Morgunblaðið - 27.04.1999, Side 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL1999
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
Þorvaldur Blöndal
maður mótsins
ÍSLANDSMÓTIÐ í júdó var
haldið í KA-heimilinu á Akur-
eyri. Voru keppendur alls 199,
af báðum kynjum og í ýmsum
aldurs- og þyngdarflokkum.
Keppni einstaklinga fór fram á
laugardaginn en á sunnudag-
inn var flokkakeppni. Til mikils
var að vinna því sigurvegarar
fara á Smáþjóðaleikana. Úrslit
voru ekki öll eftir bókinni og
margar óvæntar byltur litu
dagsins Ijós. Það vakti t.a.m.
athygii að Vernharð Þorleifs-
son skyldi ekki komast í úrslit
í opnum flokki karla og ekki
síður að Þorvaldur Blöndal
skyldi vinna þar fullnaðarsigur
á Gísla Jóni Magnússyni.
Stefán
Þór
Sæmundsson
skrifar
Dýrleif Skjóldal, formaður
Júdódeildar KA, var mjög
ánægð með þátttökuna og móts-
haldið í heild. Hún
sagði fímm ár síðan
íslandsmót var síð-
ast haldið norðan
heiða og vel við
hæfí að halda það í KA-heimilinu
þar sem margir bestu júdómenn
landsins hafa komist á legg, s.s. áð-
umefndir Vemharð, Þorvaldur og
Gísli Jón. Dýrleif sagði líka ljóst að
nægur efniviður væri fyrir hendi og
að þessu sinni hefði í fyrsta sinn
verið hægt að hafa flokkakeppni 7-
10 ára á Islandsmóti.
Keppni í barna- og unglinga-
flokki var bráðfjörug og margir for-
eldrar og aðstandendur á staðnum
sem létu vel í sér heyra. Þarna
mátti sjá marga júdómenn framtíð-
arinnar og raunar var töluvert um
það að keppendur í unglingaflokk-
um létu líka til sín taka í flokki full-
orðinna.
Gísli Jón þurfti ippon
Úrslitaglímur fullorðinna voru
síðdegis á laugardaginn og vora
þær misjafnlega spennandi. I -60 kg
flokki karla lagði Höskuldur Ein-
arsson JFR táninginn Karles Ólafs-
son KA. Hilmar Trausti Harðarson
KA lagði félaga sinn Brynjar Ás-
geirsson í tilþrifalítilli viðureign í -
66 kg flokki. Sævar Sigursteinsson
vann Jónas Jónasson félaga sinn úr
KA í -73 kg flokki og í -81 kg flokki
stóð Selfyssingurinn Bjami Skúla-
son uppi sem sigurvegari eftir
harða viðureign við Karl Erlingsson
JFR. Þorvaldur Blöndal úr Ár-
manni var yfírburðasigurvegari í -
90 kg flokki og þurfti ekki úr-
slitaglímu þar. í -100 kg flokki
kastaði Vemharð Þorleifsson KA
félaga sínum Ármanni Guðjónssyni
og vann á ippon.
Sú staða kom upp í flokki karla
þyngri en 100 kg að ekki nægði fyr-
ir Gísla Jón Magnússon Armanni að
vinna Magnús Hauksson Þrótti á
stigum. Gísli Jón hafði hlotið
óvænta byltu í flokknum og aðeins
ippon gat fært honum sigur. Það
tókst. Gísli Jón mætti grimmur til
leiks og náði fastataki á Magnúsi og
vann fullnaðarsigur.
