Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 8
$|&»" ' ' : HANDKNATTLEIKUR Konumar til Kína HANNA G. Stefánsdóttir og samherjar hennar halda til Kína í sumar. „ÉG átti ekki von á að ná þessum árangri en þegar ég sá hin liðin spila vissi ég að það var möguleiki," sagði Svava Ýr Baldvinsdóttir, þjálf- ari kvennalandsliðs 19 ára og yngri í handknattleik, á páska- dag eftir að lið hennar hafði tryggt sér þátttökurétt í úrslit- um heimsmeistaramótsins, sem fram fer í Kína í ágúst með því að ná öðru sæti á al- þjóðlegu móti í Kaplakrika um páskahelgina. íslenska liðið sigraði það finnska í fyrsta leik og síðan Slóvena en tveir sigr- ar dugðu liðinu í annað sæti riðiisins og sæti í úrslitunum. ÆT Isíðasta leiknum biðu þær lægri hlut fyrir Ungverjum. „Ég átti von á Slóvenum sterkari, við vissum ■■■■■■■I nokkurn veginn Stefán hvar við höfðum Stefánsson Finnana en Ung- skrllar verjar eru með betra lið svo _ að úrslitin eru góð,“ bætti Svava Yr við og var mjög ánægð með sitt lið. „Þær spil- uðu allar vel, þó að þær hafi ekki náð toppleik í síðasta leiknum við Ungverjaland var erfitt að rifa sig upp eftir sigurinn daginn áður þar sem þær höfðu þegar tryggt sig inn í úrslit en það sýnir hve mikill karakter býr í liðinu með því að berjast eins og þær gerðu í síðasta leiknum.“ Pað verður ekkert sumarfrí hjá ungum handboltakonum í sumar því landslið 18 ára og yngri fer til Ung- verjalands í maí, í byrjun júní hefst mót í Danmörku og síðan eru úrslit heimsmeistaramóts 19 ára og yngri í Kina í ágúst. „Nú taka við þrotlausar æfingar hjá okkur og nú þarf strax að fara að hugsa um Kínaferðina,“ sagði Svava Ýr en hvað þarf að bæta? „Það þarf til dæmis að fínpússa vamarleikinn og halda áfram að bæta sig á öllum sviðum en best væri ef hægt væri að bæta nokkrum sentímetrum við hæðina. Það verð- ur spennandi að fara til Kína og heimsmeistarakeppni er toppurinn. Þar verða bestu þjóðir heims og frá- bært ef við náum jið vinna leiki þar því við vitum að á Islandi er verið að byggja upp kvennahandknattleik- inn og þetta er eitt skref til þess. Við í liðinu ætlum að gera allt sem við getum og svo sjáum við til með fjárhagshliðina," bætti þjálfarinn við. Vel gert á móti ungverskum atvinnumönnum „Þetta var vel gert hjá stelpunum og þriðja sætið er í lagi enda era all- ir leikmenn ungverska liðsins at- vinnumenn," sagði Judit Rán Esztergal, annar þjálfari liðsins, en hún kemur einmitt frá Ungverja- landi. „Það verða mörg lið eins og það ungverska á mótinu í Kína en við höfum tímann fyrir okkur og þetta er allt á réttri leið hjá stelpun- um.“ Kína - af öllum löndum „Ég er mjög ánægð en afar þreytt því þetta var erfitt,“ sagði Þórdís Brynjólfsdóttir sem lék vel á mótinu. „Það var ekki erfitt að fara í síðasta leikinn því mestu press- unni á okkur var aflétt eftir sigur- inn á Slóveníu. Við ætluðum að sýna og sanna hve við vorum ákveðnar í að komast áfram en okkur var spáð þriðja sætinu í mótinu og áttum ekki alveg von á að ná öðru sætinu. Svo stóðum við ágætlega í þeim ungversku framan af og þó að þær hafi verið nokkuð stórar hefðum við getað unnið þær. Það verður spenn- andi að fara til Kína - af öllum lönd- um,“ bætti Þórdís við. „Ég er mjög ánægður með þenn- Gífurleg spenna er komin í þýsku 1. deildina í handknatt- leik eftir leiki páskahelgarinnar. Flensburg tapaði um helgina nokk- uð óvænt og er þetta