Morgunblaðið - 10.08.1999, Síða 30

Morgunblaðið - 10.08.1999, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Almyrkvi á sólu sést í Evrópu og Miðausturlöndum á morgun Mikill áhugi meðal al- mennings Búkarcst, Karachi, London, Nýju Delhí, París, Teheran, Reuters. AFP. AP. The Daily Telegraph. MIKILL áhugi er meðal almennings í Evrópu og Miðausturlöndum á almyrkva á sólu, sem verður er skuggi tunglsins fellur á jörðina á morgun. Líklega er þó áhuginn óvíða meiri en á Bretlandi, en þar er óttast að umferðaröngþveiti skapist er tugþúsundir manna flykkjast til syðsta odda landsins til að sjá almyrkvann sem best. AP STRAUMUR bifreiða á leið til Cornwall-héraðs á suðurodda Bret- lands í gær. Við veginn hefur verið búin til blómaskreyting sem myndar orðið „eclipse", eða sólmyrkvi. Almyrkvi á sólu verður á 111 km breiðu belti sem nær frá hafinu úti fyrir Nova Scotia í Kanada og berst með 2.450 km hraða yfir Atlantshaf- ið, suðvesturodda Englands, Frakk- land, Suður-Þýskaland, Austurríki, Ungverjaland, Rúmeníu, Búlgaríu og áfram austur yfír Svartahaf, Tyrkland, írak, Iran, Pakistan og Indland. Talið er að allt að tveir milljarðar manna geti virt sólmyrk- vann fyrir sér áður en hann tekur enda yfir Bengalflóa. Sólmyrkvinn mun vara í tvær og hálfa klukkustund, þótt tunglið muni ekki fela sólina að fullu nema í andartak. Lengst mun verða hægt að virða almyrkvann fyrir sér í Rúmeníu, þar sem hann mun vara í 2 mínútur og 23 sekúndur. Sól- myrkvinn mun sjást hér á landi í fyrramálið, en þó verður ekki um al- myrkva að ræða, því einungis 65% af sólarskífunni verða hulin af tunglinu. Bretar áhugasamir Yfir 80 þúsund ferðamenn voru í gærmorgun komnir til héraðsins Comwall á suðvesturodda Eng- lands til að verða vitni að almyrkv- anum. Búist er við að þangað muni liggja mikill straumur fólks í dag og í fyrramálið, þrátt fyrir að útlit sé fyrir að nokkuð hafi dregið úr áhug- anum vegna veðurspárinnar, sem gerir ráð fyrir að ský muni hylja himininn og hamla skyggni, og ít- rekaðra viðvarana stjómvalda um hættu á umferðaröngþveiti og var- anlegum augnskaða, sem hlotist getur af því að stara í átt að sólu. Þótt flestir viti að sólmyrkvi eigi sér þá ofur hversdagslegu skýringu að tunglið skyggir á sólina í örskots- stund á venjubundinni hringferð sinni um jörðina, túlka sumir hann sem einhvers konar yfimáttúmlegt íyrirbæri er geti leyst hulin öfl úr læðingi. Meðlimir breskra „nýaldar- samtaka" sem hyggjast halda hátíð í Comwall á morgun vilja meina að það geti vart verið tilviijun að al- myrkvinn hefjist þar klukkan ellefu mínútur yfir ellefu á ellefta degi mánaðarins. Altént er búist við stómm hópi „nýaldarsinna" til Comwall á morgun. Ekki munu þó allir áhugasamir Bretar flykkjast til Cornwall, því þúsundir manna hafa pantað far með ferjum til Frakklands í fyrra- málið, en talið er að skilyrði verði sérlega góð á Ermarsundi til að berja sólmyrkvann augum. Sum ferjufyrirtæki hafa bætt við ferð- um, og mikil eftirspurn hefur einnig verið eftir hótelrými á Ermarsundseyjunum. Þá seldust 200 sæti í tveimur Concord-þotum British Airways upp fyrir hálfu ári, en þoturnar munu elta sólmyrk- vann á hljóðhraða. Þess má geta að miðarnir kostuðu 1.500 pund hver, eða um 175.000 íslenskar krónur, en farþegarnir þurfa í það minnsta ekki að hafa áhyggjur af veður- spánni, því flogið verður ofar skýj- um. Best skilyrði í íran Sérfræðingar telja að best skil- yrði til að fylgjast með sólmyrlwan- um verði í borginni Isfahan í íran, þar