Morgunblaðið - 27.04.1999, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ
HANDKNATTLEIKUR
ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 B 3
Morgunblaðið/Asdís
AÐALSTEINN Jónsson þjálfari Stjörnunnar fagnar hér í hópi leikmanna sinna Islandmeistaratitlinum,
Stjarnan kórónaði
glæsilegan vetur
GARÐBÆINGAR slepptu sér á áhorfendapöllunum í Ásgarði í
gærkvöldi þegar „stúlkurnar þeirra“ sigruðu FH með yfirburðum
í þriðja úrslitaleiknum í röð, 33:25, og bættu íslandsmeistaratitl-
inum við Bikarmeistaratitilinn, sem þær unnu fyrr í vetur. Eftir
daufa byrjun í gærkvöldi tóku Stjörnustúlkur rækilega við sér,
litu aldrei aftur og náðu 11 marka forskoti áður en þær skiptu
inná varamönnum sínum.
Varnir beggja liða voru ekki á tán-
um eins og 1 fyrri leikjum liðanna
enda virðast stúlkurnar loks hafa
náð að hugsa fyrir
sóknarleiknum. Hafn-
firðingar byrjuðu á að
taka stórskyttuna
Ragnheiði Stephensen
úr umferð en þá tók Inga Steinunn
Björgvinsdóttur við hlutverki henn-
ar og hélt Stjömunni á floti með
þrumuskotum. Fyrh- vikið varð for-
ysta FH naum þrátt fyrir að nýta 9
af tólf sóknum sínum en þegar þeim
fataðist flugið um tíma gengu
Stjörnustúlkur með alla sína reynslu
á lagið og náðu yfirhöndinni.
Garðbæingar hófu síðari hálfleik-
inn af miklum krafti í vörninni og
tóku leikstjórnandann Þórdísi
Brynjólfsdóttur úr umferð svo að
Hafnfirðingar náðu ekki að komast
inn í leikinn. Attu raunar í vök að
verjast og reyndu að bregðast við því
með að hafa þrjá leikmenn framar á
vellinum í vörninni en það dugði
skammt. Leikmenn beggja liða
héldu áfram að raða inn mörkum en
bilið minnkaði ekki - Stjarnan hafði
alltaf 4 til 5 mörk í forskot. Þegar tíu
mínútur voru eftir af leiknum var að
duga eða drepast fyrir FH en lukkan
hafði yfirgefið liðið og í staðinn léku
heimasætumar á als oddi á meðan
þær náðu ellefu marka forskoti. Eft-
ir það voru úrslit ráðin.
„Þetta var æðislegt, við vorum
taugaveiklaðar í byrjun-því við viss-
um að þær kæmu brjálaðar enda
hrikalega svekktar eftir síðasta leik
á meðan við reyndum að gleyma
sigrunum í síðustu tveimur leikjum,
staðráðnar í að hafa sigur í þremur
leikjum," sagði Ragnheiður eftir
leikinn. „Við höfum áður unnið upp
tólf marka forskot og í úrslitakeppn-
inni alltaf náð að komast nokkrum
mörkum yfir og FH-stelpumar hafa
eflaust misst eitthvað dampinn við
það. Veturinn hefur ekki verið áfalla-
laus en heilsteyptur hjá okkur fyrh-
utan einn slakan bikarleik. Mörg lið
misstu leikmenn í meiðsli en það hef-
ur verið mikil stígandi hjá yngri leik-
mönnum. Núna era nokkrar að
koma heim svo að deildin verður enn
skemmtilegri næsta vetur, annars
veit ég ekki hverjar verða áfram hjá
Stjörnunni en ég er hvergi hætt,“
bætti Ragnheiður við en hún hefur
átt skínandi góðan vetur og er einn
af bestu leikmönnum deildarinnar. í
gærkvöldi nýtti Inga Steinunn tæki-
færið þegar Ragnheiður var tekin úr
umferð og átti frábæran leik og Inga
SOKNARNYTING
Annar leikur kvennaliðanna í undan-
úrslitum, í Hafnarfirði 24. apríl 1999
FH Stjarnan
Mörk Sóknir % Mörk Sóknir %
18 30 60 F.h 6 29 21
5 26 19 S.h 17 27 63
8 19 42 Frl. 9 20 45
31 75 41 Alls 32 76 42
9 Langskot 10
3 Gegnumbrot 5
7 Hraðaupphlaup 3
3 Horn 7
3 Lína 4
6 Víti 3
SOKNARNYTING
Þriðji úrslitaleikur kvennaliðanna,
leikinn í Garðabæ 26. apríl 1999
Stjarnan FH
Mörk Sóknir % Mörk Sóknir %
14 27 52 F.h 12 27 44
20 33 61 S.h 13 34 38
34 60 57 Ails 25 61 41
12 Langskot 4
3 Gegnumbrot 5
4 Hraðaupphlaup 3
3 Horn 5
9 Lína 5
3 Viti 3
Fríða Tryggvadóttir var drjúg á lín-
unni en fyrst og fremst var liðsheild-
in aðal liðsins.
