Morgunblaðið - 23.06.1999, Side 27
Wiliam Shatner leikur sjálfan sig í myndinni
„Free Enterprise".
ég var að troða upp. Það kom
þó að því, ekki fyrir löngu. Ég
fór að kynna mér máliö, ræða
viö fólk, komast að því hvar
og hvenær uppákomurnar
hófust o.s.frv. Afraksturinn er
bók sem nefnist „Get a Life“
og kom út í apríl. Að auki er
fimmta Star Trek-skáldsagan
Dark Victory komin út sem
fjallar eins og hinar um ævin-
týri skipstjórans Kirk.“
Hvernig lýsirðu Star Trek-að-
dáendunum í bókinni, spyr
blaðamaður á sinni bjöguðu
ensku og allt í einu fær
Shatner þá flugu í höfuðið að
blaðamaður sé franskur og
byrjar að svara á flaumósa
frönsku. Nei, nei, ég er ís-
lenskur, flýtir blaóamaður sér
að segja.
„Ó, ertu íslenskur?" segir
hann og lyftir brúnum. „Mér
fannst ég greina franskan
hreim," segir hann og bætir
við glottandi: „Frakkar horfa á
mig með sama furöusvipnum
þegar ég byrja aö tala
frönsku."
Blaðamaður á bágt með að
trúa því en Shatner heldur
áfram: „Temmilegur áhugi
breyttist í einskæra uppljómun
þegar ég fór aó kynna mér að-
dáendur Star Trek. Ég upp-
götvaði að þeir allra hörðustu
eru áhugasamari um sjálfa sig
og félaga sfna í samtökunum
en leikarana.
Þeir fara á samkundur sem
tengjast Star Trek til þess að
fá viðurkenningu hver frá öðr-
um. Hvað svo sem veldur þvf
aö þeir eru á skjön við samfé-
lagiö er þeim tekið opnum
örmum í Star Trek-samtökun-
um vegna þessa sameiginlega
áhugamáls. Þessi viöurkenn-
ing er þeim óendanlega mikil-
væg og snertir þá djúpt. Ég
gerði mér betur og betur grein
fyrir þessu eftir því sem ég
talaði við fleiri. Áhangendur
sem mættu á svona ráðstefn-
ur gerðu það sjálfra sín
vegna, til að hitta gamla vini
og skemmta sér og nærvera
okkar skipti í sjálfu sér engu
máli. Það var bara rúsínan í
pylsuendanum."
MÆTTI í BÚNINGNUM
í KVIÐDÓM
Hvað um aðdáendur á borð
við Barböru Adams sem kom
fyrir í heimildarmyndinni
Trekkies og gengur allan dag-
inn í Star Trek-búningi, mætti
jafnvel þannig til fara þegar
hún sat í kviðdómi í Banda-
ríkjunum?
„Það virðist dálítið fáránlegt
í fyrstu," svarar Shatner. „En
þegar maöur rýnir lengra þá er
þetta eins og hvert annað
áhugamál. Sumir hafa gaman
af því að klæða sig sem sögu-
hetjur úr Star Trek. En mönn-
um hættir til að yfirsjást að
þeir eru aðeins að ganga einu
skrefi lengra en að mæta í
venjulegum fötum eða klæða
sig upp í tískuföt. Þá er ég
ekki að tala um öfgafólkiö
sem trúir því að það sé hold-
gervingar viðkomandi söguper-
sóna. Máliö er að það er
margt í gangi á Star Trek-ráð-
stefnum sem varla nokkur veit
um nema áhangendurnir sjálf-
ir. Það er t.d. starfræktur
30 ára reynsla
Hljóðeinangrunar-
gier
Alumina
Lux kerruvagn
OrvaUcí er
fyjáokkur
27