Morgunblaðið - 18.05.1999, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 C 1-9
verður með sextán íbúðum. Að
sögn Helga Jóns verður byrjað á
því upp úr næstu áramótum og
íbúðirnar afhentar um næstu ára-
mót þar á eftir.
„í því húsi er strax búið að taka
frá fimm íbúðir, sem sýnir áhuga
fólks á þessum íbúðum,“ segir
Helgi Jón. „Markhópurinn er eink-
um fólk yfir fertugt en kannski síð-
ur barnafólk. Ibúðirnar henta afar
vel fólki, sem er að fara úr stærri
eignum í minni, þar sem bömin eru
uppkomin og farin að heiman.“
Helgi Jón segir nokkur ár vera
frá þvi að svona hús vom byggð í
Hafnarfirði, en það var síðast í
Hvaleyrarholti í Suðurbænum.
„Þörfin er því mikil fyrir íbúðir af
þessu tagi hér í Firðinum, en þær
hafa ekki verið til staðar, segir
Helgi Jón. „Hafnfirðingar hafa því
þurft að flytja til Reykjavíkur eða
í Kópavog, hafi þeir viljað komast
í nýjar íbúðir í lyftuhúsum. Það er
því mjög kærkomið að fá þessar
byggingar hér í bæ. Þær svara
mjög vel kröfum markaðarins fyr-
ir slíkar íbúðir.“
„Annars er markaðurinn hreint
ótrúlegur núna,“ heldur Helgi Jón
áfram. „Framboðið er svo miklu
minna en eftirspurnin, að ég man
ekki annað eins ástand og er ég þó
búinn að fást við fasteignasölu í tólf
ár. Góðar eignir á eftirsóttustu
svæðunum em að fara á upp-
sprengdu verði.
Þannig seldist hús, sem sett
hafði verið á 15,4 millj. kr., á 15,8
millj. kr. nú fyrir skömmu, eftir að
þrír aðilar höfðu boðið í það. Húsið
fór því á yfirverði og það sem
meira var, það var greitt út í hönd
við samning. Venjulega er þessu á
annan veg farið, því að yfirleitt er
sett aðeins hærra á eignirnar en
seljandi sættir sig við að lokum.“
Helgi Jón kveðst álíta, að upp-
bygging nýs byggingarsvæðis í As-
landi fyrir ofan Reykjanesbraut
eigi eftir að hafa mikil áhrif á fast-
eignamarkaðinn í Hafnarfirði og
segir: „Það verður byrjað að
byggja í Áslandi í sumar og haust
og þegar það hverfi byggist, þurfa
þeir sem þar byggja eða kaupa að
selja þær eignir sem þeir eiga fyr-
ir. Þá má gera ráð fyrir, að fram-
boð á eignum aukist hér í Firðin-
um, en þangað til verður ríkjandi
mikil umframeftirspum.
Svipað má segja um Garðabæ,
en eins og er þá ríkir þar sama um-
frameftirspumin. En nú em farnar
af stað talsverðar nýbyggingar í
GJALDTAKA
■ ÞINGLÝSING - Þinglýsingar-
gjald hvers þinglýsts skjals er nú
1.200 kr.
■ STIMPILGJALD - Það greiðir
kaupandi af kaupsamningum og af-
sölum um leið og þau era lögð inn
til þinglýsingar. Ef kaupsamningi
er þinglýst, þarf ekki að greiða
stimpilgjald af afsalinu. Stimpil-
gjald kaupsamnings eða afsals er
0,4% af fasteignamati húss og lóðar,
þ. e. 4.000 kr. af hverri milljón.
■ SKULDABRXEF - Stimpilgjald
skuldabréfa er 1,5% af höfuðstóli
(heildarapphæð) bréfanna eða 1.500
kr. af hverjum 100.000 kr. Kaup-
andi greiðir þinglýsingar- og stimp-
ilgjald útgefinna skuldabréfa vegna
kaupanna, en seljandi lætur þing-
lýsa bréfunum.
■ STIMPILSEKTIR - Stimpil-
skyld skjöl, sem ekki era stimpluð
innan 2ja mánaða frá útgáfudegi, fá
á sig stimpilsekt. Húri er 10% af
stimpilgjaldi fyrir hverja byrjaða
viku. Sektin fer þó aldrei yfir 50%.
■ SKIPULAGSGJALD - Skipu-
lagsgjald er greitt af nýreistum
húsum. Af hverri byggingu, sem
reist er, skal greiða 3%o (þrjú pro
mille) í eitt sinn af brunabótavirð-
ingu hverrar húseignar. Nýbygging
telst hvert nýreist hús, sem virt er
til branabóta svo og viðbyggingar
við eldri hús, ef virðingarverð hinn-
ar nýju viðbyggingar nemur 1/5 af
verði eldra hússins. Þetta á einnig
við um endurbætur, sem hækka
brunabótavirðingu um 1/5.
