. LEE Dixon sést her fagna Dennis I aði EYJÓLFUR Sverrisson innsiglaði 4:: liði þýsku deildarinnar Gladbach ur mark Herthu á 77. mínútu með ska upp í fjórða sæti deildarinnar, liðið Dortmund sem er í 5. sæti. Bayern 15 stiga forystu eftir 2:2 jafntefli vi Leverkusen komst upp í 2. sætið með 1:0 sigri á útivelli á meisturam Kaiserslautem og gerði Ulf Kirsten eina mark leiksins. Bæði lið hafa þó 45 stig, en markahlutfall Leverkusen er hagstæðara en meistaraliðsins. Kirst- en skoraði mark sitt af stuttu færi þremur mínútum fyrir leikslok eftir að hafa fengið sendingu frá Emerson. Þessi sigur Leverkusen eykur enn á baráttu þessara tveggja liða um sæti í meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Kirsten tryggði félögum sínum þar með 700.000 krónur á mann í bónus- greiðslur auk kannski félaginu 15 millj- ónir þýski-a marka fyrir sæti í Meist- aradeildinni næsta ár. Sögulegur leikur í Dortmund Leikur Dortmund og Bayern var sögulegur fyrir margra hluta sakir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.