Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 6
tfr? a t irfW7 0 ^ ‘TW MORGUNBLAÐIÐ ?6 % ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 KNATTSPYRNA sínar bestu hliðar því völlurinn var háll. Heimamenn áttu í fullu tré við sóknarmenn Víkinga, sem virt- ust ekki alveg með hugann við efn- ið og því hrukku flestallir við þeg- ar Jón Grétar Ólafsson skoraði fyrra mark Víkinga á 26. mínútu. Markið kom Víkingum betur inn í leikinn og liðin skiptust á að eiga ágæt færi en markverðir þeirra stóðu fyrir sínu. Á síðustu mínút- unni fyrir hlé bætti Jón Grétar við öðru marki Víkinga. Síðari hálfleikur var Grindvík- inga eins og hann lagði sig þrátt fyrir að Luka Kostic, þjálfari Vík- inga, reyndi að hvetja sína menn til dáða. Á 66. mínútu náði Gunn- ar markvörður að slá hörkuskot Guðjóns Ásmundssonar fyrirliða í slá og yfír en sex mínúturn síðar minnkaði Grétar Ólafur muninn í 1:2 úr vítaspymu. Það hleypti enn meira lífi í heimamenn á meðan sóknarlotur Víkinga fólust að mestu í að þruma boltanum fram á völlinn þótt enginn væri sam- herjinn enda áttu Grindvíkingar 11 skot á móti einu Víkinga eftir hlé og sömu tölur áttu við horn- spyrnur. Grétar Ólafur var nærri búinn að jafna metin en skaut í hliðarnetið eftir að hafa leikið á Gunnar markvörð og rétt á eftir náði Gunnar að verja þrumuskot Scott Ramsey í horn. Gunnar kom þó engum vörnum við þegar Hjálmar jafnaði með þrumuskoti átta mínútum fyrir leikslok og þá byrjaði fjörið fyrir alvöru. Hvert færið rak annað, boltinn fór í stöng og nokkrum sinnum var varið á línu en sigurmarkið kom ekki. „Það var ljúft að koma inn á og skora eftir langan tíma en ég er svekktur með að ná ekki þremur stigum úr þessum leik,“ sagði Hjálmar, sem skoraði jöfnunar- markið en hann kom inn á sem varamaður 13 mínútum áður. Þess sætara var markið því Hjálmar hefur misst af tveimur leikjum vegna meiðsla. „Það var mjög erfítt að horfa á leikina frá vara- mannabekknum því þeir voru mjög mikilvægir og skiptu sköp- um. Hins vegar heldur jafntefli núna Víkingum fyrir neðan okkur en tap hefði sett okkur á botninn með Val - við héldum samt andlit- inu með því að ná jafntefli þó að ég hefði viljað fá meira út úr leiknum. Það er samt nóg eftir af mótinu, við eigum eftir ágætisleiki á móti liðum sem við höfum sum hver unnið en verið óheppnir á móti öðrum svo að ég er bjartsýnn á framhaldið." Víkingar náðu h'tið að sýna hvað í þeim býr því Grindvíkingar leyfðu þeim það ekki. Samt mátti sjá ágætis leik á köflum fyrir hlé en eftir það áttu þeir í vök að verj- ast. KR-ingar fögnuðu sigri í Kópavogi Syrtir í álinn hjá Blikum „ÞETTA bara fór svona og ekkert við því að gera. Mér fannst lið- ið reyndar sýna betri leik heldur en í síðustu tveimur leikjum á undan. Við vorum að minnsta kosti í takt við leikinn og verðugir andstæðingar KR-inga,“ sagði Sigurður Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 3:0-sigur KR á liðinu í 14. umferð efstu deildar á Kópavogsvelli á laugardag. „Það var spurning í seinni hálfleik hvort okkur tækist að jafna eða hvort þeim tækist að bæta við marki. Við sköpuðum okkur að vísu ekki mikið af marktækifær- um og undir lokin náðu þeir [KR-ingar] að opna vörnina er við vorum að freista þess að ná einu stigi. Við settum einn mann til viðbótar í framlínuna og fengum á okkur mark fljótlega á eftir.“ Iþriðja leik sínum í röð fengu leik- menn Breiðabliks á sig mark á upphafsmínútunum. Nú voru það ■■■■■■ KR-ingar sem fengu Gísli óskabyrjun á 7. mín- Þorsteinsson útu leiksins er Guð- sknfer mundur Benedikts- son fékk knöttinn í vítateig Blika og kom sér fram hjá vamarmönnum og skoraði auðveldlega hjá Atla Knútssyni markverði. KR-ingar áttu síðan að fá vítaspymu er Che Bunce felldi Guðmund Benedikts- son augljóslega inni í teig, en Rúnar Steingrímsson, dómari leiksins, var á öðra máli. Heimamenn sýndu fijótlega hvað í þeim bjó því þeir fengu nokkur góð færi til þess að skora, meðal annars Hreiðar Bjamason og Kjartan Einarsson, en Kristján Finnbogason, mark- vörður KR, stóð fyrir sínu og varði. Markverðimir vora því í aðalhlut- verkum í fyrri hálfleik en Atli hafði, eins og Kristján, í nógu að snúast er hver sóknin rak aðra. Undir lok Þeir voru betrí allan leikinn „EG er sáttur við úrslitin núna eftir að leikurinn er búinn og get verið ánægður með stigið en ég er ekki eins sáttur við að hafa ekki hald- ið út tveggja marka forystu í siðari hálfleik," sagði Luka Kostic, þjálfari Víkinga, eft- ir leikinn. „Við gerum full- mikið af mistökum en samt eru bæði mörk