Morgunblaðið - 07.04.1999, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNA
MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 B 5
Mijatovic sektaður
JUGOSLAVNESKI knatt-
spyrnumaðurinn Predrag Mi-
jatovic, framherji spænska
stórliðsins Real Madrid, var í
gær sektaður fyrir mótmæla-
aðgerðir sínar vegna loftárása
Atlantshafsbandalagsins
(NATO) á Serbíu.
Nijatovic og fleiri júgóslav-
neskir knattspyrnumenn, sem
Ieika með knattspyrnuliðum í
aðildarlöndum NATO, hafa
lýst því yfir að þeir muni ekki
leika með liðum sínum meðan
loftárásunum er haldið áfram.
Real Madrid er eina liðið
sem sektað hefur Ieikmann
sinn fyrir þessa afstöðu, en
fleiri lið munu þó í slíkum
hugleiðingum. „Eg skil ekki
þessa ákvörðun," var það eina
sem Mijatovic hafði að segja
um málið, en sekt hans nam
hátt á þriðju milljón króna og
ofan í kaupið var honum hótað
að missa sæti sitt í Madridar-
liðinu varanlega sæti hann
fastur við sinn keip.
Reuters
Bergkamp, eftir að hann hafði tryggt Arsenal sigur á Blackburn i gærköldi.
Lazio eykur
forskotið
Lazio jók forystu sína í ítölsku 1.
deildinni um helgina, er liðið
gerði markalaust jafntefli gegn AC
Mílan. Að vísu náði markahrókur-
inn Christian Vieri að koma knett-
inum í net Mílan-liðsins strax á 2.
mínútu, en markið var dæmt af
vegna rangstöðu. Lazio-liðið hafði
yfírburði mestallan leikinn, en
Christian Abbiati, markvörður Míl-
an-Uðsins, átti góðan dag í marki
liðsins og kom í veg fyrir að topp-
liðið næði að skora. Undir lokin
munaði hins vegar minnstu að Oli-
ver Bierhoff og Zvonimir Boban
næðu að skora fyrir AC Mflan og
tryggja liðinu sigur, en þeim
mistókst í upplögðum færum.
Lazio hefur nú ekki tapað í síðustu
17 leikjum.
Tvö mörk frá Ronaldo
Fiorentina mistókst að minnka
forskot Lazio á toppi ítölsku deild-
arinnar, er hðið tapaði á útivelli
fyrir Inter Mílan 2:0. Ronaldo
skoraði úr vítaspymu á 45. mínútu
og tryggði liði sínu sigurinn með
öðru marki á 83. mínútu. Sigurinn
á Fiorentina er sá fyrsti sem Inter
vinnur á heimavelli í 11 leikjum og
ólfur innsigl-
sigur Herthu
2 sigur Herthu frá Berlín á neðsta
n helgina. Eyjólfur skoraði fjórða
lla. Sigurinn færði Eyjólf og félaga
hefur 41 stig, einu stigi meira en
heldur enn yfirburða stöðu, hefur
ð Dormtund.
Ottmar Hitzfeld, sem þjálfaði í árarað-
ir lið Dortmund kom í fyrsta skipti í
heimsókn með sitt nýja lið - Bayern
Miinchen og Nerlinger, leikmaður
Dortmund, lék í fyrsta skipti gegn sín-
um gömlu félögum í Bayem.
Mikill hiti var búinn að vera í blöð-
um fyrir leikinn og hnútukast á báða
bóga. Þannig móðgaði Uli Höness,
framkvæmdastjóri Bayem, forráða-
menn Dortmund þegar hann sagði að
félagið ætti ekki innistæðu fyrir öllum
þeim leikmönnum sem félagið væri að
fjárfesta í fyrir næsta tímabil, en mikl-
ar breytingar verða hjá félaginu og
margir frægir leikmenn sagðir á leið-
inni til liðsins fyrir mikið fé.
Leikurinn hófst líka með miklum lát-
um - Dortmund var mun betra liðið all-
an leikinn og mark Heiko Herrlich á
13. mínútu sanngjarnt eftir hverja
stórsókn liðsins. Þar með var met Oli-
ver Kahn stöðvað, en hann hafði haldið
marki Bæjara hreinu í 736 mín. Við
þetta missti Kahn algjörlega stjóm á
skapi sínu og hagaði sér eins og kjáni
það sem eftir var leiks. Hann kom m.a
stökkvandi með Kung Fu-bragði út úr
teignum þegar dómarinn var búinn að
flauta - og gat Chappuisat rétt forðað
sér undan tökkum kappans. Þá gerði
hann sig líklegan til að bíta Herrlich
eftir að hann sótti að Kahn í einni
sóknarlotu Dortmund.