Tröllið lagt
I opnum flokki bjuggust flestir
við að sjá Vemharð Þorleifsson etja
kappi við Gísla Jón en Venni tapaði
nokkuð óvænt fyrir Bjarna Skúla-
syni og komst ekki alla leið. „Það
sama gerðist í fyrra, ég tapaði fyrir
Bjarna í opna flokknum. Hann er
mjög sterkur og efnilegur júdómað-
ur og mér fínnst að bæjaryfírvöld
og fyrirtæki á Selfossi ættu að sjá
sóma sinn í því að styrkja hann
myndarlega," sagði Vemharð, sem
annars var ekki hrifinn af því að
Morgunblaðið/Kristján
ANTJE Miiller sigurvegari í +65 kg flokki kvenna lét sig ekki muna um að halda á Þorvaldi Blöndal
íslandsmeistara í -90 kg flokki í fanginu í mótslok.
í hverjum flokkí og inn byrðist
keppni kannski ekki mikil. Þetta
gerir opna flokkinn svo skemmtileg-
an, þar mætast allir þeir bestu, s.s.
Bjami Skúlason, Þorvaldur Blön-
dal, Vemharð Þorleifsson og Gísli
Jón Magnússon. Og það er greini-
lega ekki sjálfgefið að þyngri menn-
imir beri sigur úr býtum.
„Ég er ekki af réttu kyni“
Konur kepptu í þyngdarflokkun-
um -65 kg og +65 kg, svo og opnum
flokki. I léttari flokknum sigraði
Margrét Ragna Bjarnadóttir KA,
án úrslitaglímu. I þyngri flokknum
mættust KA-konurnar Gígja Gunn-
arsdóttir og Antje Múller í úrslitum
og örskömmu síðar þurftu þær að
kljást í úrslitum opna flokksins.
Það var Antje sem stóð uppi sem
tvöfaldur sigurvegari. Hún vann
Gígju naumlega á stigum eftir mikið
þóf í fyrri glímunni en hún var
sneggri til í opna flokknum.
„Við Gígja erum mjög jafnar og
það fer bara eftir dagsforminu hvor
vinnur. Við höfum glímt lengi sam-
an, fyrst í Armanni og núna í KA,“
sagði íslandmeistarinn Antje sem
hefur stundað júdó í fimmtán ár,
eða frá 12 ára aldri. Hún hefur á
hinn bóginn ekki getað keppt á ís-
landsmóti fyrr en nú nema sem
gestur því hún er þýskur ríkisborg-
ari. Og það verður Gígja en ekki
Antje sem fer á næstu Smáþjóða-
leika.
„Eg er væntanlega ekki af réttu
kyni og að auki í rangri íþrótt, ann-
ars hefði ég fengið íslenskan ríkis-
borgararétt fyrir löngu. Ég er búin
að spyrja um þetta og mér skilst að
það sé möguleiki á næsta ári,“ sagði
Antje Múller.
■ Úrslit / B11
tapa fyrir manni sem er 20 kílóum
léttari en hann.
Það var Þorvaldur Blöndal sem
mætti félaga sínum Gísla Jóni í úr-
slitunum. Þeir eru gamlir bekkjar-
bræður úr Menntaskólanum á
Akureyri og vora þá í fóstri hjá Jóni
Oðni Oðinssyni í Júdódeild KA en
hafa keppt fyrn- Armann síðastliðin
ár. Vissulega munar nokkrum -tug-
um kílógramma á þeim og ekki
hlaupið að því fyrir léttan mann að
fella tröllið Gísla Jón en Þorvaldi
tókst um síðir að ná honum í gólfið
og vinna með fastataki.
„Það var mjög gaman að leggja
Gísla og kom mér á óvart, enda er
hann 40 kflóum þyngri en ég. Við
þekkjumst náttúrlega vel og
glímum oft á dag. Ég ætlaði að
freista þess að hlaupa í kringum
hann í úrslitaglímunni og stfla upp á
dómaraúrskurð en náði óvænt
fastataki," sagði Þorvaldur sem
endurtók leikinn frá Selfossi 1997,
að leggja Gísla í opnum flokki.
Þorvaldur hafði mikla yfirburði í
sínum þyngdai-flokki og staðan
meðal íslenskra júdómanna er raun-
ar þannig að það er einn á toppnum
Morgunblaðið/Kristján
EINAR Hermannsson úr Ármanni sækir að Vernharð
Þorleifssyni, KA, en hefur ekki erindi sem erfiði.
