Morgunblaðið - 23.06.1999, Page 9
□ föMc
Lyfjanauðgun á dagskrá Sjónvarpsins
Skelfingin er ofboðsleg
Á undanförnum árum hefur borið á
því að nauögarar byrli fórnarlömbum
sínum svefnlyf á skemmtistöóum.
Sjónvarpið sýnir 6. júlí kl.
20.10 breska heimildamynd
þar sem fjallaö er um afbrot
af þessu tagi og rætt við kon-
ur sem hafa lent I þessum
óhugnaöi. Myndin ætti að
vekja áhuga margra, því þessi
vandi hefur gert vart við sig
hér á landi, og er umræöan
um hann þónokkur.
GANGA LÍKT OG í SVEFNI
Þórunn Þórarinsdóttir hjá
Stígamótum segir að fyrsta
konan hafi leitað til þeirra fyrir
sjö árum vegna þess gruns aö
henni hafi verió byrlað svefnlyf
og hún síöan misnotuð kyn-
feröislega.
„Það koma nokkur fórnar-
lömb á ári til okkar, auk þeirra
sem fá ráögjöf í gegnum síma.
Og sjálfsagt eru fjölmörg sem
hafa ekki samband. Tilvikum
hefur samt fjölgaö, en vonandi
er það bara aukin umræða
sem gerir þeim auöveldara fyr-
ir aö leita sér hjálpar."
- Er einhver sérstakur hópur
kvenna, sem verður frekar fyrir
barðinu á þessum nauðgurum
en annar?
„Nei, þetta getur komiö fyrir
alla, en hefur alltaf gerst t
skemmtistaðaferð. Þar verða
konurnar t öllum tilvikum við-
skila við manninn sinn eða
vinkonurnar, og hverfa. Við
álítum aö nauögararnir setji
lyfið t glasið, fylgist með við-
komandi og um leiö og hún
fer eitthvert ein frá er hún
numin á brott. Svo vakna þær
annað hvort á víöavangi eöa
heima hjá.sér, illa út leiknar
og allar mjög lasnar með mjög
sterk þynnkueinkenni.
Fórnarlömbin geta gengið
undir áhrifum lyfsins, en verða
stjörf og ganga líkt og í svefni,
með starandi augu og hægar
hreyfingar. í raun ekki ólíkt því
og ef um ofurölvun væri að
ræða. Flestar sem hafa hringt
drekka venjulega mjög í hófi,
og hafa fengið hvatningu frá
vinkonum sínum til að hringja
þar sem þær urðu vitni að því
að viökomandi drakk nánast
ekki neitt, og að þetta er alls
ekki f lagi.“
- Þær vita ekkert hvað hefur
gerst?
„Nei, og skelfingin er svo of-
boðsleg, því þær vita ekki hvar
þær voru, með hverjum, hvað
var gert við þær, hverjir sáu
þær eða hversu margir komu
að þessu. Þetta er hreint hel-
víti, og við vitum þess dæmi
að þessi óvissa hafi algjörlega
eyðilegt líf fórnarlambanna."
ALLIR í HÆTTU
- Hvað er hægt að gera í
þessum málum?
„Við segjum öllum að fara
strax upp á neyðarmóttöku í
rannsókn. Síðan að koma í
viðtöl til okkar til að reyna að
vinna úr vandanum, og grafast
fyrir um hvað geröist. Það
skiptir fórnarlambið rosalega
miklu máli að komast að ein-
hverju, þótt það sé mjög erfitt.
Við hvetjum alla sem hafa
grun um að eitthvaö hafi gerst
í þessa áttina eða óljóst og
skrítiö, að hafa samband jafn-
vel þótt það sé langt um liöið.
Það er betra að vera viss.“
- Eru fórnarlömbin alltaf
konur?
„Öll þau tilvik sem við höf-
um annast hafa veriö konur,
en við vitum að þau eru bara
brot þeirra sem eiga sér
stað, og getum ekki sagt til
um hvort karlmenn séu teknir
fyrir líka. En það hlýtur eigin-
lega að vera, þótt konurnar
séu fleiri."
- Er satt að í Bandaríkjun-
um hafi litarefni verið sett út í
þessi svefnlyf?
„Já, út í róhypnol svefnlyfið
sem hefur mest verið notaö í
þessum tilfellum. Þá breytir
drykkurinn um lit, alveg sama
hver hann er. En litaö ró-
hypnol hefur hingað til ekki
verið flutt inn til ísiands."
- Er þá eitthvað til varnar?
„Það eina sem við getum
ráölagt fólki er að skilja aldrei
drykkina sfna eftir eftirlits-
lausa á skemmtistað, einsog
ef allir fara saman á dansgólf-
ið. Hver og einn verður að
vera á varðbergi, og ef minnsti
grunur leikur á rmisnotkun að
fara strax í neyðarmóttökuna,
þaö getur skipt sköpum."
CIÍHSÍSVICI II ■ HÖICHillt I ■ CttÐAIOKCI 7 ■ ttlHClUHHI ■ ÍHtHtllSIIIII 15 ■ HilDIICÖIII II
9