annað tapið í röð á útivelli og þar með galopnað- ist deildin því bæði Kiel og Lemgo sem unnu sína leiki eru nú aðeins stigi á eftir Flensburg þegar fimm umferðir eru eftir. Það sem verra er fyrir Flensburg er að liðið á eftir útileik í Kiel þar sem liðið hefur ekki unnið í áraraðir. Groswallstadt fékk efsta liðið, Flensburg, í heimsókn og sigi'aði hið fornfræga félag toppliðið sann- færandi. Jacskon Richardson var maður vallarins og skoraði átta mörk auk þess að eiga fjölda stoðsendinga. Þá lék Daninn Claus Jacob Jensen mjög vel fyrir Groswallstadt á móti hinum mörgu löndum sínum, en sem kunnugt er leika fimm Danir auk þjálfarans Rassmussen í Flensborgarliðinu. Chrisiansen var markahæstur Flensborgara með 7/5 mörk. Kiel lék sér að Bad Schwartau eins og köttur að mús. Liðið sigldi an frábæra árangur hjá liðinu sem sýnir að íslenskur kvennahand- knattleikur er í sókn og um leið unglingastarf því litlu munaði að strákarnir í yngra landsliðinu kæmust líka áfram,“ sagði Guð- mundur Ingvarsson, formaður HSÍ, að mótslokum og lét kostnaðinn við Kínaförina ekki skemma gleðina eftir sigurinn. „Ég lít fyrst og fremst á björtu hliðarnar en auðvit- að verðum við að fara af stað með betlistafinn." hægt og örugglega fram úr Sigurði Bjarnasyni og félögum. I hálfleik var staðan 21:13 og endaði leikurinn 39:29 Kiel í vil. Það bar helst til tíð- inda í leiknum að Daninn Nicolaj Jacobsen gerði sér lítið fyrir og skoraði 17 mörk í öllum regnbogans litum, þar af fimm úr vítakasti. Magnus Wislander gerði 8 mörk. Hjá Schwartau var Ludtke mark- hæstur með 9 mörk en Sigurður Bjarnason gerði eitt mark. Lemgo átti í litlum vandræðum með Dutenhofen. I hálfleik var stað- an 22:13 og úrslitin ráðin. Hand- knattleiksmaður ársins í Þýska- landi, Daniel Stephan, átti stórleik og gerði 11 mörk. Ungverjinn Marosi gerði 6 og Khalepo 5, en þeir munu báðir yfirgefa herbúðir Lemgo að loknu þessu tímabili. Wuppertal átti slakan leik á móti Eisenach á útivelli á laugardag. Það var aðeins í fyrri hálfleik sem Wuppertal hélt í við gestgjafana Duranona og félaga. Duranona lék mjög vel og setti 8 mörk. Fyrir Wuppertal var Dagur Sigurðsson með 4 mörk, Valdimar Grímsson Dómararnir Guðjón L. Sigurðs- son og Olafur Haraldsson voru fyrstir til leggja lóð sitt á vogarskál- arnar þegar ljóst var að kvenna- landslið Island - 19 ára og yngri, hafði unnið sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í Kína í sum- ar. Hvor um sig lagði fram 10.000 krónur og ef fleiri gerðu slíkt hið sama verður ferðin Handknattleiks- sambandinu, stúlkunum og aðstand- endum þeirra auðveldari svo að þær geta einbeitt sér að handboltanum. 7/5 og Geir Sveinsson 1. Geir Sveinsson fékk reisupassann 15 mínútum fyi'ir leikslok er hann var þriðja sinni vísað af leikvelli. Leik- urinn endaði 28:21 Eisenach í vil eftir að í hálfleik munaði tveimur mörkum, 13:11. Tilkynnt var fyrir leikinn að Stephan Schöne yrði þjálfari Wupp- ertal næsta tímabil að minnsta kosti. Liðið þarf nú minnst fimm nýja leikmenn en margir hætta hjá liðinu í vor og því ljóst að róðurinn næsta ár verður ekki auðveldur því erfitt er að finna leikmenn svo seint og hafa margir undrast seinagang forráðamanna félagsins. Essen vann góðan sigur á Nettel- stedt en liðin berjast um sæti í Evr- ópukeppninni að ári. Þegar aðeins 12 mínútur voru til leiksloka var staðan 17:21 fyrir Nettelstedt í vil