Morgunblaðið - 12.06.1999, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
SYNGJANDI VAMPÍRA ÚR KARPATAFJÖLLUM
Blámenn
í París
Einn eftirminnilegasti flytjandi rokksög-
unnar er Screamin’ Jay Hawkins sem
gerði frægt lagið I Put a Spell on You.
--y—--—------------------
Arni Matthíasson sá Hawkins á sviði
í París og komst að því að hann er
enn sami villimaðurinn.
Jalacy J. „Screamin’ Jay“
hseg'ðatregðu í úthverfí Parísar.
syngur urn
FLESTIR tónlistarunnendur
kannast eflaust við lagið I
Put a Spell on You, en færri
kannski við þann sem samdi
lagið og gerði vinsælt á sínum tíma,
löngu áður en John Fogerty og félag-
ar hans í Creedence Clearwater Revi-
val slógu í gegn með það um heim all-
an. Höfundur lagsins, Jalacy J.
Hawkins, sem tók sér nafnið Scream-
in’ Jay Hawkins, er enn að og í ágætu
formi, ef marka mátti hamaganginn í
honum á sviði í París fyrir nokkru.
Screamin’ Jay Hawkins verður
sjötugur í sumar og er enn að
skemmta, var á langri tónleikaferð í
Evrópu á síðasta ári og stefnir víst á
aðra slíka ferð á þessu. Hann hefur
lifað ævintýralegu lífi, var um tíma
meistari í hnefaleikum, og ekki síður
kraftmikill tónlistarmaður, meðal
annars frægur fyrir ógurleg öskur
og gól í bland við afkáralega hegðun
á sviði og skrautlega framkomu.
Screamin’ Jay Hawkins var snjall
hnefaleikari á yngri árum, vann til
áhugamannaverðlauna og varð síðar
Alaska-meistari í milliþungavigt, en
sneri sér síðan alfarið að tónlistinni.
Hann ól með sér þann draum að
verða annar Paul Robeson en þótt
hann hefði lítt síðri rödd en Robeson,
þróttmikla dimma baritónrödd,
þvældist hann út í hrynblús og rokk
og þaðan varð ekki aftur snúið.
Hawkins fékk fyrst fasta vinnu
sem píanóleikari hjá Tiny Grimes, og
hljóðritaði fyrstu lögin með Grimes
og félaga sem undirleikara. Grimes
kallaði sveit sína Hálandarokkbræð-
ur og lét alla troða upp í skotapilsum
og tilheyrandi. Hawldns gekkst upp í
látunum, var skrautlegastur þeirra
félaga og tónlistin sem hann tók upp
var ekki síður sérkennileg og gaf
fyrirheit um það sem síðar kom.
1956 sendi Hawkins frá sér I Put a
Spell on You, sem sló rækilega í
gegn meðal litra Bandaríkjamanna,
en það þótti full viliimannslegt fyrir
almenna útvarpsspilun. Sagan segir
að Hawkins og félagar hans, sem
léku undir hjá honum í laginu, hafí
farið á ærlegt fyllirí áður en upptök-
ur hófust. Hann hafi því verið nær
dauða en lífi af drykkju þegar lagið
var hljóðritað sem skýrir að nokkru
æðið í flutningnum. Ekki bætti svo
úr skák þegar Hawkins hóf eigið
tónleikahald; lét bera sig inn á svið í
líkkistu með hauskúpu sér til halds
og trausts sem hann kallaði Henry
og ræddi gjaman við á sviðinu,
kveikti í hárinu á sér og svo má telja.
í kjölfar I Put a Spell on You tók
Hawkins upp fleiri lög ekki síður
geggjuð, Little Demon hét b-hlið I
Put a Spell on You, þá komu Hong
Kong, Yellow Coat, Alligator Wine
og I Love Paris. Þau náðu ekki sömu
hylli, en Hawkins gekk þá enn
lengra, eitt helsta lag hans er
Hægðatregðublús.
Seinni ár hefur Hawkins smám
saman fallið í gleymsku sem tónlistar-
maður, en leikið í nokkrum kvikmynd-
um, þeirra helstum Mystery Train, A
Rage in Harlem og Perdita Durango.