JÚDÓ/ÍSLANDSMÓT
Elva Rut í
25. sæti í
Rúmeníu
ELVA Rut Jónsdóttir, íslands-
meistari í fimleikum, hafnaði í
25. sæti í fjölþraut á alþjóðlegu
fimleikamóti sem fram fór í
borginni Ploiesti í Rúmeníu um
helgina. Keppendur voru 50
talsins fi"á 19 þjóðum. Hún
hlaut 33,70 í einkunn, 8,60 fyrir
stökk, 8,425 fyrir æfingar á tví-
slá, 8,050 á slá og 8,575 á gólfi.
Hún datt í æfingum á slánni og
steig einu sinni út af dýnunni í
æfingum á gólfi. Hún á því
meira inni, en árangur hennar
er engu að síður góður.
Rúmenskar stúlkur urðu í
tveimur efstu sætunum,
Simona Amanar í fyrsta og
Caludia Presecan í öðra, en
spænsk stúlka varð þriðja.
Rúmenska fimleikasambandið
bauð Elvu Rut að taka þátt í
mótinu og er þetta í fyrsta sinn
sem íslendingi er boðið á þetta
árlega mót. Sandra Dögg
Ámadóttir var dómari á mót-
inu, dæmdi æfingar í stökki.
Þetta mót var liður í undir-
búningi Elvu Rutar fyrir
heimsmeistaramótið sem fram
fer í Kína í október. En þar
keppir hún ásamt Rúnari
Alexanderssyni. í næsta mán-
uði fer Eva Rut í æfingabúðir í
Portúgal.
Jóhannes
og Gunnar
meistarar
JÓHANNES B. Jóhannesson
og Gunnar Valsson urðu um
síðustu helgi íslandsmeistarar
í tvfliðaleik í snóker, en það
vora þeir einnig fyrir tveimur
áram. Þeir léku við Brynjar
Valdimarsson og Björgvin
Hallgrímsson í úrslitum og
unnu 3:0 og 3:1. Sveinbjöm
Hansson og Pálmi Guðmunds-
son höfnuðu í 3.-4. sæti ásamt
Gunnari A Ingasyni og Heið-
ari Reynissyni.
Hæsta skor í mótinu átti
Brynjar Valdimarsson sem
fékk 126 stig í einu stuði.
Svíar sig-
ursælir
SVÍAR vora sigursælir á
helstu mótaröðum atvinnu-
kylfinga beggja vegna Atlants-
hafsins um helgina. Jesper
Parnevik sigraði í Greensboro-
mótinu í Norður-Karólínuríki
og landi hans, Jarmo Sandelin,
varð hlutskarpastur í opna
spænska mótinu.
Parnevik lék Forest Oaks-
völlinn á 66 og 63 höggum
fyrstu tvo dagana og iagði
þannig granninn að sigrinum,
sem gaf rúmar þrjátíu milljón-
ir króna í aðra hönd. Pamevik
lauk keppni á 265 höggum,
samtals 23 undir pari, tveimur
höggum á undan Bandaríkja-
manninum Jim Furyk. Par-
nevik sagðist hafa þurft að
hafa mikið fyrir sigrinum, því
upphafshögg hans fóra um víð-
an völl. „Á sextánda teig hló ég
og kylfusveinn minn því við
gátum ekki ímyndað okkur
hvert boltinn myndi fara,“
sagði Parnevik.
Sandelin sigraði a EI Prat-
vellinum í Barcelona með tjög-
urra högga mun eftir að hafa
leikið síðasta hringinn á 69
höggum, þremur undir pari.
Hann lauk Ieik á 21 höggi und-
ú- pari eftir fjórða og síðasta
keppnisdag. Spánverjai-nir
Ignacio Garrido, Miguel Angel
Jimenez og írinn Paul
McGinley urðu jafnir í öðru
sæti.