sem yfirvöld hafa útbýtt 600.000 pörum af sólgleraugum. Klerka- stjómin í Iran lýsti því yfir í gær að það væri „skylda allra múslíma“ að leggjast á bæn á meðan á myrkvan- um stendur. Lengst mun almyrkvinn sjást í Rúmeníu, eins og fyrr segir, og frá flugfélögum fást þær upplýsingar að flug til höfuðborgarinnar Búkarest dagana fyrir sólmyrkvann hafi selst upp fyrir löngu. Hótel í borginni munu einnig vera fullbók- uð. Sitthvað verður gert í Búkarest til að halda upp á atburðinn, og meðal annars mun óperusöngvarinn Luciano Pavarotti halda þar tón- leika annað kvöld. Tískuhönnuðurinn Paco Rabanne hefur spáð því að rússneska geim- stöðin Mír muni falla á París á með- an á sólmyrkvanum stendur og leggja borgina í rúst. Hefur Ra- banne yfirgefið París og gefið öllu starfsfólki í tískuhúsi sínu í borginni frí á morgun. Fáir hafa tekið mark á spádómi tískuí'römuðarins, og ætti engan að undra, en fregnir herma að nokkrir efasemdarmenn hyggist halda teiti fyrir utan tískuhúsið í skugga tungslins. Dómsdagsspár og hjátrú Reyndar gætir víða hjátrúar varðandi sólmyrkvann. I Indlandi og Nepal, þar sem lýst hefur verið yfir frídegi á morgun, trúa margir því að matur spillist vegna myrk- vans og hyggjast fasta. Þar eru van- færar konur einnig varaðar við því að afhjúpa eða snerta kvið sinn á meðan á sólmyrkvanum stendur, og þeim er ráðið frá því að festa svefn. Þá hafa geistleg yfirvöld í Pakistan gefið ófrískum konum fyrirmæli um að liggja fyrir meðan sólmyrkvinn gengur yfir, til að koma í veg fyrir að böm þeirra verði vansköpuð. I þessum löndum er raunar ólíklegt að mikið verði að sjá, því monsún- rigningar munu að öllum líkindum hamla skyggni. Verktaka kennt um harmleik í Manila Manila. Reuters. RANNSÓKN stjómvalda á Filipps- eyjum þykir hafa leitt í ljós að und- irstöður húsa, sem urðu jarðvegs- hrani að bráð í höfuðborginni Manila í liðinni viku með þeim af- leiðingum að a.m.k. 48 manns fór- ust, voru ótryggar og að verktakan- um, sem byggði húsin, hafi verið fullkunnugt um það. I skýrslu rann- sóknaraðila era fulltrúar stjóm- valda jafnframt gagnrýndir fyrir að hafa ekki krafist betra öryggis við byggingu húsanna. Miklar rigningar ollu jarðvegs- hraninu í síðustu viku, en um 25 hús í Austur-Manila eyðilögðust gjör- samlega í hamförunum og um eitt hundrað manns grófust undir. I gær var búið að finna lík 48 manna en talið var líklegt að um 30 til við- bótar leyndust í húsarústunum. ---------------- Tíu sakfelldir í Jemen Aden í Jemen. AP. ÁTTA Bretar og tveir Alsírbúar, sem gefið hafði verið að sök að eiga samstarf við öfgasinnaða múslima, voru í gær fundnir sekir um sam- særi um stofnun óaldaflokks með það að markmiði að leggja á ráðin um hryðjuverk í Jemen. Mennimir vora dæmdir í allt að sjö ára fang- elsi. Fjórir Bretanna vora einnig fundnir sekir um að hafa lagt á ráð- in um að sprengja í loft upp bresku ræðismannsskrifstofuna, kirkju og hótel í borginni Aden. Þrír vora dæmdir til þeirrar fangelsisvistar sem þeir hafa þegar sætt síðan réttarhöldin hófust í jan- úar; þyngsta dóma hlutu Malek Nasser Harhra og Mohsin Ghailan, sem dæmdir vora í sjö og þriggja ára fangelsi, en munu sitja dómana af sér hvom á eftir öðram. Hálf milljón dansar eftir teknó-tónlist YFIR hálf milljón unnenda teknó-tónlistar safnaðist saman í Zilrich í Sviss um helgina og dansaði á Quaibrúnni og annars staðar kringum Zurich-vatnið í árlegri göngu um borgina. Gang- an stóð yfír í meira en fimm tíma og við tóku fjölmargar