Morgunblaðið - 23.06.1999, Blaðsíða 16
□ FöMt
Á sunnudagsmorgni seint í
febrúar renndi David
Strickland upp aö veitingastað
í Los Angeles ásamt vinum
sínum og virtist fullkomlega
hamingjusamur. Hann og
kærasta hans, Tiffani-Amber
Thiessen úr Beverly Hills
90210, ásamt leikkonunni
Brooke Shields og eiginmanni
hennar fyrrverandi Andre
Agassi hlógu og slógu á létta
strengi að sögn þeirra sem til
sáu. Flestir töldu þvf að
Strickland nyti lífsins sem vin-
sæll leikari eftir að hafa sleg-
ið í gegn sem treggáfaði mein-
leysinginn og tónlistargagnrýn-
andinn í þáttunum Suddenly
Susan eða Laus og liðug.
Færri vissu að á hrekkjavök-
unni árið 1998 lenti hann í
kókaínhandtöku og þurfti f
kjölfar hennar að halda sig frá
eiturlyfjum, fara í meðferö og
mæta reglulega í viðtöl til
dómara ellegar lenda í fang-
elsi.
HARMUR í HOLLYWOOD
Að morgni mánudagsins 22.
mars átti hann einmitt aö fara
í slíkt viðtal en hann mætti
aldrei. I stað þess leigöi hann
sér herbergi á móteli f Las Ve-
gas, bjó til snöru úr lakinu af
rúminu og hengdi sig. Hann
var aðeins 29 ára að aldri.
Öllum var brugðiö, sérstak-
lega í Ijósi þess aó fáir vissu
af handtökunni árið áður. „Ég
er eyöilögö yfir að missa
besta vin minn sem geislaöi
af hæfileikum og kímni,"
sagði í tilkynningu sem
Brooke Shields, meðleikkona
hans í Suddenly Susan, sendi
frá sér. „Ég bið Guð að gæta
hans góða hjarta, sem hefur
nú fengið hvíld."
Margir vissu aö Strickland
glímdi við áfengisvandamál
auk eiturlyfja en hann hafði
haldið því svo fjarri vinum sín-
um og samstarfsfólki að
fæsta grunaði að í óefni væri
komið.
UNGUR ÁFENGIS-
SJÚKLINGUR
Vandamálið var þó langt frá
því að vera nýtt af nálinni.
Strickland flutti sem unglingur
til Pacific Palisades, sem er
auðugt úthverfi í Los Angeles.
Þeir sem þekktu hann á þeim
árum segja hann hafa veriö
Ovæntur
harmleikur
Tveimur dögum áður en hann lést mætti Strickland í veislu
vegna Óskarsverðlaunahátíðarinnar.
Brooke Shields og David
Strickland voru góðir vinir
og léku saman í þáttunum
Suddenly Susan.
Kærustuparið Davld
Strickland og Tiffani-
Amber Thiessen
meðan allt lék í lyndi.
David Strickland úr Lausrí og liðugri
myndarlegan og ungan áfeng-
issjúkling. Eftir að hann út-
skrifaöist árið 1989 hóf hann
að reyna fyrir sér sem leikari.
Hann lék í nokkrum unglinga-
myndum auk þess sem hann
kom fram f sjónvarpsþáttun-
um Roseanne og Mad About
You.
Árið 1995 átti að hefja
framleiðslu á þáttunum Max
þar sem Strickland hefði farið
með aðalhlutverk. En erfiðleik-
ar komu upp í samstarfi fram-
leiöandans og sjónvarpsstöðv-
arinnar svo ekkert varð úr
gerð þáttanna. Margir telja að
með þeim hefði Strickland
fengið uppreisn æru og slegió
í gegn.
Eftir þessi vonbrigði ákvað
hann að taka aö sér aukahlut-
verk í Lausri og liðugri. Þætt-
irnir komu honum á kortið og
honum fóru að bjóðast hlut-
verk í kvikmyndum. í myndinni
„Forces of Nature" fór hann
með aukahlutverk og var mjög
ánægður með bæði hlutverkió
og samstarfsfólkió, sem hældi
honum í hástert.
ÖNNUR VONBRIGÐI
En þegar hann sá myndina
fullbúna varð hann fyrir von-
brigðum því mörg af þeim at-
riöum sem hann lék í höfðu
verið klippt út. „Slíkt er alltaf
aö gerast í Hollywood-myndum
en Strickland tók því ööruvísi
en flestir," sagði náinn vinur
leikarans. „Hann brotnaði nið-
ur og þurfti nauðsynlega að
verða sér úti um kókaín á
stundinni."
Á meðan hálfur heimurinn
fylgdist með Óskarsverð-
launaafhendingunni kvöldið
áður en Strickland stytti sér
aldur var hann að skemmta
sér f Las Vegas. Hann hitti
vændiskonu fyrir utan Oasis-
mótelið og leigði með henni
herbergi. Um miðnætti yfirgaf
hann herbergiö og hélt áfram
að heimsækja öldurhús.
Hann kom aftur á mótelher-
bergið seinna um nóttina,
keypti sér kippu af bjór, drakk
hana og hengdi sig, nokkrum
klukkustundum áöur en hann
átti að mæta í viötaliö til
dómarans.
Fráfall hans er harmaó í
kvikmyndaborginni og flestir
gáttaðir á því að jafn ungur,
efnilegur og vinsæll leikari og
hann skyldi ekki sjá neina leið
út úr vandanum.
16