Morgunblaðið - 15.06.1999, Síða 2

Morgunblaðið - 15.06.1999, Síða 2
2 B ÞRIÐJÚDAGUR 15. JÚNÍ 1999 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ Vala önnur í Prag VALA Flosadóttir, ÍR, hafnaði í öðru sæti í stangarstökki á alþjóðlegu móti í Prag í gærkvöldi. Vala stökk 4,10 metra sem er það hæsta sem hún hefur stokkið utanhúss á þessu ári. Sigurvegari í stangarstökkinu varð Tékkinn Hamackova, stökk 4,31 metra. Daniela Bartova, Tékklandi, varð í þriðja sæti með 4 metra slétta, stökk jafnhátt og landi hennar Mladova. HANDKNATTLEIKUR fsland mætir Makedóníu heima og að heiman í undankeppni EM Reuters FRANK Rost, markvörður Werder Bremen, fagnar eftir að hann varði vítaspyrnu frá Lothar Mattháus. Bremen bikar- meistari WERDER Bremen varð þýskur bikarmeistari er iiðið vann Bayern Múnchen, 5:4, í vítaspyrnukeppni á Ólympíuleikvanginum í Berlín á laugardag. Frank Rost, markvörður Bremen, átti stórleik og tryggði félaginu sínu fjórða bikartitilinn í sögu þess. Sýnd - ekki Eg held að það sé enginn vafi á að þetta var með betri þjóðum sem við gátum dregist gegn,“ sagði Bjarki Sigurðsson, landsliðsmaður í handknattleik. ,Auðvitað er ekkert öruggt fyrirfram en miðað við það sem ég sá til Makedóníumanna á HM í Egyptalandi eru þeir ekki mjög sterkir. Við verðum hins vegar að halda rétt á spöðunum í þessum leikjum eins og fyrri daginn.“ Bjarki segist hafa séð í sjónvarpi þrjá leiki Makedóníu á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi, þar sem hann var staddur í sumarleyfi á Spáni. Makedóníumenn léku í riðli með Þjóðverjum, Egyptum, Kúbu, Bras- ilíu og Sádi-Arabíu. Þeir höfðu sigur á Sádi-Arabíu, 28:21, en töpuðu hin- um leikjunum; 36:25 fyrir Þjóðverj- um, 32:18 á móti Kúbu, 30:27 gegn Brasilíu og 30:24 fyrir heimamönn- um. Þessi árangur nægði Makedóníu ekki til að komast upp úr riðlakeppn- inni. Þá voru Makedóníumenn með í úrslitakeppni EM á Ítalíu í fyrravor. Þar gerðu þeir eitt jafntefli í riðla- keppninni, gegn Rússum 26:26, en töpuðu hins vegar með nokkrum mun fyrir öðrum þjóðum í riðlinum, Spánverjum, Ungverjum, Króötum og Tékkum. Loks léku þeir um 11. sæti keppninnar við Itali og urðu að játa sig sigraða, 27:26. „Þótt þetta líti vel út getur allt gerst þegar komið er út í leiki sem þessa þar sem leikið er upp á líf og dauða,“ sagði Bjarki. „Makedónía er eitt ríkja fyrrverandi Júgóslavíu og hefð og áhugi fyrir handknattleik er mikill í landinu. Þótt þeir séu lakari en bæði Júgóslavar og Króatar má á Rússar og Svíar eigast við í úr- slitaleik um heimsmeistaratitil- inn í handknattleik í Egyptalandi síðdegis í dag. Nokkru áður leika Spánverjar og Júgóslavar um brons- verðlaun. Þjóðverjar fóru hins vegar létt i gegnum viðureign sína við Frakka um 5. sæti mótsins þegar þjóðirnar áttust við í gær. Þjóðverjar voru yfir allan leikinn, 14:10 í hálf- leik og lokatölur voru 26:21. Stefan Kretzschmar skoraði flest mörk þýska liðsins, sex. Volker Zerbe kom næstur með fjögur mörk. Cazal, Fer- andez og Joulin skoruðu 4 mörk hver fyrir Frakka og voru markahæstir. Það má segja að endurtekið efni verði í úrslitaleiknum í dag því Rúss- ar og Svíar hafa nokkru sinnum áður á þessum áratug mæst í úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar. Rússar veiði gefin engan hátt vanmeta Makedóníu- menn. Við verðum að berjast af full- um krafti í báðum leikjum og leggja okkur fram frá upphafi til enda.“ ísland hefur aldrei leikið landsleik í handknattleik við Makedóníu en fyrir tæpum fjórum árum mætti Aft- urelding Pavadorie Negótínó út úr Borgakeppni Evrópu. Það eru einu samskipti Islendinga við Makedóníu- menn á sviði handknattleiks til þessa. Bjarki tók þátt í umræddum leik og sagði liðið ekki hafa verið sterkt en áhugi mikill á íþróttinni. Viðmót áhorfenda hefði hins vegar verið vinsamlegra en t.d. í Jú- góslavíu. Fyrri leikurinn fer fram á Islandi og sagði Bjarki að það væri e.t.v. ókostur þar sem aldrei væri á vísan að róa með dómgæslu í löndum fyrr- verandi Austur-Evrópu. „Við verðum að vinna á heimavelli með góðum mun til þess að eiga einhver mörk í handraðanum. Það er aldrei að vita hvaða áhrif dómarar geta haft ef það verður mjótt á mununum.