Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 4
'TTH' *\
CT OOO' fr/TTr rsr rr' r a m ij rrr rjrj
4 B ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ
■ ÓMAR Sigtryggsson hefur
yfirgefið herbúðir Fram og gengið
til liðs við Þrótt, í 1. deild.
■ ÍVAR Jónsson, leikmaður Fram,
hefur náð sér eftir handleggsbrot
sem hann hlaut fyrir skömmu.
■ ARNAR Hallsson leikmaður
Vfldngs var ekki með félagi sínu
gegn Grindvíkingum á sunnudag
vegna meiðsla. Þá er Sigurður
Sighvatsson leikmaður Vfldngs
enn meiddur.
■ BRYNJAR Björn Gunnarsson
lék með Orgryte gegn Hammarby
sem gerðu markalaust jafntefli í
sænsku 1. deildinni. Orgryte er
efst í deildinni með 22 stig.
Helsingborg er í öðru sæti með 18
stig.
■ EINAR Brekkan lék með
Örebro, sem vann Malmö 2:0 í
sænsku 1. deildinni. Örebro er i 7.
sæti deildarinnar.
■ HAMMARBY, sem Pétur
Marteinsson lék með áður en hann
gekk til liðs við Stabæk í Noregi,
hefur ekki gengið vel í ár. Liðið var
meðal efstu liða í fyrra en er nú í
neðsta sæti.
Ll
Morgunblaðið/Jim Smart
INGI Bjöm Albertsson
Áréttri
leið
„ÞAÐ er vissulega gott að
skora fjögur mörk á útivelli,
en það er ekki nóg ef það
dugar ekki til sigurs. Sér-
staklega þegar liðið er tveim
mörkum yfir þegar tíu mín-
útur eru eftir af leiknum,"
sagði Ingi Björn Albertsson
sem var að stýra Valsmönn-
um í fyrsta sinn í sumar.
Ingi Björn sagði að leik-
mennirnir hefðu misst ein-
beitinguna í leikslok og ekki
átt svör við þungri pressu
Keflvíkinga. „Þrátt fyrir það
er ég sáttur. Það hefur verið
mikil stemmning 1 hópnum 1
vikunni og það skilaði sér í
leiknum. Við höfðum aðeins
skorað tvö mörk fyrir þenn-
an leik. Nú skorum við fjög-
ur, þannig að við erum á
réttri Ieið.“
Aðspurður um framhaldið
sagði Ingi Björn að ætlunin
væri að byggja á þeim
grunni sem settur var fyrir
leikinn á móti Keflvíkingum.
„Við ætlum að bæta okkur
enn frekar og leika
skemmtilega knattspyrnu
bæði fyrir leikmenn og
áhorfendur. Við erum með
ágætis hóp sem á eftir að
styrkjast þegar líða tekur á
sumarið."
Komnir í
botn-
Morgunblaðið/Jim Smart
LEIKMENN Vals fögnuðu fjórum mörkum í Keflavík. Hér fagna þeir öðru marki Amórs Guðjohnsen,
sem kom þeim yfir 4:2. Tvö mörk Amórs dugðu ekki - Keflvíkingar náðu að jafna, 4:4.
baráttuna
ann auðveldlega framhjá Hjörvari
Hafliðasyni, sem stóð í marki Vals-
manna.
Miðjuspilið hjá Keflavík var í
skötulíki framan af leiknum. Liðið
missti boltann oft klaufalega frá sér
og ef Valsmennimir væru með beitt-
ari sókn hefðu mörk þeirra getað
orðið fleiri. Þrátt fyrir góðan mann-
skap hefur Keflavíkurliðið ekki enn
náð að smella saman í sumar. Það
sýndi ágætis leik á köflum en það
dugir ekki til, leika þarf vel allan
leikinn.
Um Valsliðið léku ferskari vindar
en vanalega. Spumingin er hversu
lengi það varir. Bæði liðin munu geta
dregið ákveðinn lærdóm af þessum
leik, en hann er sá að menn mega
ekki sofna á verðinum, sama hversu
útlitið er gott.
Markasúpa
KEFLVÍKINGAR tóku á móti Valsmönnum á laugardag. Hvorugt
þessara liða hefur séð til sólar í sumar. Keflvíkingar hafa ein-
ungis unnið einn leik og Valur ekki neinn, en hafa gert tvö jafn
tefli. Leikurinn var með fjörugra móti og þegar fiautað var til
leiksloka höfðu liðin gert átta mörk, lokatölur 4:4.
Valsmenn byrjuðu af krafti og
menn ætluðu greinilega að sýna
mátt sinn og megin fyrir nýja þjálf-
HHBHi arann. Var ákafinn
Örn svo mikill að strax á
Amarson annarri mínútu sýndi
skrifar Gylfi Orrason dómari
Ólafi Ingasyni gult spjald fyrir brot
á Zoran Ljubicic. En krafturinn hjá
Valsmönnum skilaði sér ekki í sókn-
inni og það vom heimamenn sem
skomðu fyrsta markið. Zoran tók
homspymu á 20. mínútu og Ragnar
Steinarsson framlengdi sendinguna
á Karl Finnbogason sem skallaði
boltann inn í markið. Markið virtist
slá Valsmenn algjörlega út af laginu
og kraftur þeirra fór þverrandi.
