Morgunblaðið - 26.05.1999, Blaðsíða 46
DR71M/1
Eftir loforðið -
After the Prosmise
t'87)
t ; Átakanleg mynd
sem endar vel,
byggð á sönnum atburðum frá
kreppuárunum í Kalifomíu. Trésmiður
(Mark Hamnon), missir konu sína frá
fjórum sonum og fyrir tilstilli sálar-
lausra yfirvalda missir hann forræði
þeirra líka. Berst fyrir því að ná þeim
aftur í átta ár. Gefur innsýn í hömi-
ungar kreppunnar, sérstaklega er
minnisstætt atriðið er Harmon smalar
saman drengjunum sínum af stofn-
unum í myndarlok, mismunandi ör-
kumluðum á sál og líkama. Sýn, 2.
júní.
Georgia ('95)
u Sterk kvikmyndahátíðarmynd
W um ólíkar systur og söngkonur.
Georgiu (Mare Winningham), gengur
allt í haginn, en litla systir (Jennifer
Jason Leigh) er raddlítil, ólagviss
knæpusöngkona á barmi glötunar.
Leikkonurnar standa sig óaðfinnan-
lega ítúlkun ástar/haturssambands
systranna, ekki síst hin vanmetna
Winningham. Sem hefur tæpast sést
síöan hún lék ljótu andarungana í
unglingamyndum Johns Hughes á
síðasta áratug. Stöð 2, 5. júní.
Hún er æði -
She's So Lovely ('97)
/ Herra og frú Penn - Sean og
W Robin Wright, leika hjón, sann-
kallaða ruglukolla og fyllibyttur í of-
análag. Hann lendir í fangelsi, hún
lætur renna af sér og kvænist herra
sléttum og felldum (John Travolta).
En viti menn, nóttin er ekki öll úti, sá
gamli sleppur úr fangelsi og Wright
hleypur aftur í fangið á honum. Und-
arleg mynd og óvitræn í alla staði.
Skyldu bandarískir rónar fá þúsund
dala tannhirðu vikulega frá féló? Svo
er að sjá af skjannabirtunni sem
leggur af tanngörðum frú Penn. Ann-
að á svipuðu róli. Penn ogTravolta
traustir að vanda. Stöð 2, 29. maí.
Heiðursmerkið -
The Red Badge Of Courage ('51)
iy Sígild, fáséð mynd frá meistara
w John Huston um ungan mann
(Audie Murphy), sem kallaður er í
her Norðanmanna í Þrælastríðinu.
Líst ekki á blikuna er á hólminn er
Frumsýningar
í sjónvarpi
komið en tekur um síðir á málum af
karlmennsku. Minnisstæð mynd um
eldskírn, þarsem Murphy, raunveru-
leg hetja úr seinna stríði (var mest
heiðraði hermaður Bandamanna),
tekst vel að koma tilfinningum nýlið-
ans til skila. Var ekki í aðra tíð betri
og Huston stjómar af öryggi og inn-
sæi. Sýn, 4. júní.
La Vie Privée ('61)
t Ástæðan fyrir tilveru þessarar
W frönsk-ítölsku gamanmyndar á
þessum síðum, er hlutdeild Brigitte
Bardot, Marcello Mastroiannis og
leikstjórans Louis Malle. Allt saman
mikið ágætisfólk og löngu komið í
tölu útvaldra í kvikmyndasögunni.
Kyntröllið leikur kvikmyndastjömu í
einhverri tilvistarkreppu. Annars situr
efnið ekki lengur skýrt í minni, hafði
maður ærið nóg með að dást að
barmi Brisíar. TNT, 7. júní.
Létttynda Rósa -
Rambling Rose ('91)
/ Titilpersónan (Laura Dem), er
W 19 ára, lausgyrt heimilishjálp
hjá siðavandri fjölskyldu í Suðurríkj-
unum á kreppuámnum. Gerir alla
stráka vitlausa í sér, reyndar heimil-
isföðurinn (Robert Duvall) líka og fær
pokann sinn. Sæt mynd og svolítið
kynþokkafull, minnisstæð fyrir þær
sakir að Dern og Diane Ladd (í hlut-
verki húsmóðurinnar), voru fyrstu
raunverulegu mæðgurnar sem hlutu
Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir hlið-
stæð hlutverk í sömu mynd. Sýn, 28.
maí.
Savage Messiah (72)
j, Ken Russell var umdeildur leik-
W stjóri sem gjarnan fór ótroðnar
slóðir en hafði löngum mætur á lista-
mannsævum sem viðfangsefni, Að
þessu sinni verður samband franska
málarans Henri Gaudier og hinnar
Pólsku Sophie Btzeska, fyri valinu,
Hún var 38, en hann tuttugu árum
yngri er þau kynntust. Sambúðin
stóð uns hann féll í fyrri heimsstyrj-
öidinni, sex árum síðar. Helen Mir-
ren, Peter Vaughan, ofl. góðir leikarar
koma við sögu í litnkri mynd sem
státar af mörgum einkennum leik-
stjórans en er ekki ein af hans bestu.
