Morgunblaðið - 10.08.1999, Síða 18

Morgunblaðið - 10.08.1999, Síða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Kínverski sendi- herrann skoðar sig um í Stykkishólmi Gott og skjólsælt tjaldsvæði Flateyri - Búið er að setja upp hreinlætisaðstöðu og leiktæki á tjaldsvæðinu á Flateyri, en tjald- svæðið hefur verið í mótun sam- hliða gerð varnagarðanna. Búið er að endurskipuleggja svæðið og er seinna meir gert ráð fyrir stækkun með sáningu stærri flat- ar. Mjög góð aðsókn hefur verið framan af sumri, þrátt fyrir að aðeins fjórar vikur séu liðnar frá uppsetningu aðstöðunnar. Eftir tiikomu varnargarðanna hefur myndast skjólgott tjaldsvæði með miklu útsýni. Stykkishólmi - Kínverski sendi- herrann á Islandi heimsótti Stykk- ishólm nýlega ásamt fjölskyldu sinni. Sendiherrann, Wang Rong- hua, hefur starfað hér á landi frá því í fyrra. Tilgangur heimsókninnar var að kynnast lífí og starfi úti á lands- byggðinni og öðlast betri yfírsýn yf- ir íslenskt þjóðfélag. I Stykkishólmi var hann í boði bæjarstjómar. Hann og fjölskylda hans skoðuðu stofnanir og fyrirtæki í bænum og fóru í siglingu með Eyjaferðum um Breiðafjarðareyjar. Hann skoðaði einu beitukóngsverk- smiðjuna sem starfar hér á landi og hafði gaman af að fylgjast með framleiðsluferlinu. Það vakti athylgi hans að sjá hve mikil vélvæðing væri í vinnslunni og hann sagði að í Kína væru beitukóngsverksmiðjur en þar væri beitukóngurinn að mestu handunninn. Morgunblaðið/Egill Egilsson Byggiiigu snjóflóðavarnar- garðs í Siglufirði að ljúka BYGGINGU snjóflóðavamargarðs ofan við Siglufjörð lýkur í september, en framkvæmdir hófust síðasta sumar. Garðurinn, sem er um 20 metra hár og mikið mannvirki stendur fyrir neðan Strengsgil í Hafnarfjalli, þar sem flest flóðin hafa fallið og sveigir suður fyrir byggðina. Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson SNJÓFLÓÐAVARNARGARÐURINN, sem stendur í Hafnarfjalli, ofan við Siglufjörð er mikið mannvirki og sést það best ef hann er borinn sam- an við húsin og fólkið, sem er á gangi ofarlega eftir honum miðjum. Að sögn Skarphéðins Guð- mundssonar, forseta bæjarstjórnar Siglufjarðar, reyndist garðurinn vel síðastliðinn vetur er flóð féllu á hann. Hann sagði að þá hefði hann ekki verið orðinn jafn stór og nú og því væru miklar vonir bundnar við hann. Hann sagði að garðurinn félli ágætlega inn í umhverfið, þar sem hann kæmi í beinu framhaldi af náttúmlegum hrygg í fjallinu. Þá sagði hann að garðurinn sæist ekki frá miðbænum, heldur þyrfti að fara í suðurbæinn til að sjá hann. Það er Héraðsverk, sem sér um byggingu garðsins, en áætlaður kostnaður er um 230 milljónir króna. Fyrirtækið Bás sér um upp- græðslu garðsins, en kostnaður vegna hennar er áætlaður um 30 milljónir króna. Samanlagður kostnaður vegna þessa er því um 260 milljónir, en Skarphéðinn sagði að heildarkostnaðurinn yrði eitt- hvað hærri, þar sem inni í þessari tölu væri ekki kostnaður vegna hönnunar og eftirlits. Hann sagðist ekki hafa tölur yfir þann kostnað. Héraðsverk mun ljúka sínum framkvæmdum í september en Bás lýkur ekki sínum verkþætti fyrr en næsta sumar, en þó hefur þegar verið sáð í hluta garðsins. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason KINVERSKI sendiherrann og fjölskylda hans heimsóttu Stykkishólm í boði bæjarstjórnar. Þau skoðuðu einu beitukóngsverksmiðjuna sem starfar á Islandi. A myndinni sýnir Svanborg Siggeirsdóttir gestunum verksmiðjuna ásamt fulltrúum Stykkishólmsbæjar. Lagardýr og öl- flaska hlutskörpust Flateyri - Eins og endranær var haldin hin árlega sandkastala- keppni í Holti í Önundarfirði. Margir mættu á sandkastala- keppnina í ár og undu sér við ýmsa sköpun í sandinum. Stór hluti þátttakenda var fjölskyldu- fólk, en keppnin hefur notið vax- andi vinsælda ár hvert, bæði hjá einstaklingum og fjölskyldu- fólki. Úr sandinum risu kastalar, bæði háir og lágir, skjaldbökur, risaeðla og selur litu dagsins ljós og inni á milli þessara dýra gat að líta efri hlutann af ölflösku sem vakti óskipta athygli þeirra sem fylgdust með mótun þess- ara hluta. I bland við þetta gátu menn virt fyrir sér pýramída og sfinx. Óhætt er að segja að frumlegheit hafi ráðið ferðinni þennan dag og verðlaunin voru í samræmi við þessi frumlegheit. Þokusúld lá yfir firðinum mestan hluta dags en hlýtt var í veðri á meðan menn sinntu sköpunarþörf sinni. Morgunblaðið/Egill Egilsson Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir VESTUR-Islendingar frá Kanada komin á slóðir forfeðra og dvelja á íslandi í fjórar vikur. Frá vinstri: Dale Axel Bjömsson. Thor Magnus- son, Matthew Hoye, Kristjan M. Sigurdsson, Nathan A. Björnson og Krista Sigurdson. Vestur-íslensk ung- menni í heimsókn Egilsstöðum - Ungmenni frá Kana- da sem eiga rætur sínar að rekja til íslands hafa verið í heimsókn á ís- landi í sumar. Það er Þjóðræknisfélagið á ís- landi sem stendur fyrir heimsókn þeirra. Þau voru sex sem komu til Egilsstaða og voru flest á leið á aðra staði á Austurlandi, en ung- mennin hafa dvalið víða um land og unnið við hin ýmsu störf í fjórar vikur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.