Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 12
12 B ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐÍÐ faémR FOLK ■ GUÐJÓN Guðmundsson hefur tekið við þjálfun 1. deildarliðs Víðis í Garði. Hann tekur við starfi Magna Blöndal Péturssonar, sem hætti störfum samkvæmt sam- komulagi við knattspyrnudeild fé- lagsins á föstudag. Guðjón lék áður með Víði og þjálfaði liðið eitt tíma- bil. ■ JÓHANN Guðmundsson var í leikmannahópi Watford er lagði Bradford 1:0 í ensku úrvalsdeild- inni á laugarag. Hann kom ekki inn á í leiknum. ■ HERMANN Hreiðarsson var í leikbanni er Brentford gerði jafn- tefli við Bury í ensku 2. deildinni. ■ LÁRUS Orri Sigurðsson og fé- lagar í Stoke unnu Millwall 3:1 í 2. deildinni í Englandi. ■ SIGURÐUR Jónsson lék að nýju meðDundee Utd sem tapaði 4:1 fyr- ir Rangers í Skotlandi um helgina. Þá lék Ólafur Gottskálksson með Hibernian sem gerði l:l-jafntefli við St. Johnstone. ■ EIÐUR Smári Guðjohnsen lék með Bolton sem tapaði 1:0 fyrir Ipswich í 1. deildinní Englandi. Einum leikmanni Ipswich var vikið af velli eftir að hafa brotið á Eiði undir lok leiksins en Bolton tókst ekki að færa sér liðsmuninn í nyt. ■ WALSALL, sem Sigurður Ragn- ar Eyjólfsson og Bjamólfur Lárus- son leika með, tapaði 4:1 fyrir Crewe í 1. deildinni í Englandi um helgina. Sigurður Ragnar kom inn á í leiknum en Bjarnólfur lék allan leikinn. Ray Graydon, knattspyrnu- stjóri Walsall, sagði að leik loknum að sér fyndist sem hann hefði verið rændur. Hann sagði að Walsall hefði leikið einstaklega vel en ekki nýtt tækifærin. Dario Gradi, knatt- spymustjóri Crewe, sagði heppni að fá þrjú stig því Walsall hefði yfir- spilað Crewe lengst af í leiknum. ■ KILMARNOCK, andstæðingar KR í forkeppni Evrópukeppni fé- lagsliða, tapaði 1:0 fyrir Motherwell í Skotlandi á laugardag. Bobby Williamson, knattspymustjóri Kiimamock, sagði að þrátt fyrir ósigur um helgina, og að liðið hefði ekki unnið mörg afrek á keppnis- tímabilinu, væri hann bjartsýnn fyrir síðari leikinn gegn KR á fimmtudag. ■ BRIAN Kidd knattspyrnustjóri Blackburn, sagði að leikmenn liðs- ins hefðu verið logandi hræddir gegn Barnsley í ensku 1. deildinni um helgina. Barnsley vann 2:1 og er Blackburn án sigurs í deOdinni að loknum þremur umferðum. ■ LIVERPOOL tapaði sínum öðr- um leik í röð er það mætti Middles- brough um helgina. Brian Deane skoraði sigurmarkið í leiknum fyrir Boro. ■ PAOLO Maldini, fyrirliði ítalska liðsins AC Milan, brákaði tábein á vinstri fæti í leik við @texti:Parma um titilinn meistarar meistaranna um helgina. Talið er að hann verði frá keppni í um þrjár vikur. Leikn- um lauk með sigri Parma, 2:1. ■ CLARENCE Seedorf, hollenskur miðvallarleikmaður spænska liðsins Real Madrid, segist hafa gefist upp á baráttu um sæti í aðalliðinu, en hann fékk ekki að spreyta sig í fyrsta leik tímabilsins, gegn Mall- orka, um helgina. Seedorf hefur verið á mála hjá liðinu í þrjú ár. ■ SEEDORF segir að með þessu sé þjálfarinn, John Toshack, að gefa í skyn að kraftar hans verði ekki nýttir hjá liðinu og að hann hafi rætt við stjómarmenn félagsins um að yfirgefa liðið. ■ PETER Schmeichel, danski markvörðurinn, sem gekk nýverið til liðs við Sporting frá Lissabon í Portúgal frá Evrópumeisturum Manchester United í Englandi, þótti ekki lipur á mOli stanganna og fékk á sig tvö mörk í fyrsta leik sín- um í Portúgal um helgina. Sporting náði naumlega jafntefli, 2:2, við Santa Clara. KNATTSPYRNA Reuters Allt á suðupunkti á Highbury. Ray