Morgunblaðið - 23.05.1999, Blaðsíða 10
10 E SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
r
Þjónustufulltrúi
STARFSSVIÐ
► Almenn ráðgjöf ogsalaífiármálum
► Kynning til einstaklinga á þeirrí þjónustu sem
fyrirtækið býður upp á
HÆFNISKRÖFUR
► Framúrskarandi þjónustulund
► Ski puiagshæfilei kar
► Hæfni í mannlegum samskiptum
► Að geta unnið sjálfstætt sem og í hóp
Stórt og traust fjármálafyrirtæki leitar að
þjónustufulltrúa í útibú sitt á
höfuðborgarsvæðinu.
Fyrirtækið er umfangsmikið á
fiármálamarkaðinum og býður upp á góða
vinnuaðstöðu þar sem góður og líHegur
starfsandi rikir. Fyrirtækið leggur mikið upp
úr að veita framúrskarandi þjónustu og
umhyggja fyrir viðskiptavinum er ávallt höfð
að leiðarljósi. Lögð verður áhersla á að þjálfa
réttan aðila í starfið.
Nánari upplýsingar veitir Hilmar G. Hjaltason eða
Jensína K. Böðvarsdóttir hjá Gallup. Umsókn ásamt
mynd þarfað berast Ráðningarþjónustu Gallupjýrir
mánudaginn 31. maí n.k. - merkt „Þjónustufulltrúi -
17427“.
GALLUP
RÁÐNINGARÞJÓNUSTA
Smiöjuvegi 72, 200 Kópavogi
Sfmi: 540 1000 Fax: 564 4166
Netfang: r a d n I n g a r ® g a 11 u p . I s
rm SECURITAS
SECURITAS
ÖRYGGISGÆSLUDEILD
Securitas er leiðandi fyrirtæki
á sviði rœstinga, öryggisgœslu
og öryggiskerfa, með alls um
560 starfsmenn
Hjá öryggisgæsludeild starfa um 100 starfsmenn við öryggisgœslu. Starfsmenn deildarinnar sinna
staðbundinni gœslu, farandgæslu, verðmœtaflutningum og rýrnunareftirliti ásamt margvíslegum sérverkefnum.
Þeir eru sérþjálfaðir ífyrirbyggjandi eftirliti og að bregðast við hvers konar neyðartilvikum.
Öryggisverðir
í boði er:
Áhersla á:
Umsóknir:
Vegna aukinna verkefna getum við bætt við öryggisvörðum í sumar með möguleika
á áframhaldandi ráðningu. Störf í farandgæslu henta sérstaklega fyrir aldurinn
20 - 30 ára, og störf í staðbundinni öryggisgæslu geta hentað þeim sem eru á aldrinum
30 - 60 ára. Starfsferill öryggisvarðar hefst með námskeiði í öryggismálum,
skyndihjálp og eldvörnum.
Umsækjendur þurfa að geta axlað ábyrgð, unnið sjálfstætt, vera vel agaðir og
skipulagðir. Ahersla er lögð á lipurð í mannlegum samskiptum, snyrtimennsku og
ríka þjónustulund. Hreint sakavottorð, bílpróf og almennt flekklaus ferill er skilyrði.
Umsóknareyðublöð fást hjá Ernu Guðmundsdóttur, starfsmannastjóra, Síðumúla 23,
næstu daga. Skrifstofan er opin kl. 9-17.
Hveragerðisbær
Leikskólakennarar
óskast
Leikskólakennararóskast við leikskólann Óska-
land frá 1. september nk. og við leikskólann
Undraland frá 1. ágúst nk.
Óskaland er lítill tvískiptur einnar deildar leik-
skóli. Þar er unnið samkvæmt stefnu Loris
Malaguzzi frá Reggio Emilia ásamt heilsubók
barnsins.
Undraland er þriggja deilda, blandaður leik-
skóli með bæði heils- og hálfsdagsvistun. Þar
er unnið samkvæmt stefnu Loris Malaguzzi
frá Reggio Emilia. Tónlistarstarf er líflegt við
báða leikskólana.
Umsóknum skal skilað fyrir 15. júní nk. á skrif-
stofu bæjarins.
Nánari upplýsingar veita leikskólastjórar Gunn-
vör Kolbeinsdóttir í síma 483 4139 og Sesselja
Ólafsdóttir í síma 483 4234.
