Morgunblaðið - 23.05.1999, Síða 24
24 E SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
HAFÐI gaman af Stjörnustríði í gamla daga; Neeson í hlutverki sínu í Fyrsta hlutanum. MEÐ Natalie Portman, Jake Lloyd og Ewan McGregor í Stjörnustríðsmyndinni.
LIAM Neeson er frá
Ballymena á Norður-ír-
landi. Hann tilheyrði kaþ-
ólskum minnihluta á
svæði þar sem mótmælendur voru
fjölmennir og lagði fyiir sig box
ungur. Hann stóð sig bærilega þar
til hann lenti í slæmum bardaga
fimmtán ára gamall og var laminn
óþyrmilega. Þá hætti hann. Hann
hóf nám í kennaraháskóla en var
gripinn glóðvolgur við prófsvindl.
Hann varð að hugsa það upp á nýtt
hvemig hann ætlaði að verja lífinu
og fékk áhuga á leiklist. Hann lék
bæði í Belfast og Dublin og fékk
sitt fyrsta hlutverk í bíómyndum
fimm árum síðar þegar John
Boorman fékk honum hlutverk í
riddarasögu sinni, „Excahbur“ árið
1981.
Litríkur ferill
Neeson á litríkan feril að baki og
er einn af fáum leikurum í dag sem
tekst að halda sér nokkum veginn
fríum frá því að endurtaka sig í
sömu rullunni. Hann hefur leikið
með fjöldanum öllum af athyglis-
verðum leikstjóram og myndir
hans era orðnar margar á tveimur
áratugum; Andrei Konsjalovskí
stýrði honum í „Duet for One“,
Roland Joffé í Trúboðinu þar sem
hann lék á móti Robert De Niro og
Jeremy Irons, Peter Yates í „Su-
spect“, Leonard Nimoy í „The
Good Mother“, Sam Raimi í „Dark-
man“, fyrstu myndinni sem vakti
veralega athygli á leikaranum, og
loks lék hann fyrir Woody Allen í
Eiginmönnum og eiginkonum.
Eftir að hann fór með titilhlut-
verkið fyrir Steven Spielberg í
Lista Schindlers urðu myndimar
stærri og tilkomumeiri eins og
„Michael Collins" og „Rob Roy“ og
Vesalingarnir en fáar verða líklega
stærri á hans ferli en Stjömu-
stríðsmyndin, sem byrjaði fyrir
skemmstu í Bandaríkjunum.
Bandaríska kvikmyndatímaritið
Movieline tók nýlega viðtal við
Neeson í tilefni framsýningar á
stórmynd þeirri og ræddi við hann
um samstarfið við leikstjórann Ge-
orge Lucas og vítt og breitt um
kvikmyndagerðina. Er forvitnilegt
að skoða hvað hann hefur að segja
um reynslu sína af að vinna við
þetta mikla fyrirbæri og margt
annað sem á daga hans hefur drif-
ið.
Neeson segist hafa verið mikill
aðdáandi Stjörnustríðs þegar hún
var fyrst framsýnd í Belfast.
Hann var þá rétt skriðinn yfir tví-
tugt og „ég man vel þegar ég fór
að sjá hana inni á svæði mótmæl-
enda þar sem sprangið hafði
sprengja tveimur dögum áður.
Þar var allt morandi í lögreglu- og
hermönnum en bíóið var opið. Mér
fannst myndin stórkostleg. Eg hef
mikið dálæti á goðsögninni um Ar-
túr konung og þama var komin
eins konar túlkun á goðsögnun-
um.“
íri í Stjörnustríði
*
Irski leikarinn Liam Neeson hefur farið með hin fjölbreytileg-
ustu hlutverk á sínum ferli, segir Arnaldur Indriðason.
Hann varð frægur þegar hann lék Oskar Schindler í Lista
Schindlers en núna er búið að frumsýna fyrsta hluta nýja
Stjörnustríðsbálksins þar sem hann fer með eitt aðalhlutverk-
Tracy og Duvall í uppáhaldi
Neeson verður í annarri bíó-
mynd þetta sumar sem heitir „The
Haunting of Hill House“ eða
Draugagangur í Heiðargerði og er
leikstýrt af hollenska kvikmynda-
tökumanninum Jan De Bont, sem
orðinn er einn fremsti hasar-
myndaleikstjórinn í Hollywood.
Neeson vann áður með honum þeg-
ar De Bont var myndatökumaður
og hefur ekkert nema gott um hinn
skapbráða leikstjóra að segja. Hin
myndin er með Söndra Bullock og
heitir „Gun Shy“.
Neeson hefur sagt að leikstjórar
séu allir fasistar inni við beinið en
dregur nokkuð úr því í Movieline
viðtalinu. „Eg held að þeir séu bún-
ir gríðarlegu sjálfsáliti. Þannig er
það bara. Eg á í hatur/ástarsam-
bandi við leikstjóra innra með
mér.“ Þegar hann er spurður um
uppáhaldsleikara sína og og hvaða
myndir þeirra hann heldur upp á
segir hann: ,gUlt með Spencer
Tracy. Fonda. Allt sem Bobby Du-
vall gerir. Ég gæti horft á hann
lesa símaskrána. Tom Hanks.
Walter Matthau. Philippe Noiret.
Gerard Depardieu.“ Þá kemur
einnig fram að hann er talsverður
aðdáandi harðhaussins Steven
Seagals.