I úthverfi Parísar er blúsklúbbur
sem leggur áherslu á lifandi tónlist, en
heldur er hann útúr. Áheyrendur virt-
ust hafa trú á Hawkins því ekki var
hlaupið að því að komast inn, staður-
inn troðfullur og útaf flóði, en með
harðfylgni mátti þó skjóta sér inn.
Þó nokkur bið var eftir að Hawk-
ins mætti á svið, en hann sendi
hljómsveitina á undan sér, svona rétt
til þess að kynda upp í mannskapn-
um. Sú lék blús af kappi, rokkaðan
með miklum gítarköflum og saxófón-
um; gítarleikaranir geldir og ófrum-
legir að hætti bleiknefja, en saxófón-
leikarinn bráðgóður með þróttmikinn
hjjóm. Eftir nokkur lög kom síðan
Hawkins sjálfur á svið, klæddur eins
og vampýra úr Karpatafjöllum, með
hauskúpustafinn góða og teppistösku
upp fulla með hjálpartólum, gervi-
snákum, hárkollum og viðlíka. Hann
vatt sér stax í gamla blúsa, lét sín
þekktustu lög bíða um sinn, og ekki
fór á milli mála að hann var í fínu
formi, röddin að vísu ekki eins sterk
og á upptökum frá sjötta og sjöunda
áratugnum, en vel sterk engu að síð-
ur, og ekkert hefur aldurinn dregið
úr honum kraft eða hægt á honum að
marki. Eftir því sem leið á óx honum
og ásmegin og keyrði í gegnum hvert
lagið af öðru, barði á píanóið, orgaði
og emjaði. Lögin voru í lengra lagi og
mikið um spuna á gítara og saxófóna,
en píanóið helst notað tfl að leggja
áherslu á mergjaðar hendingar eða
slá upphafstakt laga. Þegar stund
gafst spjallaði Hawkins lítillega við
viðstadda og lofaði að brátt kæmi að
því sem allir væru að bíða eftir, ekki
alveg strax, en bráðum... Getur nærrí
að Hawkins var að vísa í álagalagið
fræga.
Eftir hlé stóð hann svo við orð sín,
byrjaði á almagnaðri útgáfu af Alli-
gator Wine, vatt sér þá í hægða-
tregðublúsinn, Constipation Blues,
og kynnti með orðunum: „Það hefur
enginn samið blús um alvöru sárs-
auka..." Ekki verður með orðum lýst
svipbrigðum Hawkins þar sem hann
geiflaði sig og gretti af sársauka í
takt við inntak lagsins á milli þess
sem hann stundi og orgaði. Eftir-
minnilegur flutningur á lagi sem
ekki er ýkja eftirminnilegt, nema í
tónlistarsögulegum skilningi. Þar á
eftir kom síðan lagið fræga I Put a
Spell on You, og ekki nema von að
áheyrendur hafi vart kunnað sér læti
af gleði, flutningurinn á því var bráð-
vel heppnaður á þann hátt sem Scr-
eamin’ Jay Hawkins einum er lagið.
Eftir þetta má segja að fjarað hafi
út stemmningin smám saman, þótt
Hawkins og félagar hafi enn farið á
kostum í gamaldags blúsum sem
rokkaðir voru upp og ekki ýkja trega-
fullir. Ekki kom lagið I Love Paris
sem hefði þó reyndar sjaldan átt bet-
ur við en einmitt á þessum stað.
Mynd/Kristján Kristjánsson
DRAUMUR vaxandi manns.
