Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 'B 13 KNATTSPYRNA íslenska kvennalandsliðið náði jöfnu í Úkraínú á elleftu stundu í Dónetsk Tvo mork dæmd af liðmu „ÞAÐ var ánægjulegt að ná stigi gegn tíkraínu. Aðstæður voru okkur ekki í hag, um 30 stiga hiti, en við vorum betri mestan part leiksins og ljóst að íslenska liðið er í góðu líkam- legu ástandi. Síðustu mínút- urnar fór leikurinn einkum fram í vítateig úkraínska liðs- ins og ef við hefðum fengið nokkrar mínútur í viðbót hefði sigurinn fallið okkar megin,“ sagði Þórður Lárusson, lands- liðsþjálfari islenska kvenna- landsliðsms, er gerði 2:2-jafn- tefli við tíkraínu í borginni Dó- netsk í undankeppni Evrópu- móts kvennalandsliða á sunnu- dag. Þórður sagði að fslenska landsliðið hefði hafið leikinn varfærnislega en náð yfirtök- unum eftir 20 mínútur. Hann sagði að íslenska liðið hefði skorað mark um það leyti en það hefði verið dæmt af vegna rangstöðu. „Við töldum dóminn hæpinn og í stað þess að ná for- ystunni náði úkraínska liðið að skora rótt fyrir leikhlé." Þórð- ur sagði að íslenska liðið hefði haldið uppteknum hætti i siðari hálfleik og náð að jafna er Ra- kel Ögmundsdóttir skoraði á 57. mínútu. „Úkraínsku stúlkurnar tókst að komast yfír á 65. mínútu eft- ir sjaldséð varnarmistök ís- lenska liðsins en við náðum að jafna leikinn fijótt á eftir, en sem fyrr var markið dæmt af eftir að dómari leiksins hafði ráðfært sig við línuvörð. Ást- hildur Helgadóttir skoraði en talið var að brotið hefði verið á markverði heimamanna. Við vorum mjög ósátt við þann dóm en dómarinn vildi ekki gefa neinar skýringar á ákvörðun sinni.“ Þórður sagði að íslenska liðið hefði tekist að jafna leik- inn er tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktfma er Ásthildur Helga- dóttir skoraði. „Ég er ánægður með árang- urinn í fyrsta leik sem gefur góð fyrirheit um framhaldið, því íslenska liðið tapaði 1:0 fyr- ir tíkraínu ytra í fyrra. Næsti leikur er gegn Ítalíu heima þann 22. september og vonandi að liðið nái hagstæðum úrslit- um.“ Þórður sagði að aðbúnað- ur allur í tíkraínu hefði verið ágætur og liðið hefði leikið á góðum velli sem tæki 50 þús- und áhorfendur, en um eitt þús- und fylgdust með leiknum. Þórður sagði að ferðalagið til tíkraínu hefði reynst erftt og að það hefði tekið um 30 klukkustundir. Hann sagðist í gær gera ráð fyrir tæplega 19 klukkustunda ferðalagi aftur til íslands. Stórsigur á Ungveijum ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, komst áfram í milliriðil Evrópukeppni landsliða er liðið vann alla andstæðinga sína í forkeppni mótsins, sem leikin var í Ungverjalandi um helgina. ís- lenska liðið vann stórsigur á Ung- verjum, 9:0, í síðasta leik sínum á sunnudag. Bryndís Jóhannesdóttir gerði þrjú mörk, Ema Sigurðardóttir og Rakel Logadóttir tvö hvor. Þá gerðu Bára Gunnarsdóttir og Guð- rún Gunnarsdóttir eitt hvor. Islenska liðið hlaut níu stig í riðl- inum, en það vann einnig Ira, 2:0, og Eistlendinga, 11:0. Islenska lið- ið komst áfram og leikur í Sviss í október ásamt landsliðum frá Sviss, Spáni og einu liði, sem ekki er vitað hvað er. Markvörður Ham borgar skotviss MÖRG áhugaverð atvik litu dagsins Ijós í annarri umferð þýsku knattspyrnunnar um liðna helgi. Mörg frábær mörk voru skoruð í leikjum sem margir hverjir voru stórskemmtilegir. Þá urðu einnig mörg óvænt úrslit. Menn dagsins voru þeir Sebastian Deisler hjá Berlin, 19 ára unglingur sem sannaði að þar er stórefni á ferð og Ribbeck hefur þegar valið hann í landsliðshóp sinn. Jörg Butt, markvörður Hamburg, skoraði tvö mörk úr vítaspyrnum og hefur þar með skorað fleiri mörk en nokkur annar markvörður í sögu fyrstu deildarinnar í Þýskalandi - níu talsins. Hann hefur aldrei misnotað vítaspyrnu í deildarkeppninni. Reuters JORG