Morgunblaðið - 08.09.1999, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Árni með sölustjóra sinum og tveiinur ánægðum viðskiptamönnum á Islensku sjávarútvegssýningunni. Frá
vinstri: Sigurður Árnason sölustjóri, Þorvaidur Þorvaldsson úr Garði, Arne Bye frá Noregi og Árni Sigurðsson.
Seldi „básinn“ sinn
ríflega fjórum sinnum
Söluverð um 17
milljónir
MIKILL atgangur var í básn-
um hjá Á.M. Sigurðssyni ehf. á
sjávarútvegssýningunni. „Við
seldum básinn rúmlega fjórum
sinnum fyrir samtals um 17
milljónir króna,“ segir Ámi M. Sigurðsson, framkvæmdastjóri fyrirtækis-
ins. „Við seldum fjórar hryggjarvélar, sjö fésvélar, tvær vogir og allar
grindur sem við sýndum og meira til auk þess sem við eigum eftir að
vinna úr mörgum fyrirspurnum frá Noregi og víðar.“
Ámi segir að þetta hafí verið í
fjórða sinn sem fyrirtækið hafí ver-
ið með bás á Islensku sjávarút-
vegssýningunni og í fyrsta sinn
sem selt hafi verið á staðnum.
„Þetta er alveg nýtt fyrir okkur því
við höfum aldrei selt á sýningu áð-
ur heldur hefur verið unnið úr fyr-
irspurnum eftir sýningar. Við höf-
um verið að slást á markaðnum
með vélar til fullvinnslu á aukaaf-
urðum, nýtingu á hausum og
hryggjum og þess háttar, síðan
1986 og ég lít á þessa sölu sem
merki þess að við séum að festa
okkur í sessi. Við höfum fært út
kvíarnar og farið út í þurrkbúnað,
grindur og þurrkgáma, og ég held
að menn séu að átta sig á því að
þeir þurfa að fullnýta allt en tækin
hafa eingöngu farið í landvinnslu
innanlands og í togara erlendis.“
Vélarnar heita allar Mesa. Mesa
850 tekur hrygginn frá flatnings-
vélum, sker undan þeim sundmag-
ann og blæs holdinu, lundunum, af
þeim. „Þessi vél er í sókn enda
ekki afsakanlegt að henda þessum
afurðum lengur," segir Árni.
Hann segir að Mesa 900 hafi
sérstaklega verið ætluð fyrir
frystitogara en hún slíti klumburn-
ar og skeri gellurnar og kinnarnar
úr hausnum. „Þetta er um það bil
40% nýting úr hausnum og aukn-
ing á verðmæti afurða er 5,52%.
Vélin er að ryðja sér til rúms í
Noregi og er þegar komin ofan í
einn togara þar en útgerðarmaður-
inn Arne Bye keypti aðra vél á
sýningunni."
Árni segir að Mesa 950 sé mjög
vinsæl í saltfiskhúsum á Islandi og
í Noregi. „Við höfum selt yfir 80
vélar en þær nýta hausinn 50%.
Síðan erum við með íleiri vélar,
bæði fyrir þurrkstöðvar og flat-
fiskvinnslu, en komum þeim ekki
fyrir á sýningunni."
Kynna starfsemi sína
við Reykjavíkurhöfn
C*** með bás á Íslensku sjávarút-
ÖJO aoiiar saman vegssýningunni ásíimt sex öðr-
um fyrirtækjum. Ágúst Ágústs-
son, markaðstjóri hafnarinnar,
sagði ástæðuna fyrir að höfnin væri í samfloti við önnur fyrirtæki, væri sú
að höfnin væri ekki einungis höfn heldur færi þar einnig fram ýmiss konar
starfsemi.
!jö aðilar saman
með sýningarbás
„Með þessu viljum við kynna þá
fjölbreyttu starfsemi sem á sér stað
við höfnina." Fyrirtækin sem sýndu
með Reykjan'íkurhöfn voru Stál-
smiðjan, Gjörvi, Rafboði, Daníels-
REYKJAVÍKURHÖFN var
slippur, Löndun og íslandsmarkað-
ur.
Höfnin kynnt fyrir eigendum
„Við erum mjög ánægðir með
sýninguna. Markmiðið með þessu er
að kynna höfnina fyrir eigendum
sínum, það er að segja Reykvíking-
um. Fólk er sér ef til vill ekki mjög
meðvitandi um hversu mikil hafnar-
borg Reykjavík er. Margir vita til
dæmis ekki að Reykjavík er
langstærsta bolfiskhöfn landsins.
En með þessari sýningu viljum við
fá að vita frá fólkinu hvað við erum
að gera rétt og hvað má betur fara.
Við erum sem sagt að reyna að
komast í betri tengsl við eigend-
uma.“
Olíuskip munu geta lagst við
höfn um jólin
Ýmsar framkvæmdir pru í gangi
hjá hafnaryfirvöldum. Ágúst segir
að nýr hafnarbakki fyrir olíuskip
verði tilbúinn fyrir jólin. „Hann
mun gera það að verkum að olíuskip
geta loksins lagst að bryggju og
landað og því sleppum við að pumpa
olíunni neðansjávar í land eins og
nú er gert. Það er ákveðin slysa- og
mengunarhætta af því.“
Fleiri framkvæmdir standa fyrir
dyrum. „Við erum einnig að skipu-
leggja klettasvæðið sem við keypt-
um af Olís og þar mun rísa hafnar-
aðstaða í náinni framtíð."