Annað mark leiksins kom á 36.
mínútu og var það gegn gangi leiks-
ins. Arnór Guðjohnsen tók auka-
spymu hægra megin fyrir utan víta-
teig Keflvíkinga. Mikill hamagangur
var í teignum og þegar boltinn var á
leiðinni út fyrir endalínu kom Ólafur
Ingason og sendi boltann með
hælspymu á Jón Stefánsson sem
kom boltanum í markið.
Eftir þetta ríkti jafnræði með lið-
unum. Vörn Keflvíkinga var ósann-
færandi, en sókn Valsmanna var að
sama skapi ekki beitt. Keflvíkingum
gekk illa að halda boltanum og
misstu hann oft á sínum vallarhelm-
ingi, en Völsumnum tókst ekki að
gera sér mat úr þeim tækifæmm.
Rétt fyrir leikslok komust heima-
menn aftur yfir. Ragnar Steinarsson
sendi góða fyrirgjöf fyrir mark Vals-
manna, Kristján Brooks kom á ferð-
inni og kastaði sér fram og skallaði
knöttinn glæsilega í markið.
Keflvíkingar byrjuðu mun betur í
seinni hálfleik og léku ágætis knatt-
spymu á köflum, en miðja Valsmanna
var sterk og áttu heimamenn erfítt
með að skapa hættuleg marktæki-
færi.
Það kom svo að því að Amór
Guðjohnsen fór að láta til sín taka.
Hann hafði ekki látið mikið að sér
kveða framan af leiknum, en hrökk
svo í gang um miðjan hálfleik og
skoraði tvö. mörk og fískaði víti á
tæpum tíu múnútum.
A 60. mínútu fiskaði hann víta-
spymu, en Bjarki Guðmundsson
markvörður hafði brotið klaufalega
á honum. Sigurbjörn Hreiðarsson
tók spyrnuna og Bjarki kom engum
vömum við. Jöfnunarmarkið hleypti
miklu lífí í leik Valsmanna og fimm
mínútum síðar geystist Ólafur Inga-
son upp hægri kantinn og gaf á
Arnór, sem skaut öruggu skoti fyrir
utan vítateig í bláhomið. Amór var
ekki hættur, því á 69. mínútu skor-
aði hann fjórða mark Valsmanna.
Keflvíkingar misstu boltann klaufa-
lega á miðjunni. Arnór skaust fram
og fékk góða sendingu og var ekki í
miklum vandræðum með að koma
knettinum í netið. Það hlýtur að
vera áhyggjuefni fyrir heimamenn
að Arnór Guðjohnsen, sem seint
verður sagður vera skjótari en
skuggi, skuli geta stungið vörn
þeirra af að vild.
Það sem eftir lifði leiks réðu Kefl-
víkingar ferðinni. Þeir breyttu leik-
skipulaginu, léku með þriggja
manna vörn og settu meiri þunga í
sóknarleikinn. A 82. mínútu minnk-
uðu þeir muninn í eitt mark. Róbert
Sigurðsson, sem kom inn á sem
varamaður í seinni hálfleik, kom
auga á Kristján Brooks óvaldaðan
inni í teig Valsmanna. Róbert gaf
góða sendingu fyrir og Kristján
skoraði örugglega framhjá mark-
manni Valsmanna.
Þrem mínútum síðar jafnaði annar
varamaður, Marko Tanasic, fyrir
heimamenn. Kristján Brooks skaut
fóstu skoti að marki Valsmanna og
Marko náði frákastinu og sendi bolt-
„VIÐ erum ekki í neinni
aðstöðu til að vera með allt
á hælunum í leikjum,"
sagði Gunnar Oddsson,
leikmaður og þjálfari Kefl-
víkinga, eftir leikinn.
„Þetta var mikilvægur
leikur og ég á erfitt með að
átta mig á því af hverju
þetta gekk ekki upp hjá
okkur.“
Keflvíkingar gáfust ekki
upp þrátt fyrir að vera
tveimur mörkum undir í
seinni hálfleik og var
Gunnar ánægður með þau
umskipti sem áttu sér stað
í leik liðsins undir lokin.
„Við náðum loks góðum
takti í spilið og jöfnuðum,
eitt stig úr leik er betra en
ekki neitt. Við erum komn-
ir í botnbaráttuna og verð-
um því að leggjast undir
feld og átta okkur á hvað
er að fara úrskeiðis hjá
okkur.“
Sigurður Björgvinsson,
sem þjálfar Keflvíkinga
ásamt Gunnari, var ekki í
vafa um ástæðuna fyrir úr-
slitunum. „Menn ætluðu
sér að sækja, en gleymdu
varnarleiknum. Það vant-
aði helminginn í leikinn."
Morgunblaðið/Jim Smart
KRISTJÁN Brooks fagnaði tveimui mörkum gegn Val.
í Keflavfk