Grindvfldnga vafasöm; ég tel að ekki hafi átt að dæma víti í þvi fyrra og það var brotið á okkar manni þegar síðari markið kom - samt var dómarinn mjög góður í heildina. Fyrra mark Grindvíkinga hleypti miklum krafti í þá og við vorum heppnir með að ná jafntefli því þeir voru betri allan Ieikinn þó að við höf- um fyrst skorað tvö mörk. Eftir hlé lögðu þeir allt und- ir enda höfðu þeir engu að tapa,“ bætti Luka við. Hann sagðist gera sér grein fyrir stöðunni, þar sem Víkingar eru á botni deildárinnar en gefur ekki upp vonina. „Með þessu stigi höldum við okkur rétt á eftir næstu liðum og eins og alltaf munum við reyna okkar besta í næsta leik en það þarf ýmislegt að laga ef úrslit eiga að vera okkur hagstæð þá.“ hálfleiksins fengu KR-ingar tæki- færi á að skora annað markið í leiknum er Bjarki Gunnlaugsson fékk sendingu frá Guðmundi Bene- diktssyni og komst inn fyrir vörn Breiðabliks. Atli Knútsson var hins vegar fljótur að átta sig á hlutunum, kom út á móti Bjarka, sem náði ekki að skjóta, og sóknin rann út í sand- inn. Minna fór fyrir sóknarleik hðanna í síðari hálfleik og var leikurinn lengst af daufur og fór fram á miðju vallarins. Blikar áttu síst minna í leiknum en KR-ingar, vora sókn- djarfari og tókst að bæta við tveimur mörkum er skammt var eftir af leiknum. Fyrst var það Einar Þór Daníelsson er hann komst fram hjá vamarmanni og sendi knöttinn í net- ið vinstra megin í vítateignum. Blik- ar hófu leikinn en vora fljótir að missa boltann er barst til Bjarka Gunnlaugssonar, sem komst í gegn- um vöm heimamanna og skoraði þriðja mark KR og sitt níunda mark í sumar. KR-ingar standa ágætlega að vígi eftir leikinn gegn Blikum, hafa þriggja stiga forskot sem stendur á IBV er fjóram umferðum er ólokið. Vesturbæingar hafa að vísu ekki verið sannfærandi í síðustu leikjum miðað við framgöngu þeirra fyrr í sumar, en leikur þeirra hefur nægt til þess að liðið er í góðri stöðu er skammt er eftir af Islandsmóti. KR- ingar mæta íslands- og bikarmeist- urum ÍBV á KR-velli næsta sunnu- dag og þar geta KR-ingar með sigri komist nær því að hampa íslands- Stefánsson skrifar Þrátt fyrir linnulausar atlögur að marki Víkinga undir leiks- lok tókst Grindvíkingum ekki að ■■■■■^M skora sigurmark stefán þegar liðin áttust við í mildlvægum leik í Grindavík á laugar- daginn og fyrir vikið sluppu Vík- ingar eftir 2:2 jafntefli með annað stigið til Reykjavíkur. Stigið er þeim mikilvægt - annars hefðu möguleikar þeirra á að halda sig í deildinni orðið hverfandi og Grind- víkingar geta líka vel við unað því tap hefði skellt þeim á botninn fýr- ir neðan Víkinga. Grindvíkingar vora mun sókn- djarfari og hurð skall nærri hælum Víkinga á 10. mínútu en þá vörðu varnarmenn þeirra á línu og tveimur mínútum síðar náði Gunn- ar S. Magnússon, markvörður þeirra, að slá boltann yfir mark sitt eftir gott skot. Veðrið gerði leikmönnum erfítt fyrir við að sýna Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sigurður Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, á hér í höggi við Guðmund Benediktsson, sem kom KR-ingum á bragðið. bikarann en þeir hafa gert síðastlið- in tvö ár. Blikum hefur ekki gengið sem skyldi í undanförnum leikjum og era nú skammt fyrir ofan liðin sem era í fallsæti. Sigurður Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að þrátt fyrir að liðið hefði aðeins fengið eitt stig úr síðustu fjóram leikjum mætti ekki gleyma á móti hvaða lið- um það hefði verið að leika. „Við er- um búnir að leika gegn KR og ÍBV og það era ekki mörg lið sem ná stigum gegn þessum liðum. Eg tala nú ekki um að reyna að ná stigum gegn Skagamönnum, sem hafa ver- ið á miklu skriði í undanfömum leikjum. Það er vissulega slæmt að tapa þremur leikjum í röð en við snúum okkur bara að næsta leik. Það eru fjórir leikir eftir af mótinu og við þurfum einhver stig út úr þeim leikjum.“ Átta leikmenn ÍBV frá Eyjum ÁTTA leikmenn ÍBV í knatt- spyrnu eru farnir til Reykja- víkur vegna vinnu eða náms. Liðið getur því ekki æft í heild það sem eftir lifir fs- landsmóts og hyggjast Bjarni Jóhannsson þjálfari og Krist- inn R. Jónsson aðstoðarþjálf- ari fara á milli Vestmanna- eyja og Reykjavíkur til þess að hafa æfingar með leik- mönnum. Liðið kemur aðeins saman í heild sinni í þeim leikjum sem eftir eru. Þeir sem eru farnir til Reykjavíkur eru: Ivar Bjarklind, Kristinn Hafliðason, Jóhann Möller, Kristinn Guð- mundsson, Kjartan Antonsson, Hjalti Jóhannesson, Guðni Rúnar Helgason og Baldur Bragason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.