Parlour inni í miðri þvögu, óhress með að Jaap Stam tók Patrik Viera háistaki. Fyrir framan Stam er Roy Keane. Lengst tii vinstri heldur Denis Irwin um Viera - þeir Fredrik Ljungberg og Nicky Butt standa fyrir framan Viera, sem var heppinn að fá ekki að sjá rauða spjaldið eins og United-mennirnir Kean og Stam. Hólmganga á Highbury MANCHESTER United vann einvígið við Arsenal á Highbury og er komið á kunnuglegar slóðir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Tottenham fer vel af stað og hefur unnið þrjá leiki í röð. Það sama er ekki hægt að segja um Newcasfle sem lenti í vandræð- um gegn lærisveinum Egils Olsen í Wimbledon. Robbie Keane, sem keyptur var fyrir metfé til Coventry, hóf ferilinn í úrvalsdeild með eftirminnilegum hætti og tryggði félaginu sínu þrjú stig með tveimur mörkum. Roy Keane, frændi Robbie, skoraði tvívegis fyrir Manchester United er liðið vann einvígið gegn Arsenal 2:1 á Hig- hbury á sunnudag. Fredrik Ljung- berg kora heimamönnum yfir á 41. mínútu fyrri hálfleiks en Keane jafnaði á 58. mínútu og skoraði sig- urmark leiksins tveimur mínútum fyrir leikslok. Skömmu áður lenti Keane í ryskingum við Patrick Vi- era, leikmann Arsenal, og í kjölfar- ið brutust út átök milli leikmanna. Dómari leiksins hafði tækifæri til þess að vísa Keane og fleiri leik- mönnum út af en ákvað að aðhafast ekkert. Raimond Van Der Gouw, sem leysti Mark Bosnich af hólmi í marki United, þurfti að fara út af meiddur í síðari hálfleik og lýsti Alex Ferguson, knattspyrnustjóri liðsins, því yfir að hann hefði tölu- verðar áhyggjur af stöðu mála þrátt fyrir sigur, enda óvíst hve Van Der Gouw yrði lengi frá vegna meiðsla. Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal, sagði að ósigur liðsins kæmi sér illa því Manchester United hefði unnið sál- rænan sigur í upphafi baráttunnar um Englandsmeistaratitilinn. „Við máttum ekki tapa þessum leik. Jafntefli hefði verið í lagi en ósigur kom sér illa,“ sagði Wenger. Ruud Gullit, knattspymustjóri Newcastle, varð fyrir enn einu áfallinu er liðið hans gerði 3:3 jafn- tefli gegn Wimbledon á St. James Park. Heimamenn voru 3:1 yfir í leiknum en Wimbledon náði að jafna leikinn á síðustu mínútunum. Gullit sagði meiðsli í sínu liði þess valdandi að það hefði ekki unnið leikinn og benti á að Alain Goma varnarmaður og Temuri Ketsbaia framherji hefðu þurft að fara af velli af þeim sökum. „Mér fannst vörn liðsins standa sig vel fram að því að Goma fór af velli.“ Alan She- arer, framherji liðsins, var ekki með í leiknum en hann tók út leik- bann. Fjölmiðlar í Englandi herma að grunnt sé á því góða milli knatt- spyrnustjórans og fyrirliða enska landsliðsins og vildi Gullit ekki staðfesta í samtali við blaðamenn að Shearer yrði með er liðið léki gegn Sheffield Wednesday á mið- vikudag. Egil Olsen, knattspyrnu- stjóri Wimbledon, var hæstánægð- ur með að ná stigi gegn Newcastle. „Heimamenn fengu mun fleíri færi í leiknum en í heild var leikurinn ekki svo afleitur því okkur tókst að vinna upp tveggja marka forskot." Tottenham, undir stjórn Geor- ges Grahams, hefur farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni það sem af er. Tottenham vann sinn þriðja leik í röð er liðið lagði Sheffi- eld Wednesday 2:1. Graham sagði að þrátt fyrir góða byrjun í mótinu væri nóg eftir og hann liti ekki á stöðuna í deildinni fyrr en í lok október, þá væri hægt að meta ár- angur liðsins. „Mér finnst of mikið gert úr árangri okkar og fólk er farið að gera sér of miklar vonir.