Blöð í þýskalandi eru uppfull af
myndum og frásögnum af leiknum og
segir Ottmar Hitzfeld framkomu Oli-
vers Kahn ekki vera til fyrirmyndar.
Heiko Herrlich var aftur á ferðinni á
32. mínútu og úrslitin virtust ráðin
þegar Afríkubúinn Kuffour fékk
reisupassann eftir ljótt brot á Lars
Ricken, leikmanni Dortmund. En
landsliðsmaðurinn Stefan Reuter hjá
Dortmund var klaufi þegar hann braut
af sér í byrjun seinni hálfleíks og fékk
sína aðra áminningu og þar með rautt
spjald.
Bæjarar byrjuðu að sækja og Zi-
eckler minnkaði muninn á 58. mín. og
þeir jöfnuðu svo með marki Jancker á
63. mín. Margir vildu meina að markið
hafi verið ólöglegt, þar sem knötturinn
fór í hendi Jancker.
Lars Ricken, landsliðsmaðurinn
ungi, gat gert út um leikinn þegar
Dortmund fékk vítaspymu á 77. mín. -
hann skaut á mitt markið, í fót Olivers
Kahn. Leiknum, sem var frábær
skemmtun fyrir 70.000 áhorfendur,
lauk með stórmeistarajafntefli 2:2.
„Jafntefli hér er ígildi sigurs,“ sagði
Kahn markvörður eftir leikinn. „Við
lékum frekar illa í fyrri hálfleik en
sóttum í okkur veðrið og verðskulduð-
um þá jafntefli." Michael Skibbe, þjálf-
ari Dortmund var ekki eins ánægður
með skiptan hlut, en lið hans er nú 20
stigum á eftir Bayem. „Ég er óánægð-
ur með jafnteflið. Eftir góðan leik í
fyrri hálfleik þá mistókst okkur alveg
að halda okkar striki í þeim síðari, sér-
staklega eftir að þeir misstu mann út
af.“
Hækkun
miða-
verðs veld-
ur deilum
FORRÁÐAMENN enska úr-
valsdeildarfélagsins
Manchester United hyggjast
hækka miðaverð á heimaleiki
liðsins fyrir næstu leiktíð.
Segja þeir hækkunina óum-
flýjanlega vegna launahækk-
ana leikmanna, en aðdáendur
liðsins hafa bmgðist ókvæða
við.
Launakostnaður Manchest-
er United hækkaði um ríflega
300 milljónir króna á seinni
helmingi síðasta árs og útlit er
fyrir að sú þróun haldi áfram á
þessu ári. Þá vom einnig dýrir
leikmenn keyptir til liðsins og
er búist við að sú verði aftur
raunin fyrir næstu leiktíð.
í tilkynningu félagsins í gær
kom m.a., fram að hækkun
miðaverðs yrði fyrir ofan með-
allag vegna launahækkana og
að forráðamönnum þess þætti
miður að fara þyrfti þessa leið.
Opinber aðdáendaklúbbur
félagsins í Manchester lýsti
strax vonbrigðum sínum með
fyrirhugaðar hækkanir og
sakaði forsvarsmenn félagsins
um hreina gróðahyggju. Það
er kannske ekki að undra, því
á verðbréfaþinginu í Lundún-
um var í gær kynnt milliupp-
gjör sem sýnir hagnað á síð-
ustu sex mánuðum sem nemur
ríflega 1,2 milljörðum króna.
Bjarnólfur
skoraði
WALSALL, lið þeirra Bjam-
ólfs Lárussonar og Sigurðar
Ragnars Eyjólfssonar í ensku
2. deildinni, eygir nú ágæta
möguleika á sæti í 1. deild á
næstu leiktíð. Walsall sigraði
Blackpool 2:0 á laugardag og
skoraði Bjarnólfur annað
marka liðsins, sem fyrir vikið
er komið í 3. sæti deildarinn-
ar.
