Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ HM I SEVILLA Stacy Dragila skráði nafn sitt á spjöld frjálsíþróttasögunnar með sigri sínum Afsannaði spár - sveif allra hæst Stacy Dragila er komin á ferðina og stuttu síðar stökk hún 4,60 m og jafnaði heimsmetið. var nær því komin með hendurnar á, hafði gengið mér úr greipum,“ sagði Balakhonova við Morgunblaðið eftir keppnina. Þótt þrettán kunni að vera óhappatala einhvers þá boðar hún Dragila svo sannarlega ekki ógæfu. Heimsmeistaramótið í Sevilla var þrettánda mótið sem hún tekur þátt í á utanhússtímabilinu og eins og á mótunum tólf á undan vann hún sig- ur. Dragila er 27 ára gömul og er frá Idaho-ríki. Föðurætt hennar á að hluta til ættir að rekja til Danmerk- ur en móðurfólkið til Italíu. Dragila hefur undanfarin ár verið fremsti stangarstökkvari Bandaríkjanna, en henni er ýmislegt annað til lista lagt, m.a. hefur hún tekið þátt í tugþraut- arkeppni og fékk 5.097 stig í einni slíkri 1997, en stigin voru gefm eftir þeirri töflu sem í gildi er hjá körlum, sem vart getur talist sanngjarnt hennar vegna. Hugur hennar hefur lengi staðið til þess að keppa í þraut en þar sem tugþraut er ekki almenn keppnisgrein í kvennaflokki hefur ekkert orðið úr því. „Ég ætlaði einungis að gera mitt besta og átti hálft í hvoru ekki von á að það myndi nægja. Og ég hafði ekki reiknað með að verða fyrst kvenna til þess að vinna stangar- stökk utanhúss, bara af því ég hafði unnið fyrsta mótið innanhúss," sagði Dragila. Þegar hún var spurð hvort ekki hefði verið rétt hjá henni að byrja síðar og spara kraftana þar til á keppnina væri liðið, sagði Dragila við blaðamenn: „Ég vissi að keppnin yrði löng og ströng. Til þess að halda einbeitingu allan tímann fannst mér rétt að byrja képpnina snemma, eða við 4,15 metra markið. Það gerði keppnina erfíðari, en ég var búin undir það að stökkva oft og ég held að þetta hafi verið skynsamleg ákvörðun hjá mér og þjálfaranum. Vissulega var það notaleg tilfinning að fara yfir 4,60 metra og jafna heimsmetið í fjórtánda stökki. Nú get ég tekið mér iangþráð frí eftir erfiða mánuði við æfingar og keppni allt frá uppskurðinum síðastliðið haust.“ Dragila sagðist stefna að því að stökkva 4,80 metra. „Ég tel það ekki vera fjarlægt markmið hjá mér, en fimm metrar, það er múr sem ég tel að konur brjóti ekki í náinni framtíð FYRIR ári gekk Stacy Dragila allt í mót. Hún hafði orðið fyrst kvenna til þess að verða heimsmeistari innanhúss í París 1997, náð sér vel á strik sumarið eftir, en í fyrra fór allt í vaskinn og botninum var náð á Friðarleikunum í New York þegar hún felldi byrjunarhæð, 3,80 metra. Þá var Ijóst að ekki varð lengra haldið að sinni, uppskurður á ökkla var óhjákvæmilegur til þess að laga þar sinar og festingar. „Þú þarft ekki að gera þér vonir um að geta stokkið að neinu ráði, að minnsta kosti ekki lagt út í erfiða keppni fyrsta eina og hálfa árið,“ sagði læknirinn við hana að aðgerð lokinni. Tíu mánuðum síðar fagnaði hún fyrsta heims- meistaratitli kvenna í stangarstökki utanhúss um leið og hún jafnaði heimsmetið. „Ég var ákveðin í að blása á alla spádóma og hér er ég,“ sagði Dragila á blaðamannafundi eftir sigurinn í stangarstökkinu á HM í Sevilla. „Dragila er orkubolti sem ekkert fær stöðvað," segir Vala Flosadóttir um andstæðing sinn. Keppnin í stangarstökki kvenna var stórskemmtileg og afar jöfn. Þegar ráin var komin í 4,50 metra voru fimm keppendur ívar ennþá að berjast um