en þá sagði markvörður Essen, Stefan Hecker, hingað og ekki lengi-a. Varði hann allt hvað af tók og breyttu félagar hans stöðunni í 24:21 og varði Hecker allt sem á markið kom í talsverðan tíma. Leiknum lauk með sigri Essen, ■ ALFREÐ Gíslason þjálfari Ha- meln missti sennilega af því að fara beint upp í 1. deild á ný þegar Ha- meln beið ósigur, 27:20, í toppslag 2. deildar í norður-riðli. Liðið tapaði fyrh' Nordhorn sem hefur verið stigi á efth- Hameln nær allt tímabilið. Nordhorn hefur ellefu Norðurlanda- búa innan sinna vébanda auk þjálf- arans Kent Harry Anderson. ■ ÞEGAR tvær umferðir eru eftir hefur Nordhorn eins stigs forskot á Hameln. Ef liðið nær að halda því forskoti fer það beint upp, en Ha- meln, sem lið í öðru sæti, verður þá að leika aukaleiki um sæti í 1. deild - væntanlega við Willstatt eða Schutt- erwald. ■ ALEXANDER Dedu, 25 ára gam- all rúmenskur línumaður, skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Wuppertal. Er Dedu ætlað að koma í stað Geirs Sveinssonar hjá Wupp- ertal. Dedu hefur að undanfórnu leikið með spænska meistaraliðinu Barcelona. ■ GÚSTAF Bjarnason skoraði 3 mörk er Willstatt lagði Bayer Dor- magen 26:25 í viðureign efstu liða 2. deildar suður í þýska handknatt- leiknum. Eigi að síður hefur Dor- magen eins stig forystu á Willstátt í efsta sæti deildarinnar. ■ HÉÐINN Gilsson skoraði fjögur mörk fyrir Dormagen í leiknum og Róbert Sighvatsson var með 2 mörk auk þess sem hann var rekinn af leikvelli með rautt spjald við þriðju brottvísun. Daði Hafþórsson komst ekki á blað hjá Dormagen. ■ HARALDUR Þorvarðarson skor- aði 2 mörk fyrir Diisseldorf er liðið vann CSG Erlangen 24:20 í suður- riðli 2. deildar þýska handknattleiks- ins um páskahelgina. ■ JÚLÍUS Jónasson skoraði 2 mörk í 26:25 sigri St. Otmar á Pfadi Winterthur í fyrsta leik liðanna í 4- liða úrslitum svissnesku deildar- keppninnar. í hinum leik undanúr- slitanna lagði Kadetten liðsmenn Su- hr, 25:22. Það liðanna sem fyiT vinn- ur tvo leiki vinnur sér sæti í úrslita- leikjum um meistaratitilinn. ■ GUNNAR Andrésson hefm' skrif- að undir tveggja ára samning við Amicitia frá Ziirich, en Gunnar lék einmitt með hðinu sl. vetur. Að sögn Gunnars er það ætlun forráðamanna Amicitia að styt'kja liðið verulega fyr- h- næsta tímabil, en nýlega keypti lið- ið markvörðinn kunna, Suik Hyung Lee, sem eitt sinn lék með FH. 26:23, og skoraði Páll Þórólfsson 2 marka Essen. Magdeburg er ekki sannfærandi þessa dagana rétt fyrir úrslitaleik- ina í Evrópumótinu. Liðið lék í Gummersbach og var leikurinn afar slakur. Það voru þó leikmenn Gum- mersbach sem jöfnuðu þegar Yoon skoraði 20 sekúndum fyrir leikslok. Olafur Stefánsson átti góðan leik og gerði 8/6 mörk en Stefan Kretzehmar var næstur með 4. Yoon gerði aðeins 4 mörk að þessu sinni sem þykir ekki mikið á hans bæ enda meðaltalið hans um 10 mörk að jafnaði í leik það sem af er tímabilinu. Leiknum lauk með jafn- tefli 22:22. Um 30.000 áhorfendur sáu leiki þessa páskahelgi. Flensburg er eftst í deildinni með 39 stig og 137 mörk í plús en Kiel hefur 38 stig og 129 mörk í plús. Lemgo er svo í þriðja sæti með 38 stig og 80 mörk í plús. Essen er í 8. sæti og Wupper- tal féll niður í 13. sæti, sem er léleg- asta staða liðsins frá því það fékk sæti sitt í deildinni fyrir tveimur ár- um. Flensburg að missa flugið?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.