Lárus Orri Sigurðsson lék
tvo leiki með Stoke um hátíð-
araar, fyrst í 2:0-sigurIeik
gegn Lincoln City og síðan í
I:l-jafntefli við Chesterfield á
útivelli.
þakka heimamenn hann góðri
markvörslu hins 19 ára Sebastien
Frey, sem lék sinn fyrsta leik fyrir
liðið.
Juventus tapaði sínum fyrsta
leik undir stjóm Carlo Ancelotti er
liðið mætti botnliði Empoli. Filippo
Inzaghi og Antonio Conte voru
ekki í byrjunarhði Juventus, því
þeir áttu að hvíla fyrir leikinn gegn
Manchester United í Meistara-
deildinni í kvöld. Þeir komu báðir
inn á í síðari hálfleik, en tókst ekki
að koma í veg fyrir 1:0 sigur
Empoli, sem er sá fyrsti sem hðið
vinnur í 16 leikjum.
FOLK
■ ARON Kristjánsson skoraði 5/1
mörk fyrir Skjern sem lagði Es-
bjerg 29:28 í öðrum og síðari leik
liðanna í 8-liða úrslitum dönsku 1.
deildarinnar í handknattleik. Aron
og félagar eru þar komnir í undan-
úrslit og mæta FIF frá Kaupa-
mannahöfn. Fyrsti leikurinn fer
fram í Skjernhallen í kvöld.
■ ANDERS Veltmas verður næsti
þjálfari Bad Schwartau. Frá þessu
var gengið um helgina en framtíð
félagsins er samt nokkuð óljós,
enda steðja mikilir fjárhagserfið-
leikar að félaginu og hafa leikmenn
fengið laun sín með höppum og
glöppum. Svfínn tekur því ekki við
hjá félaginu í þægilegri stöðu. Fé-
lagið mun sameinast öðru liði í Lu-
beck næsta ár og mun þá heita
VFL Bad Schwartau/HSV Lubeck.
■ RTVALDO gerði öll þrjú mörk
Barcelona er liðið vann Oviedo 3:1
um helgina. Barcelona er í efsta
sæti spönsku 1. deildarinnar með
56 stig.
■ VALENCIA er í öðru sæti, en
liðið vann Racing Santander 1:0.
■ SEX júgóslavneskir leikmenn
sniðgengu leiki með liðum sínum í
1. deildinni á Spáni um helgina í
mótmælaskyni við loftárásir NATO
á Serbíu.
■ JOHN Toshack, knattspymu-
stjóri Real Madrid, heldur enn í
vonina um að liðið verði Spánar-
meistari. Liðið hefur unnið fjóra
leiki frá því að hann tók við stjórn
liðsins. Um helgina vann liðið Ala-
ves 3:2.
■ PIETRO Viercowod, sem verð-
ur fertugur á næstu dögum, gerði
eitt mark fyrir Piacenza er hðið
vann Udinese 4:3 á Ítalíu.
■ FABIAN de Freitas, hollenskur
leikmaður WBA í ensku 1. deild-
inni, vakti athygli enskra fjölmiðla
er hann missti af leik liðsins gegn
Crewe á öðrum degi páska. Leikur
hðanna var leikinn síðdegis en
Hollendingurinn hélt að leikurinn
ætti að fara fram um kvöldið. Þegar
Freitas mætti ekki með öðrum leik-
mönnum liðsins gerðu forráðamenn
þess örvæntingarfulla tilraun til
þess að hringja í leikmanninn og
láta hann vita, en tókst ekki þvf
unnusta hans lá í símanum. WBA
gekk allt í mót gegn Crewe og tap-
aði 5:1.
I Urslit / C6
l Staðan / C6
Hibs á ný í úrvalsdeildina
HIBERNIAN, lið Ólafs Gottskálkssonar markvarðar, tryggði sér
um helgina sigur í skosku 1. deildinni og sæti í úrvalsdeildinni á
næstu leiktíð eftir árs fjarveni.
Hibernian hefúr haft mikla yfirburði í 1. deild í vetur og hefur
nú 17 stiga forystu í deildinni er fimm uinferðum er ólokið. Liðið
tryggði sér sætið góða með 2:0-sigri á Hamilton og að venju stóð
Ólafúr Gottskálksson í markinu og varði tvívegis mjög vel.