Morgunblaðið - 30.07.1999, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999 B 3
FRJÁLSÍÞRÓTTIR / EM 22 ÁRA OG YNGRI
(ÞRÓTTIR
Morgunblaðið/Sverrir
VALA Flosadóttir átti ekki í vandræðum með að tryggja sér sæti í úrslitum stangarstökkskeppni Evr-
ópumótsins í gær - stökk aðeins einu sinni.
Vala og Þórey
komust í úrslit
Vala Flosadóttir og Þórey Edda
Elísdóttir komust í úrslit í
stangarstökki á Evrópumeistara-
■■■■■■ móti 22 ára og yngri
Hasse Sjögren sem hófst í Gauta-
skrifar borg í gær. Vala
frá Svíþpð gtökk 3>90 metra j
fyrstu tilraun og
nægði það henni til þess að komast
áfram. Þórey, sem ekki hefur keppt
í rúman mánuð vegna bakmeiðsla,
byrjaði á því að fara yfir 3,65 metra
og síðan 3,80 í annarri umferð. Sá
árangur nægði henni einnig til þess
að komast áfram. Úrslitakeppni
stangarstökksins fer fram á laugar-
dag. Annað kvöld keppir Vala á
hinu árlega DN Gala-móti í Stokk-
hólmi og verður þar í hópi nokk-
urra þekktustu frjálsíþróttamanna
heims.
Sveinn Margeirsson hlaupari er
einnig á meðal keppenda á Evrópu-
meistaramótinu. Hann hljóp síðdeg-
is í gær í undanrásum 3.000 metra
hindrunarhlaupsins. Gekk honum
ekki sem skildi og komst hann ekki
í úrslitin. Sveinn fékk næstlakasta
tíma 23 keppenda, 9.00,21 mínútu,
sem er tæpum sex sekúndum frá
hans besta. Hlaupið var mjög hratt
og þrátt fyrir að Sveinn hafi reynt
að fylgja andstæðingum sínum eftir
var getan ekki fyrir hendi að þessu
sinni og virkaði hann þreyttur.
Til þess að komast áfram þurfti
að hlaupa á 8.45,41. Þess má geta að
það er u.þ.b. þremur sekúndum
betri tími en íslandsmet Jóns Dið-
rikssonar.
Búast má við því að hörkukeppni
verði í úrslitum stangarstökksins á
sunnudaginn en meðal keppenda
þar auk Völu og Þóreyjar má nefna
Þjóðverjann Nastja Ryshich, sem
varð heimsmeistari innanhúss sl.
vetur. Hún stökk einnig 3,90 í und-
ankeppninni í gær og sýndi að hún
er til alls vís. Meðal þeirra sem ekki
komust í úrslitin var Mariana
Sanchez frá Spáni, en hún hefur
hæst stokkið 4,15 metra í ár.
Sanchez felldi byrjunarhæðina í
gær, 3,50 metra.
Genk steinlá í Slóveníu
BELGÍSKA meistaraliðið Genk,
lið bræðranna Þórðar, Bjarna
og Jóhannesar Guðjónssona,
fékk heldur en ekki útreið í for-
keppni Meistaradeildarinnar í
gær. Genk steinlá þá á útivelli
gegn Maribor frá Slóveníu, 5:1,
og á aðeins fjarlæga möguleika
á að komast í þriðju umferð for-
keppninnar, en sigur í henni
gefur sæti í sjálfri Meistara-
deildinni í vctur.
Þórður Guðjónsson var í
byijunarliði Genk í leiknum, en
bróðir hans, Bjarni, kom inn á
sem varamaður í seinni hálf-
leik. Bjarni segir að Genk hafi
alls ekki fundið sig í leiknum,
þjálfari liðsins hafi breytt um
leikaðferð skömmu fyrir leik og
breytt verulega út frá því fyrir-
komulagi sem liðið hafði beitt í
æfingaleikjum að undanförnu.
