Morgunblaðið - 27.04.1999, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 27.04.1999, Qupperneq 12
KNATTSPYRNA Einvígið um Englandsmeistaratitilinn er nú milli Arsenal og Man. Utd Slórsigur Arsenal LEEDS United gaf iítið eftir gegn hinu magnaða liði Manchester United er liðin mættust á Elland Road á sunnudag og skildu jöfn, 1:1. Þar með tapaði Man. Utd tveimur dýrmætum stigum og missti af toppsætinu til meistaranna í Arsenal sem voru í mikl- um ham á útivelli í Middlesbrough - unnu, 1:6. Kapphlaupið um titilinn virðist nú aðeins vera á milli Arsenal og Man. Utd, því Chelsea hefur ekki leikið vel að undanförnu og varð að sætta sig við markalaust jafntefli gegn Sheffield Wednesday á sunnudag. Arsenal hefur nú eins stig forskot á toppi deildarinnar, en Man. Utd hefur leikið einum leik minna. Chelsea heldur þriðja sætinu, en fjórum stigum munar nú á þeim og toppliðinu. Þá féllu nýlið- arnir úr Nottingham Forest endanlega um helgina og Charlton, sem einnig kom upp úr 1. deild síðasta haust, tapaði stórt og er í vondum málum. Franski heimsmeistarinn í vörn Chelsea, Franck Leboeuf, við- urkenndi eftir jafntefli Chelsea að möguleikar liðsins á fyrsta meist- aratitli sínum síðan 1955 væru úr sögunni. „Við hefðum þurft að vinna síðustu fimm leikina til að eiga möguleika á titlinum. Nú er það úr myndinni að mínu mati. En við eigum enn möguleika á öðru sætinu og keppikefli okkar er að ná sæti í Meistaradeildinni," sagði Le- boeuf. Hið unga og kraftmikla lið Leeds United hefur staðið sig frá- bærlega á leiktíðinni og leikmenn liðsins virðast lítið ætla að gefa eft- ir á lokasprettinum, ef marka má frammistöðu þeirra á heimavelli gegn Man. Utd. Þeir voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, áttu nokkur ágæt færi og komust yfir með marki Hollendingsins Jimmys Floyds Hasselbainks eftir ríflega hálftíma leik. I seinni hálfleik hresstust leikmenn Manchester- liðsins hins vegar nokkuð og Andy Cole jafnaði metin af stuttu færi á 55. mín. Gestimir hefðu getað „stolið" sigrinum undir lokin, en Dwight Yorke skaut himinhátt yfir og örskömmu síðar var leikurinn úti. „Við vorum slakir í fyrri hálfleik og gáfum þeim færi á okkur,“ sagði Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd, eftir leikinn. „Við náðum ekki að herða okkur á endasprett- inum og gera út um leikinn.“ Næsti leikur United er á heima- velli gegn Aston Villa um næstu helgi og svo taka við þrír útileikir gegn Liverpool, Middlesbrough og Blackbum Rovers. „Titillinn er enn í okkar höndum. Enn er nokk- uð eftir og á veginum verða marg- ar hæðir og hindranir,“ sagði Ferguson. Lokaleikur liðsins verð- ur á heimavelli gegn Tottenham 16. maí. Leeds keppir að sæti í Evrópu- keppni og gæti jafnvel komist í Meistai’adeildina. "Þar getur það ráðið úrslitum á fleiri vegu, því lið- ið á enn eftir að leika gegn Arsenal og Chelsea og gæti vel reitt af þeim stig líkt og gegn Man. Utd á sunnudag. Markaregn Tilburðir Englands- og bikar- meistara Arsenal á útivelli gegn Middlesbrough á laugardag benda þó alls ekki til þess að þar á bæ séu leikmenn eitthvað að gefa eftir. Meistaramir léku andstæðinga sína sundur og saman í leiknum og unnu stórsigur, 1:6, og hefði hann allt eins getað orðið stærri. Á mánudeginum áður höfðu meistar- amir tekið Wimbledon í bakaríið á heimavelli, 5:1, og ellefu