Morgunblaðið - 18.05.1999, Síða 30
30 C ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999
JL
MORGUNBLAÐIÐ
Ný viðhorf í hús-
næðismálum
MARGT í samtíma okkar ber því
vitni að við lifum nú aldahvörf. Fyr-
ir utan hin augljósu aldamót og ár-
þúsundaskipti, eftir aðeins rúm þrjú
misseri, líta margir svo á, að tuttug-
ustu öldinni „hinni skömmu“ sem
hafíst hafi 1914, hafi í rauninni lokið
árið 1989 við hrun harðstjómarríkja
Mið- og Austur-Evrópu.
Við virðumst lifa á tímum sem
eru eftirhreytur annars tíma, og vit-
um ekki enn hvað bíður á einhverj-
um nýjum tíma, forskeytið „póst“
(,,eftir“) er mikið notað, talað er um
„póst-módemisma“ og t.d. innan
velferðarrannsókna tala menn um
svonefndan „póst-Fordisma“, þ.e.
þann tíma þegar færibönd og skipu-
lag fjöldaframleiðslu að hætti
Henrys gamla Fords hafa runnið
skeið sitt á enda sem meginregla í
iðnaðarframleiðslu.
Um áratugi hefur tímatal manna
í allri þjóðfélagsumræðu, ekki síst
um félagsmál, hafist við lok síðari
heimsstyrjaldarinnar og tímaskeið-
ið kallast „eftirstríðstíminn". í hús-
næðismálunum, hefur þetta verið
mjög svo áberandi, tímatalið hefur
þar að mörgu leyti hafist með
þeirri velmegunarbyltingu sem
hófst um og eftir stríðslokin 1945.
Eg held hins vegar að nú í dag fari
það ekki á milli mála að „eftir-
stríðstímanum" er endanlega lokið
og kannski er enn óljóst hvað tekur
við, það verður þó örugglega eitt-
hvað með forskeytinu „póst“ fyrir
framan.
Valtasti velferðarstólpinn
Talið er að hið vestræna velferð-
arþjóðfélag eftirstríðsáranna hafi
náð hápunkti útþenslu sinnar um
1975, þrjátíu árum eftir stríðslokin;
það hafi verið olíukreppan mikla
1973 sem hafi markað upphaf þess
að hin kratíska velferðarbylgja
byrjaði að fjara út.
Það er dálítið misjafnt milli ólíkra
málaflokka hversu miðlægir þeir
hafa verið í velferðarþróuninni,
þannig eru sjúkratryggingar og líf-
eyrismál í flestum löndum megin-
þáttur í velferðarkerfinu, húsnæðis-
mál hafa hins vegar í mörgum lönd-
um haft jaðarstöðu sem velferðar-
þáttur. Norskur stjórnmálafræðing-
ur, Ulf Torgersen, hefur lýst þessu
vel með því að auðkenna húsnæðis-
kerfið sem „valtasta stólpa velferð-
arþjóðfélagsins".
Hér á Islandi hefur jaðarstaða
húsnæðisþáttarins í velferðarþjóð-
félaginu verið sérstaklega áber-
andi, það var eiginlega fyrst á ár-
unum upp úr 1980 og ekki af krafti
fyrr en seint á síðasta áratug að
uppbygging húsnæðiskerfis með
skandinavísku velferðaryfirbragði
hófst hér á landi. A þeim tíma hafði
Thateherisminn og nýfrjálshyggj-
an hafist til valda sem leiðandi hug-
myndafræði hins vestræna heims,
en sú stefna hóf einmitt sigur-
göngu sína með einkavæðingu
stórs hluta félagslega húsnæðis-
kerfisins í Bretlandi.
Innan íslenska húsnæðiskerfis-
ins gætti útþenslu ríkisafskipta í
húsnæðismálum í rauninni aðeins í
stuttan tíma, hin mikla aukning
ríkisumsvifa kringum 1990 innan
húsnæðislánakerfisins er nú þegar
farin að hjaðna. A Islandi ein-
kenndust húsnæðismál á eftir-
stríðstímanum mest af öflugri
sjálsbjargarstefnu sem fæddi af
sér hina sérstöku íslensku séreign-
arstefnu.
Hér á landi voru það ýmis samfé-
lagsöfl, fjölskyldan, byggingarsam-
Jón Rúnar Sveinsson.
