Morgunblaðið - 27.04.1999, Qupperneq 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999
rF
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 B
HANDKNATTLEIKUR
HANDKNATTLEIKUR
1992
93
1993-
94
95
96
1996
97
1997
98
1998
99
Þjáifari: Guðmundur Þ. Guðmundsson Þjáifari: Guðmundur Þ. Guðmundsson Þjáifari: Guðmundur Þ. Guðmundsson
8
. sæti í 1. deild
p. sæti í 1. deild
Sigurvegarar f >;
í 2. deild !?
Nýir leikmenn
Ingimundur Helgason, frá Víkingi
Siggeir Magnússon, frá Vikingi
Róbert Sighvatsson, frá Víkingi
Þorkell Guðbrandsson, frá HK
8-liða úrslit: Q-2 oegn Haukum
8-liða úrslit:
Undanúrslit:
2-1
gegn
FH
0-2 gegn Val
Þjáifari: Einar Þorvarðarson
6. sæti í 1. deild
8-liða úrslit: | 2-1 gegn StjÖm.
Undanúrslit: | 1-2gegnVal
Þjáifari: Einar Þorvarðarson Þjaifari: Skúli Gunnsteinsson pjáifan: Skúli Gunnsteinsson
1. Deildarmeistarar 4. sæti í 1. deild "^1
Bikarmeistarar
. Deildarmeistarar
8-liða úrslit:
Undanúrslit:
f úrslitunum:
2-0 gegn FH 8-liða úrslit: | 0-2 gegn Val
2-1 gegn Fram
1-3 gegn KA
8-liða úrsiit:
Undanúrslit:
í úrslitunum:
2-1 gegn HK
2-1 gegn Haukum
3-1 gegn FH ’
Nýir leikmenn
Páll Þórólfsson, frá Fram
Alexei Trúfan, frá FH
Gunnar Andrésson, fráFram
Jason Ólafsson, frá Fram
f
Nýir leikmenn
Bergsveinn Bergsveinsson, frá FH
Ásmundur Einarsson, frá KR
Jóhann Samúelsson, frá Þór, Ak.
ftureld
Nýir leikmenn
Bjarki Sigurðsson, frá Víkingi
Sebastian Alexandersson, frá ÍR
Farnir leikmenn
Jason Ólafsson, til Brixen, Ítalíu
Nýir leikmenn
Einar Gunnar Sigurðsson, frá Selfossi
Sigurjón Bjarnason, frá Selfossi
Sigurður Sveinsson, frá FH
Jón Andri Finnsson, trá Fram
Farnir leikmenn
Jóhann Samúelsson, lil Danmerkur
Alexei Trúfan, til Víkings
Róbert Sighvatsson, til Schutterwald
Nýir leikmenn
Jason Ólafsson, frá Leuterhausen
Magnús Már Þórðarson, frá ÍR
Skúli Gunnsteinsson, trá Val
Einar Einarssson, frá Stjörnunni
Farnir leikmenn
hui Bjarki Sigurðsson, til Drammen m
Sigurjón Bjarnason, til Selfoss ll
Sjö ára uppbygging meistaraliðs
Nýir leikmenn
Alexei Trúfan, frá Víkingi
Maxim Trúfan, frá Víkingi
Savukynas Gintaras, trá Litháen
Galkauskas Gintas, frá Litháen
Bjarki Sigurðsson, frá Drammen
Hafsteinn Hafsteinsson, frá Stjörnunni
Farnir leikmenn
Þorkell Guðbrandsson, til Cottbus
Jason Ólafsson, til Dessauer
Einar Einarsson, til Stjörnunnar
Ingimundur Helgason, til HK
Gunnar Andrésson, til Amicitia Zurich
Páll Þórólfsson, til Essen
Sebastian Alexandersson, til Fram
Kristján Arason, þjálfari FH, stjórnaði liðinu í síðasta sinn
Get verið nokk-
uð sáttur að
leikslokum
Liggur við að
ég hafi flogið
„ÉG veit ekki hvernig ég á að lýsa þeirri tilfinningu sem greip
mig í leikslok," sagði Bergsveinn Bergsveinsson, markvörður
Afureldingar, eftir leikinn þar sem hann sat hálfklökkur nokkuð
fjarri félögum sínum sem sungu og dönsuðu í leikslok. „Þegar
við komum til leiks var húsið hálffullt af Mosfellingum og gegnt
þeim í salnum sat annar eins hópur af Hafnfirðingum og ég
þekkti nærri því hvern einsta þeirra enda er ég fæddur, uppalinn
og hef búið alla mína ævi hérna í Firðinum. Þetta er sérstök og
ólýsanleg tilfinning en mér finnst hún og afrek okkar Aftureld-
ingarmanna vera alveg meiriháttar. Ég læt stríðsdansinn bíða
þar til ég kem með strákunum í Mosfellsbæinn á eftir.“
Eftir
ivar
Benediktsson
ergsveinn segist hafa reynslu af
því að standa uppi sem sigur-
vegari úr einvígi sem þessu og eins
af að vera í hlutverki
þess sem tapar. Segir
hann að þetta einvígi
við FH hafi þróast líkt
og reynslan segi, það
lið sem tapar þriðja leiknum í ein-
víginu brotnar og bíður lægri hlut.
