Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 11
7íiyT|.Oíi,ot,ir
MORGUNBLAÐIÐ
TPffmÁ . tg ffWlMWtWW*
ÞRIÐJUDAGUR 24! ÁGÚST 1999
HIVI I SEVILLA
Aðalatriðið
að fara
ekki á
taugum
„ÞAÐ er guði, fjölskyldu minni, John Smith þjálfara og Ato
Boldon æfingafélaga að þakka að ég vann í dag og varði titil
minn frá síðasta heimsmeistaramóti, „ sagði glaðbeittur sigur-
vegari í 100 metra hlaupi karla, að hlaupinu loknu. „Hlaupið var
erfitt, eins og ég reiknaði með en ég er bestur. Aðalatriðið var
að fara ekki á taugum þótt ekki gengi allt upp í byrjun hlaups,"
sagði Greene ennfremur. Sigurtími hans var 9,80 sekúndur,
næstbesti tími sem náðst hefur í greininni og aðeins einum
hundraðshluta úr sekúndu frá heimsmeti hans. „Mér er alveg
sama þótt ég hafi ekki slegið metið að þessu sinni, sigurinn er
númer eitt.“
Ivar
Benediktsson
skrífar frá
Seviila
Segja má að slæmt viðbragð og
slakir fyrstu 20 metrar í hlaup-
inu hafi orðið þess valdandi að
Greene bætti ekki
eigið heimsmet um
tvö til þrjú sekúndu-
brot. Hann sýndi það
a.m.k. á síðari hluta
hlaupsins að sé það í lagi og aðrir
hlutar hlaupsins eins og síðustu 60
tU 70 metramir er möguleiki á veru-
legum framfórum.
Annar í hlaupinu varð Kanada-
maðurinn Bruny Surin á 9,84 sek-
úndum og jafnaði þar með landsmet
Donovan BaUeys sem hann setti á
Olympíuleikunum í Atlanta, en það
var heimsmet þar tU í sumar. Þriðja
sætið kom í hlut Bretans Dwain
Chambers. Hann kom í mark á 9,97
sekúndum og bætti eigin árangur
um 1 sekúndurbrot. Chambers er
aðeins 21 árs og kemur úr þjálfun-
arbúðum Linfords Christies, fyrr-
verandi Ólympíumeistara og Evr-
ópumethafa í 100 metra hlaupi.
Líkt og í 100 metra hlaupi kvenna
var einn keppandi líklegri en annar
tU þess að vinna. Aðrir yrðu í bar-
áttunni um silfur- og bronsverðlaun.
100 M HLAUP
Bandarfkjamaðurinn
Maurice Greene sýndi
að heimsmetið í sumar
var engin tilviljun
Slæmt viðbragð Greene skaut hins
vegar mönnum skelk í bringu.
Kanadamaðurinn var fyrstur fram-
an af og Greene virtist í basli, en lét
það ekki slá sig út af laginu og bætti
vindi í seglin og þegar 30 metrar
voru eftir var hann kominn á gífur-
lega ferð. Þar sem endaspretturinn
er ævinlega sterkir hjá heimsmet-
hafanum var ljóst á þessum tíma-
punkti að ekkert fengi stöðvað hann
í að hlaupa tU sigurs. Surin reyndi
hvað hann gat tU þess að halda í við
Greene en fékk ekki við neitt ráðið.
Kraftur Kanadabúans var of mikUl
tU þess að Surin gæti klórað í bakk-
ann. Greene hafði varið titihnn sem
hann vann í Aþenu og bætt móts-
metið sem hann setti þá um 6 sek-
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Maurice Greene á fundi með fréttamönnum eftir sigurinn í 100 m hlaupi, Segja má að slæmt við
bragð í hlaupinu hafi orðið þess valdandi að hann bætti ekki eigið heimsmet.
úndubrot. Stemmningin sem hafði
kviknað hjá áhorfendum í 100 metra
hlaupi kvenna nokkrum mínútum
áður, jókst enn þegar Greene hljóp
sigurhringinn. Fólk hafði séð
drottninguna og konunginn sýna
listir sínar með skömmu mUlibili,
allt annað á vellinum féU í skuggann.
„Ég skipulegg hlaup mín alltaf
vel áður en haldið er út á brautina.