„Þetta gafst alls ekki nægi-
lega vel. Við áttum samt nokk-
uð í leiknum í fyrri hálfleik, en
svo hrundi leikur okkar í þeim
seinni og þá hreinlega gengu
þeir yfir okkur,“ sagði Bjarni.
Keppni hefst í belgísku deild-
inni annan laugardag og fyrsti
leikur Genk er gegn Ostend.
Bjarni segir að mikill hugur sé í
herbúðum Genk fyrir tímabilið,
þrátt fyrir áfallið i Slóvemu og
að sjálfsögðu sé stefnt að því að
verja meistaratitilinn. „Belgísk-
ir Qölmiðlar gera mikið úr
styrkleika Anderlecht og telja
liðið líklegt til að vinna alla þá
titla sem í boði eru,“ segir
hann. Þess má geta að nýráðinn
þjálfari Anderlecht gerði Genk
einmitt að meisturum á síðustu
leiktíð.
Genk hefur leikið á annan
tug æfingaleikja að undanförnu
og hafa bræðurnir Þórður og
Bjarni tekið þátt í þeim flestum.
Þórði hefur gengið sérlega vel í
þessum leilqum, skorað þrettán
mörk i sjö leikjum, og hefúr oft-
ast leikið á miðjunni fyrir fram-
an miðherja liðsins. Bjarni seg-
ist einnig bjartsýnn á sæti í lið-
inu. „Mér sýnist allt stefna í
það. Ég geri auðvitað mitt
besta og staðan mín í liðinu nú
er á hægri kantinum," sagði
hann.
ÞADSEM
ÚTIFRÝS
Ummæli Bjarna Jóhannsson-
ar, þjálfara íslands- og bik-
armeistara IBV i knattspyrnu
karla, í Morgunblaðinu eftir leik
íA og ÍBV fyrr í mánuðinum hafa
vakið mikla athygli. í viðtali við
undirritaðan laugardaginn 17. júlí
sl. undir fyrirsögninni „Geta bara
étið það sem úti frýs“
svaraði þjálfarinn fjór-
um spumingum. Er
rétt að birta hluta við-
talsins aftur.
Þú hefw verið gagn-
rýndw talsvert fyrir
leikskipulag liðsins og
menn eru ekki á eitt
sáttir við það fyrir-
komulag þitt að hafa
Steingrím Jóhannesson einan í
framlínunni. Hverju vilt þú svara
þessu?
„Ég segi það bara að við höfum
unnið deildina nú tvö ár í röð með
þessu fyrirkomulagi, þ.e. 4-3-3,
og Steingrímur hefur aldrei á sín-
um ferli skorað jafn mörg mörk á
sama tíma. Hann er oft mjög
sáttur við að vera einn í framiín-
unni hjá okkur, er markahæsti
leikmaður deildarinnar í ár og
tölumar tala sínu máli. Stein-
gilmur hefur skorað 31 mark í
þessu leikkerfi, 4-3-3, og það er
ekki svo lítið. Þess vegna frnnst
mér að þeii- geti bara étið það
sem úti frýs, þeir aðilar sem
gagnrýna mig og þetta fyrir-
komulag."
Eti þú kannast við þessa gagn-
rýni?