Vaxandi draumar
DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns
ÆTLA mætti að sumarið og
gróandinn hefðu græðandi áhrif
á draumalífið en svo virðist ekki
vera, samt breytir hlýjan og
gróskan draumum manna að því
leyti að þeir eiga greiðari
aðgang að vökuvitundinni á
sumarnóttum en í klakaböndum
vetrar. Þessu veldur ylur og
birta sumars sem gerir menn
afslappaðri og móttækilegri
fyrir boðum nætur. Menn
hvflast betur og vakna með bros
á vör því draumurinn stendur
skýr fyrir hugskotssjónum
þeirra. Táknmyndirnar fljúga
fram að augnlokum og við sjáum
sýnir. I vaxandi draumum eru
gi’óskutáknin mörg. Þau
augljósu eru gróður, grænn
litur, sól, birta og vatn. En þau
sem minna ber á, en eru
mikilvæg engu að síður, eru sem
dæmi mannshár. Hár er sterkt
tákn draumsins og hefur
margvíslegar merkingar, allt
eftir öðrum táknum draumsins
og gerð. I vöku er hár merki um
hreysti og tákn æskuljóma, það
er kóróna mannsins og flestir
leggja hart að sér að gera það
sem glæsilegast til að ganga í
augun á öðrum og tjá sig með
því; „hér er ég“, „er ég ekki
glæsilegur - hraustur, ungur og
aðlaðandi“. I draumi hefur hárið
hliðstæðar merkingar en
margar fleiri. Hárlos getur vísað
til minnkaðs sjálfsálits en hár
getur einnig skírskotað til
kynhegðunar. Sem dæmi getur
draumur ungs manns á leið til
rakarans speglað ótta hans við
getuleysi. Þessir tveir draumar
hér að neðan eru sumaræfing
fyrir þig, lesandi góður, að ráða
og senda í Draumstafí. Mig
dreymdi að mér fannst sem ég
hefði hár uppi í mér. Er ég
leitaði eftir og fann hárið,
reyndist það heillöng lengja af
þykku skolleitu hári sem ég dró
upp úr mér. Mig dreymdi Svein
Einarsson, fyrrverandi
þjóðleikhússtjóra, með dökkt,
mikið og sítt alskegg sem ég
dáðist að.
Draumar „Sollu“
1. Mig dreymdi í desember
síðastliðinn að ég er heima hjá
mér og inn kemur maður sem er
góður vinur minn. Hann er með
stóran hvítan blómapott með sér
og þrjú blóm í pottinum. Blómin
heita burkni, einir og haustlauf.
Mér finnst haustlaufið vera að
dauða komið af þurrki. Yið
setjum blómapottinn út í hom.
Mér finnst maðurinn vera dapur
og ég tek utan um hann, þá vill
hann fara upp í rúm og ég fer
líka upp í rúm.
Hann leggst í fósturstellingu.
Mér fmnst ég ætla að láta vel að
honum. Þá rekur hann munninn
með stút og rennandi blautan að
mér og ég kyssi hann. Þá finnst
mér við vera komin fram úr
aftur og mér verður litið á
blómapottinn og sé að haust-
laufið hefur reist sig, það var
fallega rauðfjólublátt og ofan á
toppnum á því var húfa sem mér
fannst vera stúdentshúfa en
líktist samt íþróttahúfu og var
ljósfjólublá og dökkfjólublá á
litinn.
2.1 mars dreymdi mig að ég
fékk gjöf, tvo svarta ruslapoka
fulla af fótum. Mér fannst ég ekki
geta notað fötin nema eitt gult
vesti sem mér fannst að myndi
passa mér en öll hin íotin myndi
ég gefa aftur.
Ráðning
Tvær hliðar eru á þessum
draumum sem virðast tengdir.
Fyrri hliðin er sú er að
manninum snýr en svo virðist
sem hann eða einhver þér
tengdur og vinurinn er tákn
fyrir, muni heyja stríð við
heilsuna eða heilsuleysi öllu
heldur. Sú barátta muni taka
lungann úr árinu (burkni og
haustlauf en mér sýnist að þú
standir fyrir burknann og
vinurinn haustlaufið) og óvíst um
hvor sigri, maðurinn sjálfur eða
sá með ljáinn (hann lagðist í
fósturstellingu). Hin hliðin snýr
að þér en þú virðist áhrifavaldur
í þessu sjónarspili og
draumurinn gefur í skyn að þú
getir gert kraftaverk með einurð
(einirinn) þinni og jákvæðri
afstöðu. Það að haustlaufið reisti
sig ásamt fjólulitnum,
stúdentshúfunni og íþróttahúf-
unni gefur í skyn sigur í málinu,
allavega um stundarsakir. Því
seinni draumurinn sem er
óræðari gefur merki um eyðingu
(svörtu pokarnir) þótt gula
vestið (vesti er brjóstsvæði og
gulur litur endurnæring, líf) vísi
til annars.
•Þeir lesendur sem vilja fá
drauma sína birta og ráðna sendi
þá með fullu nafni, fæðingardegi
og ári ásamt heimilisfangi og dul-
nefni til birtingar til:
Draumstafir
Morgunblaði
Kringlnnni 1
103 Rcykjavik
Einnig má senda bréfin á netfang:
krifri@xnet.is