, , ,.........
. Eigum alltaf á lager
16,5 Ibs. blokkaröskjur með bg án'firp'á
«*«***". .........................
L+*'**‘ m
4x16,5 Ibs. utanyfir kassa
hólka (fyrir 160 öskjur) ásamt lokum og botnum
16,5 Ibs. blokkarramma úr áli
SAMHENTIR-KASSAGERÐ ehf.
Melbraut 19 • 220 Hafnarfjörður • Sími 555 6700
Fluttu 300 tonn
fyrir sýninguna
ÍSLENSKA sjávarútvegssýn-
ingin í Smáranum í Kópa-
vogi var sú umfangsmesta í sög-
unni sem hófst 1984. Tollvöru-
geymslan - Zimsen hf. hefur
séð um tollafgreiðslu, flutninga og alla tilfærslu á vörum á sýningarsvæð-
inu frá upphafi og segir Valgeir Guðbjartsson, deildarstjóri flutninga-
deildar, að fyrirtækið hafi flutt um 300 tonn að þessu sinni.
Zimsen var með bás á sýning-
unni, „til að koma okkur betur á
framfæri og til að geta sinnt við-
skiptavinum okkar á svæðinu bet-
ur“, segir Valgeir og bætir við að
Zimsen hafi verið með milli 120 og
150 fyrirtæki á sinni könnu og þar
af 50 til 60 erlend. Hann segir að
eriendu sýnendurnir sendi vörur
sínar hingað með flugi eða skipi og
síðan komi til kasta Zimsen. „Vör-
urnar eru stílaðar á okkur eða sýn-
inguna. Við göngum frá tollaf-
greiðslu, komum vörunni að bás
viðkomandi fyrirtækis á sýningar-
svæðinu og í sumum tilfellum að-
stoðum við við að taka vöruna upp
og koma henni fyrir á básnum. Við
geymum umbúðirnar og í lok sýn-
ingar komum við með þær að básn-
um, aðstoðum við að pakka niður ef
vill og sendum vörurnar síðan út
aftur.“
Valgeir segir að fjórar mann-
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Stund milli stríða í bás Zimsen. Frá vinstri: Valgeir Guðbjartsson, Árni
Pétur Júnsson og Thelma Jónsdóttir.
eskjur hafi verið í fullu starfi við
sýninguna en auk þess hafi verið
um 10 manna lið þegar mest var að
gera við vörumeðferð á sýningunni.
„Við þjónustum bæði erlenda og
innlenda aðila en starfið fyrir þá
innlendu hefur einkum verið aðstoð
við að koma vörunni af bíl sem
kemur með vöruna hingað og inn á
básinn. I þessu sambandi má nefna
að við tökum til dæmis lyftara og
önnur þung tæki inn með krönum.
Verkefnum okkar hefur fjölgað
með hverri sýningu og sérstaklega
var töluverð aukning nú miðað við
fyrir þremur árum.“
Byrjað var að setja upp básana
26. ágúst en fyrirtækin hafa frest
til 8. september til að fjarlægja það
sem þeim tilheyrir. „Þetta hefur
gengið áfallalaust og í raun mjög
vel en allt á að vera farið héðan af
svæðinu um helgina."
Zimsen flutti fyrir
nærri 150 fyrirtæki
Mikið framkvæmt
í Sundahöfninni
HAFNARYFIRVÖLD á ísafirði standa
fyrir miklum framkvæmdum þessi miss-
erin. Undir Hermann Skúlason hafnar-
stjóra falla mál hafna á Isafirði, Suður-
eyri, Flateyri og Þingeyri og segir hann
að miklar endurbætur séu að fara fram. „I Sundahöfninni á Isafirði erum
við að reka niður 70 metra stálþil sem er átta metra djúpt. Samfara því er
verið að dæla upp úr sundunum til að breikka þau og dýpka - þau eiga að
verða 50 metra breið og 8 metra djúp.
Reka niður 70
metra stálþil
Þetta gerir það að verkum að
aðkoman verður rniklu betri fyrir
bátana og skipin. Á Suðureyri og
Þingeyri settum við upp nýjan
löndunarkrana í sumar og á Flat-
eyri erum við að reka niður 100
metra langt stálþil. Allar þessar
framkvæmdir koma til með að
bæta hafnaraðstöðuna á þessum
stöðum til muna.“
Hermann segir að hvatinn að
þessum framkvæmdum sé vilji til
að vera á undan þróuninni. „Skipin
eru alltaf að stækka og það er
helsta ástæðan fyrir að við ráðumst
í þessar framkvæmdir á Isafirði.
Allar þessar breytingar koma til
með að verða til bóta fyi'ir byggð-
ina alls staðar á Vestfjörðum."
Ásamt miklum framkvæmdum
hefur verið fyllt mikið upp í ísa-
fjarðarhöfn. „Það er komið fleiri
þúsunda fermetra land á besta stað
við höfnina. Það er því kominn
grundvöllur fyrir einhverja fram-
kvæmdamenn sem vilja reisa
fi'ystihús, eða eitthvað í þá áttina,
við höfnina."