“ Fréttir af öðrum leikjum í keppn- inni eru þær að Danir drógust gegn Georgíu, Spánverjar mæta Austur- ríki, Tyrkir leika við Rússa, Norð- menn fengu Itali, Úkraína spilar við Hvíta-Rússland, Portúgal mætir Jú- góslavíu, Slövenar og Ungverjar eig- ast við, Þjóðverjar fengu Pólverja og Rúmenar drógust á móti Frökkum. Reglur keppninnar eru þær að leikið er heima og að heiman og vinni hvor þjóð einn leik ræður markatala hvort liðið heldur áfram. Sé hún jöfn kemst sú þjóð áfram sem skorar fleiri mörk á útivelli. eru núverandi heimsmeistarar en þeir lögðu einmitt Svía í úrslitum í Kumamoto 1997. Heimsmeistararnir komust í hann krappan í undanúr- slitum gegn Spánverjum á sunnu- daginn. Eftir að hafa verið yfir í fyrri hálfleik mættu Spánverjar ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og voru með forystuna lengst af. Seigla Rússa sagði til sín á lokakaflanum þegar þeir jöfnuðu og skoruðu sigurmarkið örfáum andartökum áður en flautað var til leiksloka, 22:21. Þar var að verki Aleksander Tutschkin. Mats Wislander kom Evrópu- meisturum Svía í úrslitaleikinn þeg- ar hann innsiglaði sigur með marki fimm sekúndum fyrir leikslok gegn Júgóslövum, 23:22. Svíar voru þá einum manni færri, auk þess sem Jú- góslavar tóku einn Svíann úr umferð. Staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var 1:1. Bremen fékk óskabyrjun er úkraínski leikmaðurinn Yuri Max- imov skoraði eftir þrjár mínútur. Bæjarar náðu að jafna skömmu fyrir leikhlé og var þar að verki Carsten Jancker. I framlengingu var Mario Basler vikið af velli er sex mínútur voru eftir. Vítaspymukeppnin þótti verulega spennandi fyrir 75 þúsund áhorfend- ur á vellinum. Bayern hóf víta- spyrnukeppnina betur er Oliver Ka- hn varði aðra spyrnu Bremen. Stef- an Effenberg hafði tækifæri til þess að skora úrslitamarkið fyrir Bayern en skaut yfir. Rost, sem hafði haldið Bremen á floti í leiknum með góðri markvörslu og skorað úr einni víta- spyrnu, kom aftur við sögu undir lokin er hann varði spyrnu frá Loth- ar Mattháus og tryggði félaginu, sem hafði bjargað sér frá falli á síð- ustu stundu í deildarkeppninni, sig- urinn. Mikil gleði braust út meðal leikmanna Bremen en leikmenn Ba- yern hengdu haus. Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayern, sagði að liðið hefði átt að gera út um leikinn í venjulegum leiktíma. „Við glutruðum fjölmörgum tækifærum í leiknum. Ég kenni ekki leikmönnun- um um hvernig fór, þeir hafa leikið vel í vetur og vor og geta verið stolt- ir af eigin frammistöðu.“ „Ég er himinlifandi fyrir hönd stuðningsmanna okkar, sem eru ein- stakir," sagði markvörðurinn Rost. Real Madrid að missa af lestinni? Mallorca komst upp fyrir Real Madrid og í annað sæti í næstsíðustu umferð spænsku deildarinnar um helgina. Mallorca vann Celta Vigo 2:0 en Real Madrid mátti sætta sig við 3:1 tap á móti nágrönnum sínum í Atletico Madrid. Barcelona hefur yf- irburðastöðu í deildinni og tryggði sér titilinn fyrir þremur vikum. Salamanca og Tenerife eru fallin í 2. deild. Baráttan á Spáni stendur um ann- að sætið sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Þegar ein umferð er eftir eiga fjögur lið mögu- leika á að fylgja Barcelona með því að ná öðru sætinu. Þau eru Mallorca, sem er með 66 stig, Real Madrid (65 stig), Celta Vigo (64) og Deportivo La Coruna (63). John Toshack, þjálfari Real Ma- drid, var gagnrýndur nokkuð eftir að liðið tapaði fyrir Atletico í deildinni um helgina og 6:0 fyrir Valencia í bikarkeppninni í síðustu viku. Tos- hack hvíldi nokkra lykilmenn í bikar- leiknum því hann lagði áherslu á að vinna leikinn í deildinni um helgina til að tryggja liðinu sæti í Meistara- deildinni. En nú verður