skoruð mörk í tveimur leikjum hljóta að hringja ótal viðvörunarbjöllum hjá keppinautunum frá Manchester. Framherjamir Nicolas Anelka og Kanu gerðu sín tvö mörkin hvor og síðara mark Kanus var aldeilis frábært - snörp hælspyrna af nokkru færi í bláhornið. Patrick Vi- eira og Marc Overmars gerðu sitt markið hvor, en Alan Armstrong minnkaði muninn undir lokin með skalla. Það var aðeins fimmtánda markið sem Arsenal hefur fengið á sig í 34 leikjum í vetur. Stórsigr- amir tveir hafa aukinheldur lagað markahlutfalhð gagnvart Man. Utd og munar nú aðeins einu marki þar á, United í vil. „Ég er afar hamingjusamur," sagði Arsene Wenger, stjóri Ar- senal. „Við virðumst hafa ratað á hárrétta leikaðferð og náum upp miklum hraða." Arsenal á fjóra leiki eftir og vamarmaðurinn gam- alreyndi, Steve Bould, telur mögu- leikana talsverða á að verja titilinn. „Nú erum við á toppnum og þar viljum við vera. Við vitum að við þurfum að vinna fjölmarga leiki, jafnvel alla. Þetta verður afar tví- sýnt,“ sagði hann. Erfitt fyrir nýliðana Nottingham Forest féll endan- lega úr úrvalsdeildinni með 2:0-tapi gegn Aston Villa. Nýliðarnir sáu sjaldan til sólar á leiktíðinni og era aftur komnh- í 1. deild, en hana unnu þeir einmitt með miklum yfir- burðum í fyrra. Aðrir nýliðar, Charlton, gætu farið sömu leið eft- ir stórtap gegn Everton, 4:1. Að sama skapi hafa leikmenn Everton aldeilis rétt úr kútnum að undan- fömu og með sigrinum færðist liðið úr fallbaráttunni. Mestu munaði að venju um framherjann Kevin Campbell sem skoraði tvennu, rétt eins og hann hafði gert í tveimur leikjum á undan. Sex mörk í þrem- ur leikjum undir lok leiktíðarinnar er ekki slæmt þegar haft er í huga ALEX Fergusson, knattspyrnustjóri Manchester United, var ekki ánægður með gang mála á Elland Road, en aftur á móti var Da- vid O’Leary, knattspyrnustjóri Leeds, fyrir aftan hann, mjög yfir- vegaður. að Campbell er í láni frá tyrkneska liðinu Besiktas. Tríóið fyrir ofan Forest, Black- bum Rovers,'Charlton og Sout- hampton hafa öll 32 stig og róa líf- róður. Southampton náði marka- lausu jafntefli við Derby en Black- burn steinlá á heimavelli gegn Li- verpool, 1:3. Þar vora varnarmenn liðsins í miklu óstuði og hreinlega færðu Liverpool stigin þrjú á silf- urfati. Athyglisvert er að Charlton og Blackburn mætast einmitt um næstu helgi. ■ Úrslit / B10 ■ Staðan / B10 Barátta Lazio og AC Milan Christian Vieri tryggði Lazio sinn fyrsta sigur í fjóram leikj- um gegn Sampdoria í ítölsku 1. deildinni um helgina. Vieri skoraði sigurmark liðsins á 60. mínútu leiksins, en sex mínútum síðar var félagi hans, Matias Almeyda, rek- inn af velli. Það kom ekki að sök fyrir Lazio, sem er enn á toppi ítölsku deildarinnar. AC Mflan, helstu keppinautar Lazio, héldu sigurgöngu sinni áfram er liðið vann Vicenza 2:0 með mörkum frá Þjóðverjanum Oliver Bierhoff og Brasilíumannin- um Leonardo. AC Mílan er einu stigi á eftir Lazio þegar fjórir leikir era eftir í deildinni. Fiorentina er í þriðja sæti ítölsku deildarinnar. Liðið tapaði fyrir Juventus 2:1 og virðist ekki lengur eiga möguleika á meist- aratitlinum. Filippo Inzaghi gerði fyrsta markið fyrir Juventus en Luis Oliveira jafnaði er sex mínút- ur voru eftir af leiknum. T\'eimur mínútum síðar náði Antonio Conte að gera sigurmark Juventus. Parma, sem er komið í úrslit Evrópukeppni félagsliða, er í fjórða sæti í deildinni, en það gefur sæti í Meistaradeild Evrópu næsta vetur. Þrjú lið, Roma, Juventus og Udinese, era þar fyrir neðan og sækja hart að Parma í von um að hreppa sætið. ■ JÓHANN B. Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Watford, sem vann góðan 2:l-sigur á Crystal Palace á heimavelli í 1. deildinni. ■ LÁRUS Orri Sigurðsson lék í vörn Stoke sem steinlá á heimavelli gegn Burnley, 1:4. Stoke á ekki lengur neina möguleika á að kom- ast upp í 1. deild. ■ HERMANN Hreiðarsson var í byrjunarliði Brentford sem virðist á leið upp úr 3. deild eftir 4:l-sigur á Southend Utd. á laugardag. Her- mann hefur verið valinn í lið ársins í 3. deildinni, samkvæmt vali leik- manna. ■ DAVID Ginola, leikmaður Tottenham, hefur verið valinn leik- maður ársins í Englandi, sam- kvæmt vali leikmanna. Dwight Yorke, leikmaður Manchester United, var í öðra sæti, og Emmanuel Petit, leikmaður Ar- senal, í þriðja sæti. ■ NICOLAS Anelka, leikmaður Ar- senal, var valinn efnilegasti leik- maður ársins í Engiandi. Michael Owen, leikmaður Liverpool, var í öðra sæti. ■ SIGURÐUR Jónsson og félagar í skoska úrvalsdeildarliðinu Dundee Utd. gerðu jafntefli, 2:2, við Dun- fermline. Sigurður lék í vörninni. ■ ÓLAFUR Gottskálksson var að vanda í markinu hjá Hibernian sem vann einn sigurinn til í skosku 1. deildinni. Hibs hefur fyrir löngu tryggt sér sigur í deildinni og sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. ■ RANGERS er einum sigri frá því að tryggja sér skoska meistaratitil- inn. Liðið vann Aberdeen 3:1 um helgina. ■ ARNAR Gunnlaugsson sat á varamannabekk Leicester sem sigraði Coventry 1:0. Það var hinn gamalreyndi Ian Marshall sem gerði eina mark leiksins. ■ WEST Ham hafði betur á útivelli í Lundúnaslagnum gegn Totten- ham. Framherjinn Ian Wright kom gestunum yfir á fimmtu mínútu og Marc Keller bætti öðru marki við á þeirri 66. David Ginola náði að minnka muninn fyrir heimamenn skömmu síðar en lengra komust þeir ekki þótt John Moncur væri rekinn af velli í liði West Ham. ■ WIMBLEDON og Newcastle gerðu l:l-jafntefli í Lundúnum. Markahrókurinn Alan Shearer kom gestunum frá Newcastle yfir á 18. mínútu en John Hartson jafnaði metin litlu síðar. ■ RON Atkinso, knattspyi-nustjóri Nottingham Forest, ætlar að draga sig í hlé í vor. Atkinson, sem er sex- tugur, hefur starfað sem knatt- spyrnustjóri í 28 ár. ■ ATKINSON, eða „Big Ron“, eins og hann er kallaður, hóf ferilinn hjá Kettering árið 1971 en hefur einnig stýrt Cambridge, WBA, Manchest- er United, Sheffield Wednesday, Aston Villa, Nottingham Forest og Coventry. í Englandi. Hann þjálfaði einnig á Spáni, en entist aðeins þar í þrjá mánuði. ■ ATLETICO Madrid stöðvaði sig- urgöngu Barcelona er liðin gerðu l:l-jafntefli á sunnudag. Juan Car- los Valeron gerði mark Madrid- liðsins en Abelardo Ferandez jafn- aði fyrir Barcelona, sem hefur níu stiga forystu í deildinni. ■ ÖÐRUM liðum á toppi spænsku deildarinnar tókst ekki að bæta stöðu sína um helgina nema Mall- orca sem vann 6:l-sigur á Athletic Bilbao. ■ REAL Madrid fór illa að ráði sínu er liðið gerði l:l-jafntefli gegn Salamanca, sem er í neðsta sæti deildarinnar. Madrid-liðið er í fimmta sæti deildarinnar. mu •Inj.; lilg s 8 8f9 •!K‘ rio JI8Í !íii íT/t 189 ÍOÍ M m 5ui mi iio m

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.