Hjúkrunarfræðingar
og sjúkraþjálfarar
Á Heilbrigðisstofnun Hornafjarðar er laus hluta
staða hjúkrunarfræðings á heilsugæslu.
Einnig vantar sjúkraþjálfara til starfa. Ný og
glæsileg sjúkraþjálfunaraðstaða vartekin í
notkun sl. haust. Fyrir er starfandi sjúkraþjálfari
í 50% starfi.
Upplýsingar veita Guðrún J. Jónsdóttir hjúkr-
unarforstjóri í síma 478 1021/478 1400 og
Tryggvi Þórhallsson framkvæmdastjóri í síma
470 8000.
Heilbrigðis-og öldrunarþjónusta er rekin af
sveitarfélaginu sem reynsluverkefni sam-
kvæmt sérstökum þjónustusamningi við ríkið.
23 maí 1999,
Bæjarstjóri Hornafjarðar.
ss.
/jjiA Isí-::F ái»\ i:r /iiíwQv
® 'k' í! itb
A L Þ I Ní G I
Net- og kerfisstjóri
óskast
Laus er til umsóknar staða kerfisstjóra við tölvu-
deild sem er innan upplýsinga- og tæknisviðs
skrifstofunnar. Tölvudeild veitiralþingismönn-
um og starfsfólki skrifstofu Alþingis almenna
notendaþjónustu, sér um reksturtölvubúnað-
ar, gerir tillögur um uppbyggingu kerfa og ann-
ast framkvæmdir við hug- og vélbúnað.
í boði er líflegt og skemmtilegt starf í nútíma-
legu tölvuumhverfi þarsem gerðareru miklar
kröfur umtæknilega kunnáttu, áreiðanleika og
framsýni. Leitað er að einstaklingi sem hefur
ánægju af þjónustustörfum, á auðvelt með að
umgangast fólk og nýtur sín vel í samstarfi við
aðra. Hér er um að ræða ákjósanlegt starfstæki-
færi fýrir metnaðarfullan net- og kerfisstjóra.
Kerfisstjóri hefur í samstarfi við aðra starfsmenn
tölvudeildar, umsjón með rekstri, viðhaldi og
uppsetningu NT þjónustustöðva, einkatölva,
prentara og alls annars tölvubúnaðar sem skrif-
stofa Alþingis á og rekur og stýrir vinnslu þeirra.
í því felst m.a. viðhald og umsjón ýmis konar
kerfisgagnasafna s.s. notendaskráa o.fl. Jafn-
framt gerir kerfisstjóri tillögur um framtíðarupp-
byggingu sömu kerfa. Áskilin er reynsla við sam-
bærileg verkefni og þekking á MS Win95, MS
NT og Unix stýrikerfum.
Staðan er laus skv. samkomulagi og launakjör
eru skv. kjarasamningi Félags starfsmanna
Alþingis. Þau geta tekið mið af hæfni og
frammistöðu starfsmanns.
Nánari upplýsingar veitir Haukur Arnþórsson
forstöðumaður upplýsinga- og tæknisviðs í
síma 563 0651.
Umsóknum með starfságripi og öðrum gögnum
skal skila til rekstrarskrifstofu Alþingis, Kirkju-
stræti 10,150 Reykjavík, eigi síðar en 7. júní 1999
merktar: „Kerfisstjóri".
Öllum umsóknum verður svarað.
Starfsfólk
í áhafnadeild
Cargolux Airlines international S.A.
Vegna hraðvaxandi umsvifa hjá fyrirtækinu
leitum við að starfsfólki í áhafnaskrá (Crew
scheduling) í Lúxemborg.
Starfssvið:
• Skipulagning og undirbúningur áhafnaskrár
félagsins.
Menntun og hæfniskröfur:
• Stúdentspróf eða önnur sambærileg mennt-
un.
• Mjög góð enskukunnátta í rituðu og töluðu
máli. Frönsku og/eða þýskukunnátta er æski-
leg.
• Góð almenn tölvukunnátta.
• Þekking á áhafnaskipulagningu flugfélaga.
• Þekking á ferðaáætlunum flugfélaga (time
tables).
• Góðir samskiptahæfileikar.
• Útsjónarsemi og skipulagsgáfur.
Góð laun og hlunnindi eru í boði.
Umsóknir sendist til:
Director of Human Resources Department,
Cargolux Airlines International S.A.,
Luxembourg Airport,
L-2990 Luxembourg,
Grand Duchy of Luxemborg.