Nú brást áætlunin hjá mér strax í
viðbragðinu. Þegar slíkt gerist er
um að gera að vera fljótur að hugsa
og bregðast við með nýrri áætlun
og það gerði ég. Við 75 metra mark-
ið vissi ég að sigurinn yrði minn,
fram að þeim tíma lék vafi á sigrin-
um,“ sagði Greene á blaðamanna-
fundi eftir hlaupið. „Þessi skipu-
lagning mín skUar góðum árangri
og er líklega lykUlinn að sigri.“
„Vissulega er einkennUeg staða
að jafna fyrrverandi heimsmet og
verða að gera sér að góðu sUfrið. En
ég verð að sætta mig við orðinn hlut
því ég get engum nema sjálfum mér
um kennt hvemig fór,“ sagði Surin.
„Mistökin voru þau að ég fór á taug-
um er ég uppgötvaði um mitt hlaup-
ið að ég var á undan Greene. Þar
með hikaði ég í undrun minni og við
það komst Greene upp að hlið mér
og þá fékk ég ekki við neitt ráðið.
Þetta staðfestir hins vegar þá skoð-
un mína að ég get hlaupið á
skemmri tíma en 9,79. Það hefði
tekist ef ég hefði haldið ró minni.“
Surin hefur undanfarin ár verið í
skugga landa sína BaUeys, en nú
þegar hann hefur verið meiddur og
langt írá sínu besta hefur Surin
eflst. Hann sagði þetta vera hitting.
„Meiðsli hafa sett strik í reikning-
inn undanfarin ár. Allt þetta ár hef-
ur verið í lagi og vonandi verður svo
áfram.“
Marion Jones sýndi að hún er drottning spretthlaupsins
Enginn vafi
„ÞEGAR ég og maðurinn minn, CJ Hunter, komum heim eftir
síðasta heimsmeistaramót sögðum við hvort við annað: Nú tekur
við tveggja ára þrotlaus vinna. Fyrir mig að verja titilinn í
hundrað metra hlaupi og hjá honum til þess að vinna kúluvarpið.
Nú höfum við hlotið laun erfiðis okkar og ég er í sjöunda
himni,“sagði Marion Jones, frá Bandaríkjunum, eftir að hún
hafði tryggt sér sigurinn öðru sinni í 100 metra hlaupi á
heimsmeistaramótinu. Tími hennar var 10,70 sekúndur, fimmti
besti tími sögunnar í greininni. „Sigur Hunters bærði mjög
tilfinningar mínar og hvatti mig jafnframt til dáða og hjálapði
mér til þess að einbeita mér að mínu verki. Ég má hins vegar
ekki gleyma mér því ég á enn eftir að keppa í tveimur greinum
og þær langar mig einnig til þess að vinna.“
Ivar
Benediktsson
skrífar frá
Sevilla
Urslitahlaupið bauð upp á aUt
sem gott hlaup þarf að bjóða
upp á; hraða, spennu, tilfinningar
og góðan árangur. Jo-
nes náði einna lakasta
viðbragðinu. Helstu
keppinautar hennar,
Ekaterína Thánou frá
Grikklandi og landi Jones, Inger
Miller, voru sneggri upp úr rás-
blokkunum. Báðar höfðu þær einnig
sýnt í milliriðlum og í undanúrslit-
um að þær gætu orðið Jones
skeinuhættar. Enginn hafði þó í
raun trú á að þær gætu ógnað Jo-
nes. Miller hafði bætt sinn fyrri ár-
angur um alls 14 sekúndubrot í
tveimur hlaupum. Jones lagði sig
hins vegar gríðarlega fram og rétt
um mitt hlaupið hafði hún náð þeim
og hlaupið varð einvígi þeirra
þriggja. Jones var sýnu sterkust,
geystist í mark og fagnaði vel og
innilega. Tíminn var 10,70, hennar
besti í ár og um leið níundi sigurinn í
greininni á þessu ári og þarf að leita
aftur til 1996 til þess að komast að
því hvenær hún beið lægri hlut í 100
metra spretti. Há, spengileg og
hnarrreist sýndi þessi 24 ára drottn-
ing spretthlaupsins að engin getur
ógnað henni þegar á hólminn er
komið, hvað sem á dynur. Miller
bætti sig enn, í þetta sinn um 2 brot,
er hún kom önnur í mark á 10,79 og
Grikkinn varð þriðji á 10,85.
„Viðbragðið var slæmt, það skal
ég játa, en ég hef átt í vandræðum
með að heyra í byssu ræsisins hing-
að til. Eftir að hafa þjófstartað í
undanúrslitunum
ákvað ég að taka
enga áhættu í úr-
slitunum þótt það
kostaði mig einhver
sekúndubrot. Hefði
ég náð mínu rétta
viðbragði hefði ég
hlaupið á skemmri
tíma en 10,60, á því
er enginn vafi.