Hraunsholti og þegar þessar nýju
eignir verða teknar í notkun, má
búast við auknu framboði á eignum
í Garðabæ.“
Verðhækkanir á fasteignum
ekki óraunhæfar
Að mati Helga Jóns era þær
hækkanir, sem orðið hafa á íbúðar-
húsnæði að undanfömu ekki
óraunhæfar. „Byggingaraðilarnir,
sem byggja til að selja, era loksins
farnir að selja á raunvirði,“ segir
hann. „Áður var verð á nýsmíðinni
oft býsna lágt, þannig að margir
þeirra græddu lítið á henni. Á síð-
asta ári og það sem af er þessu ári
hefur þetta verið að breytast og nú
era byggingaraðilarnir byrjaðir að
fá rétt verð fyrir nýjar íbúðir.
Það lága verð, sem var á nýsmíð-
inni, hélt líka verðinu á notuðu hús-
næði niðri og þegar þar við bættist,
að offramboð var á eignum á mark-
aðnum, hélzt fasteignaverð mjög
lágt. Nú hefur þetta snúizt við.
Verð hefur greinilega hækkað mik-
ið á þessu ári, fyrst og fremst
vegna mikillar eftirspumar en lítils
framboðs alls staðar á höfuðborg-
arsvæðinu.
Annað sem er mjög athyglisvert
við þróunina á fasteignamarkaðn-
um nú, er að jaðarsvæðin á höfuð-
borgarsvæðinu era hætt að vera
jaðarsvæði. Þetta kemur hvað
skýrast fram í Lindahverfinu í
Kópavogi og Staðahverfi í Reykja-
vík. Líklegt er að það sama eigi eft-
ir að gerast í Áslandi í Hafnarfirði.
Þó að það svæði virðist vera svo-
lítið út úr við fyrstu sýn, þá granar
mig, að það eigi eftir að byggjast
miklu hraðar upp en nokkurn gat
órað fyrir. Ég byggi þetta mat mitt
m. a. á því, að fólk er ekki eins
staðbundið í íbúðarvali eins og áð-
ur og er miklu fúsara til þess að
færa sig um set og fara í ný hverfi.
Það er ekki eins bundið ákveðn-
um hverfum og var. Þar að auki er
Áslandið afar gott byggingarland
og allt umhverfi og útsýni þar
einkar skemmtilegt. Þar á vafa-
laust eftir að rísa eitt bezta íbúð-
arhverfið á öllu höfuðborgarsvæð-
inu.“
„Það er einnig mikil eftirspurn
eftir lóðum á Álftanesi og nýjar
íbúðir og hús jafnt sem notaðar
eignir hafa yfirleitt selzt þar mjög
hratt að undanfómu,“ segir Helgi
Jón Harðarson að lokum. „Þar sem
annars staðar er hækkandi verð á
fasteignum. Það er alls staðar
sama sagan.“
Þegar reykjarmökkurinn
stígur upp af grillinu
íbúðareigandi getur ekki ráðið yfír og hag-
nýtt sér eign sína að vild, segir Sandra
Baldvinsdóttir, lögfræðingur hjá Húseig-
endafélaginu. Honum er skylt að taka eðli-
legt og sanngjarnt tillit til annarra.
AÐ era margar og mismun-
andi fylgjur sumarsins og
margt er það sem til ófriðar
heyrir. Nú er sá tími árs sem menn
taka grillið fram. Við hjá Húseig-
endafélaginu höfum fengið nokkrar
fyrirspurnir vegna grillmaníu ná-
granna. Segja ekki allir farir sínar
sléttar í því efni.
Það sem einum er til ánægju get-
ur valdið öðrum ónæði og óþægind-
um, t.d. þegar reykjarmökkurinn
stígur upp af grillinu og á næstu
svalir fyrir ofan. En hver er réttur
fólks í þessu efni og hversu langt
geta menn gengið og hvað þurfa
aðrir að þola?
Takmarkanir á eignarráðum
Eignarráð íbúðareiganda í fjölbýl-
ishúsi eru venjubundin eignarréttar-
ráð. Hann hefur þannig öll þau rétt-
indi sem eigandi hefur venjulega yfir
fasteign. Þar af leiðandi getur hann
hagnýtt íbúð sína á hvem þann lög-
lega hátt sem honum sýnist, án sam-
þykkis annarra í húsinu. Eignarráð
eiganda í fjölbýlishúsi era hins vegar
háð meiri takmörkunum en almennt
gerist um fasteignir.
