Morgunblaðið - 10.08.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.08.1999, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Kínverski sendi- herrann skoðar sig um í Stykkishólmi Gott og skjólsælt tjaldsvæði Flateyri - Búið er að setja upp hreinlætisaðstöðu og leiktæki á tjaldsvæðinu á Flateyri, en tjald- svæðið hefur verið í mótun sam- hliða gerð varnagarðanna. Búið er að endurskipuleggja svæðið og er seinna meir gert ráð fyrir stækkun með sáningu stærri flat- ar. Mjög góð aðsókn hefur verið framan af sumri, þrátt fyrir að aðeins fjórar vikur séu liðnar frá uppsetningu aðstöðunnar. Eftir tiikomu varnargarðanna hefur myndast skjólgott tjaldsvæði með miklu útsýni. Stykkishólmi - Kínverski sendi- herrann á Islandi heimsótti Stykk- ishólm nýlega ásamt fjölskyldu sinni. Sendiherrann, Wang Rong- hua, hefur starfað hér á landi frá því í fyrra. Tilgangur heimsókninnar var að kynnast lífí og starfi úti á lands- byggðinni og öðlast betri yfírsýn yf- ir íslenskt þjóðfélag. I Stykkishólmi var hann í boði bæjarstjómar. Hann og fjölskylda hans skoðuðu stofnanir og fyrirtæki í bænum og fóru í siglingu með Eyjaferðum um Breiðafjarðareyjar. Hann skoðaði einu beitukóngsverk- smiðjuna sem starfar hér á landi og hafði gaman af að fylgjast með framleiðsluferlinu. Það vakti athylgi hans að sjá hve mikil vélvæðing væri í vinnslunni og hann sagði að í Kína væru beitukóngsverksmiðjur en þar væri beitukóngurinn að mestu handunninn. Morgunblaðið/Egill Egilsson Byggiiigu snjóflóðavarnar- garðs í Siglufirði að ljúka BYGGINGU snjóflóðavamargarðs ofan við Siglufjörð lýkur í september, en framkvæmdir hófust síðasta sumar. Garðurinn, sem er um 20 metra hár og mikið mannvirki stendur fyrir neðan Strengsgil í Hafnarfjalli, þar sem flest flóðin hafa fallið og sveigir suður fyrir byggðina. Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson SNJÓFLÓÐAVARNARGARÐURINN, sem stendur í Hafnarfjalli, ofan við Siglufjörð er mikið mannvirki og sést það best ef hann er borinn sam- an við húsin og fólkið, sem er á gangi ofarlega eftir honum miðjum. Að sögn Skarphéðins Guð- mundssonar, forseta bæjarstjórnar Siglufjarðar, reyndist garðurinn vel síðastliðinn vetur er flóð féllu á hann. Hann sagði að þá hefði hann ekki verið orðinn jafn stór og nú og því væru miklar vonir bundnar við hann. Hann sagði að garðurinn félli ágætlega inn í umhverfið, þar sem hann kæmi í beinu framhaldi af náttúmlegum hrygg í fjallinu. Þá sagði hann að garðurinn sæist ekki frá miðbænum, heldur þyrfti að fara í suðurbæinn til að sjá hann. Það er Héraðsverk, sem sér um byggingu garðsins, en áætlaður kostnaður er um 230 milljónir króna. Fyrirtækið Bás sér um upp- græðslu garðsins, en kostnaður vegna hennar er áætlaður um 30 milljónir króna. Samanlagður kostnaður vegna þessa er því um 260 milljónir, en Skarphéðinn sagði að heildarkostnaðurinn yrði eitt- hvað hærri, þar sem inni í þessari tölu væri ekki kostnaður vegna hönnunar og eftirlits. Hann sagðist ekki hafa tölur yfir þann kostnað. Héraðsverk mun ljúka sínum framkvæmdum í september en Bás lýkur ekki sínum verkþætti fyrr en næsta sumar, en þó hefur þegar verið sáð í hluta garðsins. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason KINVERSKI sendiherrann og fjölskylda hans heimsóttu Stykkishólm í boði bæjarstjórnar. Þau skoðuðu einu beitukóngsverksmiðjuna sem starfar á Islandi. A myndinni sýnir Svanborg Siggeirsdóttir gestunum verksmiðjuna ásamt fulltrúum Stykkishólmsbæjar. Lagardýr og öl- flaska hlutskörpust Flateyri - Eins og endranær var haldin hin árlega sandkastala- keppni í Holti í Önundarfirði. Margir mættu á sandkastala- keppnina í ár og undu sér við ýmsa sköpun í sandinum. Stór hluti þátttakenda var fjölskyldu- fólk, en keppnin hefur notið vax- andi vinsælda ár hvert, bæði hjá einstaklingum og fjölskyldu- fólki. Úr sandinum risu kastalar, bæði háir og lágir, skjaldbökur, risaeðla og selur litu dagsins ljós og inni á milli þessara dýra gat að líta efri hlutann af ölflösku sem vakti óskipta athygli þeirra sem fylgdust með mótun þess- ara hluta. I bland við þetta gátu menn virt fyrir sér pýramída og sfinx. Óhætt er að segja að frumlegheit hafi ráðið ferðinni þennan dag og verðlaunin voru í samræmi við þessi frumlegheit. Þokusúld lá yfir firðinum mestan hluta dags en hlýtt var í veðri á meðan menn sinntu sköpunarþörf sinni. Morgunblaðið/Egill Egilsson Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir VESTUR-Islendingar frá Kanada komin á slóðir forfeðra og dvelja á íslandi í fjórar vikur. Frá vinstri: Dale Axel Bjömsson. Thor Magnus- son, Matthew Hoye, Kristjan M. Sigurdsson, Nathan A. Björnson og Krista Sigurdson. Vestur-íslensk ung- menni í heimsókn Egilsstöðum - Ungmenni frá Kana- da sem eiga rætur sínar að rekja til íslands hafa verið í heimsókn á ís- landi í sumar. Það er Þjóðræknisfélagið á ís- landi sem stendur fyrir heimsókn þeirra. Þau voru sex sem komu til Egilsstaða og voru flest á leið á aðra staði á Austurlandi, en ung- mennin hafa dvalið víða um land og unnið við hin ýmsu störf í fjórar vikur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.