Benediktsson gullverðlaunin, en best skrifarfrá yfgi stóð Evrópu- Sevilla methafirm og Evrópu- meistarinn, Anzhela Balakhonova. Fjórar heltust úr lestinni í þessari hæð og eftir það var baráttan um fyrstu gullverðlaun kvenmanns í stangarstökki á heimsmeistaramóti einvígi Balakhonovu og Dragilu. Fyrir leikmann virtist Balak- honova hafa betur þegar komið var yfir 4,55 metra, þá hafði hún stokkið fimm sinnum en Dragila tólf sinnum. Þreyta átti að segja til sín hjá Dra- gilu, en svo varð ekki, það var sem hún efldist við hverja raun. Balak- honova bætti eigið Evrópumet um 1 sentmetra er hún lyfti sér af öryggi yfir 4,55 metra í fyrstu tilraun. Dra- gila, sem var á undan í stökkröðinni, felldi í fyrsta stökki en fór yfir í öðru. Ef báðar felldu næstu hæð var sigur- inn Ukraínumannsins Balakhonovu. Hækkað var í 4,60 metra, heims- metsjöfnun, og nú bar svo við að Dragila fór auðveldlega yfir í fyrsta stökki og bætti eigið landsmet um 6 sentimetra. Balakhonova felldi í tvígang og geymdi eina tilraun til þess að freista þess að stökkva yfir 4,65 í þeirri tilraun til þess að standa a.m.k. jafnt að vígi færi Dragila sömu hæð í fyrsta stökki. Dragila felldi og Balakhonova einnig, ,þó mjög naumlega. Dragila reyndi síðan í tvígang til viðbótar að bæta heims- metið, en án árangurs. Sigurinn var hennar eigi að síður og gleðin var folskvalaus um leið og hún skráði nafn sitt á spjöld frjálsíþróttasög- unnar gullnu letri. Hún er konan sem vann fyrsta heimsmeistaratitil- inn í stangarstökki kvenna, innan- húss og utan. „Ég var ekkert sár yfir því að tapa þegar ég hafði fellt 4,60 metra í tvígang. Sárindin urðu ekki fyrr en ég hafði fellt 4,65 og gullið, sem ég Emma heltist úr lestinni HEIMSMETHAFINN ístang- arstökki kvenna, Emma Ge- orge, náði sér ekki á strik í keppninni á laugardaginn. Hún fór yfir 4,15 metra, en sleppti sfðan næstu hæð, 4,25 metrum, og vatt sér í 4,35 metra, sem var henni um megn. Hafnaði hún í fjórt- ánda sæti ásamt þremur öðr- um keppendum, Yvonne Buschbaum, Þýskalandi, og Dana Gervantes, Spáni, sem fóru 4,15 metra íþriðju og síðustu tilraun. George hefur verið meidd eftir að hún lenti utan dýnu á æfingu fyrir mánuði i Sviss. Var um tíma jafnvel talið að hún myndi ekkert vera með á HM. Eftir að George var úr leik fylgd- ist hún með Stacy Dragila, heimsmeistara, jafna heims- metið, 4,60 metra, og gera heiðarlegar tilraunir við að slá metið, 4,65 metra. Litlu munaði að illa ENGU mátti muna að illa færi hjá Emmu George í annarri tilraun hennar við 4,35 metra. A uppleið rak hún ökklann í rána og fipað- ist henni vð stökkið. Mátti engpi muna að hún lenti utan við dýnuna við aðra súluna. Ruku starfsmenn upp til handa og fóta og fóru til Ge- orge, sem stóð ósködduð upp. Ekki er nema mánuður sfðan George lenti utan dýnu á æfingu. George var ekki sú eina sem slapp með skrekkinn í stangarstökkinu. Landi hennar, Tatiana Grigorieva, varð fyrir því ólani að kom illa niður á dýnuna eftir eitt stökkið og falla af henni nið- ur í stokkinn, þar sem stöng- in er rekin niður í upp- stökki. Þetta er ekki allt af raun- um stangarstökkvaranna því Spánverjinn Dana Cervantes, rak stöngina í tvígang það illa niður í stokkinn að hún féll aftur fyrir sig. Henni til láns var hún á það miklum spretti að hún lenti í bæði skiptin á bakinu á dýnunni. Morgunblaðið/Ki’istinn Ingvarss VALA pakkar saman handklæði sínu eftir að hún var úr leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.