Morgunblaðið - 09.06.1999, Qupperneq 26
Þættir
Tæpir 2 milljarðar í skaðabætur
Framdi morð
eftir auðmýk-
ingu í spjall-
þætti
Schmitz, til hægri, sem sést hér faðma Amedure í umræddum
sjónvarpsþætti gaf enga vísbendingu um það að hann væri í
uppnámi eftir þáttinn, að sögn Jones.
Lögfræðingurinn Geoffrey Fieger heldur
um föður Scott Amedure, Frank Amedure,
eftir að dómurinn komst að niðurstöðu um
skaðabætur til handa fjölskyldunni.
Hætt er við að spjallþátta-
stjórnendur í Bandaríkjunum
hafi fengið fyrir hjartað þegar
þeir lásu um niðurstöðu réttar-
halda gegn Jenny Jones, en
framleiðendur spjallþátta sem
hún stýrir voru dæmdir til að
greiða 1.750 milljónir í skaða-
bætur til fjölskyldu manns sem
var myrtur eftir að hafa opin-
berað kynóra sína um annan
mann í þættin-
um.
Scott Ame-
dure var myrtur í
mars 1995 af
Jonathan
Schmitz, þremur
dögum eftir að
hafa komiö fram
í þætti Jenny Jo-
nes sem fjallaði
um duldar
ástríður og opin-
beraö þar tilfinn-
ingar sínar og
kynóra um
Schmitz. Fjöl-
skylda hans tel-
ur að þátturinn
hafi átt stóran
þátt í moröinu og kviðdómurinn
var á sama máli. Telja margir
lagatúlkendur að niöurstaöan
stangist á við ákvæði stjórnar-
skrárinnar um tjáningarfrelsi.
VONAÐIST EFTIR NÝJU
ÁSTARSAMBANDI
Lögfræðingurinn Geoffrey
Fieger varð frægur fyrir að
verja dr. Jack Kevorkian sem
aðstoðar fólk við aö stytta
sér aldur. Hann kallaði Jenny
Jones og framleiðendur þátt-
anna í vitnastúkuna til að
leiða f Ijós hvernig þau lögðu
á ráðin um aö auömýkja
Schmitz, sem viðurkenndi að
hafa myrt Amedure eftir aö
hafa verið niðurlægður í
þættinum.
Schmitz samþykkti að koma
fram í þættinum þegar honum
var sagt að hann ætti leyndan
aðdáanda sem langaði til að
játa honum ást sína. Vonaðist
hann til að úr því yrði nýtt ást-
arsamband eftir að hafa lent í
sársaukafullum skilnaði
nokkrum mán-
uðum áður.
í upptöku af
þættinum, sem
aldrei var sjón-
varpaö, gekk
Schmitz inn á
sviöiö og hitti
fyrir nágranna-
konu sína,
Donnu Riley, viö
kátínu áhorf-
enda, en hann
hafði verið hrif-
inn af henni.
Stjórnandinn
kom Schmitz
síðan á óvart
með því að
segja honum að
það væri ekki Riley heldur
Amedure, sem sat viö hliðina á
henni, sem væri skotinn í hon-
um.
Schmitz fól andlit sitt í hönd-
um sér en Jones lét sýna upp-
tökur þar sem Amedure lýst
kynferöislegri fantasíu sinni
þar sem Schmitz kom viö sögu
ásamt þeyttum rjóma, jarðar-
berjum og kampavíni. Hafði
þetta verið fengiö upp úr
Amedure eftir að honum hafði
verið gefið ótæpilega af áfengi
baksviðs fyrir tilstuðlan fram-
leiðendanna.
Þremur dögum eftir að þátt-
urinn var tekinn uþp keypti
Schmitz byssu og
nokkur skot,
keyröi aö heimili
Amedures og
skaut hann tvisvar
í brjósið fyrir fram-
an herbergisfélaga
Amedures.
Schmitz játaði í
símtali til lögregl-
unnar að hann
hefði myrt
Amedure eftir að
hafa verið auð-
mýktur af honum í
sjónvarpi. „Þetta
eru mjög afgerandi
sönnunargögn,"
segir Fieger.
VISSI SCHMITZ AÐ KARL-
MAÐUR GAT
VERIÐ í SPILINU?
Lögfræðingar framleiðslufyrir-
tækis þáttanna, Warner
Brothers, voru á öðru máli og
héldu því fram að Schmitz
hefði vitað að leyndi aðdáand-
inn gæti mögulega veriö karl-
maður. „Jonathan Schmitz
sagðist aldrei hafa verið
blekktur," segir verjandinn,
James Feeney. „Honum var
klárlega sagt aö leyndi aðdá-
andinn gæti verið karlmaður
eða kona og hann samþykkti
aö láta á það reyna."
í langri játningu hjá lögreglu
sagði Schmitz að hann hefði
orðið reiður þegar hann fann
miða sem gaf ýmislegt í skyn
og dregið þá ályktun að miöinn
væri frá Amedure, að sögn
Feeneys, sem bætirviö aö
miðinn hefði ekki verið þættin-
um yiökomandi að neinu leyti.
„Á heildina litið haföi þáttur-
inn mjög lítil áhrif á hvernig
þetta fór allt saman,“ segir
Feeney. Ljóst er að Schmitz
hefði getað leyst úr nokkrum
álitaefnum í réttarhöldunum en
hann bar ekki vitni. Niðurstaða
dómsins var gerð Ijós 7. maí
síöastliðinn og var
framleiðendum spjallþáttar
Jenny Jones gert að greiða
tæplega 2 milljarða til fjöl-
skyldu Scott Amedure. Líklegt
er að málinu verði áfrýjað og
telja margir að þrátt fyrir dóm-
inn muni spjallþættir framtíöar-
innar taka litlum breytingum.
Þó segir Jim Paratore, for-
seti Telepictures, sem fram-
leiðir spjallþætti Jones, Rosie
O’Donnell og Queen Latifah:
„Ég er enn að furða mig á
þessu og spyrja lögfræöinga
mína: „Þýðir þetta að við verð-
um að leggja þróf fyrir gesti
okkar til að athuga hvort þeir
eru heilir á geðsmunum?”,, Jo-
nes segist vera mjög brugðiö
þótt hún ætli ekki að breyta
þáttunum, t.d. með því að fella
niðuFkapítulann duldar ástríð-
ur. „Ég er mjög stolt af þeim,“
segir hún. „Það er ekki svona
auðvelt að hræóa mig.“
Jenny Jones, stjórnandi
spjallþáttarins sem leiddi
til morðsins á Scott
Amedure, í vitnastúkunni.
26