Butt, markvörður Hamborgar, er búinn að senda knöttinn í annað sinn fram hjá markverði Stuttgart. Brasilíumennirnir þrír hjá Leverkusen voru sannarlega í essinu sínu gegn Bayern Miinchen í stórleik umferðai’innar, þeir Emer- son, Ze Roberto og Ponte. Leikur Leverkusen og Bæjara var frábær skemmtun frá upphafi til enda. Ba- yern Munchen, sem lék án margra fastamanna, kom á óvart með mjög góðum leik og með smá heppni hefði liðið auðveldlega getað sigrað. I leikhléi var staðan 0:0 og hefði eins getað staðið 3:3 - svo fjörugur var leikurinn. Bæði liðin léku sóknarleik og stóðu þeir Daum og Hitzfeld við lof- Táningurinn Nano kom inn á fyrir Rivaldo FERNANDO Maceda, sautján ára hægri útherji Barcelona, fékk í fyrsta sinn tækifæri með aðalliðinu í deildarkeppninni um helgina - varð þannig yngsti leikmaður deildarinnar frá upphafi, sautján ára og fjögurra mán- aða. Maceda, sem gengur und- ir nafninu Nano, hefur verið undir smásjá enska liðsins Ar- senal. Louis van Gaal, knatt- spyrnustjóri Barcelona, ákvað að verðlauna hann fyrir tryggð sína við félagið, því hann hafnaði kostaboði frá enska félaginu síðastliðið tímabil eftir að hafa staðið sig vel í Evrópukeppni landsliða, sem skipuð eru leikmönnum sextán ára og yngri. Nano, sem fæddist í Barcelona, var himinlifandi eftir frumraun sína með aðal- liðinu, en hann kom inn á fyrir Brasilíumanninn Rivaldo þeg- ar tuttugu mínútur voru eftii- af sigurleiknum við Real Zara- goza. orð sín að sókn væri besta vömin. Ulf Kirsten skoraði fyrsta mark Leverkusen á 79. mínútu eftir glæsilega sendingu frá Emerson og seinna mark Leverkusen kom fimm mínútum fyrir leikslok - tvímæla- laust mark umferðarinnar þegar Oliver Neuville skoraði af 30 metra færi í samskeytin og inn - sannkall- að draumamark. Allir nemar Bæjarar eru ánægð- ir með þennan sigur Leverkusen, vilja sem sagt fá spennandi keppni, en ekki eins og síðasta ár þegar Bæjarar stungu af í fyrstu umferð- unum. Þjálfarar Dortmund og Schalke eru undir miklum þrýst- ingi. Þeir unnu báðir mikilvæga sigra; Schalke á útivelli gegn Bremen, 1:0, og Dortmund vann knappan sigur á síðustu mínútu gegn Wolfsburg, 2:1, þar sem Andreas Möller skoraði sigur- markið úr vítaspyrnu um fimm KEPPNISTÍMABIL knatt- spyrnumanna á Spáni hófst um liðna helgi. Meistarar Barcelona héldu velli, en erkifjendur Fþeirra, Real Madrid, tókst að knýja fram nauman sigur á Mallorka. Meistara- efnin í Celta frá hafnarborginni Vigo töpuðu mjög óvænt fyrir Oviedo. Leikmenn spænska stórliðsins Real Madrid náðu með naumindum að vinna sigur í fyrstu umferð deildar- keppninnar þar í landi er þeir mættu Mallorka á útivelli. Heima- menn höfðu gert eina mark leiksins er langt var liðið á viðbótartíma dómarans vegna tafa fyrr í leikn- um. Þá tóku Madrídarbúar til sinna ráða og Fernando Morientes jafn- aði metin. Örfáum andartökum síð- ar, er leikmenn Mallorku gáfu eftir í hörðum leiknum, tryggði Raul Gonzales gestunum sætan sigur, 2:1, með hnitmiðuðu skoti yst úr vítateignum. Endirinn var ótrúlegur, því Ma- drídarliðið hafði farið illa með mark- tækifærin fyrr í leiknum, fyi-irliðinn Hierro misnotaði m.a.s. vítaspyrnu, mínútum fyrir leikslok. Wolfsburg var yfir, 0:1. Áhangendur Dort- mund-liðsins, sem þykja meðal þeiiTa bestu í Þýskalandi, bauluðu á lið sitt eftir fyrri hálfleik. Liðið lék síðan skínandi vel í síðari hálf- leik og vann verðskuldaðan sigur. Fjölmiðlar í Þýskalandi hrósa leik Hamborgarliðsins í hástert og spyrja hvort nýtt glanstímabil sé í uppsiglingu hjá því. Volkspark Stadion, sem hefur allur verið end- urnýjaður og tekur nú 55.000 áhorf- endur í sæti, var þétt skipaður þeg- ar leikmenn Hamborgar léku sér að Stuttgart eins og köttur að mús. 3:0-sigur Hamborgar var síst of stór og ljóst að Stuttgart á