*
A næstu misserum
blasir við það mikil-
væga verkefni að
styrkja leigumarkað-
inn, segir Jón Rúnar
Sveinsson, félagsfræð-
ingur hjá íbúðalána-
sjóði, bæði félagslegan
á vegum sveitarfélag-
anna, fyrirtækja þeirra
og félagasamtaka og
ekki síður almennan
leigumarkað, sem rek-
inn væri á markaðs-
grundvelli.
vinnufélög og ættarsamfélagið sem
í rauninni leystu meginhluta hús-
næðisvandans, ríkisafskipti af hús-
næðismálum voru hér miklu minni
og komu miklu seinna til sögunnar
en í nálægum löndum.
Almennar áherslubreytingar
Sé litið yfir húsnæðismál hinna
þróuðu ríkja Vesturlanda, þar á
meðal hér á landi, þá blasir það við
að ýmsar helstu áherslur fyrri
stefnu eru mjög að breytast og
ýmsir nýir og áður óþekktir hlutir
að gera sig gildandi:
Horfið er frá almennum opinber-
um niðurgreiðslum og stuðningsað-
gerðum sem beinast að fjármögnun-
ar- og framleiðslustigi húsnæðisins,
jafnt „yfir alla línuna“, ef svo má
FRAMlTIÐIN
Söiumenn:
Óli Antonsson
Þorsteinn Broddason
Sveinbjörn Freyr sölustjóri
Ingibjörg Eggertsdóttir ritari
Kjartan Ragnars hrl.,
lögg. fasteignasali
Sími
Fax
Gsm
511 3030
511 3535
897 3030
NÓATÚNI 17, - 105 REYKJAVÍK
Opid: Virka daga frá kl. 9-18. Sunnudaga frá kl. 12-14.
Einb., Raðh., Parh.
MOSFELLSBÆR - EIN-
BÝLI/SKIPTI Enmn með kaupanda
að góöu ca 130-200 fm einbýli i Mos. í
skiptum fyrir 110 fm sérbýli í Grafarvogi.
Erum með kaupanda að góðu einbýli
m/4 svh. VESTAN Vesturlandsvegar í
Mos. i skiptum fyrir nýlega 4ra herb. íb.
m/bílsk. i Mos.
Erum með kaupanda sem leitar eftir
einbýli AUSTAN Vesturlandsvegar í
skiptum fyrir vandað 110 fm raðh.
m/bilskúr (Mos.
4-6 herb. íbúðir
VEGHUS - MEÐ BILSKUR Ný i
einkasölu 115 fm íbúð á 2. hæð með 29 fm
bílskúr. Þvottah. innan íb. Stórar SVsvalir.
Verð aðeins 10,5 millj. Áh v. 3,8 millj. Bygg-
sj. 35779
BARRHOLT - MOS. Roskið
fólk í 150 fm húsi leitar eftir góðri ný-
legri fb. á jarðhæð eða lyftuhúsi í skipt-
um fyrir húsið sitt.
Leitum eftir góðu einbýli í Mos. í skipt-
um fyrir glæsilega 130 fm íbúð i lyftu-
húsi.
ASVALLAGATA - BIL-
SKÚR Nýkomin í sölu 4-5 herb.
íbúð uþb. 95 fm Ibúðin er á 2 hæðum,
kj. og hæð í tvíbýlishúsi og hefur verið
talsv. endumýjuð; m.a. gluggar, gler,
rafmagn, ofnar og lagnir. Biiskúr. Fal-
legur lokaður garður bakatil og einnig
fyrir framan. Verð 8,2 millj. Ahv. 3,7
millj. húsbr.
LÆKJARSMARI MEÐ BIL-
SKYLI Vorum að fá í einkasölu 82
fm íbúð á jarðhæð á þessum vinsæla
stað með stæði í bílskýli. Góö eld-
húsinnrétting með vönduðum tækjum
og góðum borðkrók með glugga.
Baðherb. flísal. í hólf og gólf. Þvottah.
innan fb. SKIPTI Á STÆRRI EIGN MEÐ
BÍLSKÚR ATHUGANDI. 36473
í smíðum
KLUKKURIMI Á góðum stað
innst í botnlanga, fokhelt 170 fm hús
með innb. stórum bílskúr, fullbúið ut-
an. Teikningar á skrifstofunní. Verð
11,5 millj. Áhv. 7,5 millj. húsbr. til 40
ára. Húsið er til afh. fljótlega.
FAXATUN - GBÆ Vorum að fá
í einkasölu 120 fm einbýli með u.þ.b.
70 fm bílskúr.
