Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Fótbolt- inn er mis- kunnar- laus „MÉR fannst við eiga sigur- inn skilinn en fótboltinn er miskunnarlaus og við verð- um að nýta færin okkar bet- ur en við gerðum í dag,“ sagði Ingi Björn Albertsson, þjálfari Vals, eftir leikinn. „Það er bara þannig að bolt- inn datt ekki fyrir okkur og Keflvíkingamir vom að bjarga sér á hina ýmsu máta - það vill oft verða þannig að þegar á móti blæs er eins og blási úr öllum áttum.“ Aðspurður sagði Ingi Björn að hann hefði þegar gert nokkrar breytingar og vissi ekki um framhaidið. „Það er ekki hægt að breyta endalaust en við skiptum um vöra frá síðasta leik, sem er þónokkur breyting. Ég veit ekki hvað ég geri fyrir leik- inn við IBV, ég þarf fyrst að jafna mig eftir þennan leik við Keflavík. Við fömm til Eyja til að sigra og svo er bara að sjá hveraig gengur. Við eram áfram í því að beijast í neðri hlutanum og svo verður eflaust þar til mótinu lýkur en það er eng- inn beygur í okkur,“ bætti Ingi Björn við. Þetta var rugl... HLYNUR Birgisson, varnarmað- urinn sterki hjá Leiftri, var nokkuð sáttur við hlut sinna manna framan af leik en öðru máli gegnir um seinni hálfleikinn. „Skagamenn voru ekki að ógna neitt verulega fyrstu fímmtán mínútumar í seinni hálfleik og það var tiltölulega auð- velt að eiga við þá. Síðan komu ým- is smáatvik sem skiptu öllu máli, menn fylgdu ekki mönnunum inn og eftir það var þetta algjört rugl,“ sagði Hlynur. Alltaf gaman að skora Ragnar Hauksson, gullskallinn frá Siglufírði, var í byrjunarliðinu í stað Stefáns Þórðarsonar sem var í leikbanni. Hann skoraði tvö mörk og var seinna markið sér- lega fallegt skallamark. „Það er alltaf gaman að skora og ekki síst hérna í Ólafsfírði nálægt heima- slóðunum. Ég hef ekki verið nógu duglegur að skora í sumar og Skagaliðið átti þetta skilið frá mér og þetta er vonandi allt að koma,“ sagði Ragnar. Hann sagði þennan sigur hafa verið afar mikilvægan en þótt þriðja sætið væri ekki gulltryggt væri þessi sigur stórt skref í þá átt að ná a.m.k. þriðja sætinu í deildinni. Spilum eftir eyranu „VIÐ gerðum það sem lagt var upp með svo að ég er ánægður,“ sagði Kjartan Másson, þjálfari Keflvíkinga, eftir 3:2 sigur á Val að Hlíðarenda á laugardaginn. „Við ætluðum að halda boltanum og vorum ekkert að sækja of mikið en reyna síðan að ná mörkum og halda því síðan - það tókst. Við spilum þetta eftir eyranu og breyt- um um aðferð eftir því hvað hentar á móti hverju liði, höfum til dæmis spilað með þrjá frammi,“ bætti Kjartan við, ánægður með stöðuna. „Við erum að komast af fallhættusvæðinu og það er mest um vert.“ Rétt er það - Keflvíkingar sigla lygnan sjó í deild- inni en tap Valsmanna skilur þá eftir í botnbaráttunni. Hvorugt liðið virtist til að byrja með hafa mikinn áhuga á að spila knattspyrnu og boltinn gekk ■■■■■■ á milli mótherja. Þó Stefán fékk Kristinn Lárus- Stefánsson son gott færi þegar hann skaut af mark- teig á markvarðar- laust mark Keflvíkinga en Ragnar Steinarsson varði á línu. Valsmenn voru fyrri til að hefja samspil og náðu því oft á meðan Keflvíkingar lögðu alla áherslu á að verjast en þruma síðan boltanum sem lengst fram. Eftir tvö þokkaleg færi Kefl- víkinga fékk Ólafur Ingason upp- lagt færi til að jafna metin en hitti ekki markið. Refsingin var hörð því á sömu mínútu skoraði Gunnar Oddsson hinum megin. Valsmenn skoraðu úr sinni fyrstu sókn á 7. mínútu eftir hlé og virtust ætla sér stóra hluti en þá kom Þórarinn Kristjánsson Kefl- víkingum aftur yfir níu mínútum síðar og Kristján Brooks bætti um betur sex mínútum síðar - staðan orðin 3:1. Fleiri urðu færi gestanna ekld en Valsmenn áttu tíu ágæt marktækifæri án þess að boltinn vildi inn - það var ekki fyrr en í síðustu sókninni sem Arnór minnk- aði muninn. Þrátt fyrir að Valsmenn næðu upp betra samspili voru