Morgunblaðið - 10.08.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.08.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1999 25 FERÐALÖG Hótelálma með 22-24 herbergjum á Laugum í Sælingsdal Vilja ná erlendum ferðahópum í Dalina Hótelálma með 22 eða 24 góðum gistiher- bergjum verður útbúin í elstu byggingu skól- ans á Laugum í Sæl- ingsdal í vetur. Hótel- stjóri Hótels Eddu seg- ir Helga Bjarnasyni að unnt verði að fá er- lenda ferðahópa í Dal- ina þegar aðstaðan verður tilbúin. ELSTA byggingin á Laugum var í eigu ríkisins en nú hefur Dalabyggð eignast hana. Húsnæðið er illa farið og þarfnast mikilla lagfæringa og segir Stefán Jónsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, að ákveðið hafi verið að gera það upp sem hótel til þess að tryggja grundvöll hótelrekstrar í héraðinu til framtíðar. Grunnskólinn á Laugum hefur yfir að ráða miklu húsnæði sem Flugleiðahótel nýta til reksturs Hótels Eddu á sumrin. „Stjórnendur Flugleiðahótela segja okkur að kröfur í ferðaþjónustu hafi aukist. Herbergi eins og algengust eru í heimavistarskólum verði ekki boðleg eftir tvö til þrjú ár og okkur verði þar með skákað út af markaðn- um. Hótel Edda á Laugum er eina hótelið í héraðinu og við þurfum því að ráðast í framkvæmdir til að halda þessum miðpunkti í ferðaþjónust- unni,“ segir Stefán. í elstu álmu skólans verða gerð 22 til 24 herbergi með þeim þægindum sem gerðar eru kröfur um, með baði, síma og sjónvarpi. Kostnaður við framkvæmdina er áætlaður 55 millj- ónir kr. Sveitarfélagið leggm- fé í hlutafélag sem mun eiga húsnæðið og reka og er reiknað með að fá fleiri fjárfesta til liðs við félagið. Þótt fjár- mögnun sé ekki lokið, að sögn Stef- áns sveitarstjóra, hefur verið ákveð- ið að hefjast handa í næsta mánuði og ljúka framkvæmdum fyrir vorið. Mörg ættarmót í sumar Er hótelstjórinn við? spyr blaða- maður stúlku í afgreiðslu Hótels Eddu á Laugum. „Hún er hér,“ segir Helga María Albertsdóttir, hinn ungi hótelstjóri, og lætur sér ekki bregða. Er þetta greinilega ekki í fyrsta skipti sem hún fær slíka spurningu. Hótel Edda á Laugum er talsvert utan hringvegarins fræga sem flestir erlendir ferðamenn fara eftir og missir því að mestu af viðskiptum Morgunblaðið/Áslaxig Ásgeirsdóttir ÞETTA er elsta bygging skólans á Laugum í Sælingsdal. Ákveðið hef- ur verið að breyta henni í hótel með 22-24 góðum herbergjum. HINN ungi stjórnandi Hótels Eddu á Laugum telur unnt að fá erlenda ferðahópa í Dalina þegar hótelálman verður tilbú- in. Á bak við Helgu Maríu Al- bertsdóttur sést í sundlaugina. þeirra. Á staðnum er hins vegar mjög góð aðstaða til að halda ættar- mót. Helga segir að hótelið hafi sóst eftir ættarmótum og fengið mörg stór mót í sumar. Þau stærstu 300 manna. Helga María hefur unnið á Eddu- hótelum við hringveginn og segir mikinn mun á rekstri þeirra og hót- elsins á Laugum. Erlendu hóparnir komi alla daga vikunnar, borði kvöldmat og gangi snemma til náða. Ættarmótin séu hins vegar að sjálf- sögðu um helgar og þá sé oft mikið fjör og langur vinnutími. I miðri viku sé svo lítið um að vera. „En ég hef lært mjög mikið á því í sumar að vera eingöngu með landann, sjá hvernig hann er á ferðalögum,“ segir Helga María. Hótelstjóranum líst vel á breyt- inguna á elstu álmunni. Hún segist nú hafa yfir að ráða 35 herbergjum, allt dæmigerðum herbergjum í heimavistarskóla. „Það skerðir möguleika okkar því margir hópar biðja um herbergi með baði. Það hef- ur aukist og virðist öll gisting vera að færast upp í þann flokk. Þegar nýju herbergin komast í gagnið get- um við boðið báða gistimöguleikana og gert fleiri gestum til hæfis,“ segir Helga María. Hún vonast til að með því að bjóða þessa