Morgunblaðið - 26.05.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.05.1999, Blaðsíða 26
Eurovision-söngvakeppnin verðvr haldin 29. maí Morgunblaöið/Ásdís í maganum Selma varó heldur hissa í fyrstu þegar hún var beðin um aö taka þátt í Eurovision-söngvakeppninni, og þurfti aðeins aö hugsa máliö. Hildur Loftsdóttir hitti söngkonuna sem kýldi „áða’.“ sraelsferö Selmu Björns- dóttur og Þorvaldar Bjarna tekur viku. Hópurinn sem er meö þeim f för er stór, enda margir sem koma aö undirbúningi og þátttöku í keþþninni; dansarar, bakradd- ir, fuiltrúar Sjónvarþsins, Skíf- unnar, blaðamenn og blaöa- fulltrúar. „Pabbi kemur líka meö og systir mín, kærastinn minn og besta vinkona mín líka," segir Selma. „Þetta er rosa góöur hópur og viö eigum eftir aö skemmta okkur frá- bærlega vel." - Svo þú ert farin aö hlakka til? „Já, alveg heilan helling. Þetta veröur fyrst og fremst rosalega skemmtilegt og nóg aö gera allan tímann. Daginn eftir aö við komum veröur tekiö á móti okkur meö stórri veislu, svo æfum viö þrisvar eöa fjór- um sinnum, en bara hálftíma í senn. Við höfum líka frían tíma og ætlum í skoöunarferðir. Mig langar að sjá Dauöa hafið, Grátmúrinn og fara leiöina sem Jesús gekk. Viö höldum einn blaðamannafund og svo ætlar ræöismaður íslands í ísrael að halda 200 manna veislu fyrir okkur. Þetta verður rosa stuö." PALLI RUDDI BRAUTINA - Hefuröu leitaö ráöa hjá Páii Óskari? „Já, ég fór í heimsókn til Palla og hann gaf mér fullt af góöum ráöum, sýndi mér kynningarmöþpur ýmissa keppenda, lánaöi mér mynd- bönd og fleira. Hann sýndi mér tímarit sem Eurovision-aö- dáendaklúbbar gefa út, og í þeim er Palli mikil stjarna því hann var svo ferskur og öðru- vísi keþpandi. Ég vil meina aö keppnin hafi breyst eftir aö hann tók þátt. Hann ruddi brautina fyrir þaö aö nú þorir fólk að koma með miklu ný- tískulegri tónlist, og þaö var löngu oröiö tímabært." - Hefuröu sjálf veriö mikill aödáendi keppninnar? „Nei, en ég horfi alltaf á hana, svona eins og allir og finnst það mjög gaman." - Hvernig varö þér þá viö þegar þú varst beöin um aö taka þátt? „Ég varö hálfhissa, vissi ekkert hvaö ég átti aö segja, og sþuröi hvort ég mætti ekki hugsa máliö. Sem ég auövitað mátti. Ég horföi á keppnina í fyrra og fannst breska lagiö lang- best, enda varö þaö mjög vin- sælt. Þaö var uþ-beat danslag, og mér fannst mjög spennandi aö þannig stíll væri kominn inn í keppnina. Ég ræddi þaö viö Þorvald og vió ákváöum að hafa okkar framlag á þeim nót- unum. Þaö er hvort eð er sú tónlist sem viö höfum unniö saman hingað til. Þetta lag er kannski örlítið léttara, því vió uröum að taka það inn í málió aö viö fáum þrjár mínútur á sviöinu og lagið veröur aö grípa fólk á þeim tíma." „EINHVERJAR MARGAR MILUÓNIR" - Hvaö veröur skemmtilegast vi'0 aö taka þáttí keppninni? „Ég held aö þaö veröi skemmtilegast aö fá aö standa á þessu sviöi og syngja fyrir alla Evróþu. Ég er búin að sjá myndböndin frá öllum hinum keþpendunum, svo það verður mjög gaman að hitta þá og kynnast þeim. Ég hef frétt aö margir hafi eignast góöa vini í þessari keþpni. Það veröa allir f mót- tökuveislunni daginn eftir að við komum." - Hverju kvíöir þú fyrir? „Ég náttúrulega hlakka til og kvíöi líka fyrir aö koma fram. Ég hlakka til, en ég veit aö ég á eftir að vera stressuö. Ég kvíöi ekki fyrir neinu á nei- kvæðan hátt, ég er bara meö fiörildi f maganum." - Hvaö munu margir horfa á þig í sjónvarpinu? „Ég veit þaö ekki, einhverjar milljónir, einhverjar margar milljónir. Ég vil ekki vita það," segir Selma og hlær. GOTT AÐ VITA AÐ FÓLK HELDUR MEÐ MÉR Selma er meö heimasíöuna www.eurovision.is á Netinu. Þaöan kemst maöur inn á EuroActive og fleiri aðdáenda- síður, þar sem er verið að sþá hvaöa keþþendur lenda í efstu sætunum. Þaö er skemmtilegt aö sjá aó Selma er þar alls staöar meó þeim efstu og oft- ast í fyrsta sæti. - Hvaö finnst þér um þaö hversu góöu gengi þér er spáö? Setur þaö kannski auk- inn þrýsting á þig aö standa Þig? „Nei, mér finnst þaö ekki auka pressuna. Mér finnst þetta voða gaman og það er frábært ef fólk fílar lagiö. Þetta er bara takmarkaöur hópur fólks sem segir sitt álit og það á ekki eftir að hafa áhrif á hvernig úrslitin veröa. Þetta er svo mikiö lotterí. En það er peppandi aö vita aö þaö sé fólk sem heldur meö manni og trúir á þaö sem viö erum aö gera." - Titill lagsins All Out of Luck á ekki eftir aö hafa áhrif á gengi þitt í keppninni? „Ég vona ekki. Þessi lína var nefnilega mitt framlag til textans. En í honum segir aö maöur hafi ekki heþþnina með sér, ef maður gefst upþ, og það á auövitað ekki viö um 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.