Skömmu áður en Neeson lék í
Lista Schindlers leit hann svo á að
hann hefði náð botninum í kvik-
myndagerðinni og ákvað
að taka sér hlé frá kvik-
myndunum til þess að
reyna við leiksviðið aftur
og segir eiginkona hans,
leikkonan Natasha Ric-
hardson, að það hafi
breytt lífi hans. Hann
segist alltaf hafa haft hug
á að leika í leikhúsum og
setti í upphafi markið á
bitastæð hlutverk í
Shakespeare-leikritum
áður en kvikmyndimar
gleyptu hann; helst
dreymdi hann um að
leika Jagó í Óþelló.
„Ég bjó þá í Los Ang-
eles og hafði leikið í
þessari mynd, „Leap of
Faith“ með Steve Mart-
in. Steve var ágætur og myndin
ekki vond en mér leið ekkert of
vel. Ég hugsaði með sjálfum mér
að ég gæti ekki haldið áfram að
leika í svona myndum og líða illa
út af því. Ég hafði búið í Los Ang-
eles í fimm ár og mér fannst kom-
inn tími til að snúa aftur í leikhúsið
þar sem ég byrjaði. Natasha bauð
mér að leika á móti sér í Anna
Christie í London og mér fannst
það svo miklu betra en sumar af
þessum hálfvitalegu myndum sem
ég hafði leikið í. A meðan á sýning-
um stóð hringdi Spielberg í mig og
spurði hvort ég vildi leika í Lista
Schindlers."
Þar með var Neeson horfinn af
sviðinu á ný og er núna að finna í
„stjörnukerfi langt, langt í fjarska“.
anna, leikur Jedimeistarann Qui-Gon Jinn.
eins og hann í Stjörnustríði, Fyrsta
hluta, og sendi menn út af örkinni
til þess að vita hvað hæft væri í því.
Hann fékk boð um að hitta Lucas á
fundi. Þeir vora báðir í London á
sama tíma og áttu fund ásamt
framleiðanda Lucasar, Rick
McCallum. „Það eina sem við töl-
uðum um á þessum fundi var
bamauppeldi. George mælti með
bók fyrir mig um efnið og svo var
það búið,“ segir Neeson. Þeir
ræddu ekkert um myndina sjálfa
og Neeson hafði ekki lesið handrit-
ið. „I lok fundarins sagði ég við
hann að ef hann héldi að það væri
eitthvað fyrir mig að gera í mynd-
inni hefði ég mikla ánægju af að
taka þátt.“ Honum var fljótlega
boðið hlutverkið.
Shimura ein fyrirmyndin
Neeson var aðeins hrifinn af
fyrstu myndinni og fannst leikstjór-
anum George Lucas takast að
skapa trúverðuga veröld með
tæknilegum úrlausnum og hann
segir að það hafi haft talsverð áhrif
á þá ákvörðun sína að leika í íyrsta
hluta nýja bálksins, að Lucas ætlaði
sjálfur að leikstýra honum. „“Amer-
ican Graffity“ er ein af helstu mynd-
um bandarísku kvikmyndasögunn-
ar,“ segir Neeson og er ekki að
skafa utan af því. Hann segist skilja
vel þær gríðarlegu vinsældir sem
Stjömustríðsmyndimar hafa notið
og að þær höfði til áhorfenda ekki
ósvipað og vestrar John Fords á
sínum tíma. „Þessar myndir hjálpa
okkur til þess að skilja tilvera okkar
hér á jörðinni, hvort til era yfirskil-
vitleg öfl, Guð eða Búddha. George
og nokkrir af bestu leikstjóram
okkar tíma túlka slíkar spurningar
lyrir áhorfendur. Það er hluti af
skýringunni á því hvers vegna
Stjömustríð er svona vinsælt. Sag-
an höfðar til undirmeðvitundarinn-
ar sem við öll eigum sameiginlega.“
Uppáhaldspersóna Neesons í
gamla stjömustríðsbálknum er Obi-
Wan Kenobi og leikarinn talar um
hversu frábærlega Alec Guinness
lék hann á sínum tíma. Hann segir
sumt sameiginlegt með Kenobi og
AÁ TALI við eitt af furðu-
dýrum Lucasar í Stjörnu-
stríðsmyndinni.
►FÉKK nóg af Holly wood
og sneri heim aftur;
Neeson.
þeirri persónu sem hann leikur, þeir
era báðir Jedar, meistarar andans.
Takashi Shimura í Sjö samúræjum
eftir Akira Kurosawa var ein af fýr-
irmyndum Neesons þegar hann lék
Jedimeistrann Qui-Gon Jinn. Gu-
inness hefur að sjálfsögðu verið það
einnig. Gon Jinn er 400 ára gamall
„sé mið tekið af afstæðiskenningu
Einsteins og því öllu saman“ og
kemur Anakin geimgengli, verðandi
Svarthöfða, til hjálpar ásamt Ken-
obi, sem er ungur að áram og leik-
inn af Ewan McGregor. „í „Michael
Collins" barðist ég fyrir Lýðveldið.
I Stjömustríðsmyndinni berst ég á
ný fýrir Lýðveldið. Það er mér al-
veg sérstakur heiður.“
Neeson heyrði af því að kannski
gæti verið hlutverk fyrir einhvern