aðstöðu verði unnt að fá erlendu ferðahópana til að leggja þessa lykkju á leið sína um hringveginn. Hún segir að Dalina hafí vantað nauðsynlegt kennileiti til þess að draga erlendu ferðahópana þangað. Vonast hún til að uppbygging skála Eiríks rauða á Eiríksstöðum í Haukadal og minnismerki um Leif heppna geti orðið staðurinn sem dragi ferðafólkið að. „Stefnt er að því að auglýsa upp Eiríksstaði. Einnig er unnið að því að merkja gönguleiðir í Sælingsdal. Sagan er hér um allt en það þarf að vera hægt að benda fólki á að skoða ákveðna staði." Hugmyndir um skólabúðir aldraðra Ýmsar hugmyndir eru uppi um nýtingu hótelálmunnar yfir vetrar- tímann þar sem ekki er lengur þörf fyrir herbergin fyrir skólann. Stefán Jónsson segir að skólahúsnæðið standi autt um helgar og væri hægt að nýta það í tengslum við hótelið á þeim tíma, nefnir hann í því sam- bandi skólabúðir aldraðra, móttöku fyrirtækjahópa í hugmyndavinnu og jafnvel heilsurækt. Rætt hefur verið við Félag aldr- aðra í Reykjavík og Landssamband aldraðra um þá hugmynd að vera með skólabúðir aldraðra um helgar á Laugum. „Margir hafa ekki undirbú- ið sig nógu vel fyrir ellina. Hingað gætu hóparnir komið í nám og dvalið frá föstudegi fram á sunnudags- kvöld. Til dæmis væri hægt að kenna fólkinu að nýta sér tölvutæknina, kenna þeim á Netið og að greiða reikninga í gegnum bankalínur." Einnig hefur komið til tals að taka á móti starfsfólki íyrirtækja til hug- myndaauðgivinnu og einstaklingum í heilsurækt. Frábær fyrirtæki . Ritfanga-, blaða- og leikfangaverslun á mjög góðum stað í verslunar- miðstöð og í eigin húsnaeði sem einnig ertil sölu. Mikill annatími framundan og því besti tíminn til að eignast slíkt fyrirtæki. Velta 20 millj. Gott verð og góð kjör. 2. Þekktauglýsingastofa með mikið af föstum viðskiptamönnum. ðll tæki sem þarf fyrir svona stofu. Laus strax. Gott verð. 3. Lítil blómabúð sem veltir þó miklu. Er að flytja í stærra húsnæði á sama stað og getur þar tekið inn gjafavörur og aukið enn veltuna. Góðir tekjumöguleikar og lifandi og skemmtileg vinna. Laus strax. 4. Tískuvöruverslun á Laugaveginum. Flytur inn að mestu frá París og Spáni. Falleg búð með fallegar vörur. Plássið býður upp á stækkun verslunarinnar. 5. Eitt snyrtilegasta og besttækjum búna innrömmunarfyrirtæki borgar- innar til sölu. Mikið úrval af fallegum römmum. Innrammar og plastar. Næg verkefni svo þú getur unnið eins og þér sýnist og þénað meira og meira og meira. 6. Þekkt skipasala til sölu með mikið af góðum samböndum. Einnig með góða bílasölu, þekkta fasteignasölu og kvótasölu. 7. Húsgagnaviðgerðarverkstæði til sölu. Áratuga gamalt fyrirtæki sem þarf að flytja á nýjan stað, þarf ca 100 fm. Mikil verkefni bíða og fylgja með. Góðar tekjur fyrir laghenta menn. 8. Pekkt heildverslun sem selur að mestu þekktar snyrtivörur. Góð umboð fylgja með. 9. Skyndibitastaður með sælgætissölu er til sölu. Opinn aðeins til kl. 18 á daginn. Lokaður um helgar og því frábær vinnutími. Góð velta og afkoma. Aldrei meira úrval af frábærum fyrirtækjum á söluskrá og við aidrei hressari, enda nýkomnir úr sumarfríi, súlbrúnir og fullir af orku. Komið og blaðið í söluskránni, þar er eitthvað fyrir alla. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASAlAN SUÐURVE R I SlMAR 581 2040 OG 581 4755. REYNIR ÞORGRÍMSSON. Síðustu dagar útsölunnar! £nn meiri verðlækkun Tískuverslun • Kringlunni 8-12 •Sími 5533300 hjólaðu í nýtt hjól Hjólaðu í nýtt hjól fráTrek, Gary Fisher eða Klein. Topphjól með vönduðum búnaði og ævilangri ábyrgð á stelli og gaffli. Hjól fýrir alla aldurshópa. fisher TREK. GttJPSHIFT. C« KLEIN CATEYE smmono-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.