ESJUGRUND - TVÆR IBUÐ-
IR Vorum að fá í sölu 265 fm raðhús á 3
hæðum með tvöföldum bílskúr. Glæsilegt
útsýni. 2ja herb. íbúð með sérinng. á jarðh.
Stórar stofur önnur þeirra með arni. Stórt
eldhús með vandaöri eikarinnr. Verð 13,7
millj. Áhv. 6,4 millj.
MOFELLSDALUR - ÚTSÝNI
Einbýlishús á tæpl. 6000 fm grónu landi og
stendur hátt, sér vlða yfir. I húsinu eru þrjú
svh., góðar innréttingar, náttúrufegurð.
Verð 13,5 millj. Áhv. 7,3 millj. Sa
mvinnusj. EKKERT GREIÐSLUMAT. Ath.
sklpti.
FANNAFOLD M/BILSKÚR
Gullfalleg 110 fm endaibúð með sérinn-
gangi af svölum á 2. hæð. 3 rúmgóð svh.
vandaðar innréttingar og gólfefni. Þvh. í
búð. Stórar vestursvalir. Góður bílskúr.
Áhv. Byggsj. rik. 5 millj. EIGNIN ER
BOÐIN í SKIPTUM FYRIR 4-5 HERB.
SÉRBÝLI M/B(LSKÚR I FOLD-
UM/HÖMRUM.
ÆSUFELL Nýkomin í sölu 5 herb. 105
fm endaíbúð. Eldhús m. nýl. innr., rúmgóð-
ar stofur, parket á gólfum. Verð aðeins
7,9 millj.
3ja herb. íbúðir
BERJARIMI - BILSKYLI Mjög
góð 86 fm (búð með 32 fm bílskýli á 3.
hæð (efstu) I góðu húsi. Þvottaherb. innan
íb.. Glæsileg eldhúsinnr. Parket á herb.
Falleg innr. á baði með halogen. Verð 8,8
áhv. 3,1 millj. húsbr. 36765
NÝBÝLAVEGUR - ÚTSÝNI vor
um að fá (sölu 76 fm íbúð á efri hæð I fjór-
býlishúsi. Parket á stofu, þvottah. innan
íb., stórar svalir. Ver ö 7,6 millj. Áhv. 5,5
millj. húsbr. 33909
MOSFELLSBÆR - BYGGSJ.
Stór og góð 114 fm Ib. á 3ju hæð í fjölb.
Mikið útsýni. Verð 8,8 millj. Áhv. Byggsj.
5,3 millj. Greiðslubyrði aðeins 27 þús. á
mán.
2ja herb.íbúðir
FRAMNESVEGUR 2ja herb.
jarðhæð u.þ.b. 60 fm ásamt 10 fm úti-
geymslu. Nýl. raf- og hitalagnir. Nýlegt á
baði. Sérinngangur. Verð 6,2 millj. áhv.
2,8 millj. húsbr.
SELÁS Mjög góð tæpl. 60 fm íbúð á 1.
hæð. FKsar og parket á gólfum. Verð 5,2
millj. Áhv. 3,0 millj.
BAKKASTAÐIR - EINBYLI Er-
um með 200 fm einbýli á einni hæð með 33
fm innb. bílskúr. Fjögur rúmgóð svefnher-
bergi. Framúrskarandi fyrirkomulag. H úsið
afhendist fullbúið að utan og fokhelt að
innan. Aliar nánari uppl. á skrifst. 33707
VÆTTABORGIR - PARHÚS
Bráðskemmtilega hönnuð 166 fm hús á
tveimur hæðum með innb. bílskúr. Á neðri
hæð er anddyri, 3 svh. þvh. og geymsla
auk bílskúrs. Uppi eru eldhús og stórar
stofur með ami og útg. á stórar þaksvalir.
Húsin afh. fokh. innan tilb. u. málningu ut-
an. Verð frá 11,0 millj.
ATVINNUHUSNÆÐI
MIÐHRAUN 22, GARÐABÆ
Glæsilegt atvinnuhúsnæði ( nýbyggingu.
Endabil 417 fm við fjölfarin gatnamót.
Hentar undir hverskyns atvinnustarfsemi.
Stórar innkeysludyr, gnótt bilastæða.
Verð 25 millj.
KRÓKHÁLS - NÝTT Glæsilegt
atvinnuhúsnæði að Krókhálsi 5 í Reykja-
vík til afhendingar í vor. Innkeyrsludyr á
jarðhæð að norðanverðu en á 3ju hæð að
sunnanverðu. Lofthæð 4,5-6,0 m.