„Vörnin var mjög góð hjá okkur
lengst af í leiknum, en nokkrir
brottrekstrar í síðari hálfleik slógu
okkur aðeins út af laginu. í fyrri
hálfleik áttum við frekar á brattann
að sækja en eftir að Savukynas
Gintaras kom til liðs við sóknina í
síðari hálfleik batnaði hún og við
áttum auðveldara með að skora en
áður. Eftir það fannst mér aldrei
vera nein hætta á að við myndum
tapa.“
Þú bókstaflega blómstraðir í úr-
slitakeppninni.
„Rétt er það og það þakka ég
Bergi Konráðssyni, kírópraktor,
sem ég heimsótti eftir fyrsta leikinn
á móti Haukum í fjögurra liða úr-
slitunum. Við skoðun hjá honum
kom í ljós að allir hryggjarliðimir
voru fastir, mjaðmagrindin skökk
og vinstri fóturinn einum sentí-
metra styttri en sá hægri. Frá því
að þetta kom í ljós hef ég farið í
hnykkmeðferð til Bergs þrisvar til
fjórum sinnum í viku og það liggur
við að ég hafi flogið í gegnum leik-
ina, allar hreyfingar hafa verið mik-
ið auðveldari og ég hef bókstaflega
getað gert allt sem ég hef viljað í
leikjum og það hefur svo sannarlega
skilað sér. Þannig að ég vil þakka
Bergi kærlega fyrir hans ómetan-
lega hluta i þessum árangri mínum í
síðustu leikjum.“
Hvað hefur þú fundið lengi fyrir
þessum óþægindum sem þú nefnd-
ir?
„Allt frá því ég meiddist í upphit-
un fyrir leik við Egypta í HM í
Kumamoto fyrir tveimur árum. Síð-
an hef ég verið slæmur í náranum
sem kemur til af því að mjöðmin er
skökk og föst og verkurinn leiðir
niður í nárann. Nú hefur verið losað
upp á þessu og ég er eins og nýr
maður.“
Ætlar þú að vera áfram í Mos-
fellsbænum eftir þetta glæsilega
tímabil?
„Ég á eitt ár eftir af samningi
mínum við félagið og lýk þvi alveg
örugglega, þá hef ég fullan hug á að
vera lengur þvi ég yngist með
hverju árinu og félagið er frábært
og það er vel staðið að öllum málum.
En ætli ég endi ekki ferilinn í FH,
en það er bara svo langt þangað til
að því kemur.“
Erum besta liðið
„Við áttum miklu fleiri ása uppi í
erminni til þess að vinna úr þessari
stöðu eins og kom í ljós síðasta
stundarfjórðunginn. Þannig að mér
fannst það aldrei vera til í dæminu
að til fimmta leiksins kæmi,“ sagði
Jón Andri Finnsson, hornamaður
Aftureldingar. „Spurning var hvort
vörnin hjá okkur næði saman og
eftir að það tókst náðum við að loka
fyrir flesta möguleika FH-inga, það
var einna helst að Guðjón Arnason
væri að gera okkur skráveifu, hann
skoraði alltof mikið.
Með þessum sigri höfum við und-
irstrikað að við erum með besta lið-
ið á keppnistímabilinu, á því leikur
enginn vafi. Okkur vantaði aðeins
sigur á Opna Reykjavíkurmótinu til
þess að vinna alla titla sem í boði
voru.“
Nær því orðlaus
„Ég er hæstánægður með að við
náðum að forða slysi með því að
vinna fjórða leikinn og innsigla ís-
landsmeistaratitilinn,“ sagði Siggeir
Magnússon, aðstoðarþjálfari Aftur-
eldingar. Hann sagði í viðtali við
Morgunblaðið eftir þriðja leikinn að
það yrði slys hjá sínum mönnum
innsigluðu þeir ekki sigurinn í ein-
víginu í fjórðu viðureigninni. „Ég er
nær því orðlaus yfir þeim persónu-
leika sem býr í liði Aftureldingar og
þeirri gríðarlegu samstöðu sem
Mosfellingar sýndu okkur í allri úr-
slitakeppninni og ekki hvað síst að
þessu sinni þegar þeir hálffylla
Kaplakrika. Þetta er alveg frá-
bært,“ bætti Siggeir við og réð sér
vart fyrir kæti.