Annars var
hlaupið frábært hjá
öllum sem sést best
á því að það þurfti
að hlaupa á 10,85 til
þess að vinna
þrons. Þetta var
einstök auglýsingar
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Marion Jones var yfirveguð á fundi með
fréttamönnum eftir sigurinn.
fyrir konur í frjálsíþróttum og ætti
að verað hvatning tii meiri umfjöll-
unar um þær,“ sagði Jones enn-
fremur.
„Ég get ekki annað en verið
ánægð með að vera komin í fremstu
röð á ný,“ sagði Miller á blaða-
mannafundi eftir hlaupið og ljómaði
eins og bam. Hún átti erfitt upp-
dráttar í fyrra.
„Ég hef stórbætt mig á þessu
móti og veit að ég á enn meira inni
og get unnið Marion. Það tókst ekki
núna en við sjáum hvað setur á
ólympíuleikunum. Þá tel ég að það
þurfi að hlaupa á skemmri tíma en
10,70 til að vinna og jafnvel til þess
að krækja í verðlaun.“
„Fyrirfram vissi ég að ekki var
mikill möguleika á að vinna Marion,
hún er einfaldlega enn betri við hin-
ar, en ég vonaðist til þess að geta
bætt landsmetið og unnið til verð-
launa. Hvort tveggja tókst,“ sagði
Thánou, bronsverðlaunahafi frá
Grikklandi. ,Á- næsta ári ætla ég
mér að slá Evrópumet Christie Ar-
ron, 10,73 sekúndur. Þá verð ég orð-
in samkeppnisfær um gull á stór-
mótum.“
FOLK
■ MARION Jones bætti sex ára
gamalt mótsmet í 100 metra hlaupi í
milliriðlum þegar hún hljóp á 10,76
sekúndum, nær keppnislaust og í
logni. Gamla metið, 10,82, áttu
landa hennar Gail Devers og Mer-
lene Ottey, Jamaíku, en þær fengu
þennan tíma á HM 1 Stuttgart 1993
er Devers var dæmdur sigur sjón-
armun eftir umdeildan dómaraúr-
skurð.
■ JONES hafði fyrr um daginn
keppt í undanrásum 100 metra
hlaupsins og í undankeppni lang-
stökksins.
■ UM leið og Marion Jones kom
fyrst í mark í sínum riðli undanúr-
slita 100 metra hlaups kvenna stóð
eiginmaður hennar, CJ Hunter _
heimsmeistari í kúluvarpi, upp og
yfirgaf áhorfendastæðin til þess að
fara til móts við konu sína og hvetja
hana til dáða í úrslitunum sem fram
fóru tveimur klukkustundum síðar.
■ FRANKIE Fredericks, sprett-
hlauparinn vaski frá Namibíu, dró
sig út úr úrslitum 100 metra hlaups
karla skömmu áður en að því kom.
Engin skýring hefur fengist á því
og í opinberum pappírum mótsins
er engin skýring gefin, aðeins sagt
að Fredericks hafi dregið sig út úr
keppni af óútskýrðum ástæðum. Er
jafnvel talið að slakur árangur hans
í 100 metra hlaupi á þessu ári sé
ástæðan og þar sem hann sá að
hann átfi enga möguleika á sigri ,
hafi hann viljað einbeita sér að 200
metra hlaupinu þar sem árangurinn
hefur verið betri það sem af er sum-
ars.
■ KARSTEN Kobs frá Þýskalandi
vann fyrstu gullverðlaun Þjóðverja
á HM er hann kastaði manna lengst
í sleggjukasti karla, 80,24 metra.
Sigurinn tryggði Kobs sér strax í
fyrstu umferð. Annar varð Ungveij-
inn Zsolt Németh, 79,05 og Vladis-
lav Piskunov varð þriðji, 79,03.
Evrópumeistarinn, Tibor Gécsek
varð að gera sér fjórða sætið að
góðu, 78,95.
■ TSIAMÍTA Paraskevífrá Grikk-
landi náði besta árangri ársins í
þrístökki kvenna er hún stökk 15,07
metra í undankeppninni á sunnu-
dag. Heimsmethafinn Sárka Ka-
sparkova frá Tékklandi varð tíunda
í röðinni í undankeppninni, stökk
14,22. Úrslitin fara fram í kvöld.