Aðkoma er bæði frá Krókhálsi og Jám-
hálsi og afar rúmt I kring. Hentar fyrir
verslun og hvers kyns þjónustutengda
starfsemi. Selst í heild sinni eða hlutum
frá 500-5000 fm 34785
FLUGUMYRI - IÐNAÐAR-
HÚSNÆÐI Iðnaðarhúsnæði með|
góðri lofthæð og stórum innkeyrsludyrum
266 fm alls. Jarðhæð er u.þ.b. 185 fm en
efri hæð skiptist í 40 fm (búð og 40 fm
lagerpláss. Áhv. langtímalán. Verð 8,5
mlllj.
DALVEGUR - MIKLIR
MÖGULEIKAR Endabil 265 fm
næst götu á Dalvegi 16-A ( Kópavogi.
Glæsilegt atvinnuhúsnæði á tveimur hæð-
um tilbúið til afhendingar. Verð 21 millj.
Morgunblaðið/Golli
segja. í staðinn fyrir þetta eru
komnir sértækir, tekjutengdir hús-
næðisstyrkir á neyslustigi sem
beinast að fjölskyldunum sjálfum,
en ekki að íbúðunum. Bæði vaxta-
bótakerfið og húsaleigubótakerfið
íslenska eru dæmi um þetta. Sér-
tækar aðgerðir eru mildu ódýrari
en almennar stuðningsaðgerðir,
sem að sjálfsögðu skýrir vinsældir
þeirra hjá flestum ríkisstjórnum.
Ríkisvaldið hefur hvarvetna ver-
ið að draga sig út úr fjármögnun
húsnæðismála jafnframt því sem
bankar hafa verið að eflast. Þróun-
in í Bretlandi er nokkuð dæmigerð.
Þar hafa gömlu, sérhæfðu lánsfé-
lögin, „Building Societies“, meira
og meira verið yfirtekin af bönkun-
um, sem eru komnir í harða sam-
keppni um húsnæðislánamarkað-
inn. Sumir bjóða lán er nema 120%
af matsverði íbúðanna og sam-
keppnin birtist í ýmsum tilbrigðum
af lánskjörum og alls konar auka-
tilboðum í tengslum við húsnæðis-
lánin.
Bretar hafa jafnvel stigið það
skref að félagslega íbúðakerfið, sem
þar er nú meira og meira í höndum
félagasamtaka í stað sveitarfélag-
anna áður, er að stórum hluta fjár-
magnað með upptöku lána á alþjóð-
legum fjármagnsmarkaði. Meira að
segja hér á landi eru bankarnir,
sem kunnugt er, farnir að láta veru-
lega til sín taka á húsnæðislána-
markaðnum.
Þess gætir nú víða um heim að
ábyrgð á framkvæmd húsnæðis-
stefnunnar er færast frá hinu mið-
læga ríkisvaldi til lægra stjóm-
sýslustigs. í sambandsríkjum eins
og Kanada og Þýskalandi em hús-
næðismál nú eingöngu á könnu ein-
stakra sambandsríkja og fylkja og
taka má dæmi af Spáni þar sem
stjóm Katalóníu meir og meir stýrir
sínum húsnæðismálum, sama á við
um Skotland og Wales innan breska
ríkjasambandsins.
Hér á íslandi sjáum við sömu til-
hneigingn í aukinni ábyrgð sveitar-
félaga samkvæmt nýju húsnæðis-
löggjöfinni sem tók gildi um síðustu
áramót. Það ýtir undir þessa þróun
að fyrst á allra síðustu árum hafa
við sameiningu sveitarfélaga orðið
til nógu stórar stjómsýslueiningar
til þess að geta framkvæmt virka
húsnæðistefnu í hverju einstöku
byggðarlagi.
Þá er það áberandi, að í það
minnsta evrópskar ríkisstjórnir
beina sjónum æ meir að borgar- og
skipulagsmálum, jafnframt því sem
umhverfismál og umhverfisvænar
íbúðabyggingar em mjög mikið á
döfinni. Þessar nýju áherslur koma
í rauninni í stað fyrri áherslna á
fjármögnun og framleiðslu sem
flestra nýrra íbúða. Dæmi um þessa
áherslubreytingu mátti nýlega sjá
þegar frændur vorir Danir breyttu
nafni ráðuneytis húsnæðismála úr
„húsnæðismálaráðuneytið" í „borg-
ar- og húsnæðismálaráðuneytið."
Húsnæðismál em víðast að verða