þjálfarinn að treysta á sigur í lokaumferðinni gegn Deportivo Coruna og að Mallorca vinni ekki sinn leik. Real Madrid leikur að minnsta kosti í UEFA- keppninni næsta tímabil hvernig svo sem fer í lokaumferðinni. Álaborg danskur meistari Álaborg varð á sunnudaginn danskur meistari í knattspyrnu í annað sinn í sögu sinni. A sunnudag- inn gerði Álaborgarliðið 3:3 jafntefli við Lyngby á sama tíma og Brpndby tapaði 2:1 fyrir Vejle. Tap Brpndby kemur hins vegar í veg fyrir að liðið, sem hefur orðið meistari sl. þrjú ár, nái Álaborg að stigum í lokaumferð- inni um næstu helgi. Álaborg er með 64 stig, Brondbv 58 ■ Úrslit / B10 íslendingar atkvæða- litlir í Noregi LILLESTR0M, lið Heiðars Helgu- sonar og Rúnars Kristinssonar, vann Bodo/Glimt 2:1 í norsku úr- valsdeildinni á sunnudag og er með sigrinum komið í fjórða sæti, er þrem stigum á eftir Rosenborg sem er í því efsta. Liðið hefur náð besta árangri allra liða í deildinni á úti- völlum og er sigurinn á Bodo/Glimt sá fjórði sem liðið vinnur á útivelli. Rúnar Kristinsson lék ágætlega í leiknum og lagði upp annað mark liðsins. Minna fór fyrir Heiðari Helgusyni, sem átti fremur dapran dag. Kongsvinger tókst að rísa úr botnsætinu með 3:1 sigri á Tromsö. Steinar Adolfsson lék vel í liði Kongsvinger og Tryggvi Guð- mundsson fékk góða dóma fyrir leik sinn með Tromsö í norsku press- unni. Brann vann sigur á Víking með einu marki gegn engu. Ríkharður Daðason átti nokkur færi í leiknum en tókst ekki að skora fyrir Víking. Auðun Helgason lék allan leikinn fyrir Víking og þótti standa sig vel. Norsk blöð sögðu frá því að útsend- arar Leicester, Tottenham, Leeds og Karlsruhe hefðu verið á leiknum og hafi meðal annars verið að fylgj- ast með Ríkharði. Strömgodset, lið þeirra Vals Fannars Gíslasonar og Stefáns Gíslasonar, tapaði fyrir Odd í mikl- um markaleik, úrslitin 3:5. Þeir fé- lagar fengu ekki háa einkunn fyrir frammistöðu sína. Molde gerði markalaust jafntefli við Stabæk. Pétur Marteinsson þótti spila vel í vörn Molde, en Helgi Sigurðsson var rislítill. ■ HANDKNATTLEIKSDEILD Víkings er í viðræðum við ung- verska skyttu, sem kom hingað til lands á dögunum og lék æfingaleik gegn Fram. ■ ÓLAFUR Kristjánsson og Tómas Ingi Tómasson vora í byrj- unarliði AGF Árósum sem tapaði 3:1 fyrir Viborg í dönsku 1. deild- inni um helgina. ■ JÚGÓSLA VNESKA knatt- spymusambandið hefur lýst því yfir að Paritzan Belgrad sé júgóslav- neskur meistari, að því er kemur fram hjá Beta-fréttastofunni. Ekki tókst að Ijúka deildarkeppninni í knattspyrnu vegna loftárása NATO á Serbi'u. ■ PARTIZAN Belgrad hafði tveggja stiga forystu á Obilic þegar 10 umferðir voru eftir af mótinu, en ekkert hefur verið leikið í deildinni síðan 24. mars. ■ SPÆNSKIR þjálfarar hafa mót- mælt ráðningu Ruben Gellego frá Argentínu sem þjálfara Real Betis fyrir næsta keppnistímabil. Þjálfar- arnir halda þvi fram að Gellego, sem var leikmaður með argentínska landsliðinu sem vann heimsmeist- aratitilinn árið 1978, sé ekki hæfur til starfsins því hann uppfylli ekki nauðsynleg skilyrði. ■ VATIKANIÐ hefur mótmælt metsölu Christians Vieri frá Lazio til Inter Mflan. Segir í málgagni páfagarðs að 3,7 milljarða króna kaup á leikmanninum sé vanvirðing við íþróttina og að enginn sé virði slíkrar upphæðar. ■ MANCHESTER United hyggst hafna tveggja milljarða króna til- boði Lazio í Roy Keane, fyi-irliða enska liðsins. Ætlar enska félagið að bjóða leikmanninum þriggja ára samning. ÍSLAND dróst gegn Makedóniu í undankeppni Evrópukeppninnar í handknattleik sem fram fer dagana 6.-19. október í haust. Fyrri leikur þjóðanna fer fram á íslandi. Sigurvegari í viðureigninni kemst áfram í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Króatíu 21.-30. janúar á næsta ári en alls taka 20 þjóðir þátt í und- ankeppninni, þar af vinna tiu sér þátttökurétt i Króatíu. Þjóðveijar í fimmta sæti m ? l

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.