Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Lyfjaverslunin selur eigin hlut Söluverð ekki gefið upp LYFJAVERSLUN íslands hf. hefur selt eigin hlutabréf í fé- laginu fyrir rúmar 32 milljónir að nafnvirði, sem eru 10,74% hlutafjár. Stærsti einstaki kaupandinn er Jóhann Oli Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Securitas ehf., en hann keypti 5,74% hlut. Jóhann Óli átti ekki hlut í félaginu áður. í samtali við Sturlu Geirs- son, forstjóra Lyfjaverslunar íslands hf., kom fram að salan á bréfum félagsins nú væri í samræmi við yfirlýsta stefnu stjómar. „Við höfúm eignast þessi bréf að undanfórnu, bæði með kaupum og í sambandi við samkomulag sem gert var við Pharmaco á sínum tíma, þegar við leystum til okkar hlut þeirra gegn því að fá bréf í Delta hf. Pessi kaup voru ávallt hugsuð sem skammtíma- ráðstöfun og ætlunin var að selja bréfin aftur með hagn- aði,“ segir Sturla. Hann vildi ekki að svo stöddu gefa upp hvert kaupverðið væri né held- ur hverjir aðrir hefðu keypt bréf í félaginu. Útlendingur reyndi að svíkja fé úr fyrirtækinu Samey ehf. Vildi fá 2,5 millj- ónir fyrirfram GUNNAR Óskarsson, markaðs- stjóri Sameyjar ehf., fékk skringi- lega hringingu í gærmorgun. I sím- anum var erlendur maður, sem sagðist vera að vinna að evrópsk- um sjónvarpsþætti. Eftir að hafa talað við hann í nokkra stund, kom í ljós að hann vildi fá sem nemur 2,5 milljóna króna fyrirfram- greiðslu fyrir að fjalla um fyrir- tækið í þættinum. Umfjöllun um fyrirtæki á meginlandi Evrópu „Ég hjó ekki eftir nafninu, en hann talaði afskaplega hratt. Hann sagðist vera að gera sjónvarpsþátt, Euronews, sem fjallaði um þær breytingar sem nú ættu sér stað í Evrópu. Hann nefndi ýmis stórfyr- irtæki sem fjallað væri um í þætt- inum. Hann sagðist vera búinn að klára umfjöllun um fyrirtæki á meginlandi Evrópu, nú þyrfti hann bara að finna fyrirtæki í Norður- Evrópu,“ segir Gunnar. Maðurinn, sem talaði góða Væri að gera sjónvarpsþátt ensku, sagðist hafa valið Samey af lista yfir fimm hugsanleg íslensk fyrirtæki. „Hann sagðist hafa valið okkur úr, þar sem við værum skemmtileg andstæða við hin fyrir- tækin. Við værum ekki stórfyrir- tæki,“ segir Gunnar. Gunnar segir að maðurinn hafi sagst ætla að koma til landsins, taka viðtöl og myndir af fyrirtæk- inu. Avinningur Sameyjar ehf. væri fimm mínútna umfjöllun í þessum hálftíma þætti, sem sýndur yrði í Evrópu einhvem tímann í september, kl. 22. Gunnar segist hafa fyllst grun- semdum þegar maðurinn nefndi tímamörkin, þ.e. hvenær ákvörðun um þátttöku fyrirtækisins þyrfti að liggja fyrir. „Hann þurfti að taka endanlega ákvörðun fyrir klukkan 11 að hans tíma, eða hálftíma eftir að hann hringdi í okkur. Fyrir þátt sem átti að sýna í september. Hann sagði að vinnslan tæki 90 daga,“ segir Gunnar. Venjulegt verð 7-9,5 milljónir Að sögn Gunnars var erfitt að toga kostnaðinn út úr manninum. „Hann sagði þó að lokum að svona vinna væri mjög dýr og venjulegt verð væri á bilinu 60-80 þúsund pund, eða sem nemur 7-9,5 milljón- um króna. Hann hefði hins vegar sparað svo í hinum myndunum að við gætum fengið þetta fyrir 22 þúsund pund, eða rúmlega 2,5 millj- ónir króna. Það væri einstakt til- boð. Greiðslan þyrfti að berast fyr- irfram. Ég sagði að það kæmi ekki til greina og þá féllst hann á að við þyrftum aðeins að borga rúmlega 800 þúsund krónur fyrirfram.