Morgunblaðið - 09.06.1999, Síða 16
■ Kmkmyndir
Endurspeglast þjóðarsálin í Lísu og Finnboga?
Perlur og suín
á þjóðhátíðar-
daginn
Aö kvöldi þjóöhátíóardags okkar ís-
lendinga mun Sjónvarpiö sýna kvik-
myndina Perlur og Svín eftir Óskar
Jónasson og af því tilefni ræddi
Eyrún Baldursdóttir viö höfundinn.
Um þessar mundir hefur
Óskar Jónasson í mörgu
aö snúast, hann er að
vinna að sjónvarpsleikriti,
föndra við handrit, gera upp
íbúöina sína og troða upp sem
skemmtikraftur. Þrátt fyrir að
geta ekki horft á myndina í
Sjónvarpinu 17. júní sökum
anna gaf hann sér tíma til
þess að svara spurningum
blaöamanns.
Telur þú aO boöskapur
myndarinnar tengist á ein-
hvern hátt þjóðhátíðardegin-
um?
„Ég á nú erfitt með aó sjá
tengingu þar á milli en ástæð-
an fyrir því aö myndin er sýnd
17. júní er líklega að á merkis-
dögum reynir Sjónvarpiö gjarn-
an að tjalda til íslensku efni.
Myndin fjallar auðvitað um ís-
lensku þjóðarsálina. Við ís-
lendingar erum svolítið að
braska með fjöreggiö og mynd-
in er einmitt um fólk sem er f
„matadorbisness" með ýmsa
hluti, þau Lísa og Finnbogi
kaupa hrörlegt bakarí sem er
ansi hæpið að geti gengiö."
Finnst þér það lýsa þjóð-
inni?
„Já, sumu fólki sem ég hef
kynnst."
Er nýja sjónvarpsieikritið
sem þú vinnur að kannski
framhald af lífi Lísu og Finn-
boga?
„Nei, í sjónvarpsleikritinu
kemur fram önnur hlið á
mannlífinu og ekki íslenska
þjóðarsálin eins og hún leggur
sig."
Hvað er eftirminniiegast við
gerð myndarinnar Perlur og
svín?
„Að koma um borð í Rússa-
togarann. Það var óhrjálegur
ryðdallur og lyktin í honum var
ólýsanleg, því miður náðist
hún ekki á filmu."
Var togarinn pantaður sér-
staklega hingað til iands fyrir
tökur myndarinnar?
„Nei þetta var algjör heppni.
Togarinn birtist hér viö land
viku fyrir tökur og okkur samd-
ist við þá um að fá að taka
myndir um borð. Við fengum
að hífa heilu farmana af
bíldruslum um borð og klessa
þær með látum. Rússunum
fannst þetta mjög spennandi
og fengu meira að segja að
leika í myndinni."
Ég frétti að þú hefðir fengið
Jón Svavarsson Ijósmyndara
Morgunblaðsins til að leika
Rússa."
„Já, hann tekur sig vel út
með loðhúfu.
Varstu ánægður með viðtök-
urnar sem myndin fékk?
„Já, hún fékk yfirleitt ágætis
viötökur og fína aðsókn enda
eru persónur myndarinnar
manngerðir sem margir kann-
ast við."
Nú voru 22.000 manns sem
+ Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson
Oskar Jónasson höfundur myndarinnar Perlur og Svín hefur
þessa dagana mörg járn í eldinum. Hér kannar hann aðstæður
um borð í ónefndum ryðdalli.
Ætli íslendingar fylgist jafn grannt með sýningu myndarinnar
Perlur og svin 17. júní og þessar persónur fylgjast með gangi
mála? Hér má sjá leikarana Ólafíu Hrönn, Steinunni Ólínu, Ólaf
Darra og Þröst Leó í hlutverkum sínu.
sáu myndina þína og því
margir að sjá hana aftur,
heldurðu að hún sé jafn
góð í annað sinn?
„Ég get vitnað um að
hún þolir þaö alveg enda
hef ég séð atriðin ótal
sinnum á klippiborðinu
og myndina nokkru sinn-
um í heild sinni."
- Ætlar þú að horfa á
myndina 17. júní?
„Ég verð með skrípa-
læti hingaö og þangað
og mun því miður ekki
hafa tíma til að sjá
hana. Þjóðhátíðardagur-
inn er nefnilega einn af
þeim dögum sem maöur
dettur í skemmtanir. Það
er oróiö eitt og hálft ár
síöan ég sá hana síðast
og því myndi ég gjarnan
vilja sjá hana þann 17.
Ég verð þvf bara að vona
að sjónvarpið endursýni
hana bráðlega."
Oárennilegur hópur rússneskra
togarasjómanna úr kvikmyndinni
Perlur og Svín
Nýbakað bakkelsi meðhöndlað
í Lísu-bakaríi.
16