Er ekki útbrunninn
„Það er mjög erfitt að leika góða
vörn leik eftir leik, en það hefur
hjálpað mér mikið í vetur að
Gaulkaskas Gintaras kom til Aftur-
eldingar í vetur. Við styðjum hvor
annan og það má segja að við tölum
sama tungumál inni á vellinum þar
sem grunnur okkar í varnarleik er
nokkurn veginn sá sami,“ sagði
Alexei Trúfan, sem hefur leikið
einstaklega vel í vörn Afturelding-
ar á leiktíðinni og var svo sannar-
lega kjölfestan í sterkri 6-0 vörn
liðsins.
Trúfan, sem verður fertugur í
ágúst, kom á ný til UMFA sl. sumar
eftir að hafa verið eitt ár þjálfari og
leikmaður hjá Víkingi. Þótti ýmsum
sem hann mætti muna sinn fífil
fegri, en Trúfan blés á það með því
að leika eitt sitt besta keppnistíma-
bil í mörg ár. „Ég hef æft einstak-
lega vel í haust og vetur og var stað-
ráðinn í því að sanna það fyrir öllum
að ég væri ekki útbrunninn. Og ég
mæti galvaskur til leiks á ný í haust,
ég hef ekki sagt mitt síðasta orð.
Arangur liðsins fór fram úr mín-
um björtustu vonum fyrir leiktíðina,
ég vissi að gætum unnið einhverja
titla, en að við ynnum allt, á því átti
ég ekki von.“
KRISTJÁN Arason stjórnaði liði FH í síðasta sinn á sunnu-
dag, en eins og komið hefur fram mun Viggó Sigurðsson
taka við liðinu næsta tímabil. Kristján sagðist vera sáttur
við veturinn þrátt fyrir að tapa úrslitarimmunni við Aftureld-
ingu. „Ég held að við séum verðugir þess að vinna silfur-
verðlaunin í ár og ég er stoltur af iiðinu. En ég er auðvitað
aldrei alveg sáttur við að tapa, en það verður líka að líta á
það að við misstum markvörðinn Lee úr liðinu frá því sem
endaði í þriðja til fjórða sæti í úrslitakeppninni í fyrra. Nú
skila ég liðinu í annað sæti í bikar- og íslandsmóti og sem
þjálfari get ég verið mjög sáttur við það. Við erum fyrst og
fremst að byggja á okkar eigin leikmönnum og það verður
vonandi þannig í framtíðinni. Við eigum efnilega stráka í
yngri flokkunum og FH þarf því ekki að kvíða framtíðinni.“
Kristján sagði að það sem helst
hefði skort hjá FH í vetur væri
að skyttur liðsins væru of lágvaxn-
ar. „Það má segja að
hæðarmunurinn hafi
oftast verið okkar
akkilesarhæll í vetur.
Þrátt fyrir það þurfti
Afturelding að hafa mikið fyrir
þessum sigrum. Þetta voru allt
hörkuleikir og við gáfum allt í þá
eins og við höfum gert í allri úrslita-
keppninni. Frá því í nóvember höf-
um við verið að spila ágætlega. En
Afturelding er með tvo frábæra
leikmenn, Bjarka Sigurðsson og
Bergsvein Bergsveinsson og þeir
gerðu gæfumuninn í þessum leik.
Við misnotuðum nokkur góð færi í
seinni hálfleik og það reyndist okk-
ur mjög dýrkeypt. Það er ekki hægt
að misnota góð færi í leikjum eins
og þessum ef sigur á að nást.“
Bergsveinn bjargvættur
Aftureldingar
Þið áttuð möguleika þegar tvær
mínútur voru eftir og staðan var
22:24 og þið fenguð vítakastið?
„Já, þá var þetta opið og því mik-
ilvægt að minnka muninn niður í
eitt mark með því að nýta vítakast-
ið. Við vissum að þeir voru taugaó-
styrkir á þessum kafla, en það má
segja að Bergsveinn hafi bjargað
þeim með því að verja vítakastið, þá
var þetta búið fyrir okkur.“
Bergsveinn hefur verið ykkur
erfiður, sérstaklega í vítaköstunum.
Æfðuðþið ekki vítin sérstaklega?
