Morgunblaðið - 25.06.1999, Page 8

Morgunblaðið - 25.06.1999, Page 8
TENNIS/WIMBLEDON Reuters Sigri fagnað JELENA Dokic fagnar hér sigri á Martinu Hingis á Wimbledon- tennismótinu í fyrstu umferð. Sigur þessarar ungu áströlsku tennisstjörnu, sem er fædd í Belgrad í Serbíu, vakti heimsat- hygli. Hún hélt sigurgöngu sinni áfram f gær. Hér til hliðar sést Hingis eftir tapið - vonbrigðin eru mikil. Iartina Hingis sigraði Wimbledon tennismótið 16 ára. Nú er hún 18 ára og hefur verið í toppsæti heimslistans í nokkurn tíma. Hún tapaði óvænt niður góðri stöðu í úrslitum Opna franska meistaramótsins fyrr í mánuðinum og á þriðjudaginn datt hún út úr Wimbledon-mótinu í fyrstu umferð. Klukkustundum eftir þann ósigur dró hún sig út úr keppni í tvíliða- leik. Hingis er ekki fjTsta unga stúlkan sem lendir í vandræðum eftir skjótan frama í tennisheimin- um. Hverju má annars búast við þegar böm vinna Ferrari-bfla áður en þau fá bflpróf, ferðast um heiminn á fyrsta farrými, eyða meiri tíma á hót- elherbergjum en heima hjá sér og eru daglega undir álagi sem jafnaldr- amir þekkja aðeins úr prófum? Það er að minnsta kosti hægt að nefna nokkur dæmi um ungar stúlkur sem hafa farið illa á þessum lifnaði. Tracy Austin sigraði Opna banda- ríska meistaramótið 16 ára en stuttu síðar varð hún að hætta vegna þess að líkami hennar þoldi ekki álagið. Annað dæmi er Jennifer Capriati, sem var komin á topp tíu á heims- listanum 14 ára. Hún brotnaði niður andlega eftir að hafa fallið úr keppni í fyrstu umferð á Opna bandaríska meistaramótinu árið 1993. Að síðustu má nefna Andreu Ja- eger sem náði öðm sæti heimslist- ans 16 ára en hætta þá. Martina Hingis hefur átt í vand- ræðum eftir tapið á Opna franska mótinu, þar sem hún deildi við dóm- arann og þótti koma óíþróttamanns- lega fram. Eftir mótið reiddist hún móður sinni, sem hefur þjálfað hana frá tveggja ára aldri. Þær hafa ekki talast við síðan og móðirin mætti ekki til að sjá Martinu leika á Wimbledon. Ekkert er þó vitað um hve alvarlegir erfiðleikar Hingis em og allt eins líklegt að hún mæti sterk á næsta mót. Jelena Dokic, stúlkan 16 ára, sem sigraði Hingis í Wimbledon, gæti átt svipaða reynslu fyrir höndum. Hún var efst á heimslista unglinga í fyrra en álagið hefur nú aukist til muna. Hún fluttist ásamt fjölskyldu sinni frá Belgrad til Astralíu fyrir fimm árum og nú keppast íþróttavömframleiðendur um að gera við hana samning. Um- boðsmaður hennar, Jorge Salkeld, sagði það mikilvægt að hún fengi góða vernd. „Það er aðalatriðið að hún skaðist ekki á því að henni sé ætlað um of.“ Salkeld sagði hana vera nógu yfírvegaða til að takast á við allar þær kröfur sem nú eru gerðar til hennar. „Hún er einbeitt, leggur hart að sér og þyrstir í að sigra.“ faam Ali Daei til Hertha Bertín BAYERN Munchen hefur selt íranska landsliðs- manninn Ali Daei til Hertlia Berlín fyrir um 220 milljónir króna. Daei, sem leikur á miðjunni, hefur gert þriggja ára samning við Hertha. Hann var ósáttur með að vera ekki fastur maður í byrjunarliði Bayern og gafst upp á að vera hjá félaginu þegar hann fékk ekki tækifæri til að spreyta sig á móti Manchester United í úr- slitum Meistaradeildar Evrópu. Daei mun fá tækifæri til að leika í Meistara- deildinni með Hertha en liðið mun leika í fyrsta sinn í Evrópukeppni í 21 ár. Borgaryfirvöld í Berlín hafa þurft að ráðast í miklar framkvæmdir á Ólympíuleikvanginum í Berlín svo hann uppfylli þær kröfur sem alþjóða- knattspyrnusambandið gerir til valla sem notaðir eru fyrir stórleiki. Leik- vangurinn verður tilbúinn næsta haust og mun hann taka 60.000 manns í sæti. Nú tekur hann um 75.000 en þar af eru aðeins 16.000 sæti. Erfitt líf tennisstúlkna ,Æfi alltaf með pabba“ JELENA Dokic vakti heimsat- hygli þegar hún sló Martinu Hingis út úr Wimbledon-tennis- mótinu í fyrstu umferð. Hún er fiedd árið 1983 í Belgrad í Ser- bíu. Árið 1994 flutti hún ásamt fjölskyldu sinni til Sydney í Ástralíu og er nú ástralskur rík- isborgari. Hún á að baki glæstan feril í unglingaflokki, sigraði meðal ann- ars á Opna bandaríska meistara- mótinu ‘98 og var í efsta sæti heimslista unglinga þegar hún gerðist atvinnuníaður árið 1998. Síðan þá, og fram að sigrinum á Martinu Hingis, vakti mesta at- hygli góður árangur hennar á Hopman Cup-mótinu. Þar sigraði hún í tvenndarleik ásamt Mark Philipoussis. Henni gekk einnig vel í einiiðaleik og lagði þar meðal annarra Aranxta Senchez-Vicario, sem er nr. 4 á heimslistanum. I janúar komst hún í þriðju umferð á Opna ástralska meistaramótinu en tapaði þá fyrir Hingis. Dokic var að vonum himinlif- andi eftir sigurinn. „Ég lék mun betur í dag en þegar við mætt- umst á ástralska mótinu. Nú mætti ég til leiks með það í huga hvernig ég yrði að spila til að vinna svo að það var mikill mun- ur á,“ sagði hún strax eftir sigur- inn. f gær komst Dokic áfram í þriðju umferð þegar hún sigraði Katarinu Studenikovu frá Slóvakíu 6-0 4-6 8-6. Hún er einnig komin áfram úr fyrstu umferð í tvíliðaleik. Dokic og Hingis eiga það sam- eiginlegt að þær hafa alltaf verið þjálfaðar af öðru foreldri sínu. Hing- is af móður sinni en Dokic af föður sínum. Hún sagði föður sinn hafa haft mikil áhrif á sig. „Ég æfi alltaf með pabba og nokkrum æf- ingarfélögum. Hann hefur hjálp- að mér að ná eins langt og ég hef náð og fyrir það stend ég honun í þakkarskuld. Hann fylgist með öllum mótunum sem ég leik á og sér hvað ég þarf að bæta,“ sagði hún. Það er sjálfsagt ekki tími fyrir mikið annað en tennis í lífi Dokic en að áhugamálum hefur hún að renna sér á línuskautum, fara á ströndina og hlusta á Spice Girls. Fyrir Wimbledon-mótið var hún í 129. sæti á heimslistanum en er þegar komin upp um að minnsta kosti 80 sæti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.