„Við byrjuðum ágætlega en svo fór
að bera á reynsluleysi hjá okkur því
Stjörnustelpurnar vita hvað þarf til
og þó að við hefðum kraftinn gekk
ekkert upp hjá okkur,“ sagði Hildur
Erlingsdóttir fyrirliði FH eftir leik-
inn en var sátt við veturinn. „Ég er
sátt við að hafa náð þó þetta langt en
hefði viljað fara betur út úr úrshta-
keppninni. Aftur á móti eram við með
ungt lið, eigum framtíðina fyrir okkur
og þetta er bara byrjunin. Ég vil
samt ekki gefa neinar yfirlýsingar um
næsta vetur en veram bara bjartsýn.“
„Við vissum að FH-stelpumar
myndu fara á fullt og yi'ðu fastar fyrir
en ef stelpurnar í skyttuhlutverkinu
hjá okkur kæmust í gang myndu
hlutimar ganga upp - og það gekk
eftir því Inga Steinunn og Nína geta
þetta alveg,“ sagði Aðalsteinn Jóns-
son þjálfari Stjömunnar eftir leikinn
en undir hans stjóm undanfarin tvö
ár hefur liðið hampað mörgum bik-
amum, unnu þrefalt í fyrra og Is-
landsmeistara- og bikarmeistaratitil í
ár. „Ég áttaði mig ekki strax á því
hvað stelpurnar gera miklar kröfur til
liðsins, félagsins og ekki síst sín.
Kröfumar vora miklar og annað sæt-
ið skiptir þær engu máli og þar sem
ég þoli sjálfur ekki að tapa var það
ágætt.
Ótrúlegar sveiflur
Eg öskraði bara nokkrum sirin-
um að nú væri framhaldið und-
ir þeim komið, þær yrðu að gera
hlutina sjálfar, annars hefðu þær
ekkert í síðari hálfleikinn að gera,“
sagði Aðalsteinn Jónsson, þjálfari
Stjörnunnar, í Kaplakrika á laug-
ardaginn eftir annan úrslitaleikinn
við FH. Og öskrin virtust duga því
eftir að hafa aðeins skorað sex
mörk á móti 18 fyrir hlé snerist taf-
lið heldur betur við því Garðbæing-
ar skoruðu þá 17 en FH aðeins
fimm. Endanleg úrslit réðust síðan
ekki fyrr en eftir tvær framleng-
ingar með sigri Stjörnunnar, 32:31.
Aðalsteinn sagðist aldrei hafa
misst vonina. „Þær voru eins og
kjánar í byrjun og þegar vörnin fer
ekki í gang gengur sóknarleikurinn
enn síður því það hefst allt með
góðri vörn - þá aðeins kemur sókn-
arleikurinn til. En stelpurnar
kunna og geta og hafa reynslu svo
þá valt allt á hvort viljinn væri fyr-
ir hendi.“
Þjálfari FH, Magnús Teitsson,
þurfti líka að halda ræðu í hálfleik
því eftir annað eins og forskot og
FH vann í fyrri hálfleik er hætta á
spennufalli. „Ég sagði þeim að
hugsa ekki um markatöluna heldur
halda áfram og bæta við en það
gekk ekki, einbeitingarleysið eftir
hlé var algert og því fór sem fór,“
sagði Magnús eftir leikinn.
