Morgunblaðið - 12.06.1999, Page 61

Morgunblaðið - 12.06.1999, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 61% Mönnun á hjúkrunar- heimilum aldraðra NOKKUR umræða hefur verið að undanfórnu um skort þann sem er á hjúkrunarfræðingum og hvemig eigi að mæta þeim vanda er við blas- ir að á sama tíma og við sjáum fram á aukna þörf á starfsfólki í umönn- unarstéttir, fækkar í raun í þessum stéttum. Fyrir okkur sem veitum hjúkrunarheimilum fyrir aldraða forstöðu er framtíðin á margan hátt kvíðvænleg. Kvíðinn snýst um það hvort við getum á næstu árum veitt þá umönnun sem okkur ber að veita og sem sú kynslóð sem bíður við dymar á rétt á. Sú kynslóð sem lagði grunninn að því velferðarþjóð- félagi sem við búum við í dag. I dag eru um 28.000 67 ára og eldri og því er spáð að árið 2030 verði þeir orðn- ir um 53.000. I dag vantar til starfa um 300 hjúkrunarfræðinga og fjölg- un á ári umfram þá sem hætta störf- um vegna aldurs er um 50. Nýút- Öldrunarhjúkrun Ef ekkert verður að gert, segir Sveinn H. Skúlason, má líkja okk- ur við fólk, sem situr á vélsleða á fullri ferð í átt að jölulsprungu. skrifaðir hjúkrunarfræðingar sækja ekki í störf á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða. Hjúkrunarfræðingar hafa í krafti menntunar sinnar sótt í æ ríkari mæli í stjómunarstörf og þeir eru líka mjög meðvitaðir um gildi endurmenntunar og er það hvort tveggja hið besta mál. Sjúkra- liðar eru stétt þar sem meðalaldur hækkar ört og nýliðun er sáralítil. Ef fer fram sem horfir deyr sú stétt út innan ekki margra ára eða langt fyrir fyrmefnt ár 2030. Hvemig eig- um við að mæta fyrirsjáanlegri aukningu á þörf fyrir dvöl á hjúkr- unarheimilum fyrir aldraða? í lok síðasta árs var haldið mál- þing hjúkrunarforstjóra og á því þingi komu fram þungar áhyggjur á hinum mikla skorti á hjúkmnar- fræðingum og kom þar fram að ef svo héldi fram sem horfði myndi í náinni framtíð vanta allt að 750 hjúkrunarfræðinga til starfa. f framhaldi af þessu málþingi hjúkr- unarforstjóra sendu nokkrir for- stöðumenn hjúkmnarheimila fyrir aldraða heilbrigðisráðherra bréf þar sem þeir tóku undir áhyggjur hjúkranarforstjóranna og nefndu leiðir til að minnka vandann. Eitt af því sem við bentum á er að það gæti verið leið til að leysa vandann að auka menntun sjúkraliða og þannig gætu þeir tekið að sér ýmis verkefni sem hjúkmnarfræðingar annast í dag og hjúkmnarfræðingai- jafn- framt snúið sér enn frekar að stjómunarstörfum. Menntun hjúkmnarfræðinga er fyrir löngu komin á háskólastig. Eðli málsins samkvæmt hefur nálg- un þeirra til starfsins breyst á ýms- an hátt við það. í byrjun þessa ára- tugar var nám sjúkraliða sett inn í fjölbrautaskólana og af einhverjum ástæðum hefur það ekki orðið til að skila fleiri sjúkraliðum inn í stétt- ina. Maður veltir fyrir sér hvort aukin menntun og með því aukið verksvið og aukin ábyrgð gæti orðið leið til að fjölga sjúkraliðum. Ég vil taka það sérstaklega fram að það fagfólk sem vinnur á hjúkr- unarheimilum fyrir aldraða í dag vinnur mjög gott starf. I mínum huga er það alveg ljóst að það vinn- ur enginn til lengri tíma á heimilum fyrir aldraða nema hann hafi eitt- hvað að gefa. Ég verð ekki var við annað á Hrafnistuheimilunum en að allir leggi sig mjög fram við það að sinna heimilisfólkinu og hjúkrunar- fræðingar ganga þar í öll störf við hlið sjúkraliða og annars starfs- fólks í aðhlynningu. Vandinn felst í því að umönnun þeirra sem á heim- ilunum dvelja er sífellt að aukast og þeir sem koma nýir inn þurfa á sí- fellt meiri hjúkmn að halda vegna þeirrar réttmætu stefnu að gefa öldruðum kost á að dvelja sem lengst á eigin heimili. Samhliða því eykst þörfin á fleira fagfólki og það besta í stöðunni væri að nóg væri af hjúkmnarfræðingum á markaðn- um. Eins og fyrr segir er það ekki svo og ég held að enginn sé betur meðvitaður um það en hjúkrunar- fræðingarnir sjálfir. Þeir hafa sýnt ábyrgð með því að benda á vandann og það sem við blasir. Ég hef áhyggjur af því að íyrr en varir komi að því að þeir sem á hjúkmn- arheimilunum vinna gefist upp og leiti annað. Það má ekki verða að heimilin neyðist til að fara að velja inn það fólk til dvalar sem þarf minnstu umönnunina til að geta veitt rétta þjónustu og til að geta haldið starfsfólki. Við verðum að setjast niður og leita lausna. Það á við forystumenn fagfé- laga, opinbera aðila og fulltrúa þeirra heimila sem sinna öldruðum. Ég ætla ekkert að full- yrða að aukin menntun og aukin ábyrgð sjúkraliða myndi leysa vandann. Um það eru öragglega skiptar skoðanir. Við getum ekki látið skiptar skoð- anir um leiðir stoppa okkur í að tala um mál- ið af hreinskilni og leita saman lausna. Það má ekki verða að einhverjir sérhags- munir og það að fólk vilji verja einhver óskilgreind landamæri verði til þess að þeir að- ilar sem helst eiga að fjalla um mál- ið nái ekki saman. Ef ekkert verður að gert má líkja okkur við fólk sem situr á vélsleða á fullri ferð í átt að jökulsprungu. Við vitum af hennflBP framundan en við hægjum ekki ferð og okkur dettur ekki til hugar að reyna að beygja framhjá sprangunni. Fyrirsjá- anlega föllum við fljót- lega niður og með því hugarfari sem oft vill einkenna íslendinga munum við segja; við reddum þessu þegar þar að kemur. Er það réttlátt gagnvart hin- um öldmðu skjólstæðingum okkar? Höfundur er forstjóri Hrafnistuheimilanna. Sveinn H. Skúlason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.