Morgunblaðið - 25.06.1999, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 25.06.1999, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 C 5jf Morgunblaðið/Amaldur efndi skoraði annað mark KR gegn Fram. Bjarki Gunnlaugsson er st með Guðmundi. Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram Áttum að fá vrtaspymu Valsmönn- um fyrir- munað að skora ÞAÐ voru sprækir Valsmenn sem mættu til leiks á Ólafsfjarðar- velli í gær og þeir blésu strax til sóknarknattspyrnu. Leifturs- menn urðu að láta sér lynda að verjast og má fá glögga mynd af gangi mála í fyrri hálfleik með því að líta á markskot liðanna, en Valsmenn áttu 15 skot að marki en heimamenn aðeins 4. Vörn Leifturs stóðst álagið og leikur liðsins skánaði í seinni hálfieik en úrslitin urðu 0:0 þrátt fyrir góð marktækifæri á báða bóga. Asgeir Elíasson, þjálfari Fram, var ekki ánægður með fyrsta tap liðsins í deildinni er þeir lutu í gi-as fyrir KR í Frosta- Ua/ur skjólinu, 3:1. „Ég við- Jónatansson urkenni að þetta var skrifar ekki nægilega gott hjá okkur. Við vorum hræddir framan af leik og spiluðum ekki nægilega skynsamlega. Við vor- um að láta þá taka af okkur boltann of aftarlega á vellinum. Eins voru sendingarnai' íram völlinn hjá okkur ekki góðar. Vonandi eigum við eftir að bæta leik okkai' enn frekar,“ sagði Ásgeir. „Það var meira sem féll þeim í hag í þessum leik. Þeir máttu í raun þakka fyrir að við fengum ekki vítaspymu og jöfnuðum leikinn. Dómarinn hafði engin tök á leiknum. Hann var ragur og þorði ekki að dæma viti á Kristján Finnbogason sem stökk inn í bakið á einum leikmanna minna. Það munar auðvitað miklu að fá ekki víti þegar lið eiga að fá víti og það átti líka að reka Kristján útaf fyrir brotið. Þetta ei'u allt atriði sem skipta máli. Við fengum tækifæri til að skora fleiri mörk, en þau féllu ekki fyrir okkim. Eftir að þeir gerðu þriðja markið var þetta orðið erfitt fyrir okkur.“ Þetta vai- fyrsta tap ykkar í deild- inni, er KR með besta liðið sem þið híifið spilað á móti það sem af er móti? „Ég veit það nú ekki. Ég tel að það sé enginn stór munur á liðunum í deildinni. KR-ingai' era með flinka leikmenn frammi og mótherjar þeirra verða að passa sig að láta þá ekki stela af sér boltanum því þá er voðinn vís. Ef þeir fá pláss eru þeir hættu- legir. Ég hef horft á þrjá leiki með KR-ingum í sumar og þeir hafa ekk- ert verið betri en andstæðingurinn. Það getur því allt gerst enn á Islands- mótinu,“ sagði þjálfai-inn. Bjarki Gunnlaugsson skoraði þriðja mark KR-inga í leiknum, skaut fóstu skoti utan vítateigs sem smau& undir Ólaf Björnlngi Pétursson, markvörð Hrafnsson Framara. Bjarki skrifar hafði áður farið illa með tvö sannkölluð dauðafæri og þá hafði Ólafur séð við honum með góðri markvörslu. En dæmið snerist við í þriðja sinn og Bjarki var mjög kátur með markið og sigurinn í leikslok. Sigurinn var mikilvægur fyrir okk- ur og gefúr toppsætið,“ sagði hann. „Ég fór illa með tvö dauðafæri og skil eiginlega ekkert í því, en náði að bjarga mér með mai'kinu í þriðju til- raun. Ég hef hins vegar alltaf sagt að framherji eigi fyrst að fara að hafa áhyggjur ef hann skapar sér ekki tækifæri. Ég náði alltént að skapa mér tækifæri.