erfiðan vetur fyrir höndum. Leikur Rostock og Ka- iserslautem var með ólíkindum í fyrri hálfleik, þar sem Rostock var yfir, 4:2. Djorkaeff, hinn nýi leik- maður Kaiserslautern, átti frábær- an leik og skoraði fyrsta mark sitt fyrir liðið. Rostock vann verðskuld- að, 4:2, og var leikurinn frábær skemmtun allan tímann. Virðist Rostock hafa gott tak á Ka- iserslautern, sem hefur aldrei unnið í Rostock. Leikmenn Berlínai- jöfnuðu á síð- ustu mínútum gegn nýliðum Bi- elefeld á útivelli, og var þar að verki hinn 19 ára Deisler með mark úr og örvænting virtist grípa um sig. Urslitin koma sér þó vel fyrir John Toshack, þjálfara Real Madrid. Hann tefldi franska táningnum Nicolas Anelka fram í bvrjunarlið- inu, en skipti Steve McManaman inn á á 65. mínútu. Báðir komu þeir frá Englandi fyrir tímabilið, Anelka frá Arsenal eftir mikið japl, jaml, fum og fuður, en Englendingurinn McManaman frá Liverpool. Hann virtist fremur taugaóstyrkur í fyrstu og var ragur við að sækja að varnar- mönnum Mallorka, en lagði þó upp j öfnunarmar kið. Nági’annalið Real í höfuðborg Spánar, Atletico Madrid, tapaði illa fyrir nýliðum í efstu deild, Rayo Vallecano, 2:0. Mistök markvarðar- ins, Toni Jimenez, urðu til þess að þeir skoruðu fyrra markið á 41. mínútu. Það gerði Francoise Hern- andez með skalla eftir að mark- verðinum hafði mistekist að slá boltann frá marki. Juan Ferron gerði síðara markið eftir skyndisókn, er Atletico freist- aði þess að jafna. Sigurinn var verð- aukaspymu af 30 metra færi. Þetta er annað mark hans úr aukaspyrnu í tveimur leikjum og þar er sannar- lega stórefni á ferð. Eyjólfur Sverr- isson átti frekar slakan dag og fékk skuldaður. Hollenski landsliðsmað- urinn Jimmy Floyd Hasselbaink var í liði Atletico, en hann var nýlega keyptur frá enska liðinu Leeds United. Hasselbaink þótti ekki nægilega ógnandi í leiknum. Meistarar Barcelona báru sigur- orð af Real Zaragosa, 2:0, með tveimur snilldarmörkum. Luis Figo, hinn portúgalski, gerði það fyrra er hann tók við fyrirgjöf Pep Guardiola með brjóstinu og skilaði boltanum umsvifalaust í marknetið. Dani Garcia innsiglaði síðan sigurinn með öðru glæsimarki. Hann skoraði við- stöðulaust við nærstöng eftir fyrir- gjöf Sergi Barjuan. Liðið Deportivo frá hafnarborg- inni Coruna fór létt með Alaves, 4:1. Hollenski landsliðsmaðurinn Roy Makaay gerði þrennu. Hann var keyptur frá Tenerife skömmu áður en tímabilið hófst. Kom hann nýju liði sínu til bjargar eftir að Alaves hafði gert fyrsta markið. Eftir það var hins vegar um algera einstefnu að ræða. Óvæntustu úrslit helgarinnai’ 5 í einkunn hjá tímaritinu Kicker. Preetz, landsliðsmaður Berlínar og markaskorari, handarbrotnaði í fyrri hálfleik og verður frá a.m.k. næstu fjórar vikurnar. komu eftir leik Oviedo og meistara- efnanna í Celta frá Vigo. Frederic Danjou kom heimamönnum Oviedo yfir á 57. mínútu og þrátt fyrir myndarlegan og tilkomumikinn samleik, gerði Celta ekki mikinn usla í vörn lítilmagnans Oviedo. Þá beið Valencia ósigur í leik við Racing Santander. Valencia gerir sér vonir um spænskan titil næsta vor, en fagnar ekki sigri með þeim leik er það sýndi um þessa helgi. Lokatölur urðu 2:1, Santander í hag. Vai-narmistök urðu til þess að Salva Ballesta gat komið fæti í auka- spyrnu Pedros Munitis og stýrt boltanum í mark Valencia eftir tutt- ugu mínútna leik. í kjölfarið voru dæmdar þrjár vítaspyi’nur. Gaizka Mendieta í liði Valencia minotaði þá fyrstu. Bal- lesta skoraði úr þeirri næstu og kom þannig Santander í 2:0, en Mendieta hefði getað bætt um betur úr þeirri þriðju. Valencia sótti stíft undir lok- in, en leikmenn liðsins misstu móð- inn er félagi þein-a, Amadeo Car- boni, var rekinn af velli. Sigrar erkifjendanna á Spáni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.