“ Gunnar segir að maðurinn hafi sagst hringja frá London, en síma- númerabirtir hjá fyrirtækinu leiddi í ljós að símtalið kom frá Þýska- landi. Mesta peninga- þvætti Bandaríkj- anna New York. Reuters. PATRICK Bennett var dæmd- ur í tuttugu ára fangelsi í Bandaríkjunum fyrir eitt mesta peningaþvætti í sög- unni. A.m.k. 30 tilvik peninga- þvættis þóttu sönnuð og að Bennett hefði svikið um 700 milljónir dollara af fjárfestum. Bennett stjómaði fyrirtæki sem sérhæfði sig í leigu skrif- stofubúnaðar. Hann sótti um að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta árið 1996 eft- ir að því hafði verið stefnt fyrir dómstóla. Byrjað var að rannsaka mál Bennetts árið 1996 og er hann jafnframt sakaður um að hafa falsað ýmis gögn og svikið þannig út peninga. Glæpimir sem Bennett var sakfelldur fyrir nú, vora stundaðir á áranum 1990- 1996. Hann var fundinn sekur flókna svikastarfsemi, banka- svik, peningaþvætti, hindran réttvísinnar og fleira, en sak- sóknarar sögðu þetta eitt stærsta svikamál í bandarískri sögu. HLUTAFÉLÖG SEM MYNDA ÚRVALSVÍSITÖLUNA FRÁ 1. JÚLÍ TIL 31. DESEMBER 1999 Félag Atvinnugrein (atvinnugr.vísitala) Markaðs- verðmæti í millj. kr. Væglí vísitölu 31.5.99 Hf. Eimsklpafélag íslands Samgöngur 23.350 16,0% Fjárfestingabankl atvlnnulífsins hf. Fjármála og trygginga 17.000 10,7% íslandsbanki hf. Fjármála og trygginga 16.446 10,3% Landsbanki íslands hf. Fjármála og trygginga 15.795 9,9% Búnaðarbankl íslands hf. Fjármála og trygginga 14.145 8,9% Samherjl hf. Sjávarútvegur 13.953 8,8% Flugleiðir hf. Samgöngur 9.343 5,9% Tryggingamiðstöðln hf. Fjármála og trygginga 8.392 5,3% Grandi hf. Sjávarútvegur 7.912 5,0% Þormóður rammi hf. Sjávarútvegur 5.694 3,6% Útgerðarfélag Akureyringa hf. Sjávarútvegur 5.508 3,5% Sölusamband ísl. fiskframl. hf. Sjávarútvegur 5.312 3,3% Haraldur Böðvarsson hf. Sjávarútvegur 4.972 3,1% Marel hf. lönaöur og framleiðsla 4.779 3,0% Opin kerfi hf. Upplýsingatækni 4.326 2,7% Samtals markaðsverðmæti 158.928 Vægi hlutafélaga í Úrvalsvísitölunni frá júlí til desember 1999 eftir atvinnugreinum Hlutfall af markaðs- Hlutfall af markaðs- Markaðsverömætl verðmæti félaga verðmætl skráðra Atvinnugrein í mllljónum kr. í ICEX-15 félaga á Aðaliista Fjármála og trygginga 71.778 45,2% 30,3% | Sjávarútvegur 43.351 27,3% 18,3% 'S Samgöngur 34.693 21,8% 14,7% | Iðnaður 4.779 3,0% 2,0% | Upplýsingatækni 4.326 2,7% 1,8% 158.928 100% 67,2% Breytingar á samsetningu úr; valsvísitölu VÞÍ HRAÐFRYSTIHÚS Eskifjarðar, íslenska jámblendifélagið, Síldar- vinnslan, SR-mjöl og Vinnslustöðin verða tekin út úr úrvalsvísitölu Að- allista Verðbréfaþings Islands um næstu mánaðamót. Þau félög sem koma ný inn í vísitöluna í stað þeirra sem detta út era: Fjárfestingar- banki atvinnulífsins, Landsbanki Is- lands, Búnaðarbanki Islands, Tryggingamiðstöðin og Opin kerfi. Af þeim 20 félögum á Aðallista þingsins sem tíðust viðstipti eru með á 12 mánaða tímabili era það 15 stærstu félögin að markaðsverð- mæti í lok tímabilsins sem mynda úrvalsvísitöluna næstu sex mánuði. Hlutabréfasjóðir era þó undanskild- ir við valið. Úrvalsvísitalan er því samsett af þeim félögum sem hafa hvað virkasta verðmyndun á þing- inu en val í úrvalsvísitölunni ber að öðra leyti ekki að túlka sem gæða- stimpil á viðkomandi hlutabréf, að því er fram kemur í tilkynningu frá Verðbréfaþingi íslands. lUls era 48 félög skráð á Aðallista VÞÍ, þar af 6 hlutabréfasjóðir. Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda hf. Aætlar 309 milljóna króna hagnað í ár CTC Rekstraráætlun 1999 Áætlun Raunt. Áætluð Rekstraryfirlit Milljónir króna 1999 1998 Breyting Rekstrartekjur 20.757 18.834 +10% Rekstrargjöld 20.360 18.520 +10% Hagnaður fyrir skatta 397 314 +26% Skattar 91 89 +2% Hagnaður af reglulegri starfsemi 306 226 +35% Orealulegar tekjur 0 284 -100% Hagnaður tímabilsins 306 509 -40% Veltufé frá rekstri 652 614 +5% SOLUSAMBAND íslenskra fisk- framleiðenda hf., SIF, reiknar með 306 milljóna króna hagnaði eftir skatta á árinu 1999 af áætlaðri 20,8 milljarða króna veltu. Áætlanir SÍF gera ráð fyrir 652 milljóna króna veltufé frá rekstri, en það var 614 milljónir árið 1998 og er því gert ráð fyrir 5% aukningu þess. Þetta er samkvæmt rekstrar- áætlun fyrirtækisins sem birt var í gær. 40% minni hagnaður en í fyrra Hagnaður ársins 1998 eftir skatta nam 509 milljónum króna, og er því gert ráð fyrir 40% minni hagnaði árið 1999 en árið 1998. Að sögn Gunnars Arnar Kristjánsson- ar, forstjóra SÍF hf., skýrist það einkum af því að ekki er gert ráð fyrir óreglulegum tekjum árið 1999, en þær námu 284 milljónum króna árið 1998 og voru tilkomnar vegna sölu á laxreykingarverk- smiðju sem verið hafði í eigu dótt- urfyrirtækis SÍF hf. í Frakklandi, Delpierre SA. „Það má skýra þetta sem fjárhagslega endurskipulagn- ingu,“ segir Gunnar Örn. Vænta aukins hagnaðar af reglulegri starfsemi í rekstraráætlun sést að gert er ráð fyrir að hagnaður af reglulegri starfsemi aukist um 35%, eða úr 226 milljónum króna árið 1998 í 306 milljónir króna árið 1999, með- an tekjur aukast mun minna eða um 10%. „Við voram að stækka fyrirtækið í fyrra, og ákveðinn kostnaður fylgir slíkri stækkun. Við teljum okkur ná aukinni hag- ræðingu á þessu ári vegna stækk- unarinnar, þ.e.a.s. þegar fyrirtæki era að stækka með tilheyrandi fjárfestingum, fylgir því ákveðinn kostnaður á ári eitt en menn taka út hagræðinguna á ári tvö, þrjú og jafnvel fjögur," segir Gunnar Örn í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins. í fréttatilkynningu frá SÍF hf. segir að helstu forsendur rekstrar- áætlunarinnar séu að útflutningur SÍF hf. nemi 28.134 tonnum árið 1999, að meðalverð afurða árið 1999 verði 10% hærra en það var árið 1998, að kostnaðarverð seldra vara verði 89,7% af söluverði. Einnig segir að forsendur séu launahækkun í janúar sl. upp á 3,65%, að miðað sé við meðalgengi evrannar árið 1998, 79,64, að greiðslur frá Delpierre SA til SÍF hf. fyrir afnot af vörumerkjum muni nema 2 milljónum franskra franka, að umbúðasala færist til Saltkaupa hf. 1. júlí nk. og að varð- andi Íslandssíld hf. sé stuðst við áætlun sem byggist á umboðsvið- skiptum. Fjárfestingar og endurskipulagning Nýverið keypti SÍF 70% hlut í E&J Armengol SA á Spáni, og er áætlað kaupverð um 400 milljónir króna. Einnig hefur SIF keypt 95% hlut í Christiansen Partners AS í Noregi, fjárfest í þremur út- gerðum og endumýjað fiskverkun- arhús. Fyrirhugað er að endumýja pökkunarlínu hjá Delpierre SA, þar sem markmið er að fækka fólki og tölvu- og tæknivæða vinnsluna, stækka dreifmgarstöðvar og byggja upp eigin vöramerki. Hlutafjárútboð kynnt fjárfestum Gunnar Örn segir að hlutafjár- útboð SÍF hf. hafi verið kynnt hugsanlegum fjárfestum á fimmtudag og í gær, föstudag, og þar hafi þeir kynnt rekstraráætl- unina ásamt mörgu öðru. „Þetta voru lífeyrissjóðir og fagfjárfestar úr hópi verðbréfafyrirtækja og banka. Að gefnu tilefni létum við koma fram að kaupverðið á þess- um 70% hlut í Armengo SA væri um 400 milljónir, en það höfðu gengið sögur á markaðnum um að það kaupverð hefði verið yfir milljarði króna, þannig að það voru ástæður til að slá á þær sög- ur,“ segir Gunnar Örn. Að sögn Gunnars mun hlutafjárútboðið fara fram nú í júní, og munu hand- hafar forkaupsréttar hafa forgang í hlutafjárútboðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.