í fjöleignarhúsalögunum er að
finna takmarkanir á rétti eiganda til
hagnýtingar og umráða yfir séreign
sinni. Hann getur því ekki ráðið yfir
og hagnýtt eign sína að vild. Þessi
takmörkun felst í þeirri skyldu eig-
anda að taka eðlilegt og sanngjamt
tillit til annarra við hagnýtingu sér-
eignar. Honum er skylt að haga af-
notum og hagnýtingu eignar sinnar
með þeim hætti að aðrir eigendur
eða afnotahafar í húsinu verði ekki
fyrir ónauðsynlegu og óeðlilegu
ónæði, þ.e. meiri ama, ónæði og
óþægindum en óhjákvæmilegt er og
eðlilegt þykir í sambærilegum hús-
um.
Ekki er að finna neina útlistun á
því í lögunum hvað telst vera ónauð-
synlegt og óeðlilegt ónæði. Ekki er
unnt að telja upp með tæmandi
hætti öll slík tilvik. Slíkt hlýtur
ávallt að vera háð mati og verður að
meta hvert tilvik út af fyrir sig út
frá reglum nábýlisréttar.
Ólögfestar meginreglur
Svokallaðar grenndarreglur eða
reglur nábýlisréttar, sem eru ólög-
festar meginreglur, setja eignarráð-
um fasteignareiganda takmörk af
tilliti til eigenda nágrannaeigna.
Hvað einn má og annar verður að
þola byggist á hagsmunamati í
hverju tilviki. Vegnir era saman
hagsmunir fasteignareiganda af því
að geta hagnýtt eign sína og hagað
sér eins og hann vill á sinni eign og
svo hagsmunir nágrannans af því að
fá notið sinnar eignar í friði og
verða ekki fyrir óþarfa óþægindum
og ónæði.
Það er meginregla að nágranni
getur krafist þess, að athöfn sú sem
ónæði veldur verði hætt ef hún hef-
ur í fór með sér óþægindi fram yfir
það sem honum er skylt að þola
samkvæmt reglum nábýlisréttar
eða að úr óþægindunum verði dreg-
ið niður að því marki sem hann
verður að una við. Ef það er ekki
hægt er það meginreglan að ná-
granni eigi kröfu á því að athöfnin
verði stöðvuð eða bönnuð.
Hagsmunamatið
Mál sem upp koma vegna grilla á
svölum eru mjög fátíð og virðist
gæta sérstaks umburðarlyndis hvað
þau varðar hjá nágrönnum, enda
verður það að teljast hluti af dag-
legu lífi manna að grilla úti á svöl-
um, allt innan eðlilegra marka. Al-
gert bann við því að grilla á svölum
fjölbýlishúsa verður að telja slíka
skerðingu á umráða- og afnotarétti
eiganda séreignar að því verði ekki
fram komið nema með samþykki
allra eigenda.
Sé hið umdeilda grill hins vegar
til verulegs ama og óþæginda, um-
fram það sem eðlilegt getur talist,
þá getur verið um brot á fjöleignar-
húsalögunum og grenndarreglum
að ræða og á eigandi þá kröfu á
hendur nágranna sínum að úr
óþægindunum verði dregið.
Gluggi yfir
höfða-
gaflinum
MENN hafa misjafnan smekk.
Sumir vilja ryóta birtunnar en
ekki loka hana úti þegar þeir
sofa. Svona gluggi væri
skemmtilegur fyrir þá.
SUÐU RLAN DSBRAUT
5066
2 •
S
Ml
588
5060 •
FAX
588
HaukurGeirGarðarsson
viðskiptafræðingur og
löggiltur fasteignasaii
Opið laugardaga
kl. 12-14
mbl.is/f asteignir / f i
habil.is/fi
2ja herbergja
FELLSMÚLI - LÁN Vorum
að fá ( einkasölu 2ja herb. íb. í fjölb.
sem nýbúið er að taka í gegn að ut-
an og Steniklæða á kostnað selj-
anda. Suðursvalir. Úsýni. Áhv. 2,6
millj. byggsj. rík. Verð 5,9 millj.
VESTURBÆR - LAUS - LÁN
Falleg 2ja herb. (b. á 3. hæð I fjölb. ásamt
stæði í bflskýli. (b. er björt með suður-
svölum. Hús og sameign nýmálað. Áhv.
3,2 millj. Byggsj. rik. Laus strax. Verð 5,9
millj.
SPÓAHÓLAR -SUÐUR Falleg
og rúmgóð 2ja herb. (b. á 2. hæð ( litlu
fjölbýli. Suðursvalir. Verð 5,5 millj.