kvöld- skemmtanir víðsvegar um borg- ina fram á nótt. Sænska stjórnin birtir gagnrýna skýrslu um Palme-morðið Grunsamlegur náungi ekki athugaður nógu vel Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ATHYGLI hópsins, sem vinnur að morðinu á Olof Palme 28. febrúar 1986, beinist enn að manni, sem áður hefur verið í athugun. I gær var því haldið fram í sænskum fjölmiðlum, að í skýrslu Ríkisendurskoðunar á Palme-rannsókninni kæmi fram, að lögreglan hefði látið hjá líða að at- huga manninn nánar sökum ofúrá- huga á Christer Pettersson, sem var á sínum tíma sýknaður af morðinu. Það var sænska stjómin, sem kom þessu á framfæri. Úm er að ræða mann, sem líkist Pettersson í útliti, en er auk þess sálarlega óstöðugur og var haldinn óstöðvandi hatri á Palme. I viðtali við Expressen í gær sagðist Jan Danielsson ríkissaksókn- ari kannast við að ýmis mistök hefðu verið gerð í rannsókninni framan af en áleit að rannsóknin hefði verið í lagi síðan um 1990. Átti vopn eins og morðvopnið Þegar árið 1990 var vitað, að mað- urinn, sem athyglin beinist nú að, var löglega skráður eigandi byssu, sem var eins og morðvopnið. Eins og aðrir eigendur skotvopna af þessu tagi var hann kallaður til athugunar hjá lögreglunni til að hægt væri að prófa vopnið. Maðurinn kom ekki og ekki var gengið eftir að hann kæmi fyrr en 1995, en þá sagðist hann hafa selt vopnið 1992 ónefndum manni, án þess þó hann gæti upplýst hver kaupandinn væri. Lögreglan leggur ekki trúnað á framburð mannsins. Þetta virðist vera eina skráða vopn þessárar tegundar, sem lögreglan fékk aldrei í hendur til athugunar. Það er ýmislegt í fari mannsins, sem kemur saman við lýsinguna á morðingja Palmes. Hann átti og á enn hálfsíðan frakka, sem morðinginn er álitinn hafa verið í, hafði stingandi augnaráð líkt og Pettersson og stakk ögn við fæti. Maðurinn bjó auk þess skammt frá kvikmyndahúsinu í miðborg Stokkhólms, sem Palme sótti morðkvöldið, en hann var myrtur þar rétt hjá. Maðurinn var oft á ferli þarna, hafði ekki óyggj- andi fjarvistarsönnun morðkvöldið en sagðist sjálfur hafa verið lasinn. Haldinn óstöðvandi Palmehatri Þeir, sem staðið hafa að rannsókn morðsins, hafa lengi haldið fast við að morðinginn hafi verið einn að verki og ekki andlega heill. Fyrr- nefndur maður var haldinn slíku hatri á Palme, að sést hafði til hans fyrir morðið þar sem hann þóttist vera að skjóta á mynd af Palme í sjónvarpinu. Maðurinn er talinn hafa haft ákveðna ástæðu fyrir þessu hatri. Hann vann stóra upphæð í spilum 1980, hætti að vinna, fjárfesti peningana í hlutabréfum og hafði gott upp úr því. í árs- byrjun 1986 var til um- ræðu í Svíþjóð að hækka skatta á hluta- bréfum. Vikuna fyrir morðið hafði Kjell-Olof Feldt þvertekið fyrir að hækkun væri fyrir- huguð en 27. febrúar var tilkynnt um slíka hækkun með þeim af- leiðingum að hlutabréf- verð hrandi og ýmsir smáir fjárfest- ar fóra illa út úr því. Þetta allt var helsta blaðaefnið morðdaginn 28. febrúar. í sænska útvarpinu í gær var talað við fyrrum fulltrúa í nefnd, sem sett var á stofn til að fara í saumana á Palme-morðinu á sínum tíma. Hann sagðist vita um mann- inn en hann tryði því ekki, að lög- reglan hefði meðhöndlað hann slæ- lega. Lars Nylén, yfirmaður sænsku ríkislögreglunnar, sagði óheppilegt að þessar upplýsingar kæmu fram, en Jan Danielsson rík- issaksóknari sagðist ekki sjá að það skipti neinu, því vitað hefði verið um manninn og grunsemdir varðandi hann. Olof Palme

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.