Morgunblaðið - 15.06.1999, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 15.06.1999, Qupperneq 9
 MORGUNBLAÐIÐ ívmr ÍY'i1 r t ri rn / fr ti riTnn CT 9 PRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 B 9 BÖRN OG UNGLINGAR Spenna og víta- spyrnu- keppni ÞAÐ VAR mikil spenna í úrslita- leiknum í 5. flokki A - þegar gest- gjafar ÍBV mættu og Valur. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og því þurfti að grípa til I vítaspyrnukeppni. Heimasæturn- ar hjá ÍBV höfðu heppnina með sér og fögnuðu sigri, 4:3. Þórey Sigurðardóttir stóð í marki ÍBV og varði tvær spyrnur og Helga Möller tók síðustu spyrnu liðsins og innsiglaði sigurinn. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt mót hjá okkur þrátt fyrir rigning- una. Það var ekkert svo mikið mál að verja þessi víti. Ég reyndi að reikna út hvert Valsstúlkurnar | myndu skjóta, heppnin var með mér tvisvar - mér tókst að verja,“ sagði Þórey. Unnu alla leikina á mótinu nema einn Helga Möller sagðist ánægð með að hafa náð að skora úr víta- spyrnu sinni. „Það var stórkost- legt að sjá á eftir knettinum í netið - sigurinn var okkar,“ sagði Helga. „Okkur tókst að vinna alla leiki á mótinu nema einn á móti Fjölni - þá var jafntefli. Við höfum aldrei unnið á Pæjumóti áður, en höfum verið í öðru sæti. Við náðum tak- markinu nú - sigurinn var okkar. Breiðablik hefur svo oft fagnað sigri hér, það var kominn tími til hjá okkur að fagna,“ sögðu þær Þórey og Helga. Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson Með Lárusarbikarinn TINNA Hauksdóttir í sjöunda himni með Lárusarbikarinn sem hún fékk á pæjumótinu í Vestmannaeyjum. Tinna sú efnilegasta BLIKARNIR Þórey Sif, Ólöf Rut og Friðrún stóðu sig vel. Fögnuðu sigri og fengu háttvísi- verðlaun ÞÓREY Sif Friðleifsdóttir, Ólöf Rut Stefánsdóttir og Friðrún Þor- steinsdóttir fögnuðu sigri með B- liði 4. flokks Breiðabliks. Þær voru sáttar við lífið og tilveruna þegar Morgunblaðið hitti þær í rigning- unni á laugardeginum. „Það hefur gengið mjög vel hjá okkur, við er- um búnar að vinna alla leikina í okkar riðli. Okkur finnst flest skemmtilegra en að spila í rign- ingu. Það er hált að leika á blautum vellinum, en þetta er allt í lagi á meðan vel gengur. Við eigum tvo leiki eftir - leiki við UMFA og Val í riðlinum og ætlum að sjálfsögðu að vinna þá og fara alla leið í úrslitin. Ætli við mætum ekki stúlkunum í Stjörnunni í úrslitum, þar sem þær eru með mjög gott lið. En við erum ákveðnar að fara héðan ósigraðar með fyrstu verðlaun.“ Þetta gekk allt eftir hjá stelpunum; þær stóðu við sitt - fóru alla leið í úrslitaleik- inn þar sem þær sigruðu Stjöm- una, 2:1. Þær sýndu að það er hægt að ná langt með háttvísi, því 4. flokkur Breiðabliks hlaut háttvísi- verðlaun VISA á Pæjumótinu. LÁRUSARBIKARINN var veitt- ur til minningar um Lárus Jak- obsson. Bikarinn er veittur þeim leikmanni sem þykir efni- legastur á mótinu. Fyrir valinu að þessu sinni varð Tinna Hauksdóttir úr KR. „Þetta kom rosalega á óvart, ég gat ekki annað en tárast. Þar sem þetta er síðasta pæjumótið sem ég tek þátt í fer ég með rosalega góðar minningar frá Eyjum. Við urðum í fyrsta sæti í 3. flokki eftir sigur á Val, 3:1. Þetta er toppurinn og ég á erfitt með að trúa þessu ævin- týri. Ég er staðráðin að halda áfram að æfa og leika knatt- spyrnu. Viðurkenning eins og þessi hvetur mann til frekari dáða,“ sagði Tinna, sem gladd- ist innilega yfir frábærum ár- angri KR-Iiðsins. MORGUNHANI fær 20% afslátt af viðskiptum milli kl. 9 og 11 GLERAUGNABÚDIN HehncxitKickUer jDINj !___J 36 Opna KUMHO- hjólbarða golfmótið verður haldið á Kiðjabergsvelli, Grímsnesi, laugardaginn 19. júní 1999. Keppt verður um mjög glæsileg verðlaun fyrir 3 efstu sætin, með og án forgjafar. Nándarverðlaun á tveimur par 3 brautum og fyrir að vera næstur holu í tveimur höggum á 9./18. braut. Dregið verður úr skorkortum viðstaddra keppenda við verðlaunaafhendingu og sá sem fer HOLU í HÖGGI fær vinning að verðmæti 72.000 krónur. Verðlaun eru KUMHO gæðahjólbarðar að verðmæti yfir tvö hundruð þúsund krónur. Tímaskráning og upplýsingar í golfskálanum í síma 486 4495. Hæsta forgjöf verður gefin 24 (karlar) og 28 (konur). Hjólbarðastöðin, Bfldshöfða 8. Hjólbarðahöllin, Fellsmúla 24.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.