ÓÐINSGATA - LAUS Vorum að
fá 2ja herb. íb. á jarðh. ( þríbýli á þessum
vinsæla stað. Hús nýl. Steniklætt að utan.
Laus strax. Verð 4,4 millj.
STÓRAGERÐI Vorum að fá i söiu
2ja herb. (b. á jarðhæð í fjölb. á þessum
vinsæla stað. Hús nýl. málað. Laus fljótl.
Verð 5,4 millj.
MIÐBORGIN Góð stúdlóíbúð á
jarðhæð með sérinngangi. Ibúðin er öll
nýstandsett. Laus fljótlega. Verð aðeins
2,9 millj.
SELJENDUR ATHUGIÐ:
HÖFUM KAUPENDURÁSKRÁ,
GÓÐAR GREIÐSLUR, JAFNVEL STAÐGREIÐSLA.
PERSÓNULEG OG TRAUST ÞJÓNUSTA.
HRINGDU NÚNA!
HAFNARFJÖRÐUR Rúmgóö 2ja
herbergja íbúð á jarðhæð með sérinn-
gangi ( nýlegu tvfbýli. Gott aukarými sem
gefur möguleika á að stækka íbúðina.
Uþplagt fyrir iðnaðarmanninn. Verð 7,3
millj.
3ja herbergja
VANTAR - VANTAR höf
UM KAUPENDUR Á SKRÁ AÐ 3JA
HERB. IBÚÐUM M.A. I
BREIÐHOLTI, KÓPAVOGI OG
AUSTURBÆNUM. TRAUST
ÞJÓNUSTA.
HRAUNBÆR - AUKAHER-
BERGI Falleg 3ja herbergja íb. á 3.
hæð í litlu fjölbýli ásamt aukaherbergi (
kallara. með sameiginlegri snyrtingu.
Parket. Áhv. 3 millj. hagst. langt. lán.
Verð 7,1 millj.
ÞINGHOLTIN Vorum að fá I sölu
fallega töluvert endumýjaða 2-3ja herb.
íb. á 1. hæð í þríbýli. Nýl. eldhúsinnrétting
og á baði. Verð 6,6 millj.
4-6 herbergja
VANTAR Á SKRÁ okkur
BRÁÐVANTAR FYRIR ÁKVEÐNA
KAUPENDUR 4-5 HERBERGJA
(BÚÐIR VlÐA Á HÖFUÐBORGAR-
SVÆÐINU. HRINGDU OG REYNDU
ÞJÓNUSTUNA.
BREIÐAVÍK Ný og glæsileg 4ra
herb. íbúð á jarðhæð með sérinngangi (
litlu fjölbýli. Vandað þarket, mahóníinn-
réttingar. LAUS STRAX.
Hæðir
KÓPAVOGUR Góð 120 fm efri sér-
hæð (tvíbýlishúsi. Stofa, borðstofa og 3
herbergi. Góður suðurgarður. Verð 10,7
millj.
SUÐURHLÍÐAR - RVK Vorum
að fá í einkasölu glæsilega nýlega neðri
sérhæð ( tvíbýli á þessum vinsæla stað.
Fallegar innr., nýl. tæki í eldh. Parket.
Suðurverönd. Sérbílastæði. ÁKVEÐIN
SALA.
Einbýli-parhús-raðhús
SELJAHVERFI - SKIPTI Á
ÓDÝRARI Gott endaraðhús á 3
hæðum ásamt bllskýli. Stofa, 6-7 her-
bergi. Hús er klætt að utan. SKIPTI ATH.
Á ÓDÝRARI EIGN.
KLEPPSVEGUR - EINB.
/TVIB. Lítiö einbýli á 2 hæðum sem
skiptist í 2ja herb. (b. á jarðhæð og 3ja
herb. á efri hæð. Stór lóð, góðir bygg-
ingamöguieikar.
I smíðum
GARÐABÆR Vorum að fá í einka-
sölu glæsilegt 193 fm parhús m. innb.
bílskúr. Fráb. útsýni. fokh. innan og frág.
utan. Teikningar á skrifstofu
Sumarbústaðir
EILIFSDALUR - KJÓS Tii söiu
þessi fallegi sumarbústaður í nágrenni
Rvk. Skiptist í stofu, 2 herbergi, baðher-
bergi og svefnloft, samtals um 70 ferm.
Rafmagn/kalt vatn. Nýtt parket. Nánari
uppl. á skrifst.
GRÍMSNES Nýkominn í sölu falleg-
ur um 50 fm sumarbústaður í landi
Hraunkots, Hraunborgum. Stór verönd.
Verðtilboð.