þeir ekld sannfærandi. Fjölmenn vömin átti í fúllu tréi við fámenna sókn Keflvík- inga en gerðu nokkur mistök, sem reyndust ærið dýrkeypt. Það var helst að Sigurbjörn Hreiðarsson reyndi að berjast upp kantinn og Ólafur Ingason lét vamarmenn Keflvíkinga vinna fyrir laununum. Amór náði sér ekki á strik og virtist vanta neista til að sýna styrk sinn. Keflvíkingar aftur á móti upp- skám ríkulega en geta ekki treyst því að herbragðið „höldum okkur í vörninni og þmmum svo fram“ gangi alltaf upp. En að því er ekki spurt - það gekk upp að Hlíðar- enda á sunnudaginn. Vörnin með Marko Tanasic fyrir miðju stóð sig ágætlega og flest það sem slapp í gegn sá Bjarki Guðmundsson markvörður um. Morgunblaðið/RAX Gunnar Oddsson, fyrir miðju marki, fagnar eftir að hann er búinn að skora fyrsta mark Keflvíkinga - skalla knöttinn í netið. Þórarinn Kristjánsson, sem skoraði annað mark þeirra, fagnar markinu - lengst til hægri. Skagamenn eru komir á sigurbraut SIGURGANGA Skagamanna heldur áfram og er liðið nú búið að koma sér vel fyrir í þriðja sætinu og gæti komist hærra ef efstu liðin misstíga sig. Nú voru það Leiftursmenn sem urðu fyrir barðinu á hinu vel spilandi liði ÍA en Ólafsfirðingar höfðu sett stefnuna á að endurheimta þriðja sætið með því að sigra í leiknum. Það leit bærilega út í byrjun, Leiftur komst yfir í Ólafsfirði en Skagamenn skoruðu fjögur mörk í seinni hálfleik, öll eftir aukaspyrnur; lokatölur því 1:4. Þar með er ÍA komið með 23 stig en Leiftur situr eftir með 18 stig og gæti dregist niður í botnbaráttuna ef liðið fer ekki að skora mörk og hala inn stig. Leikurinn var hinn fjörugasti allt frá byrjun en suðvestan metr- arnir á sekúndu voru þó of margir ■■^■^■1 og settu óþarflega Stefán Þór mikinn svip á send- Sæmundsson ingarnar. Leiftur sótti skrifar undan vindinum í fyrri háifleik og komst yfir strax á 9. mínútu með marki Una Arge og Uni átti síðan tvö skot á 11. mínútu en Ólafur Þór Gunn- arsson varði þau bæði. Eftir þessa rispu heimamanna komust gestirnir meira inn í leikinn. Lið ÍA spilaði vel á móti vindinum, hélt boltanum niðri, dreifði honum á báða kanta og sótti vel fram en þeir Hlynur Birg- isson og Páll Gíslason voru fírna- sterkir í vörn Leifturs og Skaga- menn fengu fá marktækifæri. Leift- ur átti líka nokkrar allsnarpar sókn- ir en liðið bakkaði of fljótt og ÍA fékk að halda boltanum og frum- kvæðinu í leiknum. Skagamenn héldu frumkvæðinu undan vindi í seinni hálfleik og náðu smám saman yfírburðum. Vörn Leifturs var traust framan af og virtist ætla að halda. Á 62. mín. átti Kenneth Matijane skot í þverslá og ÍA pressaði talsvert. Straumhvörf urðu í leiknum á 66. mín. og næstu 20 mínúturnar voru martröð fyrir Leiftur. Á þessum kafla skoruðu Kári Steinn Reynisson og Ragnar Hauksson tvö mörk hvor eftir vel út- færðar aukaspyrnur og sofandahátt Leiftursmanna sem sáu ekki til sólar eftir jöfnunarmarkið. Skagamenn spiluðu oft listavel, heimamenn komust vart fram yfir miðju og reyndu að kýla upp í vindinn en botninn var alveg dottinn úr leik liðsins. Úrslitin verða því að teljast sanngjöm og ástæða til að hrósa Skagamönnum fyrir skemmtUega knattspyrnu. Leikmenn IA áttu nánast allir góðan dag. Reynir Leósson var frá- bær á vinstri væng, jafnt í vörn sem sókn, Jóhannes Harðarson kóngur- inn á miðjunni og þannig mætti lengi telja. Hjá Leifri var deyfðin ríkjandi í seinni hálfleik eftir ágætis tilþrif og mjög góðan varnarleik lengi framan af. Það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Pál Guðlaugsson þjálfara hve liðið er lint við að sækja, enda hefur Leiftur skorað fæst mörk allra liða í deildinni. Logi Ólafsson og leikmenn ÍA hafa hins vegar hrist af sér hlekki markaleysis í byrjun móts og leika nú við hvurn sinn fíngur. ■ Úrslit / B14 ■ Staðan / B14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.