„Jú, ég hef heyrt þetta. Þetta
er hins vegar mitt svar við slíku
tali. Hitt er annað að leikkerfi eru
alltaf aðeins leikur að tölum og
leikmenn em alltaf ellefu á móti
ellefu í hverjum leik. Það sem
kannski hefur vantað hjá okkur
Eyjamönnum að undanförnu er
færsla á fremsta miðjumanninum
og vængmönnunum. Og það ætl-
um við að reyna að laga.“
Ummæli Bjama eru endurbirt
hér vegna viðtals við hann í
Fréttum, sem út komu í Vest-
mannaeyjum í gær. Þar er Bjarni
spurður hvort sama leikskipulag
verði við lýði áfram. Hann svarar:
„Já, það verður, enda hefur það
hentað okkur veí. Auðvitað era
ákveðnir hlutir sem hægt er að
laga frá leik til leiks og það ger-
um við þegar þarf. En ég vil nota
þetta tækifæri til að leiðrétta orð
sem höfð voru eftir mér í blaða-
viðtali í Morgunblaðinu fyi-ir
skömmu. Það viðtal fór fyrir
brjóstið á mörgum og það er skilj-
anlegt því að orð mín voru þar al-
gerlega slitin úr samhengi. Eins
og þau orð vora upp sett mátti
skilja þau sem ég væri að skamm-
ast út í stuðningsmenn ÍBV. Slíkt
er mér víðs fjarri enda era stuðn-
ingsmenn ÍBV þeir altryggustu
og bestu sem ég hef nokkum tíma
kynnst á mínum ferli.“
Morgunblaðið hafði samband
við Bjarna í gær og fór þess á leit
að hann drægi fyrrgreind um-
mæli sín til baka. Hann hafnaði
því og hafnaði jafnframt að hlýða
á segulbandsupptöku af áður-
nefndu yiðtali. Sú upptaka er til
og sannar að fráleitt er að halda
því fram að ummæli þjálfarans
hafi verið „algerlega slitin úr
samhengi" og sett upp á einhvern
óeðlilegan máta. Viðtal blaða-
manns við Bjarna hljóðaði upp á
ijórar spurningar og svör við
þeim og því undarlegt að hugsa
sér hvemig slíta hefði mátt þau
úr samhengi eins og þjálfarinn
vill vera láta.
Hvorki undirritaður né Morg-
unblaðið getur setið undir því að
vera sakað um að hafa ekki rétt
eftir. Öllum er frjálst að hlýða á
áðurnefnda upptöku, en Bjama
Jóhannssyni er ekki sæmandi að
bera fram ásakanir af þessu tagi.
Sé hann ósáttur við ummæli sín
ætti hann að viðurkenna það í
stað þess að falla í þá gamal-
kunnu gildra að skjóta sendiboð-
ann. .
Björn Ingi
Hrafnsson
Fráleitl er að halda
því fram að ummæli
þjálfarans hafi verið
„algerlega slitin úr
samhengi“
Norræn knatt-
spyrnusambönd
þinga í Reykjavík
Arlegur fundur formanna og
framkvæmdastjóra allra knatt-
spymusambanda á Norðurlöndum
verður haldinn í Reykjavík 7. ágúst
næstkomandi.
Eggert Magnússon, formaður
Knattspymusambands íslands,
sagði í samtali við Morgunblaðið að
á fundinum yrði rætt um sameigin-
leg málefni norrænu knattspymu-
sambandanna innan knattspymu-
sambands Evrópu (UEFA) og Al-
þjóðaknattspyrnusambandsins
(FIFA) og það sem efst væri á
baugi innan knattspyrnunnar. Þá
yrði rætt um ýmis sérmál, um
hvemig leikmenn norrænna liða
gætu tekið þátt í landsleikjum án
vandkvæða og um tryggingamál.
Einnig yrði fjallað um fyrirhugaða
sameiginlega umsókn Norðurlanda
um að halda Evrópukeppnina í
knattspymu árið 2006, en leikið yrði
í Finnlandi, Noregi, Danmörku og
Svíþjóð ef umsóknin yrði samþykkt.
Sérstakt Evrópuþing yrði haldið
hér á landi áður en keppnin færi
fram, ef af yrði.
Eggert sagði að árlegur fundur
norrænu knattspymusambandanna
hefði verið haldinn síðast hér á landi
árið 1993. Hann sagði að forystu-
menn sambandanna gerðu fleira en
að sitja fundi og fyrirhugað væri að
þeir gætu fylgst með úrslitaleikjum
opna Norðurlandamóts 21 árs-
landsliða kvenna, farið á hestbak og
í fljótareið niður Hvítá.