■ ELÍSABET Halldórsdóttir lið-
stjóri Stjörnustúikna bar höfuðið
hátt eftir sætan sigur Garðbæinga
á laugardaginn og þegar Aðal-
steinn Jónsson þjálfari ætlaði að
ganga út um bakdyrnar við bún-
ingsklefana í Kaplakrika, greip
Elísabet í hann og sagði: „Nei, nú
göngum við út um aðaldyrnar."
■ HRUND Grétai-sdóttir fyrirliði
Stjörnunnar sagði að ein af ástæð-
unum fyrir því að liðið náði sér á
strik eftir hlé í Kaplakrika á laug-
ardaginn hefði verið að Aðalsteinn
þjálfari hefði sagst koma inná sjálf-
ur ef þær myndu ekki taka sig á og
það hefðu leikmenn ekki viljað -
það hefði sýnt sig á æfmgum að
það lifir ekki endalaust í gömlum
glæðum.
■ DAGNÝ Skúladóttir úr FH, sem
meiddist í undanúrslitaleiknum við
Fram, kom inná í framlengingunni
við Stjörnuna á laugardaginn og
náði að skora eitt mark.
■ MARGRÉT Theódórsdóttir,
hinn þrautreyndi leikmaður
Stjörnunnar, fékk fast skot í höf-
uðið þegar liðið hitaði upp fyrir
leikinn við FH á laugardaginn og
rotaðist. Stöllur hennar höfðu
nokkrar áhyggjur en þegar Mar-
grét raknaði úr rotinu, skellti hún í
sig tveimur verkjatöflum og hóf
síðan leikinn.
■ ÁHORFENDUR urðu margir
hvumsa þegar leikmenn héldu til
búningsherbergja eftir að fyrri
framlenginguni lauk og vildu
meina að það væri ekki í samræmi
við reglur. Dómarar leiksins sátu
við sinn keip og Óli P. Ólsen eftir-
litsdómari sagði það í samræmi við
reglur.
■ GÁRUNGARNIR á áhorf-
endapöllunum sögðust ekki hissa á
góðri frammistöðu FH-stúIkna í
byrjun leiksins við Sfjörnuna á
laugardaginn. I áhorfendastúkunni
voru leikmenn Sádi-Arabíu, sem
spiluðu um helgina þrjá landsleiki
hér á landi og þar gæti leynst góð-
ur fengur.
■ RAGNHEIÐUR Stephensen
stórskytta úr Stjörnunni var tekin
úr umferð allan leikinn við FH á
laugardaginn. Hún lagði þó sitt af
mörkum og greip inn í fjögur
hraðaupphlaup mótherjanna, nýtti
þrjú af fimm vítum og skoraði að
auki fjögur mörk.
BARWIMERKI
BIKARAR
VERÐLAUNAPENINGAR
FANNAR
LÆKJARTORGI S:5S1-6488
Skíðadeild KR
INNANFÉLAGSMÓT
SKÍÐADEILDAR KR
verður haldið í Skálafelli 1. maí nk.
í tilefni 100 ára afmælis KR.
Þá er stóra stundin að renna upp. I tilefni
af 100 ára afmæli KR býður Skíðadeild
KR öllum félögum í KR til skíðamóts í
Skálafelli hinn 1. maí nk. Skráning
hefst kl. 11.00 í skiðaskálanum og
keppni hefst kl. 13.00. Allir KR-ingar
eru velkomnir en skráningargjald er kr.
500 (frítt fyrir 12 ára og yngri), innifalið er
viðurkenning fyrir árangur, aukaverðlaun
ásamt grillveislu.
Mótið verður óvenju glæsilegt í tilefni af
100 ára afmæli KR, keppt verður í öllum
aldursflokkum, þ.e. 6 ára og yngri, síðan
hver árgangur upp í 16 ára, þá taka við
ýmsir flokkar s.s. hefðarfrúr, hefðar-
menn, þjálfarar, öldungar og o.fl. flokkar,
þannig að allir eiga möguleika.