„Nei, það gerðum við ekki. En
það var greinilegt að leikmenn mín-
ir voru hræddir við hann. Þá vant-
aði sjálfstraust og það var sama
hver fór á vítapunktinn, ekkert
gekk. Það er vitað mál að sá sem er
smeykur í íþróttum nær aldrei fram
nema 60 prósentum af sinni getu.“
Pressa í vítakastinu
„Ég fann fyrir mikilli pressu þeg-
ar ég tók vítið. Guðjón bað mig að
taka vítið og ég skoraðist ekki undan
því, enda var Knútur búinn að mis-
nota eitt víti í fyrri hálfleik. En því
miður tókst ekki að nýta það og þá
rann möguleiki okkar endanlega út í
sandinn,“ sagði Valur Amarson, sem
misnotaði vítið í stöðunni 22:24 þeg-
ar tvær mínútur voru eftir af leikn-
um í Hafnarfirði á sunnudaginn.
Áttum skilið að vera
í úrslitum
Valur sagði að þrátt fyrir tapið
gætu FH-ingar borið höfuðið hátt.
„Það bjóst enginn við þessum ár-
angri af okkur, sérstaklega eftir
slakt gengi í deildarkeppninni. Við
náðum rétt inn í úrslitakeppnina
sem sjöunda lið. Það voru allir búnir
að afskrifa okkur þegar í úrslita-
keppnina var komið og biðu þess að
við féllum út. En við efldumst með
hverri raun og sýndum hvað býr í
liðinu. Við áttum fyllilega skilið að
spila til úrslita um Islandsmeistara-
titilinn,“ sagði Valur.
Innilegur sigurkoss
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Guðjón Árnason lýrirliði FH
Nú er ég hættur
BERGSVEINN Bergsveinsson, markvörður Aftureldingar, fór á kostum í úrslitaleikjunum við FH og honum var sigurinn afar kærkominn að leikslokum. Gieði Bergsveins var innileg er
hann tók við íslandsbikarnum og rak honum rembingskoss og iy^ndi um leið aftur augum. Félagar hans Magnús Már Þórðarson og Jón Andri Finnsson fylgjast með.
GUÐJÓN Árnason, fyrirliði
FH, sagði efth- leikinn við Aftur-
eldingu á sunnudag að nú ætlaði
hann að leggja handboltaskóna
á hilluna. „Já, nú er ég hættur.
Ég er orðinn 36 ára og ég kveð
liðið mjög sáttur. Ég held að ég
sé búinn að skila mínu fyrir fé-
lagið. Þessi leikur var 651. leik-
ur minn með meistaraflokki og
þeir eru allir fyrir FH. Það
verður sjálfsagt erfitt að standa
utan vallar næsta vetur, en ég
treysti strákunum til að standa
sig vel,“ sagði Guðjón.
„Við erum með fullt af ungum
og efnilegum strákum og fram-
tíðin er því björt hjá FH. Seinni
hluti vetrarins er með því betra
sem við höfum gert undanfarin
ár. Við erum mjög sáttir og ber-
um okkur ágætlega þrátt fyrir
að tapa í úrslitum bæði um bik-
arinn og íslandsmeistaratitil-
inn,“ sagði Guðjón.
„Við lékum vel í fyrri hálfleik
og í upphafi síðari hálfleiks, en
þá kom eitthvað óðagot í sókn-
inni og við klúðruðum góðum
færum. Leikurinn snerist þeim í
hag á mjög skömmum tíma og
þeir náðu fjögurra marka for-
skoti. Þá var þetta orðið erfitt.
En við vorum engu að síður
mjög nálægt þessu í lokin.“
Gunnar íhugar að hætta
Gunnar Beinteinsson sagðist
vera að íhuga að hætta, en vildi
samt ekki fullyrða neitt um það.
„Ég hef mjög mikið að gera í
vinnunni og ég hef því lítinn
tíma aflögu. Eins og staðan er í
dag eru meiri líkur á því að ég
hætti, en haldi áfram. Én það er
best að bíða með að gefa yfirlýs-
ingu um að ég leggi skóna á hill-
una frægu. Það kemur bara í
ljós síðar í sumar hvað verður
ofan á,“ sagði Gunnar, sem er á
33. ári.
Hálfdán áfram
Hálfdán Þórðarson, línumað-
ur, sagðist reikna með því að
halda áfram með FH næsta
tímabil. „Meðan ég slepp við
meiðsli verð ég áfram í þessu.
Ég á ekki von á öðru en að ég
leiki með liðinu næsta vetur.
Þetta er svo skemmtilegt," sagði
Hálfdán.
Magnús Árnason, markvörð-
ur FH, hefur ekki tekið ákvörð-
un um hvort hann verði áfram,
en taldi meiri líkur á því.