“ Danny Wilson, knattspyrnustjóri Sheffield Wednesday, getur ekki glaðst yfir sama árangri, en lið hans er í neðsta sæti með eitt stig að loknum fjórum leikjum. „Ég er mjög ósáttur við frammistöðu okk- ar í síðari hálfleik. Við hófum leik- inn ágætlega en misstum sjálfs- traustið er þeir skoruðu fyrsta markið. Ég átta mig alveg á þeirri stöðu sem liðið er í en við höfum tækifæri til þess að gera betur er við mætum Derby á miðvikudag.“ Chelsea tryggði sér l:0-sigur á Aston Villa á Stamford Bridge. Sigurmarkið var sjálfsmark sem Ugo Ehigo skoraði. Gianluca Vialli knattspyrnustjóra var greinilega létt í leikslok og sagði að sitt lið hefði gert vel að halda stigunum þremur. „Við sköpuðum okkur nokkur færi en sýndum einnig góð- an varnarleik og það er framför," sagði Vialli og vísaði á bug gagn- rýnisröddum um að lið sitt hefði ekká burði til þess að gera atlögu að meistaratitlinum. Robbie Keane, norður-írski tán- ingingurinn sem nýlega var keypt- ur frá Wolves til Coventry fyrir metfé, byrjaði vel í sínum fyrsta leik fyrir sitt nýja félag og skoraði bæði mörkin í 2:0 sigri á Derby. „Mig dreymdi alltaf um að skora í úrvalsdeildinni en ég get varlað trúað því ennþá að ég hafi gert tvö mörk. Tilfinningin var einstök,“ sagði Keane, sem lofaði nýja félag- ið sitt í hástert og Gordon Strach- an, knattspyrnustjóra Coventry. „Ég hugsa að liðið verði um miðja deild þegar upp verður staðið." Hann sagðist lítið hugsa um það fé sem Coventry reiddi fram fyrir hann, sem er um 700 milljónir ísl. króna. „Ég ætla fyrst og fremst að einbeita mér að því að spila fót- bolta.“ Southampton fékk skell er liðið mætti Everton á Goodison Park um helgina. Lokatölur leiksins urðu 4:1 heimamönnum í vil. Dave Jones, knattspyrnustjóri Sout- hampton, kenndi afleitum varnar- leik um hvernig fór. „Ef við leikum ekki nægilega góðan varnarleik má búast við slíkri útreið. Við virðumst leggja það í vana okkar að gera sjálfum okkur erfitt fyiir með því að gefa andstæðingum okkar nokk- ur mörk, en því verður að linna.“ Walter Smith, knattspyrnustjóri Everton, var mun ánægðari með úrslit leiksins og sagði að lið sitt hefði stjórnað leiknum frá upphafi. Hann sagði að sigurinn gæfi liði sínu góð fyrirheit um framhaldið. Watford heldur áfram að koma á óvart í úrvalsdeildinni. Liðið vann Liverpool 1:0 á Anfield Road fyrir rúmri viku og nú Bradford 1:0 á heimavelli, Vicarage Road - bæði skiptin með mörkum frá Tommy Mooney. Graham Taylor, knatt- spyrnustjóri Watford, bar lof á framherjann og sagði ljóst að hann héldi áfram þar sem frá var horfið á síðasta tímabili. Paul Jewell, knattspyrnustjóri Bradford, var vonsvikinn yfir fyrsta tapi liðsins á tímabilinu en viðurkenndi að Wat- ford væri vel að sigrinum komið. „Við sköpuðum okkur fá tækifæri og vorum á eftir í öllum aðgerð- um.“ Sheff. Utd. skoðar Ríkharð RÍKHARÐUR Daðason, leikmað- ur íslenska landsliðsins og norska úrvalsdeildarliðsins Viking, er sagður hafa vakið athygli enska 1. deildarliðsins Sheffield United. Á spjallsíðu enska Iiðsins er sagt að Ríkharður sé einn þeirra Ieikmanna sem Adrian Heath, knattspyrnustjóri þess, hafi áhuga á að fá til sín. Ríkharður hefur skorað ellefu mörk fyrir Viking það sem af er tímabili í Noregi og hefur í sumar vakið athygli margra liða í álf- unni. Enska liðið hefur ekki riðið feitum hesti í 1. deild er þrjár um- ferðir eru búnar af móti, með eitt stig og í neðsta sæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.