“ Heimamenn voru varla með fyrstu 20 mínútur leiksins. Valsmenn spiluðu ágætlega, dreifðu spilinu vel, Stefán Þór sóttu hratt og ör- Sæmundsson ugglega og skutu að skrífar marki þegar færi gafst en þótt þeir væru á skotskónum virtust þeir hafa gleymt markaskónum heima. Ólafur Ingason átti þrumuskot í þverslá á 18. mínútu eftir góða rispu upp miðjuna, Arnór Guðjohnsen náði boltanum en skoti hans var bjargað. Leiftur fékk reyndar eina færið sitt í hálf- leiknum mínútu síðar þegar Alex- ander Santos komst inn að mark- teig en skaut úr þröngri stöðu og Hjörvar Hafiiðason varði auðveld- lega. Á 32. mín. pressuðu Vals- menn gríðarlega, fyrst var skoti bjargað naumlega eða nánast á marklínu og síðan skaut Jón Stef- ánsson boltanum í þverslá og nið- ur. Valsmenn voru mun öflugri í hálfleiknum og virtust koma heimamönnum í opna skjöldu. Leiftur ætlaði að leika sóknar- bolta, það voru aðeins þrír menn í vörn og höfðu þeir nóg að gera og Bjarki segir að óþarfa vandræði hafi skapast fyrir leikinn vegna út- tektar á Fram-liðinu í KR-blaðinu, en sér þyki raunar að viðbrögðin við greininni hafí verið heldur ýkt. „Þetta voru sjónarmið eins manns og hann hefur beðist afsökunar og þar með er málið úr sögunni. En ég er ekki viss um að svo mikið hefði verið gert úr málinu hefði annað félag átt í hlut. En það breytii' ekki því að pressan er nóg á KR-ingum fyrir og við eigum ekki að gera hlutina erfið- ari með þessum hætti.“ Fyrir mánuði var Bjarki leikmaður Brann í Noregi, en nú er hann lykil- maður í KR-liðinu á toppi 0611031000- ar á Islandi. „Þetta eru frábær um- skipti. Ég var kominn á botninn í knattspyrnunni og það er algjör draumur að vera nú kominn á fulla ferð í svona góðu liði. Síðan spillir ekki fyrir að okkur gengur vel. Ég er stóðu fyrir sínu, sérstaklega Hlyn- ur Birgisson. Þorvaldur S. Guð- björnsson og Sergio Barbosa voru á köntunum og þurftu þeir að hlaupa mikið aftur, enda sóknar- þungi Vals mikill en sóknartilburð- ir Leifturs máttlitlir. Seinni hálfleikur var jafn fram- an af, Leiftursmenn þó heldur beittari. Santos átti ágætan skalla að marki sem Hjörvar varði vel en á 64. mín. fékk Valsmaðurinn Ólaf- ur Ingason óvænt færi eftir mistök Páls Gíslasonar í vörninni en Jens Martin varði skot hans í horn. Páll Guðmundsson og Uni Arge komust síðar í ágæt skotfæri við Valsmarldð en tókst ekki að skora. Þrátt fyrir markaleysið var leik- urinn býsna skemmtilegur. Það var gaman að fylgjast með vinnslu og leikni Arnórs á miðjunni hjá Val og Sigurbjörn Hreiðarsson var líka mjög sterkur. Með sama spili og meiri heppni upp við mark and- stæðinganna ættu Valsmenn að fara að hala inn stig. Hjörvar var afar öruggur í markinu og hefur sannarlega sprungið út. Hjá Leiftri voru Hlynur og Steinn V. Gunnarsson góðir og Jens Martin stóð fyrir sínu að vanda. alls ekki kominn í fulla leikæfingu, en batna með hverjum leiknum og er auðvitað ánægður og hamingjusamur með að leika án meiðsla. Ég hef ekki náð að leika svo marga leiki í röð í sex til sjö ár og nýt þess nú að leika knattspyrnu eftir tveggja ára baráttu við meiðsli.“ KR-ingar sitja í toppsætinu hið minnsta fram á kvöld og hafa tveggja stiga forskot á Eyjamenn, er liðin hafa bæði leikið sex leiki. Eyjamenn geta þó náð toppsætinu aftur í kvöld með sigri á Víldngum á Laugardals- velli og KR-ingar eiga erfiðan útileik gegn Leiftri á sunnudag. „Það er frá- bært að vera á toppnum og þar ætlum við að vera sem lengst, helst í allt sumar. En það er vissulega erfið töm framundan og mikið í húfi. Leift- ursleikurinn er á sunnudag, svo bikar- leikur gegn Fylki á miðvikudag og úti- leikur í Keflavík sunnudaginn á eftir.