Morgunblaðið - 23.06.1999, Síða 4

Morgunblaðið - 23.06.1999, Síða 4
23. júní - 6. júLí Erfiðir tímar hjá Brooke Shields íþróttir Beinar útsendingar f sjónvarpi .............29 Morgunblaðið á netinu www.mbl.is Morgunblaðiö / Dagskrá Útgefandi Árvakur hf. Kringl- unni 1 103 Reykjavik. SÍMAR: SkiptiborÖ: 5691100 Auglýsingar 5691111. Dagskrá: beinn sími: 5691259 SJÓNVARP .....623 ÚTVARP.......30-43 Ýmsar stöðvar . .30-43 Krossgátan .......44 Þrautin þyngri ... .45 Lyfjanauðgun Heimildamynd um fórnarlömb nauðgara...............9 Andmann Dýrslegur einkaspæjari . .11 David Strickland Óvæntur harmleikur . . .16 Tilkynning tennisstjörnunnar Andre Agassi og leikkonunnar Brooke Shields um aö þau væru að skilja eftir næstum tveggja ára hjónaband kom eins og þruma úr heiðskíru lofti því hjóna- band þeirra hafði verið talið til fyrirmyndar- hjónabanda í Hollywood Þau leggja þó mikla áherslu á það aó þau séu enn mjög góðir vinir og séu í daglegu sam- bandi. Sigur Agassi á opna franska meistaramótinu f tennis í júnf- byrjun bendir til þess að hann sé að komast á réttan kjöl en honum hafði ekki gengiö nógu vel undanfariö. Shields var þó ekki á staðnum. „Hún hefði viljað vera hér, en er að vinna hörðum höndum að kvik- mynd," er haft eftir Agassi. Shields hef- ur átt erfitt undanfarið því auk þess að standa í skiln- aði við Agassi varð hún fyrir miklu áfalli þegar meðleik- ari hennar, Da- vid Strickland, í þáttunum „Laus og liðug" fyrirfór sér í mars síðastliðnum. „Dauöi hans hefur breytt lífi mínu fyrir fullt og allt. Ég hef aldrei vitað eins hörmulegan atburð," seg- ir Shields en bætir því við að hún viti að tfminn lækni öll sár og að hún muni komast í gegn um þessa erfióu tíma. Brooke Shields og Agassi Helen úr Nágrönn- um látin Ástralska leikkonan Anne Haddy er lék til margra ára í sápuóperunni Nágrönnum er látin, 68 ára aö aldri. Hún varð að yfirgefa þáttinn fyrir tveimur árum, en í tólf ár hafði hún leikió ömmuna Helen Daniels. Haddy þjáðist af ýmsum kvill- um. Hún fékk hjartaáfall árið 1979 og fór í aðgerð af þeim Anne Haddy í hlutverki sínu f Nágrönnum. sökum árin 1982 og 1983. Hún fór einnig í mjaðmaaðgerö áriö 1996 og hafði lengi átt við nýrnabilun að stríöa. „Sjónvarpsstöðin harmar frá- fall hennar," sagði talsmaður Ten Netwprk sem sýndi Ná- granna í Ástralíu. „Anne hafði ekki verið í þáttunum í tvö ár en kom samt alltaf annað slagið hingað til að svara aðdáenda- bréfum." Persóna hennar í þátt- unum lést fyrir framan sjónvarp- ið er hún horfði á brúðkaup barnabarns síns, sem Jason Donovan lék en brúður hans var leikin af Kylie Minogue. í raunveruleikanum lést Anne á sjúkrahúsi 6. júní síð- astliöinn og skilur eftir sig eig- inmann, sex börn og fimm barnabörn. EJFólk Fékk konfekt frá Kubrick • Leikkonan Leelee Sobieski er aðeins sextán ára en lék engu að sfður Jóhönnu af Örk í dýrustu sjónvarpsþátta- röð sem gerð hefur veriö. Hún lék einnig í myndinni „Eyes Wide Shut" undir leikstjórn St- anley Kubrick sem lést fyrr á árinu. „Ertökum lauk skrifaði hann mér og sendi mér og móður minni konfektkassa," segir Sobieski í nýlegu viðtali við People. „Ég borðaði síð- asta molann fyrir nokkrum mánuöum og það átti að boða gæfu. Núna vildi ég að ég hefði geymt hann." Hún ætlar þó alltaf að halda upp á bréf leikstjórans. „Stanley skrifaði: „Mér finnst leitt að ég skuli ekki hafa haft tíma til aö sýna þér London. Næst þegar þú kemur skal ég fara með þig í skoðunarferð." —★★★— Rick Spring- field aftur í sviðsljósið • Einhverjir muna sjálfsagt eftir Rick Spring- field frá byrjun níunda áratugar- ins þegar hann lék kyntröllið Dr. Noah Drake í þáttunum General Hospital og sló í gegn með smáskífulagiö „Jessie’s Girl". Hann hætti síöar í þáttunum til að ein- beita sér að tónlistinni og kvikmyndum en þegar myndin „Hard to Hold" náði engri að- sókn fór að halla undan fæti hjá honum og brátt hvarf hann úr sviðsljósinu. Nú er hann hins vegar farinn að gera vart við sig aftur og lék nýlega ást- mann Brooke Shields í tveim- ur þáttum af Lausri og liöugri eða „Suddenly Susan" og gaf út fyrstu breiöskífu sína, „Karma", sem fékk ágæta dóma í Rolling Stone. 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.