Dorothy Tutin og Scott Antony ekki
eftirminnileg í aðallhutverkunum.
TNT, 2. júní,
Maður á öllum öldum -
Being Human ('94)
/ Myndin sem gekk frá ferli
W skoska leikstjórans Bills For-
syth státar af Robin Williams í hlut-
verki fimm karla á mismunandi tíma-
skeiðum - frá steinöld til samtímans.
Stórieikarinn fær ekki borgið vondu
handriti. RÚV, 5. júní.
Og áfram hélt leikurinn -
And the Band Played On ('93)
jj Forvitnileg kapalmynd, ein sú
W fyrsta sem reyndi að taka á vá-
gestinum alnæmi og raunum sam-
kynhneigðra, af nokkrum drengskap.
Var sýnd á Kvikmyndahátíð, og A.I.,
gagnrýnandi Mbl., sagði myndina
stórbrotna lýsingu á aðstæðum og
fyrstu viðbrögðum við sjúkdómnum á
meðan engir vissu hvað var í uppsigl-
ingu. Með firna sterkum leikarahópi,
frá Richard Gere til Steve Martin.
Leikstjóri Roger Spottiswood. Bíórás-
in, 8. júní.
Stjarfur - The Stone Boy ('84)
i/. Ungur drengur verður bróður
W sínum óviljandi að bana og
dregur sig inní skel. Átakanleg en um
leið gefandi lýsing á gríðarlegum
vanda drengsins og fjölskyldunnar.
Allt leggst á eitt svo að úr verður vit-
ræn og eftirminnileg mynd; leikstjórn
Christophers Caine, leikur Glenn
Close, Roberts Duvall, Frederics
Forrest og ekki síst Wilfords Brimley í
hlutverki hins skilningsríka afa
drengsins. Stöð 2, 4. júní.
Tom og Viv - Tom and Viv ('94)
/ Tom er rithöfundurinn T.S.
W Elliot, Viv er aðalsmærin sem
laðast að skáldinu unga og óþekkta
og myndin fjallar um stormasamt
hjónaband þeirra. Lengst af plagað
af geðsjúkdómi konunnar. Willem
Dafoe og Miranda Richardson standa
sig vel í aðalhlutverkunum, sem eru
fjariæg og hol að innan frá hendi
handritshöfundar. Leikstjórn Brians
Gilberts er litlítil. Bíórásin, 7. júní.
QAMflNMYNDIR
Gift mafíunni -
Married To the Mob
í'88)
; jj Michelle Pfeiffer
W fer hressilega
með hlutverk ekkju mafíósa sem vill
losna úr glæpatengslunum með að-
stoð aulabárðarins Matthew Modine.
Skemmtilegt bófagrín frá þeim tíma
sem leikstjórinn Jonathan Demme
gerði hverja úrvalsmyndina á eftir
annarri. Pfeiffer, Modine, Dean
Stockwell og Mercedes Ruehl, fara
öll á kostum. Sýn, 25. maí.
Köttur í bóli bjarnar -
Excess Baggage ('97)
^ Alicia Silverstone og Benicio
7 Del Toro eru bæði glæsilegt
fólk og góðir leikarar en myndin er
hörmung um unga og ríka ungpíu
sem vill ná athygli pabba síns
(Christopher Walken). Setur eigið
mannrán á svið og allt fer í vaskinn.
Silverstone framleiddi, reynsluleysi
hennar á því sviði auðsætt. Stöð 2,
29. maí.
Vacation From Marriage ('45)
jj Bresk eftirstríðsárakómedía fær
W góða dóma hjá Halliwell, sem
segir hana reyndar ótrúverðuga en
fína afþreyingu. Deborah Kerr og Ro-
bert Donat leika hjón í andlausu
hjónabandi, örlítið framhjáhald á
stríðstímunum hleypir í það nýju
blóði. Athyglisverð hugvekja? TNT, 1.
júnf.
Peggy Sue giftist -
Peggy Sue Got Married. ('86)
jj Hin miðaldra Peggy Sue (Kat-
W hleen Turner), fær tækifæri í
gegnum tímaflakk að byrja uppá nýtt
eftir misheppnað hjónaband, þaðan
sem hún lagði upp fyrir 25 árum.
Aðlaðandi, yfirfull af Ijúfsárum og
tregablöndnum söknuði, fyndnum
kringumstæðum í bland við sterka
ástarsögu og fjöruga rokkara sem
setja hana í réttan gír. Turner fer á
slíkum kostum að það er erfitt fyrir
meðleikarana að fylgja henni eftir.
46