“ FOLK ■ ÞÓR Björnsson, markvörður og fyrirliði handknattleiksliðs Fram, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Þetta kemur fram á heima- síðu félagsins á Netinu. Á sama stað kemur fram að Páll Beck, leikmaður Fram, ætli einnig að rifa seglin, a.m.k. um stundarsakir. ■ LEÓ Örn Þorleifsson, línumað- urinn sterki úr KA, hefur afþakkað . tvö tilboð frá erlendum handknatt- leiksliðum, samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu hand- knattleiksdeildar KA. Danska 1. deildarliðið Kolding og nýliðar 1. deildarinnar þýsku, Nordhom, báru víurnar í Leó en höfðu ekki erindi sem erfiði. ■ LEÓ Örn ætlar sér í nám í Há- skóla Islands, en hefur ekki enn gert upp hug sinn með hvaða liði hann leikur á næstu leiktíð. ■ NEWCASTLE hefur keypt spænska varnarmanninn Elena Marcelino frá Mallorca fyrir um 600 milljónir króna. Hann mun leika við hlið Alains Goma, fyrrver- andi leikmanns París St. Germain, sem nýlega er genginn til liðs við Newcastle. ■ REAL Sociedad, sem hefur haft augastað á Þórði Guðjónssyni, hef- ur keypt kólumbíska landsliðsmið- herjann Victor Bonilla, sem er 29 ára. Samningurinn er til þriggja ára og kaupverðið talið vera um 300 milljónir króna. Hann á að fylla skarð Júgóslavans Darko Kovacevic, sem var seldur til Ju- ventus á dögunum. ■ STEFAN Malz, miðvallai'leik- maður 1869 Miinchen, er á förum til Arsenal fyrir óþekkta upphæð. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, bjóst við að Malz félli vel inn í liðið. ■ RÚSSNESKI markmaðurinn Dmitri Kharine er á leið til skoska Uðsins Celtic. Kharine sat á vara- mannabekk Chelsea bróðurpart síðasta tímabils. Hann hafði ekki áhuga á að endumýja samning sinn við félagið. ■ MILEN Petkov, landsliðsmaður Búlgaríu, er á leið til enska úrvals- deildarliðsins Southampton frá CSKA Sofía. Hann mun væntan- . lega skrifa undir þriggja ára samn- ing við félagið í dag, eftir að hann hefur gengist undir læknisskoðun hjá enska félaginu. Kaupverðið er tvær milljónir punda. ■ STILIAN Petrov, sem lék með Petkov hjá CSKA Sofía, hefur skrifað undir samning við Celtic og er kaupverðið 2,8 milljónir punda. ■ JEVGENY Kutsjerevskí, fyrr- um þjálfari ólympíuliðs Rússa í knattspyrnu, hefur hætt störfum sem þjálfari rússneska úrvalsdeild- arUðsins Uralan Elista eftir aðeins viku í starfi. Kutsjerevski, sem er 57 ára tíkraínumaður, hefur hætt hjá tveimur félögum á síðustu þremur vikum, en hann hætti hjá 1. deildarliðinu Arsenal Tula fyrr í þessum mánuði. „Ég þarf bara að hvíla mig frá knattspyrnunni." Hann gerði Dnepr Dnepropetr- ovsk af sovéskum meistara árið 1988 og þjálfaði ólympíulið Rússa 1993 til 1994. ■ BENYAMINAS Zelkyavichus, aðstoðarlandsliðsþjálfari Litháen, hefur tekið við rússneska liðinu Shinnik Yaroslavl og er þriðji þjálfari liðsins á árinu. Zelkya- vichus vann fyrsta leikinn semT hann stjórnaði liðinu, 3:1 á Dyna- mo Moskvu um síðustu helgi og var það aðeins annar sigur liðsins í 12 leikjum. ■ RACING Santander, sem Magn- ús Bergs lék með á árum áður, hef- ur tryggt sér Argentínumanninn Marcelo Espina, sem skrifaði undiiv fjöguraa ára samning við liðið. Nýttum ekki færin INGI Björn Albertsson, þjálfari Vals, var ekki sáttur við úrslitin í leikslok. „Nei, ég tel að ef við hefðum náð að nýta eitthvað af færunum okkar í fyrri hálfleik hefðum við farið býsna langt með það að vinna leikinn. Seinni hálfleikur var miklu jafnari. Við erum að ná góðum takti í spilið, sóknarboltinn gengur vel og varnarleikurinn er mikið að lagast og ég get því ekki annað en verið bjartsýnn á framhaldið,“ sagði Ingi Björn. Páll Guðmundsson, fyrirliði Leifturs, var þokkalega sáttur við jafnteflið. „Ég held þó að þetta sé aðeins að koma til hjá okkur en það vantar miklu meiri kraft í allar sóknaraðgerðir, alveg frá öftustu línu og fram. Við erum of fáir sem komum fram, en við erum alltaf að reyna að laga leik okkar,“ sagði Páll. Sigurinn mikilvægur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.